Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2002, Page 25
49
MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2002
DV
Tilvera
íí f iö
E F T I R V I N N U
•Funclir og
fyrirlestrar
■Kínaklúbbur Unnar
Kínaklúbbur Unnar Guðjónsdóttur veröur meö
kynningu í kvöld kl. 20.30 að Njálsgötu 33. Ferðin
sem kynnt verður í kvöld verðir farin 8.-31. maí á
næsta ári, á ári geitarinnar. Þetta verður 18. ferö
Unnar og eru allir þeir sem áhuga hafa á því að
kynna sér ferðina nánar velkomnir á Njálsgötuna í
kvöld.
■Fvrirlestur í Hafnarhúsi
Kl. 17 mun Dr. Khaled Khreis halda fyrirlestur í
Hafnarhúsinu sem hann nefnir The Use of Arabic
Calligraphy in Arab Modern Art. Allir eru velkomn-
ir á fyrirlesturinn meðan húsrúm leyfir.
•Listir
■2 svningar í Gallerí Fold
í Galleri Fold á Rauðarárstígnum er í gangi sýning
Haraldar (Harry)Bilson á nýjum olíumálverkum í
baksal. Sýninguna nefnir listamaðurinn Lífsgleði. I
Ljósfold er í gangi sýning á Ijósmyndum frá
Reykjavik sem Guömundur Hannesson Ijósmyndari
tók lýrir og eftir 1950. Ragnar Th. Sigurðsson hefur
unnið myndirnar eftir filmum Guðmundar en þær
eru nú I eigu Ljósmyndasafns RTH/Artic Images.
Sýningin nefnist Reykjavíkurminningar. Sýningar
þessar standa báöar til 8. des.
■i skugga stvtialdar
Þorkell Þorkelsson sýnir í Ásmundarsal Listasafns
ASÍ svarthvítar Ijósmyndir frá Palestinu og ísrael
sem hann tók síðastliðið vor. í gryfjunni á neðri
hæð sýnir Þorkell nokkrar myndir sem hann hefur
tekið á undanförnum árum víða um heim en hann
hefur í nokkur ár unnið að gerð svart/hvíts
Ijósmyndaverkefnis þar sem lífsbaráttu fólks víða
um heim er lýst. Einkum er um að ræða myndir frá
svokölluðum þriðja heims ríkjum, sýningin nú er
liður í kynningu þess verkefnis. Sýningin stendur til
8. desember. Aðgangur er ókeypis. Listasafn ASÍ er
opið alla daga nema mánudaga frá 14-18.
■Borg og list frá arabaheimi
í Listasafni Reykjavíkur eru í gangi tvær sýningar.
Sú fyrri nefnist Borg og er innsetning eftir ingu
Svölu Þórsdóttlr. Inga starfar að list sinni og kennir
í Þýskalandi. Hin sýningin nefnist Milli goðsagnar
og veruleika og var hluti af henni settur upp í
Listasafni Akureyrar á liönu sumri.
■Margrét Rós í Gallerí Tukt
Margrét Rós Harðardóttir, nemandi við
Listaháskóla íslands, sýnir í Galleri Tukt, Hinu
húsinu. Margrét sýnir verk unnin með blandaðri
rækni. Margrét Rós er á lokaári við myndlistadeild.
Sýningin stendur til 8. des.
■Þetta vilia börnin siá
í Menningarmiðstöðinni Geröubergi er í gangi
sýning á myndskreytingum úr nýútkomnum
barnabókum. Sýndar eru myndir úr um 40 bókum
eftir 22 myndskreyta og stendur hún til 6. janúar.
Þetta er frábær sýning fyrir börn og
bókmenntaáhugamenn.
Krossgáta
Lárétt: 1 högg, 4 djörfj 7
mylsna, 8 skóflu, 10
kvæöi, 12 form, 13
heimsk, 14 karlmanns-
nafn, 15 sóma, 16 dæld, 18
karldýr, 21 trúarbrögð, 22
eyðir, 23 glufa.
Lóðrétt: 1 gylta, 2 tré, 3
grannskoðar, 4
lævís, 5 tré, 6 svefh, 9
hlífir, 11 fjöida, 16 tann-
stæði, 17 reyki, 19 gruni,
20 spil.
Lausn neðst á síðunni.
