Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2002, Blaðsíða 17
* 16 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 17 Utgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Rítstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, síml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstyórn: ritstjorn@dv.is - Aúglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Lífið fyrir litinn Sortuæxli í húð er algengasta teg- und krabbameins hjá konum á aldr- inum frá 15 til 34 ára. í yfirliti Krabbameinsfélagsins kemur fram að ár hvert greinast sortuæxli í húð hjá um 40 íslendingum og er þá mið- að við meðaltal áranna 1997 til 2001. Önnur húðæxli greinast hjá 40 og grunnfrumuæxli í húð hjá um 150 einstaklingum. Yngstu sjúk- lingarnir eru á tvítugsaldri. Tiðni húðæxla í heild hefur tvö- faldast á síðustu tíu árum. Sortuæxli hafa aukist mest, einkum hjá ungum konum. Fylgni er með fjölgun tilfella og auknum sólböðum og ekki síst mjög aukinni notkun ljósabekkja. Fólk með ljósa húð, eins og íslendingar eru almennt, sækir í brúnni húðlit sem fylgir sólböðum og ástundun ljósabekkja. Þetta á frekar við um ungt fólk og konur fremur en karla. Ljósabekkjanotkun ungra karla er þó umtalsverð. Sortuæxli er þriðja algengasta krabbamein meðal þeirra. Tíðni húðkrabbameins eykst einnig mjög meðal annarra þjóða. Krabbameinsfélagið greinir frá því að tíðni þessa krabbameins í Bandaríkjunum sé enn að aukast og margir nýti sér ekki þekkt ráð til að verjast þessu algenga meini. Húð- krabbamein er hins vegar hvergi algengara en í Ástralíu. Þar greinist annar hver íbúi með sjúkdóminn einhvern tímann á lífsleiðinni. Sólin er aðgangsharðari þar. Hér á landi sækir fólk i ljósabekkina þótt hættan eigi að vera öllum ljós. Þekktasta orsök húðkrabbameina er útfjólublá geislun, að því er fram kemur í fræðsluriti Krabbameinsfélagsins. Mikil útfjólublá geislun í skamman tima í einu, sem orsakar bruna, eykur hættu á sortuæxli og líklega á grunnfrumukrabbameini. Jöfn og stöðug geislun yfir langan tíma orsakar flöguþekju- krabbamein. Grunnfrumu- og flöguþekjukrabbamein eru al- gengust hjá fólki með ljósa húð, sem brennur auðveldlega, á svæðum sem sólin skín helst á. Þetta fólk er í helstu áhættu- hópum, ljóst á hörund, með blá, grá eða græn augu, vegna þess að það er síður varið frá náttúrunnar hendi gegn skaðlegum áhrifum útfjólublárra geisla. Með tilliti til þessa er skelfilegt til þess að vita hve fólk, eink- um ungt fólk, er kærulaust um heilsu sína og framtíð. Einstak- lingum sem hafa sólbrunnið illa undir 20 ára aldri er frekar hætt við að fá sortuæxli síðar á ævinni. Geislaskemmdir safn- ast saman yfir æviskeið hvers og eins, allt frá barnsaldri. Þess- ar geislaskemmdir, sem verða hjá börnum og unglingum, eiga mikinn þátt í myndun sortuæxla. Þau eru hættulegust allra húðkrabbameina. Sortuæxli hafa ríka tilhneigingu til að dreifa sér til ýmissa líífæra. Þvi er erfiðara að lækna krabbameinið ef það greinist seint. Læknar hér á landi hafa lýst yfir áhyggjum vegna aukinnar ljósabekkjanotkunar. Fram kom hjá Birki Sveinssyni, for- manni Húðlæknafélags íslands, í frétt Morgunblaðsins, að hann hefði áhyggjur af markaðssetningu sólbaðsstofa. Eftir því sem ljósatímar væru teknir örar þeim mun ódýrari væru þeir. Minna væri hugsað um afleiðingar fyrir viðskiptavini. Fari fólk of geyst sé hætta á bruna sem sé áhættuþáttur í myndun sortuæxla og húðkrabbameins. í sömu frétt var sagt frá rannsókn Elínar Önnu Helgadóttur læknanema um ljósabekkjanotkun