Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2003, Blaðsíða 10
26
MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003
Sport
Spænski línumaöurinn Juan Perez tekur hér fast á fyririiöa Króata, Slavko Goluza, í leik liöanna í undanúrslitum heimsmeistarakeppninnar á laugardaginn
en Goluza var markahæstur hjá Króötum meö átta mörk. Reuters
Baráttan var hörð á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Portúgal á laugardaginn:
Stórkostleg sýning
- þegar Króatar og Þjóðverjar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í keppninni
DV, Lissabon
Þýskaland sigraði Frakkland,
23-22, i æsispennandi leik í undan-
úrslitum á heimsmeistaramótinu í
handknattleik í Lissabon á laugar-
dag og tryggðu sér sæti í úrslita-
leiknum. Leikurinn var í hæsta
gæðaflokki og sýndu bæðin liðin
glæsileg tilþrif. Vamarleikur var í
hávegum í fyrri hálfleik og mark-
varslan var á köflum frábær. Þjóð-
verjar leiddu í hálfleik, 11-10, en
um miðjan síðari hálfleik náöu
Frakkar fjögurra marka forystu. Út-
litið var allt annað en glæsilegt fyr-
ir Þjóðverja en þá fékk Jackson Ric-
hardson tveggja minútna brottvís-
un. Á meðan gerðu Þjóðverjar þrjú
mörk og jöfnuðu síðan leikinn,
18-18. Þjóðverjar voru sterkari á
endasprettinum og tryggðu sér sæti
í úrslitum en það hefur ekki gerst í
25 ár. Þeir komust síðast í úrslit á
HM í Danmörku 1978, og urðu
heimsmeistarar með því að vinna
Rússa í úrslitaleik.
Henning Fritz átti stórkostlegan
leik í marki Þjóðverja og varði 21
skot. Pacsal Hens var markahæstur
Þjóöverja og skoraði sex mörk og
Christian Schwarzer skoraði fimm
mörk. Daniel Narcisse var marka-
hæstur hjá Frökkum með sex mörk
en þetta er ein mesta skytta sem
komið hefur fram í sviðsljósið í
langan tíma.
Tvö frábær lið
„Þama áttust við tvö frábær lið
en við höfðum þetta af sem betur
fer. Bæði liðin náðu að vinna upp
fjögurra marka forystu hins og í það
fór mikil orka,“ sagði Heiner Brand,
þjálfari þýska liðsins, á blaða-
mannafundi eftir leikinn.
„Við reyndum allt hvað við gát-
um í lokin en Þjóðverjar voru
sterkari og sýndu mikla baráttu og
styrk á endasprettinum,“ sagði
Claude Onesta, landsliðsþjálfari
Frakka, eftir leikinn.
Króatar skelltu Spánverjum
Krótar tryggðu sér sæti í úrslita-
leik í annað sinn í sögunni þegar
þeir sigruðu Spánverja, 39-37, í und-
anúrslitaleik á heimsmeistaramót-
inu í handknattleik í tvíframlengd-
um leik. Það benti fátt til annars en
Króatar yrðu lítil fyrirstaða fyrir
Spánverja, sem höfðu töluverða yf-
irburði framan af, en í hálfleik
venjulegs leiktima voru Spánverjar
með sex marka forystu, 14-8. Króat-
ar mættu mjög ákveðnir til leiks í
síðari hálfleik og söxuðu jafnt og
þétt á forskot Spánveija. Þeir gerðu
gott betur og komust yfir, 22-20, en
Iker Romero jafnaði, 25-25, úr
aukakasti þegar leiktíminn var að
fjara út. Spánverjar skoruðu þrjú
síðustu mörk venjulegs leiktíma.
I fyrri framlengingu var jafnt á
öllum tölum og nú voru það Króat-
ar sem jöfnuðu á elleftu stundu,
31-31. I síðari framlengingunni
höfðu þeir meira úthald en Spán-
veijar og tryggðu sér sigurinn. Allt
ætlaði um koll að keyra meðal
Króata í leikslok og hylltu leikmenn
stuðningsmenn sína á áhorf-
endapöllunum en um átta hundruð
Króatar komu gagngert til Lissabon
til að styðja liðið.
Slavko Goluza skoraði 8 mörk fyr-
ir Króata og Petar Metlicic skoraði
6 mörk. Hjá Spánverjum skoraði
Enric Maasip 9 mörk fyrir lið sitt
og Antonio Ortega skoraði 4 mörk.
Það virðist ekki eiga fyrir
Spánverjum að liggja að leika til úr-
slita á stórmóti en þeir hafa verið
hársbreidd frá því á síðustu árum.
Áttum þetta skilið
Ivica Udovic, þjálfari Króata,
sagði eftir leikinn þetta vera einn
mesta sigur Króata í handbolta
lengi, þegar tekið væri mið af leikn-
um, stöðunni í hálfleik og drama-
tíkinni í tvíframlengdum leik.
„Við áttum þetta skilið og liðið
lagði stórkostlega vinnu á sig til að
koma þessum sigri í höfn. Það hafa
orðið miklar breytingar á liði okkar
og við erum enn að byggja upp lið
fyrir framtiðina. Það leit ekki vel út
fyrir okkur eftir tapið fyrir Argent-
ínu i fyrsta leiknum í keppninni en
síðan hefur leiðin legið upp á við,“
sagði Udovic, þjálfari Króata, eftir
leikinn.
Það var annað hljóð í strokknum
hjá Cesar Argiles, þjálfari Spán-
verjanna, sem sagði það ótrúlegt að
missa þægilega stöðu niður í jafn-
tefli.
