Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2002, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 Tilvera DV Skelfilegur tími og yndislegur - segir Edda Þórarinsdóttir um síðustu ár sonarins DV-MYND GVA Söng- og leikkonan „Viö Fróöi áttum ómetanlegar stundir saman og ég þakka honum þaö aö ég skyldi ná aö líta glaöan dag aftur, “ segir Edda. svo mig,“ rifjar Edda upp. Síðar tók Edda Þórarinsdóttir varð þjóð- þekkt söngkona með tríóinu Þrem- ur á palli og margir muna líka leikkonuna Eddu Þórarins bæði af sviði og úr sjónvarpi. Lif hennar hefur ekki alltaf verið létt en í dag er hún hamingjusöm og nýlega kom út geisladiskur með henni og félög- um hennar í Þremur á palli, þeim Troels Bendtsen og Halldóri Krist- inssyni. Þar hljóma irsk lög við texta Jónasar Ámasonar sem áttu sannarlega upp á pallborðið hjá þjóðinni á áttunda áratugnum og eiga hiklaust enn. Edda opnaði fal- legt heimili sitt og sambýlismanns- ins, Gísla Gestssonar kvikmynda- gerðarmanns, fyrir blaðamanni DV og deildi með honum minningum, bæði ljúfum og sárum. Þar fékk ég að syngja Hún er fædd á Siglufirði á mesta blómaskeiði í sögu staðarins. Faðir hennar, Þórarinn Guðnason, var þar þá ungur læknir og lenti oft i að gera að sárum slompaðra sjómanna eftir slagsmál. Edda man ekki síld- arstemninguna sjálf því ársgömul flutti hún til Reykjavikur með for- eldrum sínum, fyrrnefndum Þór- ami og Sigriði Theódórsdóttur. Eftir hefðbundna skólagöngu lá leiðin í leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur. „Ég kláraði aldrei menntaskólann, mér lá svo á að fara að leika, auk þess sem ég var á bólakafl í tónlist," segir Edda. Og hún fékk að leika. Strax að loknu námi bauðst henni aðalhlutverkið í Jakob eða uppeldið hjá leikhópnum Grímu sem var fyrsta leikstjómar- verkefni Bríetar Héðinsdóttur. Einnig fékk hún fljótlega tvö góð hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavík- ur, í Sumrinu 37 eftir Jökul Jakobs- son og Tobacco Road. Þar fyrir utan var útskriftarhópurinn með eigið nemendaleikhús og setti upp leikrit í Tjamarbæ og sýningu fyrir sjón- varp, hvort tveggja undir stjóm Sveins Einarssonar. „Þar fékk ég að syngja," segir Edda brosandi. Hjólin dottin af? í lok ársins 1969 hófust æfingar í Iðnó á leikritinu Þið munið hann Jörund eftir Jónas Ámason og þar með hófst ævintýrið með Þremur á palli. „Jónas valdi Troels Bendtsen og Helga R. Einarsson og þeir völdu Halldór Kristinsson við af Helga. Samtals gáfu SG hljómplötur út sjö plötur með tríóinu og það var geysi- vinsælt. Mikið var flakkað um land- ið og ein ferð er Eddu minnisstæð. „Við flugum oft í litlum reflum og eitt sinn fórum við vestur á ísafjörð með Ómari Ragnarssyni. Sólin var að setjast og Ómar sá skuggann af vélinni en engin hjól. Sagði ekkert strax en tók hringi og hallaði vél- inni sitt á hvað. Að lokum deildi hann áhyggjum sínum með okkur, renndi sér niður og spurði þá sem voru í flugturninum hvort þeir sæju hjólin. - Jú, þau voru á sínum stað en mér sem hef aldrei verið nein hetja í háloftunum leið allt annað en vel meðan á óvissunni stóð.“ Missir Edda var gift Finni Torfa Stefáns- syni, tónskáldi og fyrrum alþingis- manni, og er spurð hvort hún hafi ung gefist honum. „Ekkert bamung," segir hún og bætir við hlæjandi. „Mér fannst ég að minnsta kosti vera hund- gömul. Þá töldust þær sem voru óút- gengnar um tvítugt orðnar gamlar og ég var 24 ára þegar við giftum okkur.“ Edda og Finnur Torfi eignuðust soninn Fróða árið 1975 en hann lést úr krabbameini 1994. Náði því að verða nítján ára, eins og móðir hans orðar það. Hann var á fimmtánda ári þegar meinið greindist og þótt glíman stæði í fjögrn- ár segir Edda hafa komið góð tímabil inn á milli. „Við vorum óskap- lega náin og þetta var bæði skelfileg- ur tími og yndislegnr," segir hún al- varleg. Hún kveðst hafa búið ein með Fróða síðustu árin því þau Finnur hafi skilið og hann flutt upp í Borgar- fjörð en haldið góðu sambandi við soninn. „Fróði var mikifl krakki þegar meinið greindist fyrst en mótiætið dýpkaði sálarlíf hans og hann lærði að nýta hverja stund. Las þungt efni og hlustaði á vandaða tónlist - fannst hann verða að drekka allt í sig. Hann er gott dæmi um hversu manneskja getur þroskast hratt þegar mikið ligg- ur á.