íslendinga. Hún er enn einn vottur um óhóf íslendinga enda fannst engin erlend rannsókn þar sem ljósabekkjanotkun mældist meiri en hér á landi. Þar kom fram að um 70 prósent kvenna og 35 prósent karla hafa notað ljósabekki. Unga fólkið er með sérstöðu þar sem 94 pró- sent kvenna á þrítugsaldri hafði farið i ljós fyrir tvitugt og 54 prósent karla. Hvað þarf mörg krabbameinstilfelli eða dauðsfóll til að koma vitinu fyrir fólk? Vill fólk láta lífið fyrir húðlitinn? Jónas Haraldsson X>V Skoðun Skýrslur FBI um Bobby Fischer Guðmundur G. Þórarinsson verkfræöingur Kjallari í samræmi viö lög um að- gang að upplýsingum er nú unnt að sjá skýrslur FBI frá liðnum áratugum. Þær leiða í Ijós að J. Edg- ar Hoover, forstjóri FBI, lét fylgjast með móður Fischers og honum sjálf- um í áratugi allt fram yfir 1970. FBI taldi líkur á að móðir Fischers væri njósnari fyrir Sovétríkin og við- urkenndi ekki að sér hefði skjátlast fyrr en eftir nokkurra áratuga stöðugt eftirlit og gríðarlegan kostn- aö. Skýrslur FBI leiða ýmislegt i ljós. Þar með að Fischer er ekki Fischer heldur sonur ungversks stærðfræð- ings, Paul Nemenyi, sem kenndi við háskóla i Bandaríkjunum. Undarleg fortíð Fram kemur að móðir Fischers dvaldi í Moskvu frá 1933 til 1939 og tók próf frá háskóla þar sem lækn- ir. Sálfræðingar lýsa henni sem brilljant en paranoid. í Moskvu giftist hún Hans-Gerard Fischer líf- eðlisfræðingi en yfirgaf Sovétríkin 1939 og þau skildu 1945. Talið er að Hans-Gerard Fischer hafi ekki komið til Bandaríkjanna en Fischer fæddist 1943. í bréfum frá syni Pauls Nemenyi kemur fram að hann telur Bobby hálfbróður sinn og Nemenyi mim hafa greitt nokkuð til framfærslu Fischers. Móðir Fischers var vinstrisinnuð „Yfirlýsingar Fischers eftir 11. september hafa að von- um vakið hörð viðbrögð í Bandaríkjunum. Hann notar stór orð um gyðinga en móðir hans var gyðingur og Nemenyi faðir hans einnig. “ - Bobby Fischer, stór- meistari í skák (með síðustu myndum sem birst hafa af snillingnum). og tók þátt í ýmsum mótmælahóp- um, hún talaði 8 tungumál en dó 1997 úr krabbameini. FBI telur að Fischer hafi verið móður sinni erf- iður og andsnúinn hugmyndum hennar um uppeldið. Skýrslur FBI benda til að Nem- enyi hafi kvartað við félagsfræð- inga vegna uppeldis sonar síns. Fischer fór sem ungur maður til Sandkom Rjúpan, Bond og Siv Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra flutti á þriðjudaginn var frumvarp á Alþingi um aðgerðir til að takmarka veiðar á rjúpu - það gengur raunar svo langt að bannað verður með öllu að selja rjúpu sem veidd er hér á landi frá næsta hausti og í flmm ár á eftir. Eftir þetta merka starf í þágu friðsemdar, færri byssuskota og fleiri lifandi rjúpna þótti mörgum bíógestum einkar viðeigandi að sjá ráðherrann þetta sama kvöld á nýju kvikmyndinni um njósnarann James Bond. Heiti nýju Bond-myndarinnar hefur örugglega hljómað i huga Sivjar eins og prívat-kveðja hennar til óhultrar rjúpunnar eftir dagsverkið: „Die Another Day.“ Pirringur út í fjölmiðla Margir þeirra leiftrandi snjöllu áhugamanna um stjórnmál, sem skrifa reglulega ágæta pistla á netið, eru óþreytandi við að segja fjölmiðlafólki og fréttamönnum til syndanna. Einkum á þetta við um Vefþjóðviljann, sem gagnrýnir fréttamenn frá hægri, og Múrinn, sem gagnrýnir þá frá vinstri. Það er ekki ofsagt að á þessum Ummæli Enga ævisögu „[Mér] finnst að allar sjálfsævisögur stjómmála- manna ættu að heita: Sjálfsánægður segir frá. Og ég yrði ekkert betri en hinir.