Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2002, Blaðsíða 15
15 MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2002 DV________________________________________________________________________________________ Menning Skortur á skýrum markmiðum í Hafnarborg stendur nú yfir sýning sem verkefnið Handverk og hönnun hef- ur sett upp. Þar er sýnt 81 verk eftir 42 einstaklinga. Falleg sýningarskrá fylgir með listagóðum myndum af verkum allra þátttakenda og nöfnum. Þar vantar þó allar almennar upplýsingar um sýn- inguna, tilgang hennar og markmið verkefnisins Handverk og hönnun sem hefði átt vel heima þar. Þegar gengið er um sýningarsalina sannast að ofantöld atriði hafa verið mjög á reiki þó að dómnefnd hafi að sínu leyti unnið gott starf við val á verkum því þama er að finna margan góðan gripinn. Það er þó mín skoðun að fækka hefði átt þátttakendum. Ljóst er að mik- il gróska er í handverki hér á landi og verðugt verkefni að safna því saman og efna til sýninga, en eins og Baldur J. Baldursson gerir að umtalsefni í formála sýningarskrár verða skil á milli list- greina æ óskýrari. Þetta er tímanna tákn. Nokkur almenn viðmið eru þó til í hönnunargeiranum þó að alltaf séu und- antekriingar, það er munurinn á hönnun til fjöldaframleiðslu, listhönnun og svo heimilisiðnaði. Vandvirkir og listrænir hönnuðir Margir hlutir á sýningunni gætu ver- ið tillögur eða frumgerðir af einhverju sem hægt væri að fjöldaframleiða. Þar eru einnig dæmi um heimilisiðnað og svo era þama einnig myndverk. Dæmi um það er „Norðurljósanet" HrafnhUdar Sigurðardóttur sem lýtur öUum venju- legum skUgreiningum myndverks og er sem slíkt faUegt og sterkt verk. Margir okkar þekktustu hönnuða eiga verk á sýningunni. Dúkar ínu Salóme eru glæsUeg hönnun þar sem þróuð form og heUsteypt litasamsetning hafa á sér yfirbragð sjötta áratugarins. ína Salóme er ein af okkar bestu textUlista- konum og væri gaman að sjá heUa sýn- ingu með hennar verkum. „Norðurljós" Fríðu Kristinsdóttur er hagleiksverk, sterk efniskennd og fínleiki einkenna það eins og öU hennar verk í gegnum tíð- ina. Skúlptúrar Elísabetar Haraldsdótt- ur eru liður í margra ára þróunarferli þar sem hún vinnur með mjúk kúluform sem splundrast að hluta. Glerungavinna Elisabetar er með því besta sem maður sér í faginu. Lampar Valdísar Harrís- dóttur úr nautsblöðrum eiga sér sömu- leiðis langt þróunarferli. Frábær tæknivinna og finar litasamsetningar. Sigríður Ágústs- dóttir kynnir hér postulLnsútgáfu af hinum Dýrfinna Torfadóttir: Hálsmen Dýrfinna hefur lengi veriö einn okkar bestu hönnuða í gullsmíöi og sýnir þarna frumlega og áræöna hönnun. formsterku en þó ofurviðkvæmnislegu vösum sem hún er löngu þekkt fyrir. Þórhildur Þor- grímsdóttir sýnir silfurskeiðar úr rekaviði og silfri. Listrænn fínleiki einkennir þessa hönnun Þórhildar. Hálsmen Dýrfinnu Torfadóttur úr ull og silfri er eitt hið nýstárlegasta á sýning- unni. Dýrfinna hefur lengi verið einn okkar bestu hönnuða í gullsmíði og sýnir þarna frumlega og áræðna hönnun. Helga Pálína Brynjólfsdóttir sýnir gluggatjöld með áþrykktum orðum sem skírskota til norðursins - frábær fagmennska og fín hönnun. Guðlaug Halldórsdóttir kynnir ný mynstur sem hún vinnur með fjöl- breytilegri tækni. Áræðin, frjó og fiott framsetning. Leirvasar Kolbrún- ar Björgúlfsdóttur vitna um sterka form- og efniskennd eins okkar ást- sælasta leirlistamanns. Gólfmottur úr þæfðri ull sem tvíeykið Tó-Tó sýnir bera vitni þróaðri tækni þeirra stallna. Það hlýjar um hjartarætur að sjá salon-ofna ullarábreiðu Oddnýjar Magnúsdóttur, litasamsetning er al- deilis frábær og tæknivinna öll í