Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Qupperneq 24
28 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 M agasm * > Fyrir helgina voru í DV kynntar niður- stöður mats á þvi hvað sé besta hangikjöt- ið og hamborgarhryggirnir sem bjóðast á markaðnum fyrir þessi jól. Það voru mat- gæðingar DV sem voru fengnir til að kveða upp sína palladóma í þessum efnum, en um árabil hefur DV fengið þau Sigmar B. Hauksson, Dröfn Farestveit og Úlfar Ey- steinsson til þess hlutverks. Þeirra mat var að bestir væru hamborgarhryggir frá Nóa- túni og KEA-hangikjötið væri betra en það sem aðrir byðu. Hvort tveggja er Ijúffengt „Ég er að sjálfsögðu stoltur af þessu mati bragðgæðinganna, fyrst og fremst fyrir hönd starfsfólks okkar sem leggur mikinn metnað í þessa framleiðslu," sagði Leifur Ægisson, kjötiðnaðarmaður hjá Norð- lenska á Akureyri. Fyrirtækið framleiðir hamborgarhryggi undir merkjum Nóatúns, það er eftir þeim uppskriftum sem Nóatún fylgdi áður meðan það rak eigin kjöt- vinnslu. Alls fékk hamborgarhryggur Nóa- túns þrettán stig bragðgæðinga, einu fleira w Hangikjötsmeistarinn. Hangikjötið framleitt samkvæmt langri hefð og aðferðum, segir Sigmundur Hreiðarsson. Magasín-mynd Jóhannes en KEA-hryggurinn góði sem einnig er framleiddur hjá Norðlenska. Leifur kveðst ekki hissa á þessum litla mun sem þykir vera á hamborgarhryggj- unum sem framleiddir eru undir þessum tveimur vörumerkjum. Verkunaraðferð- irnar séu enda um margt líkar. „Nóa- túnskjötið er auk þess reykt aðeins meira og bragðið ekki alveg sama þar af leiðandi. En mér finnast hamborgarhryggir undir báðum þessum merkjum mjög ljúffengir og gæti hugsað mér hvort tveggja sem er í jólamatinn." Ta&reykt er best „Hér byggjum við á gömlum hefðum og hér er líka afskaplega löng hefð fyrir fram- leiðslu á hangikjöti," segir Sigmundur Hreiðarsson hjá Norðlenska á Húsavík. Þar á bæ er öll hangikjötsframleiðsla fyrir- tækisins og kjötið framleitt undir ýmsum vörumerkjum. En best þykir KEA-hangi- kjötið sem fékk alls 12 stig hjá bragðgæð- ingunum. Hangikjötið góða frá Húsavík er reykt með taði sem kemur frá útvöldum bænd- txm, sem kunna sitt fag. Allt þetta er til þess að neytendur vita að hverju þeir ganga varðandi kjötið frá Norðlenska. „Samkvæmt könnunum borða 97% lands- manna hangikjöt um hátíðarnar og 70% af þeim kjöt frá okkur. Það finnst okkur vera frábær vitnisburður og segir allt sem segja þarf,“ segir Sigmundur Hreiðarsson. -sbs Frábærar jólagjafir frá Jóa Utherja Sundpokar Liverpool Training T-shirt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.