Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Qupperneq 21
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002
25
M
agasm
C i isteinar
- Hilmar linarsson gullsmi&ur ritar
um konung eðalsteinanna, demant
Nú eru örfáir dagar til jólahátíð-
arinnar og háir sem lágir þeytast
um í leit að glaðningi sem vottar
vináttu og væntumþykju. Ein af
þeim vörutegundum sem er sígild
til gjafa á slíkum stórhátíðum eru
skartgripir í ýmsum myndum og
er það einkum ein þeirra sem er
sígUdust en það eru gripir skreytt-
ir dýrmætum gimsteinum og þar
er það einkum ein steintegundin
sem er fremst meðal jafningja,
demantur.
Ævarandi fegurð demants og
glitrandi geislaflóð sem brýst fram
dýpst úr fylgsnum hans sem í upp-
hafl var lítill kolamoli er einstakt
fyrirbæri í heimi eðalsteinanna.
Til þess að slíkur steinn njóti sín
til fulls þarf hann að vera hreinn,
bjartur og fallega slípaður. Form
þeirra demanta sem flestir þekkja,
t.d. brilliantur er ekki nein tilvilj-
un því að steinaslíparar hafa um
árahundruð þróað þau slípunar-
form sem endurkasta birtunni sem
fellur á steinana fullkomlega.
Að finna fallega steina
Demantaleit hefur verið stund-
uð um árhundruð og þótt okkur
finnist demantar nú til dags vera á
hverju homi eru verulega góðir
steinar fremur sjaldgæfir. Fyrstu
demantanámumar fundust í Ind-
landi um það bil 600 f.Kr. en á
þessari öld hefur megin demanta-
uppgröftur farið fram í Afríku og
Rússlandi. í öllum tilfellum er það
ærin fyrirhöfn að finna fallega
steina. Þegar maður virðir fyrir
sér eins carata stóran demant í fal-
legum skartgrip ber að hafa það í
huga að verkamenn í demanta-
námunum hafa þurft að sprengja,
grafa, mylja og hreinsa meira en
250 tonn af grjóti, möl og sandi.
Þegar slípun er lokið kemur til
kasta steinafræðinga við finflokk-
un og greiningu steinanna, grund-
vallarhugtök við flokkun demanta
eru, þyngd, litur, hreinleiki og
slípun sem á ensku eru kölluð hin
fjögur C, carat, colour, clarity og
cut en þaö eru grunn atriðin sem
rannsaka þarf. Flestir vita að eð-
alsteinar eru mældir í karötum
(ct). og ræðst það af eðlisþyngd
hverrar steintegundar hvert þver-
mál hver steinn er. 1 karata dem-
antur, brilliant slípaður, er um
það bil 6,3 - 6,5 m.m. í þvermál en
er þó háð gæðum slípunarinnar
því öll hlutföll steinsins þurfa að
vera sem réttust.
Miklar kröfur
skynsamlegar
Þegar velja á demant í skartgrip
þarf að taka tillit til allra þeirra at-
riða sem nefnd hafa verið. Það
sem viðskiptavinur gullsmiðs þarf
að taka afstöðu til er hvaða kröfur
hann gerir til einstakra þátta við
flokkun steinanna. Hægt er að
velja býsna stóran og fallegan
stein á sanngjörnu verði með því
að lækka gæðakröfur. Það getur
verið skynsamlegt að gera miklar
kröfur um lit en slá aðeins af
hreinleikakröfum en það fer þó
eftir eðli gallanna. Helmings verð-
munur getur verið á steinum jöfn-
um að stærð eftir gæðaflokkun.
Þegar keyptir eru stærri steinar
t.d. 0,5- 1 karat eða stærri getur
verið mikill verðmunur á jafnstór-
um steinum og er það mikil kúnst
að finna nákvæmlega rétta sam-
spilið I flokkun þeirra og grein-
ingu til þess að fá það verðbil sem
hver og einn sækist eftir. Með
slíkum steinum á að fylgja vottorð
um greiningu þeirra en með því
eru þeir gjaldgengur gjaldmiðill út
um víðan heim og ekki síðri fjár-
festing heldur en hvað annað.
Góðir demantar geta eðlilega verið
dýrir en aðalatriðið er að kaup-
endur þeirra eða skartgripa með
þeim í séu þokkalega ánægðir með
þá.
Höfundur er gullsmiöur í Gulli
og grœnum skógum í Grafarvogi.
Demantshringir geta verið mjög fallegir.