„Þetta braut okkur niður en það
var aðdáunarvert að sjá þó hvað
mínir menn héldu út - en þetta er
engu að síður áfall að komast ekki
í úrslitaleikinn," sagði Argiles.
Ungverjar á ólympíuleikana
Ungverjaland sigraði Júgóslavíu,
34-33, í tvíframlengdum í leik lið-
anna um 5.-8. sætið á heimsmeist-
aramótinu í handknattleik í Lissa-
bon á laugardaginn var. Leikurinn
var í járnum lengstum en
Júgóslavar voru þó þetta 1-2 mörk-
um yfir í fyrri hálfleik en í leikhléi
var staðan 12-11 fyrir Júgóslava.
Sama spennan hélst eftir síðari hálf-
leik en það voru Júgóslavar sem
jöfnuðu metin, 25-25, og knúöu fram
framlengingu. Hvort lið gerði að-
eins tvö mörk í fyrri framlengingu
og eftir hana var staðan, 27-27.
Ungverjar voru sterkari í seinni
framlengingu, komust tveimur
mörkum yfir rétt undir lok fram-
lengingarinnar en Júgóslavar
minnkuðu muninn í eitt mark áður
en yfir lauk.
„Það var vamarleikurinn og
markvarslan sem skóp þennan sig-
ur og fyrir vikið skoruðum við
mörg mikilvæg mörk úr hraðaupp-
hlaupum. Þetta var gríðarlega mik-
ilvægur sigur fyrir okkur. Ég ætla
að vona að Júgóslavar komist með
okkur á ólympíuleikana,“ sagði
Laszio Skaliczky, þjálfari ungverska
liðsins, eftir leikinn.
Carlos Perez, Kúbveiji sem hefur
fengið ungverskan ríkisborgara-
rétt, gerði 13 mörk í leiknum. Hjá
Júgóslövum var línumaðurinn
Dragan Skribic markahæstur með
átta mörk. -JKS
x>v
Johannsson
gefst ekki upp
Bengt Johannsson, þjálfari
sænska landsliðsins í handknatt-
leik, er ekki á þeim buxunum að
gefast upp þrátt fyrir slæmt gengi
sænska liðsins á heimsmeistaramót-
inu í Portúgal.
„Það var óraunhæft að stefna á
gullið á þessu móti. Nú þurfum við
að búa til lið sem getur unnið sæti
á Ólympíuleikunum í Aþenu á
næsta ári en það gerum við með því
að standa okkur eins og menn á
Evrópumeistaramótinu í Slóveníu
að ári. Við höfum tapað þremur úr-
slitaleikjum á ólympíuleikunum í
gegnum tíðina og skuldum sjálfum
okkur það að komast þangað enn
eitt skiptið og klára þá dæmið,“
sagði Johannsson sem hefur verið
harkalega gagnrýndur af sænskum
fjölmiðlum fyrir frammistöðu
sænska liðsins á HM þar sem liðinu
tókst ekki að verða meðal átta efstu
liðanna. -ósk
HANDBOLTI J T¥7~
caa 0 |
Leikir um 5.-8. sætið
Ungverjaland-Júgóslavla . . 34-33
Carlos Perez 13, Peter Lendvay 6, Ist-
van Pasztor 6, Miklos Rosta 3, Balazs
Kertesz 3, Laszlo Nagy 2, Csaba Bend
1 - Dragan Skrbie 8, Nedeljko
Jovanovic 6, Zikica Milosavljevic 4,
Nenad Perunicic 4, Ivan Lapcevic 3,
Dragan Sudzum 3, Vladimir Petric 2,
Nenad Maksic 1, Nikola Vojinovic 1,
Mladen Bojinov 1.
Ísland-Rússland.........27-30
Ólafur Stefánsson 9, Guðjón Valur
Sigurðsson 4, Einar öm Jónsson 4,
Aron Kristjánsson 3, Dagur Sigurðs-
son 3, Patrekur Jóhannesson 2, Sigfús
Sigurðsson 1, Róbert Sighvatsson 1 -
Alexandre Toutchkine 8, Alexei Rast-
vortsev 5, Denis Krivoshlykov 4,
Vitali Ivanov 4, Eduard Kokcharov 4,
Igor Lavrov 3, Dmtri Torgonanov 1,
Eduard Moskalenko I.
Undanúrslitleikir
Þýskaland-Frakkland.....23-22
Pascal Hens 6, Christian Schwarzer 5,
Christian Zeits 3, Florian Kehrmann
3, Markus Baur 3, Mark Dragunski 1,
Stefan Kretschmar 1, Volker Zerbe 1
- Daniel Narcisse 6, Patrick Cazal 6,
Jerome Femandez 3, Jackson Ric-
hardson 3, Christophe Kempe 2,
Bertrand Gille 1, Olivier Girault 1.
Króatía-Spánn...........39-37
Slavko Goluza 8, Mirza Dzomba 6,
Petar Metlicic 6, Ivano Balic 5,
Bozidar Jovic 4, Blazenko Lackovic 4,
Niksa Kaleb 3, Tonci Valcic 3 - Enric
Masip 9, Alberto Entrerríos 6, Carlos
Ortega 4, Manuel Colón 3, Talant
Dujshebaev 3, Femando Hemández 3,
Iker Romero 3, Juancho 2, Mariano
Ortega 2, Mateo Garralda 1, Juanín
1. -ósk
Leikmenn þýska liðsins fagna hér sigrinum á Frökkum í undanúrslitum heimsmeistarakeppninnar í Portúgal á
laugardaginn. Reuters