Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2002, Síða 14
14
Menning
Manngerðir og manngreinarálit
Þegar innvígöir eru beönir aö
nefna þýðingarmestu ljósmynd-
ara allra tíma eru æöi margir
sem láta sér sjást yfir August
Sander (1876-1964) sem nú er
sýndur í Ljósmyndasafni Reykja-
víkur. Þó má halda því fram að
fáir ljósmyndarar hafi haft eins
mikinn skilning og þessi fyrrver-
andi námumaöur frá Westerwald
i Þýskalandi á náttúru ljósmynd-
arinnar, hvemig hún varöveitir í
sér hvorttveggja, augnablikið og
eilífðina. Sander leitast viö að
bregöa upp sannverðugum
augnabliksmyndum af samsetn-
ingu þýsks þjóðfélags og skila
þeim áleiðis til komandi kyn-
slóða, samtímanum og framtíð-
inni til skilningsauka. Alveg
burtséð frá félagslegu og sál-
fræðilegu inntaki myndanna hef-
ur söguleg framvinda gætt þær
aukalegum áhrifamætti. Allt
þetta fólk sem mætir augnaráöi
okkar er ekki einasta horfið i
tímans svelg heldur eru töluverð-
ar líkur á því að stór hluti þess
hafi látið lífið með voveiflegum
hætti undir harðstjórn nasista.
í ljósmyndasögunni eru fá, ef
nokkur, dæmi um viðlíka metn-
að og birtist í ævistarfi Sanders.
Að sönnu má nefna til sögunnar
bandaríska ljósmyndara á borð
við Walker Evans, Robert Frank
og opinbert ljósmyndagengi und-
ir stjóm Roys Strykers, sem
höfðu að markmiði að „dókúm-
entera" bandarískt samfélag á 4.
og 5. áratugnum en vinnubrögð
þeirra voru óskipuleg og
beindust aðallega að þvi að skrá-
setja kjör fátæklinga og utan-
garðsmanna.
Frumeiningar samfélags
Sander bar sig að eins og þeir mörgu 19. ald-
ar vísindamenn sem töldu sig geta skrásett og
flokkað manngerðir út frá andlitsfalli, höfuð-
standandi, og heldur á einkunn
sinni - múrarinn á múrskeið, lása-
smiðurinn á lyklum, rithöftmdurinn
á bók o.s.frv. - og horfir til okkar án
þess að iáta nokkuð uppi um hugs-
anir sínar og tilfinningar. Enda var
Sander ekki á höttum eftir leyndar-
málum fyrirsætna sinna heldur
hlutverkaskipaninni f samfélaginu.
Ekki ósvipað og Muybridge leiddi
okkur í allan sannleika um eöli
hreyflngarinnar með því að búta
hana niður í frumeiningar sínar
birtir Sander okkur frumeiningar
samfélagsins.
Það er því skiljanlegt hvers vegna
nasistar bönnuðu bókina sem Sand-
er gaf út með ríkulegu úrvali þess-
ara mynda fyrir þær sakir að hún
væri „andfélagsleg". Það sem nasist-
um blöskraði var auðvitað jafhaðar-
stefna Sanders, að hann skyldi
freista þess að gera öllum jafnhátt
undir höfði í ljósmyndum sinum.
Sander leitar fanga ótrúlega víða.
Hann ljósmyndar háaöal og flakk-
ara, skrifstofublækur og búanda-
kalla, nasista og sígauna. En eins og
Susan Sontag hefur bent á fer Sand-
er engu að síður í manngreinarálit.
Menntamenn og embættismenn eru
yflrleitt ljósmyndaðir innan dyra og
oft án einkunna. Verkamenn og ut-
angarðsfólk er ljósmyndað undir
beru lofti, með einkimnum sínum
og við aðstæður sem tala máli
þeirra með einhverjum hætti.
Ósjálfrátt gefur Sander sér að borg-
arastéttimar séu betur færar um að
tala eigin máli en verkalýðurinn.
En áhrifa Sanders gætir víða um
lönd, jafnvel hér uppi á íslandi. Sig-
ríður Zoéga vann fyrir hann og
lærði töluvert af honrnn, eins og
fram hefur komið í bók Ingu Láru
Baldvinsdóttur. Og í Ameríku hafa
þau Diane Arbus, Richard Avedon
og Irving Penn haldið merki hans á lofti. Miss-
ið ekki af þessari sýningu í Ljósmyndasafn-
inu. Aðalsteinn Ingólfsson
Sýningin stendur til 1. des. Safnið er opiö kl. 12-18
virka daga og 13-17 um helgar.