“ Davíð Oddsson í viötali við Kolbrúnu Bergþðrsdóttur í DV-Magasini. sandkorn@dv.is bæjum þyki mönnum almennt minna til fréttamanna koma en gengur og gerist. Stundum er gengið býsna langt en hitt er líka alveg rétt, að oft á gagnrýnin við rök að styðjast. Nú síðast býsnast Múrinn yflr því að fréttamenn skuli leyfa sér að spá í úrslit komandi kosn- inga fyrir ram. Þar á bæ vilja menn meina að þetta jafn- gildi því að fréttamönnum þyki kosningar „formsatriði og skrípaleikur". Það er vitanlega fráleitt en Múrinn fann hins vegar veikan blett á fréttamönnum til að rök- styðja pirring sinn: Stöð 2 úthlutaði um helgina tólf þingsætum í Norðvesturkjördæmi en þingsætin þar eru ekki nema tíu ... Að hika er sama og að tapa Athygli hefur verið vakin á því að ekki liðu nema nokkrar klukkustundir frá þvi að hækkun áfengisgjalds var samþykkt á Álþingi þar til verðið hafði hækkað í út- söluverslunum ÁTVR. Lögin höfðu ekki verið birt í Stjórnartíðindum, höfðu ekki fengið staðfestingu forseta íslands og höfðu ekki einu sinni fengið númer. Jón Ómarsson, stjómarmaður i Sambandi ungra framsókn- armanna, segir þetta brot á stjómarskrá; ÁTVR og fjár- málaráðuneytið séu þama að flaska á gmndvallaratrið- um í almennri lögfræði og stjómskipunarrétti; augljóst sé að þessar tvær opinberu stofnanir þurfi nauðsynlega að leita sér lögfræðiráðgjafar ... HHHBH Alveg vitlausir „[Þegar ákveðið var að byggja ráðhús í Tjörninni] trylltist vinstri vængurinn og þar á meðal sumir vísinda- menn. Þeir héldu því fram, meðal annars, að með þessu væri verið að drepa ailt lífríki Tjarnarinnar. Þetta sögðu þeir í krafti menntunar sinnar og vísinda. Og hvað? Líf- ríkið er slíkt í dag, að núverandi borgarstjóri í Reykjavík ákvað að reyna að svelta hluta af því burt. Brabra." Óli Tynes fréttamaður í aösendri grein í Morgunblaðinu. Annan í djobbið „Menn gangast upp í ýmsu hér á Alþingi. Nú síðast virðist formaður fjárlaganefndar gangast alveg sérstak- lega upp í því að flytja ekki ræður; flytja ekki fram- söguræður við fjárlagafrumvarp eða fjáraukalög. [.,.] Hvers konar frammistaða er þetta, herra forseti? Ég fer fram á að formaður fjárlaganefndar reyni að gera betur, eða þá að einhver annar verði fenginn í djobbið." Steingrimur J. Sigfússon á Alþingi, í kjöl- far um einnar mínútu langrar framsögu- ræðu Ólafs Arnar Haraldssonar, for- manns fjárlaganefndar, um tillögur upp á 1,4 milljarða viöbótarútgjöld rikis- sjóös. Sovétríkjanna til þess að tefla við meistarana en var óánægður með þá for, fékk ekki að tefla við þá bestu. FBI telur að Sovétríkin hafl þá nálgast Fischer með njósnir í huga. En Fischer var ætíð mjög andsnúinn Sovétríkjunum. Skák- menn hafa oft rætt það hversu und- arlegt er að enginn veit neitt um föður Fischers. En nú taka mál að skýrast. Bandaríkin og Bobby Fischer Bandaríkjamenn gera það greini- lega ekki endasleppt við Fischer. Áratugum saman fylgdust þeir náið með Fischer og móður hans, eyddu í það miklum fjármunum. Það var á þeim tíma sem Hoover var með neflð ofan í hvers manns koppi. Þegar Fischer varð heimsmeistari í skák var því lýst sem sigri hins frjálsa heims yfir fjötrum kommún- ismans. Hann var tignaður sem þjóðhetja, alinn upp í fátækt og það svo að til eru bréf frá móður hans þar sem hún kvartar yflr þvi að hafa ekki ráð á að láta gera við skó sonarins. Nú er Fischer úthýst frá Banda- ríkjunum fyrir það eitt að hafa teflt í Júgóslavíu á tímum viðskipta- banns. Hann gat hvorki verið við jarðarfor móður sinnar né systur, einu ættingja sinna. Yfirlýsingar