Skák
bojevic frá Belgrad er jafnaldri Jans
Timmans, Anatolij Karpovs og Ulfs
Andersson. Ljubo hefur oft teflt hér á
landi og við íslenska skákmenn víðs
vegar um heiminn. Hér er hann þó
tekinn í „bakaríið" af Armenanum
Akopian sem er í fremstu röð um
þessar mundir. Hér áöur fyrr var það
Ljubo sem fléttaði svona en „það sem
hann ávallt varast vann varð þó að
koma yfir hann“!
Hvitt: Vladimir Akopian (2.689).
Svart: Lubomir Ljubojevic (2.557).
Enski leikurinn (4), 29.10.2002.
1. Rf3 Rf6 2. c4 c5 3. g3 b6 4. Bg2
Bb7 5. 0-0 e6 6. Rc3 Be7 7. Hel d5
8. cxd5 exd5 9. d4 0-0 10. Bf4 Ra6
11. Re5 Re4 12. Rxe4 dxe4 13. dxc5
Rxc5 14. Dc2 De8 15. Hedl Hc8 16.
Bh3 Re6 17. Db3 Rc5 18. Da3 Ra4
19. De3 Rxb2 20. Hd7 Hb8 21. Db3
Bc8 22. Hcl g5 Stöðumyndin. 23.
Hxe7 Dxe7 24. Rc6 Db7 25. Bxb8
Bxh3 26. Dxb2 1-0
•ei} 05 Tto 61 ‘iso ít
‘iuo8 9} 'piuun TI ‘JiJia 6 ‘Jtn 9 ‘qia s ‘JnSnpois p ‘jijæ3uniE3 c ‘>(se z ‘JÁS l HiaJQp'j
■bjij tz ‘Jipui zz ‘Jnpis iz ‘}(03 81
‘joj3 9t ‘njæ cj ‘imnj, n ‘2aJ} ET ‘joui z\ ‘Jngo oi ‘nijaj 8 ‘ines 1 ‘joas {■ ‘Sejs x ÚlpJPT
Hvítur á leik!
Á Ólympíuskákmótum eru saman-
komnir margir skákmenn, nýjustu
stjömumar eins og liöið frá Azer-
badsjan þar sem meðalaldurinn er 18
ár (!) og svo gömlu jaxlamir sem
aldrei gefast upp á þvi að blóta skák-
gyðjuna. Júgóslavinn Lubomir Lju-
, A
Dagfari
Stríðsárin og
samtíðin
Ég hitti um daginn ágætan
vin minn sem fæst þessa dag-
ana við að skrásetja tíðindi úr
sögu seinni heimsstyrjaldar-
innar á íslandi. Tal okkar
barst að því hve einstaka at-
burðir úr þeim hildarleik
væru orðnir fjarlægir okkur í
tíma og minjar flestar horfn-
ar. Og hve margir sem þá
hefðu upplifaö væru nú komn-
ir í moldu.
Ég hef upplifað þetta sjálf-
ur. Þegar ég var strákur á Sel-
fossi hafði annar hver eldri
karl verið í Bretavinnunni.
Sumir verið bílstjórar á eigin
vörubíl - og þannig þénað
ósköpin öll af peningum. Aðr-
ir minntust slarks og sigggró-
inna handa. Einhverjir töluðu
um braggaskúra. Og allir áttu
það sammerkt að hafa þarna
náð tökum á enskri tungu.
Frásagnir þessara karla, sem
nú eru margir látnir, urðu
forvitnum strák óskaplegt æv-
intýri. Gamli herflugvöllurinn
í Kaldaðarnesi og rústir þar
drógu mig oft að. Minjar sem
jarðýtur hafa nú troðið niður.
Hver kynslóð mótar þjóðfé-
lagið - og segir sína söguna.
Blessað stríðið var söguleg
upplifun fólks sem fætt var á
fyrstu áratugum 20. aldarinn-
ar. Sjálfur er ég fæddur 1971 -
og þarf fyrr en varir sögur að
segja. Þá sjálfsagt af frumbýl-
isskap í tölvu- og netvæðingu,
áratug Davíðs Oddssonar í
stjórnmálum, verðbréfaæðinu.
Stríðsárin einkenndust af
leysingum hvarvetna í þjóðfé-
laginu en þau atriði sem ég
nefndi hér að framan eru þó
ekki síður vitnisburður um að
tímarnir sem við lifum nú eru
svipmiklir í meira lagi.
Siguröur Bogi
Sævarsson
blaöamaöur
Myndasögur