August Sander: Ungir bændur (1914)
Hann valdi sér „týpíska“ fulltrúa allra stétta, starfsgreina eöa aldurshópa ...
lagi og öðrum ytri einkennum mannskepn-
unnar. Hann valdi sér „týpíska" fulltrúa allra
stétta, starfsgreina eða aldurshópa og ljós-
myndaði þá f hlutlausu umhverfi, fyrir fram-
an tjald eða vegg. Sérhver þessara fulltrúa er
myndaður í fullri lengd, ýmist sitjandi eða
Bókmenntir
;
Við og hinir í heimsþorpinu
■ Ari Trausti Guðmundsson er
þekktur af mörgu. Hann er einn
þekktasti fjallagarpur íslands og
brautryðjandi á því sviði, snöfur-
mannlegur veðurfréttamaður til
margra ára og höfundur alþýð-
legra fræðirita um náttúru ís-
lands. Nú hefur hann söðlað um
og snúið sér að skáldskap en
áður hafði hann birt skáldskap i safnritum og
mun auk þess hafa verið afkastamikið skóla-
skáld i eina tið.
í smásagnasafninu Vegalínum sem hlaut bók-
menntaverðlaun kennd við Halldór Laxness 7.
þessa mánaðar eru ferðasögur. Ari Trausti hef-
ur ferðast víða en þaö eitt og sér er vitanlega
engin trygging fyrir góðum sögum. Það sem
sker úr um það að sögumar eru vel heppnaðar
er að Ari Trausti hefur ekki bara reynslu held-
ur einnig hæfileika til að lýsa umhverfi og per-
sónum á sannfærandi og lifandi hátt - sögurnar
í Vegalínum bera þess merki. Þær eru meira en
bara ferðalýsingar. Þær fjalla um það hvemig
íslendingar, eða Vesturlandabúar almennt, hafa
gert allan heiminn að leikvelli sínum og hvem-
ig þeir höndla það að mæta því fólki sem býr á
feröamannaslóðunum og
verður eftir þegar ferða-
mennirnir eru famir heim.
Allar sögurnar bera nafn er-
lendrar persónu og i öllum
tilfellum nema einu er þetta
persóna sem íslenskur sögu-
maður hefur hitt á ferðalagi
og tengst með einum eða öðr-
um hætti.
Við kynnumst örlögum
þessara skyndivina, stund-
um í frásögn þeirra sjálfra
eins og í fyrstu sögunni,
stundum vefast örlög þeirra
saman við líf sögumannsins
eins og í sögunni af Razaaq.
Sú saga er með þeim betri í
safninu, þar afhjúpast
hræsni Vesturlandabúans á
grimmilegan hátt. Þegar
hinn framandi reynir að
komast inn á okkar svæði er
viðmótið annaö en þegar við
erum í öruggu hlutverki Ari Trausti
túristans. Sagan „Tala“
myndar svo skemmtilegt mótvægi viö þessa
sögu, þar er lýst traustri vináttu sem myndast
milli tveggja manna við erf-
iðar aðstæður og í návist
dauðans.
Bestu sögumar - og þær
eru miklu fleiri en hinar -
eru þær sem einbeita sér að
samfundum ólíkra heima og
ólíkra einstaklinga. í þeim
sögum þar sem atburðarás-
in verður æsilegri tekst Ara
Trausta síður upp, þetta á
t.d. við sögurnar „Hansen“
og „Chen“.
Ari Trausti Guðmunds-
son fer stórvel af stað sem
rithöfundur. Sögumar í
Vegalínum eru skrifaðar af
innsæi og umtalsverðri stíl-
gáfu og þær fjalla um efni
sem kemur okkur sífellt
meira við: samskipti okkar
við þá sem em okkur fram-
andi og erfiða sambúð í
dv-mynd hari heimsþorpinu.
Guðmundsson. Jón Yngvi Jóhannsson
Ari Trausti Guðmundsson: Vegalínur. Vaka-Helgafell
2002.
mannsgaman
,. m
■HHHI
Flogið með Einari Ben
Hann sagðist kunna Einar Ben nokkumveg-
inn utan að. Og auðvitað hváði ég við hlið hans
í heitri flugvélinni. Jú, mikO ósköp og hann
strauk niður myndarlega vömb sína og dustaði
þaöan mylsnu af brauðhomi. Og það væri ekki
annað en að hann hefði alist upp viö bækur
skáldsins frá fyrsta lestri og Vogar væm best,
tilfinningaríkust, tignarlegust.
Hann talaði hátt, jafnvel þannig að fallegu
flugfreyjunum brá sem gengu hjá. Sagði að aOt
tal um stirðbusakvæði og ofhleðslu væri vit-
leysa og níð í nálægð Einars Ben. Menn þyrftu
bara að kunna að lesa hann, þekkja taktinn
hans, hrynjandina, vilja hans. Og líðan skálds-
ins í hverri línu, hverju erindi. Skáldið sitt léki
á stuðla og höfuðstafi eins og stjórnandi á heOa
sinfóníu.
Ég sat þama við hlið mannsins og hlustaði.
Við flugum undir norðurljósin og næsta sýn var
myrkur út um kýrauga. Nokkur ljóða skáldsins
liðu um huga mér. En svo hélt hann áfram ein-
tali sínu, feiti maðurinn í gluggasætinu og fór
meir og meir I Einari sínum. Eins og hann væri
skáldið endurfætt, drukkið á siglingu, óðamála,
alviturt.
