Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2003, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2003, Side 11
MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003 27 DV Sport Umspil fyrir EM 2004: Erfitt hjá Portúgölum - mæta Norðmönnum í gær var dregið í umspil fyrir Evrópumeistaramótið í Slóveníu á næsta ári. Drátturinn fór fram í Lissabon og voru tuttugu þjóðir í pottinum. Sex lið eru örugg áfram, Sviar, Þjóðverjar, Danir, íslending- ar og Rússar sem fmun fyrstu þjóð- imar á EM í Svíþjóð auk gestgjafa Slóvena. Hin tíu liðin koma úr þessum um- spilsleikjum sem dregið var um í gær. Portúgalar fengu erfiðasta verkefnið af þeim liðum sem voru í sterkari styrkleikaflokknum en þeir mæta Norðmönnum. Mats Olsson, aðstoðarþjálfari Portúgala, sagði að þetta hefði verið það versta sem gat gerst fyrir Portúgala en Gunnar Pett- erson, þjáifari Norðmanna, var himinlifandi og sagði að Portúgalar væru ekki erfið- ir andstæðingar. í öðrum leikjum í umspilinu mæt- ast Bosnía og Tékkland, ísrael og Úkraína, Hvíta-Rússland og Króa- tía, Austurríki og Pófland, Finnland og Júgóslavía, Litháen og Spánn, Makedónía og Ungverjaland, Grikk- land og Frakkland og Tyrkland og Sviss. Fyrri leikimir fara fram helgina 14.-15. júní en seinni leikimir viku seinna. -ósk HANDBOLTI J ||f fflca 0 [PCÐBfíilSKaaD^r A Úrslitaleikur Króatia-Þýskaland........34-31 Mörk Króaía: Mirca Dzomba 8, Pet- er Metlicic 4, Renato Sulic 4, Babor Lackovic 4, Ivano Balic 4, Slavko Goluza 3, Bozidar Jovic 3, Nikisa Kaleb 2, Domic Dominkovic 1, Tonci Valgic 1. Mörk Þjóðverja: Markus Baur 8, Florian Kerhmann 7, Pascal Hens 5, Christian Schwarzer 3, Christian Zeits 2, Heiko Grimm 2, Christian Rose 2, Mark Dragunski 1, Jan Olaf Immel 1. Leikur um þriðja sætið Frakkland-Spánn..........27-22 Mörk Frakka: Daniel Narcisse 7, Pat- rick Cazal 5, Joel Abati 4, Gregory Anquetil 2, Bertrand Gille 2, Andrej Golic 2, Jackson Richardson 2, Francois Houlet 2, Cedric Burdet 1. Mörk Spánverja: Antonio C. Ortega 7, Talant Dujshebaev 5, Femando Hemandez 4, Alberto Entrerrios 3, Manuel Colon 2, Enric Masip 1. Króatar meistarar - í fyrsta sinn eftir sigur á meiðslahrjáðum Þjóðverjum, 34-31, í úrslitaleiknum Króatar fögnuöu gífurlega heimsmeistaratitlinum í hand- knattleik sem þjóöin vann í fyrsta sinn í gær eftir sigur á Þjóðverjum í úrslitaleik. DV-myndir Hilmar Þór DV, Lissabon: Króatar urðu í gær í fyrsta sinn heimsmeistarar í handknattleik þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Þjóðverja í úrslitaleik í Lissabon, 34-31, eftir að staðan í hálfleik var 20-18 fyrir Króata. Leikurinn var mjög vel leikinn og mikil skemmtun fyrir 12 þús- und áhorfendur sem troðfylltu íþróttahöllina. Fyrir leikinn bjugg- ust flestir við að Þjóðverjar myndu hreppa titilinn en Króatar sýndu hvers þeir eru megnugir, léku stór- vel og skynsamlegan leik og átti markvörður þeirra, Vlado Sola, stórkostlegan leik, varði 18 skot og tvö víti. Króatar fengu mikinn stuðning í leiknum en talið var að vel á annað þúsund Króatar hefðu komið til Lissabon til að fylgja lið- inu lokaspölinn