“ Edda þagnar, bætir svo við. „Maður jafnar sig aldrei á svona reynslu en við Fróði áttum ómetanlegar stundir saman og ég þakka honum það að ég skyldi ná að líta glaðan dag aftur. Hann var svo mikill heimspekingur. Síðasta árið vissi hann hvert stefndi og var auðvitað ekki sáttur við dauða- dóminn en sagði við mig setningar eins og: „Mamma, þó að ég fari á und- an þér þá átt þú að leika þér, því til þess er lífið“ og „Það er svosem ekk- ert merkilegt við að deyja, við deyjum náttúrlega öll.“ Edda nær í bréfklúta handa okkur báðum um leið og hún segir: „Það sem honum þótti sorgleg- ast var að fá ekki tækifæri til að eign- ast böm.“ Lærði að lesa upp á nýtt Löngu áður en þessar þjáningar dundu yflr hafði Edda sjálf komist í lífsháska er hún fékk heilablóðfall, alein heima hjá syninum fjögurra mánaða. „Ég hrasaöi í kjallara- tröppunum og á leiðinni upp fannst mér eins og blæddi úr höfðinu á mér, fór með hendurnar upp í hár- svörðinn en fann ekkert blóð. Þetta var á sunnudegi og Finnur Torfi úti á landi. Við bjuggum í tvíbýlishúsi og það vildi mér til happs og lífs að frúin á efri hæðinni var heima og ég gat kallað upp til hennar áður en ég missti meðvitund. Hún kvaddi til lækni sem kom strax, áttaði sig á al- varleika málsins og ég fór beint í að- gerð. Lánið var yfir mér og ég lam- aðist ekki heldur náði fullum bata. „Nafnorðaskúffan" tapaðist reyndar tímabundið og ég þurfti að læra að lesa upp á nýtt. Ég tel það hafa hjálpað mér mikið að stuttu síðar fékk ég nokkur krefjandi verkefni í leikhúsi, sjónvarpi og í söng. Það var mikil áskorun. Þarna kom gott fólk að mér úr öllum áttum og þetta var eins og að sitja á skólabekk." Hugmyndabókin full Auk nokkurra verkefna á sviði og fyrir sjónvarp hefur Edda starfað hjá Félagi íslenskra leikara sl. tíu ár en kveðst hafa ákveðið að hætta þar í mars. Aðspurð segist hún með ýmsa hluti á prjónunum. „Ég fékk mér litla bók fyrir nokkrum árum til að skrifa hugmyndir í og hún er orðin full!“ segir hún brosandi og trúir blaðamanni fyrir því að einn af hennar draumum sé að vinna við þáttagerð í útvarpi. Hún hlær þegar hún er spurð hvort hún geti ekki bara snúið sér að kvikmyndaleik hjá Gísla, nýja manninum í lífi sínu. Segir hann gera lítið af leikn- um myndum en þó hafi hann og Andrés Indriðason gert saman fjöl- skyldumyndina Veiðiferðina um 1980, sem yfir hundrað þúsund manns sáu. „Við höfum samt talað um það bæði í gríni og alvöru að viö ættum að gera kvikmynd áöur en við yrðum of gömul, - svo hver veit?“ segir þessi kraftmikla og geislandi kona og á þeirri spurn- ingu endar þetta spjall. -Gun í 1111— II III II Á glerverkstæðinu Nú um helg- ina 7. og 8. des- ember verður opið hús í gler- blástursverk- stæðinu hjá Sigrúnu og Soren í Bergvík á Kjalarnesi. Þar verður unnt að fylgjast með glerblæstri og mótun og boðið er upp á kaffi og piparkökur. Einnig veröur útsala á útlitsgölluðum glermunum og ný glasasería kynnt til sögunnar. Hekla heiðruð Sýndur verður afrakstur tveggja ára samvinnuverkefnis um eldfjafl- ið Heklu í Galleríi Sævars Karls næstu viku. Við opnun í dag, kl. 17, mun Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari flytja tónverk og Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlis- fræðingur flytja efni, tileinkað Heklu. Á morgun, 7. desember, kl. 14.30, verður frumsýnd heimilda- mynd um eldfiallið eftir Valdemar Leifsson kvikmyndagerðarmann. Vignir Jóhannsson myndlistarmað- ur mun flytja samrunaverk mynd- listar og tónlistar, tileinkað Heklu- gosi, og Hekluhof verður sýnt af EON-arkitektum, Hlédísi Sveins- dóttur og Gunnari Bergmann. Myndlist, hönn- un, handverk Myndlistar- konumar Anna Þóra Karlsdóttir og Guðrún Gunn- arsdóttir vinna saman undir na&inu Tó-Tó og á sýningu sem þær opna í Gafl- erí Skugga á morgun, laugardag, kl. 17 sýna þær flókareyfi úr lambsull. Tó-Tó eru hér að vinna með myndlist, hönnun og handverk. Baka til í galleríinu eru einnig til sýnis teikningar og bækur eftir Örlyg Sigurðsson listmálara. Sýning og söngur Þóra Sigurþórsdóttur leirlistarkona verður með opið hús á vinnustofu sinni á Hvirfli í Mosfellsdal á morgun, laugardaginn 7. desember, kl. 12-19. Léttar veitingar og lifandi tónlist á staðnum, meðal annars syngur Óskar Þ.G. Eiríksson tenór nokkur jólalög. Ljósmyndir, hönnun og list Tíu listamenn opna sýningu í kvöld, 6. desember, og verður opið frá kl. 20-23 í Skipholti 33B (bak við gamla Tónabíó). Þar verða málverk, ljós- myndir, skúlptúrar og fatahönnun. Sýningin verður opin laugardag og sunnudag, frá 14-18. Allir velkomnir. 68.500- m. grind Onppn 153 V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.