hæsta gæðaflokki. Hulda Ágústsdótt- ir sýnir nýja hönnun á formsterkum og persónulegum plexíglerskartgrip- um sínum. Kristín Sigríður Garðars- dóttir á verk sem mynda fallega heild, postulín og dúkur í stíl. Erfitt verkefni Allir vita að það er ekki á færi nema þjálfuðustu sýningarhönnuða að setja upp samsýningar, og þar af eru hönnunarsýningar ótvírætt erf- iðastar. Sýning Handverks og hönn- unar í Hafnarborg er dæmi um það þegar hvað verst tekst til. Sýningar- gripir liða margir mjög fyrir að vera hrúgað saman, ýmist á útstillingagín- ur eða á palla. Skilgreininga er þörf. Eins og fyrr segir era listgreinar sí- fellt að tengjast, fjarlægjast, renna saman eða endurskilgreina sig. Til þess að þróun í framleiðslu hér á landi geti orðið þarf tvennt að koma til: Hönnunarstöö sem styður við bak- ið á menntuðum íslenskum faghönn- uðum; þar er vaxtarbroddurinn. Og heimilisiönaöarstöó sem stendur vörð um íslenskan heimilisiðnað. Hann er á undanhaldi þar sem fólk vinnur mest utan heimilis nú til dags. Á sýningu Handverks og hönnunar í Hafharborg hefur margt tekist vel en annað mætti betur fara. Ástæðuna tel ég ótvírætt vera skort á skýrum markmiðum. Þó lítill tími sé eftir, því sýningunni lýkur kl. 17 í dag, vil ég hvetja fólk til þess að skoða hana. Ásrún Kristjánsdóttir Tónlist Spilaö á gjarðir Síendurtekinn, ísmeygi- legur tónn úr hátölurum í upphafi 15:15 tónleika í Borgarleikhúsiriu á laugar- daginn gaf fyrirheit um að eitthvað mergjað væri í vændum. Enginn var á sviðinu þegar tónninn byrj- aði en svo komu þeir einn af öðrum og tóku sér stöðu, Hilmar Jensson gítarleik- ari, slagverksleikararnir Matthías Hemstock og Pét- ur Grétarsson; ennfremur Sigurður Halldórsson selló- leikari. Fyrsta verkið á efnis- skránni var spuni í kring- um fyrrnefndan tón og var það allt saman fremur lát- laust en þægilegt áheymar. Spuninn rann ljúflega sam- an við næsta atriði á dag- skránni, Passa Galli per la lettera E sem bygðist á samnefndu verki eftir sautjándu aldar tónskáldið Giovanni Battista Vitali. Var tónsmíðin eftir fjór- menningana og spilaði Sig- urður í fyrstu einn á barokkselló en von bráðar tók hægur en þrótt- mikill trambusláttur við sem var skemmtilega villimannslegur. Hann var samt fremur til- gangslaus er til lengdar lét því ekkert annað gerðist. Spunnið kringum tón Matthías Hemstock, Pétur Grétarsson, Hilmar Jensson og Siguröur Halldórsson. Sellóið var áberandi á tónleikunum og leik- ur Sigurðar ávallt vandaður og markviss. Verkin sem hann flutti voru þó misgóð; Strokkur eftir Guðna Franzson var kraftmik- ill einleikur á selló við drunurnar úr sam- nefiidum goshver og var út- koman eins og maður ímyndar sér að framúr- stefnuleg (og mjög einföld- uð) útfærsla á Geysi eftir Jón Leifs myndi hljóma. Það var alls ekki leiðinlegt. Minna er hægt að segja um Egophonic I eftir Svein Lúðvík Björnsson en í upp- hafi fikraði sellóleikarinn sig hægt og rólega upp skalann og síðan niður aft- ur. Þá var kveikt á geisla- spilara og við tók ægilegur hrærigrautur af sellótón- um sem nístu mann inn að beini. Svo var verkið búið. Tímahrak eftir Lárus H. Grímsson var ágætt, þó líf- legur andi tónlistarinnar, sem var dálítið djössuð, hafi ekki passað neitt sér- lega vel við drungalega stemningu tónleikanna. Og annað á efnisskránni, sem var eftir fjórmenningana, var misjafiit. Gjarðir var afar fallegur gjömingur, nánast Ijóðrænn leikur að misstórum gjörðum og ýmsu öðru en Ballaðan í lok tónleikanna var ákaflega langdregin og nánast drap mann úr leiðindum. Jónas Sen íslensku bókmenntaverð- launin Nú líður að því að tilnefnt verði til íslensku bókmennta- verðlaunanna, það