Fischers eftir 11. september hafa að vonum vakið hörð viðbrögð í Bandaríkjunum. Hann notar stór orð um gyðinga en móðir hans var gyðingur og Nemenyi faðir hans einnig. Þegar Clinton kvaddi for- setaembættið náðaði hann ýmis stórhveli viðskiptaheimsins og þótti sumt af því orka tvímælis. Embættismenn töldu hins vegar ekki fært að náða þennan einmana snilling sem braust frá fátækt til æðstu metorða skákheimsins á þann hátt að aldrei verður leikið eftir. Með þvi varpaði hann ljóma á nafn Bandaríkjanna. Þau hylltu hann þá sem þjóðhetju en hafa síð- an beitt valdi sínu tn þess að færa líf snillingsins inn í skuggaveröld flarri ættmennum og heimalandi. Politiskar drottningar Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur Aldrei hefur alþjóðleg fegurðarsamkeppni orðið að jafn alvarlegu póli- tísku bitbeini og keppnin um Miss World sem átti að fara fram í Nígeríu í byrjun desember. Nokkur hundruð manns liggja í valnum eftir átök um keppnina, kveikt hefur verið í kirkjum og mosk- um og keppnin hrakist til London. Fyrr á árum tíðkuðust mótmæli róttækra kvenréttindakvenna gegn því að konur væru vegnar og metn- ar á grundvelli líkamlegs atgervis eins og búfé. En eftir að farið var að líta á fegurðarsamkeppnir sem tæki- færi ungra kvenna til að ferðast um heiminn í leit að frægð og frama og koma sér áfram í arðvænlegri at- vinnugrein sem fyrirsætur og sýn- ingarstúlkur, hefúr sú gagnrýni misst nokkuð marks. Fegurðarsam- keppni virkar sem vinnumiðlun á alþjóðamarkaði fyrirtækja í útlits- iðnaðinum. Ljóskur og kvenfrelsiskonur Klisjan um heimsku ljóskuna er samt lífseig þótt gömul ævintýri segi oft aðra sögu. í ævintýrunum eru fallegu stúlkumar bæði góðar og klárar. Og i sinnar vfrtist goðsögn ævintýranna sannast á nokkrum fal- legustu stúlkum heims sem gengu fram fyrir skjöldu og neituðu að taka þátt í umræddri Miss World- keppni í Nígeríu af pólitiskum ástæðum. „Ef ekki hefði komið til hótun fegurðardrottninganna um að hætta við þátttöku í keppninni í Nígeríu, nema hinum grimmilega dauðadómi yfir Aminu Lawal yrði hnekkt, stœði fólki í okkar heimshluta almennt á sama. í múslímska hluta landsins hafði þrítug kona, Amina Lawal, verið dæmd til lífláts fyrir að eignast bam utan hjónabands. Þar hafa Sharía- lögin nýlega verið leidd í gildi og það eru þau sem liggja til grundvall- ar dauðadóminum. Sharíalögin voru samin og samþykkt af múslímskum lögspekingum í Arabiu á um það bil 200 ára tímabili frá dauða Mú- hameðs. Þessi tæplega 1200 ára gömlu lög kveða á um umtalvert misrétti kynj- anna og um nákvæma útfærslu refs- inga við ýmsum brotum, limlesting- ar og líflátsdóma. Með vísun í Shar- íalögin eiga karlmenn á heimaslóð- um Aminu Lawal, væntanlega einnig sá sem gerði henni barnið, að grýta hana til bana. Fegurö sem baráttutæki Samtökin Amnesty Intemational hafa mótmælt dauðadóminum í samræmi við stefnu sína og vinnu- reglur, en aðrir talsmenn mannrétt- inda og kvenréttinda á Vesturlönd- um segja fátt. Ef ekki hefði komið til hótun fegurðardrottninganna um að hætta við þátttöku í keppninni í Nígeríu, nema hinum grimmilega dauðadómi yfir Aminu Lawal yrði hnekkt, stæði fólki í okkar heims- hluta almennt á sama. „Ljóskumar" gripu til sinna ráða, líka þær ís- lensku, en menntakonumar, alþing- iskonumar, konurnar í fylkingar- brjósti kvennabaráttu síðustu ára- tuga láta ekki í sér heyra. Þær virðast litlar áhyggjur hafa af þvi afturhvarfi til Sharialaganna sem átt hefur sér stað í löndum ís- lams frá byltingunni í íran 1979, sem