Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2003, Side 9
MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003
25
Sigfús Sigurðsson og
Rúnar Sigtryggsson
voru vonbrigðin
uppmáluð eftir tapið
gegn Rússum.
DV-mynd Hilmar Þór
Sport
Vladimir Maximov,
þjálfari Rússa:
Taugaveiklun
í okkar liði
Vladimir Maximov, þjálfari
rússneska landsliösins, sagði
eftir leikinn að taugaveiklunar
hefði gætt í hans herbúðum fyr-
ir leikinn.
„Við vildum helst fara léttari
leiðina og vinna íslendinga en
ekki eiga yfir höföi okkar aö
leika hreinan úrslitaleik um það
sæti,“ sagði Maximov á
blaðamannafundi eftir leik.
„Þrátt fyrir sigurinn var ég
ekki alveg sáttur við leik liðsins.
Við gerðum tæknileg mistök
framan af leiknum en það lagað-
ist eftir því sem á leikinn leið.
Þrátt fyrir allt er stigandi í leik
okkar og þegar liðsheildin nær
sér á strik erum við með gott lið
í höndunum,” sagði Maximov.
Mikill lettir
Hann sagðist allt eins hafa bú-
ist við því að heimsmeistara-
keppnin yrði liðinu erfið. „Það
kom í ljós í undirbúningnum að
ýmsa þætti í þurfti að laga, okk-
ur tókst að laga margt en ekki
allt. Úr því sem komið var var
það léttir að komast inn á ólymp-
íuleikana." -JKS
Guðmundur Hrafnkelsson, sem kom
í markið í síðari hálfleik, varði
nokkrum sinnum vel, þar á meðal
vítakast, en allt kom fyrir ekki og rúss-
neski bjöminn fagnaði sigri og sæti á
Ólympíuleikunum í Aþenu á næsta
ári. Smávon vaknaði í stöðunni 26-28,
en þegar íslendingar voru einum fleiri
fékk liðiö þrjár sóknir tO að minnka
muninn en þær runnu allar út í sand-
inn. í þeirri síðustu fékk liöið dæmd-
an á sig ruðning og kom sá dómur
flestum í opna skjöldu og var honum
harðlega mótmælt. Rússar fengu bolt-
ann og skoruðu og þar með var draum-
urinn endanlega úti.
Patrekur meiddist
í þessum leik meiddist Patrekur Jó-
hannesson og Sigurður Bjamason var
fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Það
er ekki breiddinni fyrir að fara í liðinu
svo það má alls ekki við skallafollum.
Sömuleiðis náðu lykflmenn sér alls
ekki á strik og þessir þættir drógu úr
mætti liðsins til að vinna leik eins og
gegn Rússum.
Undir þessum kringumstæðum kom
mikil ábyrgð á Ólaf Stefánsson og eins
og áður var hann þvi orðinn þreyttur
undir lokin. Ólafur skoraði samt
drjúgt í leiknum og dró vagninn
lengstum í honum.
Á mikilvægum augnablikum fóm
nokkur dýrmæt tækifæri einn á móti
markverði en Andrey Lavrov var í
miklum ham, varði í tvígang frá Einar
Erni Jónssyni úr hominu og góð skot.
Sigfús Sigurðsson var ekki sjálfum sér
líkur á línunni en framan af leiknum
var hann sterkur í vöminni.
Bitleysið algjört
Bitleysi sóknarleiksins á vinstri
vængnum var algjört í þessum leik.
Dagur var þar lengstum og ekki var
maður til að leysa hann af því Patreks
naut ekki lengur við og Sigurður
Bjarnason var ekki í hópnum vegna
meiðsla.
Þegar lykilmenn liðsins bregðast
er ekki þess að vænta að liðið hafi
burði til að leggja Rússa að velli sem
hafa oft áður verið með betra lið en
þetta. Andrey Lavrov varði 20 skot í
leiknum og sýnir aldursforseti keppn-
innar engin veikleikamerki enn.
Islenska liðið fór erfiðustu leiðina í
baráttunni um ólympíusætið en leik-
urinn við Júgóslava um 7. til 8. sætið í
keppninni sker úr um hvor þjóð
hreppir sætið í Aþenu á næsta ári.
-JKS
DV, Lissabon:
Islenska landsliðið í handknattleik
náði ekki fylgja eftir frábærri byrjun
gegn Rússum í leik um 5. til 8. sætið í
heimsmeistarakeppninni í Lissabon á
laugardag og 27-30 tap þýddi að liðið
spflaði um 7. sæti í gær.
íslenska liðið lék á als oddi fyrstu
15 mínútur leiksins og náði íjögurra
marka forystu, 6-2, allt virtist leika í
lyndi. Vamarleikurinn var þéttur fyr-
ir og áttu Rússamir í mestu erfiðleik-
um með sóknarleik sinn. íslenska liðið
náöi að loka fyrir miðjuna, sem var
mjög hreyfanleg, nokkuð sem var
ábótavant í leiknum gegn Spánverjum.
Sóknin var sömuleiðis og góð og liðið
skoraði úr hraðaupphlaupum. Ekki
var Adam lengi í Paradís því að Rúss-
ar náðu smám saman að stilla strengi
sína og tókst að jafna leikinn, 6-6.
Á þessum kafla gekk allt á afturfót-
unum hjá íslendingum sem ekki tókst
að skora mark í átta mínútur. Dagur
Sigurðsson braut isinn þegar hann
kom íslenska liðinu aftur yfir, 7-6.
Tvö víti forgörðum
I kjölfarið fór í hönd erfiður kafli,
Guðjón Valur og Ólafúr Stefánsson
létu veija frá sér vítaköst og enn frem-
ur tapaðist boltinn í tveimur sóknum
í röð. Rússar náðu í fyrsta skipti for-
ystunni, 11-12, skömmu fyrir lok fyrri
hálfleiks og gaf það ekki góð fyrirheit
þvi þeir virtust vera að ná tökum á
leiknum. Roland Valur Eradze náði sér
ekki á strik í markinu og varði aðeins
þrjú skot en samt sem áður fóru Rúss-
amir aðeins með eins marks forystu
inn í leikhlé, 12-13.
Rússar héldu uppteknum hætti og
náðu fjögurra marka forystu fljótlega
í síðari hálfleik. íslenska liðið rétti úr
kútnum og skoraði þijú mörk í röð og
jafnaði, 19-19.
Nú var eins og íslenska liðið hefði
tekið frumkvæðið en sóknarleikurinn
var engan veginn nógu beittur og þá
sérstaklega vinstra megin, þar sem
Dagur Sigurðsson lék. Rússar með Al-
exander Toutchkine í fremstan í
flokki komust fjórum mörkum yfir á
ný, 20-24, og þar má segja að Rússar
hafi lagt grunninn að sigri sínum í
leiknum.
- „goðsagnirnar“, sem ekki virðast eldast, voru bestu menn Rússa
íslenska liðið hélt ekki
út og lá fyrir Rússum,
30-27, á laugardag:
Rússneski
björninn sterkari
SPORTFEB»IR
Akureyri - Mývatn
Netfang: sporttoursðsporttours.is
www.sporttours.is ■ simi 461 2968
norðan... upplifðu það!