verður væntanlega gert 5. desember. Gaman er að geta sagt frá því að nú hefur aftur verið tekinn upp fyrri háttur, það er að segja tvær þriggja manna dómnefndir hafa nú lokað sig inni til að geta lesið í næði all- ar fram lagðar bækur og síðan tilnefna þær fimm skáldverk og fimm fræðibækur eða bækur almenns efnis til verðlaunanna. Ein- valdar þeir sem ríkt hafa undanfarin tvö ár hafa verið settir af. Enn eru fjarri því öll kurl komin til grafar því ekki eru allar bækur komnar út og sumar svo blautar úr prentsmiðju að þeim hefur ekki verið flett. En fáein skáldverk hafa þegar vak- ið athygli og fengið umsagnir sem benda til að þau verði með í umræðunni. Má þar nefna skáldsögur Vigdísar Grímsdóttur, Arnalds Indriðasonar, Stefáns Mána, Sigurðar Páls- sonar, Guðrúnar Evu, Mikaels Torfasonar og Steinars Braga, ljóðabækur Ingibjargar Har- aldsdóttur, Þorsteins frá Hamri, ljóðræn dag- bókarbrot Hannesar Péturssonar og barnabók Gerðar Kristnýjar. Leynd hvílir yfir nöfnum dómnefndar- manna. sima Það var verulega fróðlegt að hlusta á Reyni Traustason, höfund ævisögu Sonju de Zorilla, tala um tilurð þeirrar bókar í sjónvarpsþættinum Fólk á Skjá einum í síðustu viku. Það hafði vakið forvitni Sirrýar þáttastjórnanda að þau Reynir og Sonja höfðu aldrei hist en aðeins talast við í síma (í um það bil 1500 klukkutíma, ef ég man rétt). Samt voru þau hluta þessa tima á sama landinu, ýmist fór hann til Ameríku eða hún kom til íslands. Hvernig stóð á því að þau hittust aldrei augliti til auglitis? Jú, þau ætluðu auðvitað að hittast, en fyrst kemur eitthvað í veg fyrir það og svo verður það smám saman ósýnilegur en þó óyfirstíg- anlegur þröskuldur, eins og Reynir lýsti. All- ir þekkja hve náið og í raun og veru erótískt samband getur magnast upp í löngum símtöl- um - ekki síður en í löngum bréfaskiptum - um þetta hafa meira að segja verið gerðar bíó- myndir. Smám saman fer Sonja að fyrirverða sig fyrir það hvað hún er miklu eldri en Reyn- ir og Reynir að fyrirverða sig fyrir hvað hann er feitur. Hún getur lítið gert við sínum skavanka en hann fer í harða megrun. Léttist um 35 kíló - „fyrir Sonju“. Þetta nána samband sem maður heyrði að hafði myndast milli viðmælanda og blaða- manns hefur bæði kost og löst í for með sér fyrir verkið, sjálfa ævisöguna. Annars vegar skilar sér hlýjan milli þeirra og hið elskuríka samband í texta sem er þrunginn virðingu og væntumþykju. Hins vegar skynjar lesandi glöggt að Sonja breiöir yfir ákveðna hluti sem hún vill ekki að sinn nýi „elskhugi“ fái vit- neskju um. Á sömu hlið má líka nefna að auð- vitað gengur Reynir ekki hart að Sonju, mað- ur rekur ekki gamimar harkalega úr mann- eskju sem maður á i viðkvæmu tilhugalífi með. Þetta er ótvíræður ókostur á ævisög- unni. Maður sem ekki hefði fallið svona fyrir Sonju hefði skrifað nákvæmari og meira gef- andi sögu. Myndir í barnabókum Allir áhugamenn um barna- bækur og mynd- skreytingar eiga að drífa sig upp í Gerðuberg þar sem nú stendur yfir sýning á myndum úr nýjum ís- lenskum bamabókum. Þegar gengið er um sýninguna rennur upp fyrir manni ljós: Það hefur orðið bylting í íslenskri barnabókaút- gáfu á undanfornum árum. Þetta er svo fallegt og listrænt og vandað og skemmtilegt að mað- ur gæti bara skælt af gleði. Sýningin stendur til 6. janúar og er opin daglega - kl. 11-19 virka daga og 13-16.30 um helgar. Núna er líka bæði búið að setja á fót Sam- tök um stofnun barnamenningarstofnunar og efna til verðlauna fyrir bestu myndskreyting- ar í nýrri barnabók þannig að ljóst er að eftir byltingunni er tekið...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.