í átt að heims- meistaratitlinum. Úrslitaleikurirm var í jámum lengst af, Þjóðverjar höfðu fyrst yf- irhöndina en Króatar komust síð- an yfir og leiddu í hálfleik með tveimur mörkum. I upphafi síðari hálfleiks náðu þeir þriggja marka forystu en Þjóð- verjar jöfnuðu leikinn, 29-29. Króatar vom sterkari á endasprett- inum og tryggðu sér að lokum ör- uggan sigur. Óx ásmegin Það vom ekki margir sem bjugg- ust við því að Króatar myndu gera rósir í mótinu eftir fyrsta tapið, gegn Argentínu, í fyrsta leik riðla- keppninnar en þeim óx ásmegin jafnt og þétt og stóðu að lokum og Volker Zerbe heföi verið of stór biti að kyngja fyrir þýska liðið í úrslitaleiknum. „Liðið gerði allt sem það gat en því miður var það ekki nóg. Króat- ar spiluðu frábæran handknattleik og voru vel að sigrinum komnir. Ég óska þeim hamingju með titil- inn en við munum koma sterkir til leiks á EM í Slóveniu, vonandi með okkar sterkasta lið,“ sagði Brand eftir leikinn. -JKS uppi með sterkasta og besta liðið. Úrslitin eru mikið reiðarslag fyrir Þjóðverja sem ekki hafa unn- ið heimsmeistaratitilinn I 25 ár. Þeir voru mjög kokhraustir fyrir leikinn og það er talið hafa orðið þeim að fafli. Þeir voru með van- mat á króatíska liðið sem kom, sá og sigraði. Ivica Udovic, þjálfari Króata, hefur unnið hreint þrekvirki með þetta lið en auk þess starfs er hann þjálfari Ademar Leon á Spáni sem kom sem kunnugt er til íslands í vetur til að leika við Hauka í Evrópukeppninni. Hræröur Udovic sagði eftir leikinn að sig hefði aldrei órað fyrir að liðið myndi að lokum standa uppi sem heimsmeist- ari. „Ég er hrærður og svo hreykinn af þessu liði. Þetta er ungt lið sem á framtíðina fyrir sér. Við er langt á und- an áætlun og ég á bara ekki til orð,” sagði Udovic eftir leikinn. Geröum allt Heiner Brand, þjálf- ari Þjóðverja, var gífur- lega svekktur eftir leik- inn en viðurkenndi að missir lykilmanna eins og Stefans Kretzschmar Leikur um fimmta sætið Rússland-Ungverjaland . . . 30-25 Mörk Rússa: Alexei Rastvortsev 9, Alexandre Toutchkine 6, Eduard Moskalenko 4, Igor Lavrov 3, Vitali Ivanov 2, Alexei Kamanin 2, Eduard Kokcharov 1, Denis Krivoshlykov 1, Ivan Tchougai 1, Viatcheslav Gorpichine 1. Mörk Ungverja: Carlos Perez 7, Laszlo Nagy 7, Miklos Rosta 3, Gyula Gal 2, Gergo Ivancsik 2, Nandor Fazekas 1, Balazs Kertesz 1, Istvan Pasztor 1, Balazs Lalusk 1. Leikur tun sjöxmda sætið Ísland-Júgóslavía..........32-27 Mörk íslendinga: Ólafur Stefánsson 11, Aron Kristjánsson 4, Einar Öm Jónsson 4, Patrekur Jóhannesson 4, Guöjón Valur Sigurðsson 2, Sigfús Sigurðsson 2, Gústaf Bjamason 2, Dagur Sigurðsson 1, Runnar Sig- tryggsson 1, Sigurður Bjarnason 1. Mörk Júgóslava: Dragan Skrbic 7, Nenad Maksic 4, Vladimir Petric 3, Mladen Bojinovic 3, Zikica Milosa- vljevic 3, Vladimir Mandic 2, Dragan Sudzum 2, Ivan Lapcevic 2, Blazo Lisicic 1. -ósk Viljinn til þess að vinna Þá er heimsmeistarakeppn- inni í handbolta lokið og á tímabili fannst manni að áhorfið væri varla þess virði. Of mikið um vonbrigði. En kannski getur maður bara sjálfum sér um kennt. Maður ætti að vera búinn að