Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2003, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2003, Síða 14
* 30 MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003 i -'J Sport DV Agúst Jóhannsson metur íslenska liðið lokaleikirnir tveir og samantekt á öllu mótinu „Viö vorum með svör við öllu og vorum miklu betri, miklu einbeittari og með miklu meiri sigurvilja heldur en Júgóslavarnir og sýndum mikinn karakter að klára þetta sterka júgóslavneska lið á sannfærandi hátt« íslensku strákarnir fagna hér sigrinum gegn Júgóslövum í gær og má greina mikinn létti í svipbrigöum þeirra. DV-mynd Hilmar Þór Frábær árangur - markmiðið náðist með sigrinum á Júgóslavíu í gær íslenska landsliðið bar sigm-orð af Júgóslavíu, 32-27, i leik um sjö- unda sætið á HM í gær og tryggði sér um leið sæti á Ölympíuleikun- um í Aþenu á næsta ári. Á laugar- daginn tapaði liðið fyrir Rússum, 30-27, sem þýddi að liðið þurfti að leika um sjöunda sætið. DV-Sport ræddi við Ágúst Jó- hannsson, þjálfara Gróttu/KR, um lokaleikina tvo og heildarframmi- stöðu á mótinu. Rússarnir of sterkir „Ef maður skoðar leikinn á laug- ardaginn þá má segja að rússneska liðið hafi verið versti hugsanlegi andstæðingur í þennan leik þvi að Rússamir eru eins og vélmenni. Þeir spiia nákvæmlega eins, hvort sem þeir eru að spila um fyrsta sæt- ið eða það fimmtugasta, og eru með hörkugott lið. Rússamir vora of sterkir fyrir okkur á laugardaginn. Við náðum okkur ekki nægilega á strik, markvarslan var lítil sem eng- in, sérstaklega í fyrri hálfleik. Liðið saknaði Sigurðar Bjamasonar auk þess sem Patrekur tók lítinn þátt í leiknum. Þegar við erum að spila gegn liði eins og Rússum þá verðum við einfaldlega að hafa okkar besta lið ef við ætlum okkur að eiga möguleika," sagði Ágúst. Langbesti leikur liösins „Leikurinn gegn Júgóslövum var langbesti leikur liðsins á mótinu. Hann var virkilega góður, bæði í vörn og sókn, og loksins tókst liðinu að halda út heilan leik þar sem spil- að var af fullum krafti allan tímann. Ólafur var ótrúlega góður og Guð- mundur í markinu líka og það má eiginlega segja að þeir tveir hafi lagt grunninn að þessum frábæra sigri með glæsilegri frammistöðu í leiknum. Liðið útfærði vömina vel, sem skilaði sér í mörgum auðveldum hraðaupphlaupsmörkum. Þetta var eiginlega í fyrsta sinn á þessu móti sem vörnin líktist þeirri vöm sem liðið spilaði í Sviþjóð í fyrra. Það var góður hreyfanleiki í mönnum, þeir gengu vel út i skyttur Júgóslava og þá var ekki að sökum að spyrja. Mér fannst sóknarleikurinn einnig ganga mjög vel upp. Það skipti engu máli hvort þeir tóku Ólaf út eða spiluðu 6:0 eða 3:2:1 vöm. Við vorum með svör við öllu og voram miklu betri, miklu einbeitt- ari og með miklu meiri sigurvilja heldur en Júgóslavamir og sýndum mikinn karakter að klára þetta sterka júgóslavneska lið á sannfær- andi hátt. Það var mikið í húfi í gær og strákamir vissu það að allt ann- að en sigur væru mikil vonbrigði. Það var því pressa á liðinu en sem betur fór stóðst liðið hana og kláraði mótið með sæmd.“ Vel útfæröur sóknarleikur „Liðið er búið að vera í vandræð- um með vamarleikinn á mótinu. Liðið hefur spilað ágætis varnarleik á köflum en ekki náð að halda heila leiki út nema gegn Júgóslövum í gær. Markvarslan var svolítið í samræmi við vamarleikinn en þó var ég í heildina nokkuð sáttur við Guðmund og Roland. Það er klárt að við þurfum að spila góða vöm gegn þessum bestu liðum til að fá hraða- upphlaupin í gang. Sóknarleikurinn hefur verið vel útfærður. Ólafur hefur staðið sig mjög vel og einnig homamennimir Guöjón Valur og Einar Örn. Róbert og Sigfús stóðu einnig fyrir sínu á línunni en mér finnst að það hefði mátt koma meira út úr leikmönnum eins og Patreki og Degi. Ég held samt að liðið geti borið höfuðið hátt eftir þetta mót. Viö unnum Portúgala, Pólverja og Júgóslava og töpuðum gegn Þjóð- verjum, Spánverjum og Rússum í nokkuð jöfnum leikjum. Það er frá- bær árangur að ná ólympíusæti og glæsilegt að ná því markmiði sem lagt var upp með fyrir mótið. Þetta lið á mikiö inni Ég er sannfærður um það að þetta lið á mikið inni. Ég hef fulla trú á því að liðið verði mjög sterkt á næsta Evrópmnóti og á ólympíu- leikunum og ég vona að Guðmund- ur Guðmundsson haldi áfram á þeirri braut sem hann hefur fetað. Það fara að koma nýir leikmenn inn í liðið en allir lykilmenn liðsins eiga vonandi nokkur ár eftir þannig að ég kvíði ekki næstu árum,“ sagði Ágúst. -ósk ANDAý

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.