Svo lentum við nokkru síðar, hvor í sinni
hæð. -SER
MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2002
_______________________PV
Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttír silja@dv.is
Kammertónlist Jóns
Kammersveit Reykja-
víkur heldur fyrstu tón-
leika sína á starfsárinu
annað kvöld kl. 20 á
Kjarvalsstöðum. Þeir
eru helgaðir kammer-
tónlist eftir Jón Ás-
geirsson og eftirtalin
verk verða flutt: Þjóð-
lagasvíta fyrir píanók-
vintett, Blásarakvintett nr. 2, Strengja-
kvartett nr. 3, Sjöstrengjaljóð og Oktett
fyrir blásara.
Jón Ásgeirsson er afkastamikið tón-
skáld en einnig vel þekktur sem kennari
og af skrifum sínum i Morgunblaðið.
Fyrir utan vinsæl sönglög eins og Maí-
stjörnuna hefur hann samið einleiks-
konserta og óperurnar Þrymskviðu og
Galdra-Loft sem hlaut Menningarverð-
laun DV í tónlist 1997. Verkin verða tek-
in upp að tónleikum loknum tO útgáfu á
geisladiski.
Samtímalist og
hverfaskipulag
1 dag kl.12.30 flytur Giovanni Garcia
Fenech fyrirlestur um samtímamálara-
list í Listaháskóla íslands, Laugarnesi,
stofu 024. Fenech er málari, búsettur í
New York þar sem hann rekur galleríið
The Project í Harlem. Hann hefur skrif-
að greinar um samtímamyndlist i ýmis
listtímarit.
Á miðvikudaginn á sama tíma flytur
Malin Zimm arkitekt fyrirlestur um rót-
tækt hverfaskipulag frá tilvOjana-
kenndri fagurfræði fyrsta kvikmyndafé-
lags heimsins tO áhrifa Archigrams og
frá þráðlausu ímyndunarafli fútúrist-
anna tO áhrifa hinna þráðlausu kerfa al-
þjóðavæðingar í LHÍ i Skipholti 1, stofu
113. Fyrirlesturinn verður fluttur á
ensku.
Danir og Finnar
dást að Heimsins
heimskasta pabba
Skáldsagan Heims-
ins heimskasti pabbi
eftir Mikael Torfason
kom út árið 2000 og var
bæði tilnefhd tO Menn-
ingarverðlauna DV í
bókmenntum og Bók-
menntaverðlauna
Norðurlandaráðs. Nú
er hún komin út í Finn-
landi og Danmörku og hefur fengið fínar
viðtökur.
í ritdómi í finnska blaðinu Matkaan
segir tO dæmis: „Biturleiki verksins er
þrunginn samfélagsgagnrýni sem þrátt
fyrir íslensk einkenni ratar beint inn í
finnskan veruleika ..." Og í stærsta síð-
degisblaði Finna, nta-Sanomat, segir að
texti bókarinnar sé „hnitmiðaður nor-
rænn prósi af bestu gerð.“
Det kristelige dagblad í Danmörku
segir m.a. um aðalpersónuna, Martein,
að „þrátt fyrir aOan ömurleikann sé
hann viðkvæmur inn viö beinið og trúi
því að einhvers staðar sé lausnina að
finna og hann geti lifað með þær byrðar
sem lífið hefur lagt honum á herðar.
Þessi viðkvæmni er fullkomin andstæða
hins harðsoðna, gamansama og hraða
frásagnarstOs bókarinnar (...) í þessari
bók hefur Mikael Torfason skapað trú-
verðuga og merkOega persónu sem er í
senn fyndin og harmræn."
í Danmarks Radio fékk bókin þá ein-
kunn að vera „Einstaklega vel heppnuð
bók eftir einn af bestu og yngstu höfund-
um íslands. Fylgist með honum."
Norræn sakamál
Norræn sakamál eru
komin út í annað sinn á
vegum íþróttasambands
lögreglumanna á Norður-
löndum. Þar eru frásagnir
af störfum norrænna lög-
regluþjóna og þrátt fyrir
titOinn tengjast þau ekki
öO sakamálum. Frásagn-
imar eru skrifaðar af þeim sem önnuðust
rannsókn viðkomandi mála og gefa því
innsýn í almenn störf lögreglu.
Meðal frásagna bókarinnar má nefna
„Innbrotið í listmunaverslunina", „Kyn-
ferðisbrot gegn unglingsstúlkum", „LOiið í
vegkantinum", „Ókunni maðurinn í ís-
skápnum", „Morðið á Tom“, „Fjölskylduá-
tök - tifandi sprengja" og „Rán í óláni“.
Ritstjóri íslensku útgáfunnar er Ámi
Þór Sigmundsson rannsóknarlögreglumað-
ur.