læra það að í alþjóðlegri keppni á mað- ur að halda með útlendingum. íslendingar höfum ekki nægi- lega sterkt sálarlíf til að kom- ast á verðlaunapall í stór- keppnum. Gerist bara tvisvar á öld eða svo. Og þeir sem komast ekki á verðlaunapafl tapa keppni. Svo einfalt er það. Samt virðumst við Islend- ingar eiga erfitt með að skilja þá staðreynd, eða kannski neitum við bara að sætta okk- ur við hana. Þess vegna látum við eins og við höfum sigrað þótt við lendum bara 1 sjöunda sæti. En við komumst á ólympíuleikana eftir ár og fá- um að tapa þar. Þórunn Sigurðardóttir menningarforkólfur sagði mér á dögunum að hún héldi með islenska landsliðinu vegna markvarðarins, sem er víst frá Úkraínu. Hún segir að hann sé bæði faflegur og góður. Mér fmnst það líka en ég er samt hrifnari af króatíska mark- verðinum, þessum sem er með rauða litinn í hárinu. Hann er svo broshýr og baráttuglaður og er sífellt að hvetja lið sitt til dáða. Maður sá ekki króatíska lið- ið fyrr en fór að líða að lokum keppninnar. Þá var maður nú eiginlega al- veg að missa áhugann á Imótinu. En þá léku Króatar -við Spánverja. Ég hafði ætlað að halda með Spáni í þeim leik. Reyndar höfðu svo að segja allir spekúlantar sagt í fjölmiðlum að Spánverjar yllu venjulega vonbrigðum á stórmótum. Að því leyti eru þeir víst alveg eins og íslend- ingar. En stuðningur minn við Spán entist ekki lengi. Þeir höfðu yfirhöndina lengi vel en Króatamir sýndu ótrúlegt keppnisskap og tókst að vinna upp fimm marka mun og skora sjö mörk í röð og kom- ast yfir. Þetta var afrek. Eigin- lega bara snilld. Á svipstund breyttist ég í kolóðan stuðn- ingsmann Króata. Ég er hrifin af fólki sem gefst ekki upp. Sálarheill mín var komin und- ir því að Króatar ynnu leik- inn. Svo jöfnuðu Spánveijar á síðustu sekúndu og ég var í rusli. Tvöföld framlenging tók á en Króatamir mínir unnu. Ég var í sigurvímu. Úrslitaleikur Króata og Þjóðverja var æsispennandi. Þegar þama var komið sögu var ég orðin nokkuð jákvæð gagnvart Þjóðverjum sem sýndu í leik sínum gegn Frökkum að vinnusemi, agi og skipulagning koma mönnum áfram í lífinu. Það er engin vitleysa í Þjóðveijum og þeir em lúsiðnir. Við getum margt afþeimlært. Stundum er sagt að íslendingar séu lokuð þjóð og jafnvel kaldlynd. Það er ekki rétt. Við sveigjumst frek- ar í þá átt að vera taugabiluð þjóð. Eigum afar erfitt með að þoia álag og verðum stundum svo hissa þegar okkur gengur velaðvið glutrum tækifærum og töpum þegar við hefðum átt að vinna. Króatíska liðið var lang- skemmtilegasta liðið í keppn- inni. Þar leika menn eins og þeim finnist gaman að hand- bolta. Þannig léku nú ekki öll liðin i keppninni. Sumum virtist þykja þetta óskaplega erfitt og leiðinlegt. Það var því ekkiannað hægt en falla fyrir frískleika og leikgleði króat- íska liðsins. Samt hafði maður áhyggjur af þeim i úrslita- leiknum á móti Þjóðverjum. Maður óttaðist að þeir hefðu ekki úthald. Viljinn til að vinna varð þó allri þreytu yfir- sterkari. Svona lið á allt gott skilið. Ótrúlegt baráttulið. Verðugir heimsmeistarar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.