Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2002, Blaðsíða 32
m U***' V* ' * Demanta, °9 skínandi gutt Viðbótarlífeyrissparnaður Sími: 533 5040 - www.allianz.is FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 Einar Oddur Kristjánsson um Hafrannsóknastofnun Rikisfasismi Leiftursnöggt högg Einar Oddur lagði áherslu á það í ræðu sinni í gær að hagvöxtur væri orðinn hættulega lítill og allt kapp yrði að leggja á að auka hann. Tvær leiðir væru einkum færar til þess: að virkja og að veiða. Hann gagnrýndi Seðlabankann mjög harðlega fyrir að lækka vexti hægar en eðlilegt gæti talist í landi með engan hagvöxt. Hann sagðist ekkert botna í þessu; sér liði eins og manni sem hefði keypt sér loftvog sem sýndi alltaf vont veður þótt úti væri logn og sólskin. „Ég held að mín ágæta ríkis- stjórn verði nú að huga til þess hvort það séu ekki til einhyer ráð gagnvart þessari stofnun. Ég veit ekki hvort leiftursnöggt högg í höf- uðið myndi duga í þessu tilfelli eða eitthvað annað. Það þarf að athuga það, því að við þetta verður ekki búið. Það gengur ekki lengur að láta þvi ómótmælt hvemig þessir menn geta lifað sínu lífi algjörlega einangraðir frá því efnahagslifi sem er á íslandi." -ÓTG „Það er nauð- synlegt að al- menningur á ís- landi átti sig á því, að svona fas- ismi viðgengst hér undir stjóm rikisins," sagði Einar Oddur Kristjánsson al- þingismaður um Hafrannsókna- stofnun í umræðum um frumvarp til fjárlaga á Alþingi í gær. Þetta sagði hann í framhaldi af þeirri full- yrðingu, að vísindamönnum stofn- unarinnar væri bannað að hafa sjálfstæða skoðun. „[Það er] óleyfilegt að nokkur maður sem vinnur þar hafi sjálf- stæða skoðun. Það er bannað! Hon- um ber að hafa þá skoðun sem stofnunin hefur.“ Einar Oddur sagði að í þrjátíu ár hefðu íslendingar búið við fiskveiði- ráðgjöf sem byggði á því að hægt væri að byggja upp þorskstofninn meö því að „friða smáfisk, friða smáfisk, friða smáfisk, og takmarka sókn. í þrjátíu ár hefur ekkert geng- ið - nema aftur á bak,“ sagði Einar Oddur. H.l. fái gögnin Hann gagnrýndi harðlega að eng- ar aðrar vísindastofnanir fengju að- gang að gögnum Hafrannsókna- stofnunar. „Það er lífsnauðsynlegt að gera vísindin frjáls. Það er lífs- nauðsynlegt að Háskóli íslands og aðrar vísindastofnanir fái að vinna úr þessum gögnum til jafns á við Hafrannsóknastofnun," sagði Einar Oddur. Hann sagði að færeyska lands- stjómin hefði haft „kjark til að risa gegn þessu ofbeldi" og hunsa ráð- gjöf vísindamannanna, með þeim árangri að fiskinum hefði verið tryggt „lífsrými“ og hrygningar- stofn þorsks hefði vaxið. „Einn færeyski ráðherrann hafði orð yfir þessa menn: Biologiske ter- rorister," sagði Einar Oddur, [líf- fræðilegir hryðjuverkamenn]. Einar Oddur Kristjánsson. , Vorblíða eystra Vorblíða var á Egilsstöðum í morgun. Veðurstofan mældi 11 stiga hita klukkan sex og þar var nánast logn. Pétur Guðvarðsson, garð- yrkjumaður og fréttamaður DV á Egilsstöðum, sagði í morgun að óvenjulegt jólafóstuveður hefði ver- ið í gærkvöldi og í nótt, sjálfur myndi hann ekki eftir ámóta veðri síðan 1948. -JBP Forstjóri Hafró um gagnrýni þingmanns Engin skoöana kúgun á Hafró „Það er ein- kennilegt að Einar Oddur skuli tala með þessum hætti á Alþingi til þess fólks sem leggur sig fram um að vinna sína vinnu sam- viskusamlega og vel. Ég held ég hafi ekki áhuga á að eiga í orða- skaki við hann á þessum nótum,“ segir Jóhann Sigurjónsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnunar, um