færði allar konur í svarta poka. Fyrsta verk talibananna í Afganist- an, þegar þeir komust til valda, var að lögleiða Sharía með hryllilegum afleiðingiun fyrir konur án teljandi andmæla vestrænna kven- frelsiskvenna ef frá er talin Emma Bonino. Hún fór fyrir Mannréttinda- nefnd Evrópusambandsins til Afganistans 1997 og lýsti ástandinu sem ógnarstjóm. Miðað við nútíma hugmyndir um jafnrétti kynjanna, miðað við mann- réttindayfirlýsingar Evrópu og Sam- einuðu þjóðanna eru Sharíalögin hrein forneskja og standa sem slík í vegi fyrir því að íslömsk þjóðfélög geti þróast í lýðræðisátt þar sem konum yrðu tryggð sömu réttindi og körlum. Um það þarf að tala fullum hálsi. Sama gildir um umskurð kvenna í mörgum Afríkuríkjum, einkum múslímskum. 1 baráttu gegn þeim glæp hefur sómalska fyrirsætan Waris Dirie tekið afgerandi forystu. Með fegurðina að vopni krefst War- is Dirie þess að limlesting á kynfær- um milljóna afrískra kvenna verði ekki umborin stundinni lengur. Konum i pólitík á Vesturlöndum ber að styðja þá kröfu. Svejk lifir '&f * Börkur Gunnarsson rithöfundur og ritstjóri Góöi dátinn Svejk er lík- legast frægasti hermaöur tékkneskrar sögu. Hann varð ekki frægur fyrir að brjótast í gegnum víglínur óvinanna, myröa liðsfor- ingja, nauöga konum eöa stela kúm einsog sannar hetjur hernaðarins. Hann varð frægur fyrir heimsku og ónytjungshátt. Hann þjónaði austur- ríska keisaranum í fyrri heimsstyrjöld- inni einsog aðrir Tékkar á meðan þeir voru hluti af austurríska keisaraveld- inu. Þegar fyrri heimsstyrjöldin skail á voru flestir Tékkar i mestu vandræðum þar sem þeir þráðu sjálfstæði en áttu nú að berjast fyrir keisara sem þeir vildu burt gegn þjóðum sem studdu sjálfstæð- iskröfur þeirra. Þess vegna varð Svejk hetja í augum Tékka. Því hann var ger- samlega gagnslaus í hemaði. Einhver aulaskapur Með tímanum hefur ónytjungsháttur hans gert haim að pacifískri hetju, hvers dýröarljómi stafar langt út fyrir landa- mæri Tékklands. Þótt tékkneski herinn hafi tekið einhveijum framfórum síðan þeir þjónuðu sínum austurrfska keisara fyrir hundrað árum eða svo, hefur ein- hver svejkismi alltaf loðað við þá. Ein- hver aulaskapur. í Nato hafa þeir hvað eftir annað orðið sér til skammar. Flug- herinn er langt á eftir tímanum hvað tæknimál varðar og oft hafa flugmenn þeirra misst varahluti úr vélum sínum í æfingaflugi, sveitir þeirra lent á vitlaus- um flugvöllum eða þeir ekki framkvæmt verkefni sín með fullnægjandi hætti. Þegar hryðjuverkamennfrnir felldu World Trade Center þann 11. september í fyrra voru landhersveitimar kallaðar út til að veija líklegustu skotmörk þeirra hér i Tékklandi en allt fór í handaskolum. Varðsveitimar komu nánast alls staðar of seint vegna vélar- bilana og annarra óhappa. Sumstaðar allt uppí tvo daga of seint. Sem er aðeins meiri seinkun en hið fyrirgefanlega akademíska kortér. Það er einsog Svejk hafi aldrei dáið. Þvert á móti hafi hann verið hækkaður í tign og gerður að her- foringja yfir hinum tékknesku dáða- drengjum. Ogí Prag Þegar Alþjóðabankinn hélt fundinn sinn hér í Prag árið 2000 var varalið lög- reglunnar kaliað út til að veija fúndar- menn fyrir árásum mótmælenda. Með lögreglumenn á nánast hveijugötuhomi tókst ekki betur til en svo að þraut- þjálfaðir alþjóðlegir mótmælendur komust nánast hvert sem þeir vildu. Með barefli og eldflöskur að vopni bmt- ust þeir upp að byggingum fundar- manna þannig að þeir bankastjórar sem litu út um gluggann í kafflpásum gátu verið augliti til auglitis við ítalska an- arkista sveiflandi bareflum og öskrandi ókvæðisorð að þeim. Þeir tékkneskir m „Þegar Alþjóðabankinn hélt fundinn sinn hér í Prag árið 2000 var varalið lögreglunnar kallað út til að verja fundarmenn fyrir árásum mótmælenda. Með lög- reglumenn á nánast hverju götuhorni tókst ekki betur til en svo að þrautþjálfaðir alþjóðlegir mótmælendur komust nánast hvert sem þeir vildu. “ borgarar sem skutust niður í bæ til að fá sér kafíi komu að kaflihúsunum sínum í rúst eftir að alþjóðlegir anarkistar höfðu tjáð álit sitt á kapítalistunum með því að bijóta og bramla eigur þeirra. Eftir ófarimar komu yfirmenn lög- reglunnar fram hver á fætur öðrum og afsökuðu sig fyrir aulaskapinn með því að þá hefði ekki grunað við hversu vel skipulagða og árásargjama mótmælend- ur væri viö að eiga. Svejk yfirlögreglu- stjóri býst náttúrlega ekki við því að andstæðingur hans geti verið skipulagð- ur og árásargjam. Svejk er pacifískur. Honum finnst bjór góður einsog öllum Tékkum. Þegar Nato-fundinum var val- inn staður hér í Prag var einsog Tékkar hefðu ákveðið að reka Svejk úr starfi. Lögreglan fékk sexfalt meira fé til vam- ar gegn mótmælendum en þeir höfðu þegar Alþjóðabankinn hélt fundinn sinn um árið. Flestir borgarar ákváðu að drekka sitt kaffi heima og margir ákváðu að fara útá land og drekka það þar. Fyrir vikið var borgin afskaplega mannfá af öðm en lögreglu og mótmæl- endum. En nú var einsog Svejk hefði verið ráðinn á mála hjá mótmælendum, Lögreglan stóð grá fyrir jámum á hveij um götuhomi, uppá þökum, inní húsa- sundum og á bilastæðum en ekkert gerð- ist. Mótmælendagöngumar minntu meira á götuleikhús en þá þrautþjálfuðu bardagamenn sem höfðu komið á fúnd Alþjóðabankans. í stað þess að stjóma sveitum lögreglunnar var Svejk loksins kominn á réttan stað, hann var á meðal hinna pacifísku mótmælenda. Víða voru mótmælendumir klæddir í herbúning Svejks og á spjöldunum voru margar til- vitnanir í bókina um hann. „Næst er það Bagdad frú Muller!" stóð á einu spjaldanna. En Muller var þjónustukona Svejks. Skilaboð mótmælendanna vom augljós, hinn frámunalega heimskulegi hemaður sem Jaroslav Hasel lýsti í bók- inni sinni um Svejk var yfirfæranlegur á áætlanir um hemað gegn írak. Og lík- legast yfirfæranlegur á allan hemað. Enn og aftur koma yfirmenn lögregl- unnar fram í fjölmiðlum og era einsog aular. Það er alveg sama hvað þeir reyna að gera, þefr flýja ekki örlög sín i því tilviki. Þeir afsaka sig með því að þeir hafi búist við bandíttum í heimsókn og fengið skemmtikrafta. Þeir reyna að benda á að þótt þeir hafi lokað flöldan- um öllum af götum fyrir umferð, hrætt þegna á brott frá borginni og fyllt hana af lögreglumönnum, þá hafi þetta nú verið nauðsynlegar varúðarráðstafanir. Ósk allra pacifista En tékkneskir borgarar era ekki ánægðir með að hafa verið hræddir á brott úr bestu leikhússtæðunum. Ekki nóg með það heldur þurftu þeir að borga úr eigin vasa fr ía miða á sýninguna fyr- ir lögregluna og varalið hersins. Sumir þeirra fengu hús borgaranna til umráða þar sem þeir sátu með (leikhús)kíki og fylgdust með einsog á forsetasvölum til að ná bestu atriðunum í verkinu. Það er Ijóst að Svejk lifir. Þegar Jaroslav Hasel skrifaði bók sína hafði hann öragglega ekki grun um hverskonar stórvirki hann hafði skapað. Lifandi persónu sem stjómar her og lögreglu tékkneska lýð- veldisins enn þann dag í dag. Hundrað árum eftir dauða höfundarins. Pacifiska hetju sem nýtur aðdáunar um allan heim. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.