þau ummæli Einars Odds Kristjánssonar að vísindamenn stofnunarinnar séu beittir skoð- anakúgun sem líkja megi við fas- isma. „Að sjálfsögðu hafa allir leyfi til að hafa skoðun á Hafrannsókna- stofnun eins og annars staðar á ís- landi. Þegar menn meta ástand fiskistofna er ekki um það að ræða að ein skoðun sé uppi sem menn séu með eða á móti, heldur beita menn vísindalegum nálgun- um við að greina aðstæður og gögn og komast að niðurstöðu," segir Jóhann. Um þá gagnrýni að engar aðrar vísindastofnanir fái aðgang að gögnum Hafró segist Jóhann ekki átta sig á til hvers sé verið að vísa. „Háskóli íslands hefur að- gang að öllum gögnum sem hægt er að veita aðgang að,“ segir hann. „Við eigum ágætt samstarf við H.í. og höfum verið ákafir talsmenn þess að auka það,“ segir Jóhann og bætir við að ekki sé ágreiningur um það meðal fræði- manna, að ástæðan fyrir mjög al- varlegu ástandi þorskstofna i Norður-Atlantshafi sé ofveiði. -ÓTG Jóhann Sigurjónsson. Magadans í Austurbæ Austurbær er vettvangur danssýning- ar um helgina. Dansarnir sem sýndir veröa eru okkur framandi en hafa veriö kenndir hér á landi. Þaö er Josy Zareen og dansflokkur hennar sem sýna magadans og Orville Pennant dansar afró meö dansflokki sínum. Er fyrsta sýningin í kvöld. Sjálfvirk slökkvitæki fYrir sjónvörp Sími 517-2121 fyrirtæki H. Blöndai ehf. Audbrekku 2 - Kópavogi Innflutnlngur og sala - www.hblondal.com Ung athafnakona í Hornafirðinum Ræktar rosettunaggrisi EITT HAF, EINN AFLI, EIN SK09UN! Heiða Pálmadóttir á Dynjanda í Nesjum, 11 ára skólastúlka, hefur í mörgu að snúast þegar hún er búin í skólanum á daginn. Þá fer hún að sinna búskapnum. Fyrir þrem árum byrjaði hún að rækta rósettu-naggrísi og selur unga í gæludýrabúð í Reykjavik. Heiða segist eiga þrjá naggrísa- kalla og sex mömmur. Algengast er að hver naggrísa-mamma eignist 2-3 unga í einu, sú duglegasta hefur eign- ast 6 unga. Meðgöngutíminn er tveir mánuðir og strax eftir fæðingu fara ungamir á stjá, tilbúnir að takast á við líflð og mánaðargamlir eru þeir sendir í gæludýraverslunina. I stíunni hjá naggrísunum eru þrjár stórar kanínur, silkigljáandi á feldinn, og segir Heiða að samkomu- lagið sé afskaplega gott og maturinn Að koma í kofann hennar Heiðu, sem kalla má „fjölnota dýrabústað", er upplifun fyrir þá sem gaman hafa af dýrum. Þar eru auk naggrísa og kanina, tvær geitur, nokkrar hænur, endur, gæsir, mýs og tveir skógar- þrestir sem settust að i húsinu og fá að borða með hænunum. Þegar foreldrar Heiðu, Hanni Heiler og Pálmi Pálsson keyptu jörð- ina Dynjanda eignaðist íjölskyldan rúmlega flmmtíu kindur sem eru í miklu uppáhaldi hjá Heiðu. Hún sér um kindabókhaldið í tölvunni, gefur þeim ormalyf og vigtar þær. „Þetta er mitt starf, ég sé um þetta," segir Heiða þegar foreldramir bjóða aðstoð sína. Að sögn Hanniar, móður henn- ar, leysir hún þessi störf vel og sam- viskusamlega af hendi enda ábyrgur dýraeigandi. -JI VELDU ÖRYGGIISTAÐ ÁHÆTTU! Sími 580 7000 | www.securitas.is Naggrísabúskapur Rósettu-naggrísir eru miklu loönari og síöhæröari en venjulegir naggrísir og koma sveipir í loöfeld þeirra. Hér er Heiöa meö nokkra naggrísanna sinna en ungarnir eru vinsæl dekur- dýr og seljast vel í gæludýrabúöum. EINN Ell INTVEIR er sá sami fyrir öll - hey, grænmeti, rófur, kartöflur, brauð og kanínu- kögglar. LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ Loforð er ioforð Laugavegi 35 • Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.