Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2003, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003
31
úrvalsdeiidV ú n
BGaoiL^caG) J
Úrslit:
Arsenal-Fulham.............2-1
1-0 Robert Pires (17.), 1-1 Steed
Malbranque (29.), 2-1 Robert Pires
(90.).
Bolton-Birmingham..........4-2
1-0 Kenny Cunningham, sjálfsm.
(12.), 1-1 Robby Savage (44.), 2-1
Henrik Pedersen (46.), 2-2 Clinton
Morrison (60.), 3-2 Youri Djorkaeff
(84.), 4-2 Delroy Facey (87.).
Chelsea-Tottenham .........1-1
0-1 Teddy Sheringham (18.), 1-1
Gianfranco Zola (40.).
Everton-Leeds..............2-0
1-0 David Unsworth, víti (56.), 2-0
Tomasz Radzinski (68.).
Man. City-West Brom .......1-2
0-1 Neil Clement (18.), 1-1 Paul
Gilchrist, sjálfsm. (22.), 1-2 Darren
Moore (71.).
Middlesbrough-Newcastle frestaö
Southampton-Man. Utd......0-2
0-1 Ruud Van Nistelrooy (15.), 0-2
Ryan Giggs (22.).
Sunderland-Charlton........1-3
0-1 Mark Fish (24.), 0-2 Michael
Proctor, sjálfsm. (29.), 0-3 Michael
Proctor, sjálfsm. (32.), 1-3 Kevin
Phiilips, víti (81.).
West Ham-Liverpool ........0-3
0-1 Milan Baros (7.), 0-2 Steven
Gerrard (9.), 0-3 Emile Heskey (67.).
Aston VUla-Blackbum.......3-0
1-0 Dion Dublin (1.), 2-0 Dion Dublin
(39.), 3-0 Gareth Barry (81.).
Staðan:
Arsenal 26 17 5 4 56-28 56
Man. Utd 25 15 5 5 42-24 50
Newcastle 25 15 3 7 41-31 48
Chelsea 26 12 9 5 45-26 45
Everton 26 13 6 7 34-30 45
Liverpool 26 11 9 6 37-25 42
Southampt. 26 10 9 7 28-25 39
Charlton 26 11 6 9 34-33 39
Tottenham 26 11 6 9 36-36 39
Man. City 26 11 4 11 37-37 37
Aston Villa 26 10 5 11 30-27 35
Blackbum 26 8 10 8 31-31 34
Leeds 26 9 4 13 33-34 31
Middlesbr. 25 8 6 11 29-29 30
Fulham 25 7 6 12 26-33 27
Birmingh. 25 6 8 11 22-36 26
Bolton 26 5 9 12 29-43 24
West Brom 25 5 5 15 19-37 20
West Ham 26 4 8 14 28-51. 20
Sunderland 26 4 7 15 17-38 19
1 . D E 1 L D J
BGaatL^Ga®
Úrslit
Bradford-Ipswich..............2-0
Bumley-Reading................2-5
Coventry-Watford .............0-1
Derby-Rotherham ..............3-0
Leicester-Crystal Palace .....1-0
MilwaU-Sheff. Utd.............1-0
Norwich-Stoke.................2-2
Portsmouth-Grimsby............3-0
Preston-GiUingham.............3-0
Sheff. Wed.-Wolves ...........0-4
WalsaU-Brighton...............1-0
Wimbledon-Nott. Forest........2-3
Staðan:
Portsmouth 30 18 9 3 59-29 63
Leicester 30 18 7 5 47-28 61
Sheff. Utd 28 15 7 6 42-27 52
Nott. Forest30 13 9 8 47-31 48
Reading 29 14 4 11 34-29 46
Wolves 29 12 9 8 49-30 45
Norwich 29 12 9 8 41-28 45
Watford 30 13 6 11 36-45 45
Coventry 30 11 10 9 36-33 43
Millwall 30 12 7 11 38-43 43
C. Palace 29 10 12 7 42-31 42
Ipswich 29 11 8 10 44-36 41
Rotherham 30 11 8 11 48-42 41
Derby 30 12 5 13 38-39 41
Gillingham 28 10 9 9 36-39 39
Bumley 29 10 8 11 43-55 38
Wimbledon 28 9 8 11 4546 35
Preston 30 8 11 11 45-49 35
Bradford 29 9 7 13 35-49 34
Walsall 30 9 6 15 41-46 33
Stoke 30 5 10 15 34-54 31
Grimsby 30 6 7 17 34-59 25
Sheff. Wed 30 5 8 17 27-52 23
Brighton 29 4 8 17 26-47 20
Sport
Eiður Smari Guðjohnsen
smeygir sér hér fram hja
Goran Bunjecevic og Ledley
King, varnarmönnum
Totfenham, i leik liðanna um
helgina. Reuters
mirdte
Sjö leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn:
- Manchester United gefur ekkert eftir í baráttunni um toppsætið við Arsenal
Leikmenn Manchester United eru á
miklu skriði þessa dagana og fá lið sem
geta stoppað þá. Southampton fékk að
kenna á því um helgina en lærisveinar
Gordons Strachans geta þó kennt sjálf-
um sér um að hafa borið skarðan hlut
frá borði í viðureigninni því að þeir
fengu næg tækifæri til að skora í leikn-
um.
Ruud Van Nistelrooy skoraði sitt 25.
mark á tímabilinu strax á 15. mínútu,
eftir frábæran undirbúning hjá Gary
Neville og David Beckham. Ryan Giggs
skoraði síðan annað markið sjö mínút-
um síðar og þar við sat. Leikmenn
Southampton hefðu sennilega átt að fá
vítaspymu eftir hálftíma þegar Roy
Keane reif Norömanninn Jo Tessem
niður í teignum án þess að nokkuð
væri dæmt.
Gordon Strachan, knattspyrnustjóri
Southampton, vildi þó ekki kenna
dómaranum um ósigurinn.
„Ég hef ekkert að segja um þetta at-
vik. Allt gekk okkur i hag næstu tíu
mínútur eftir atvikið en því miður
nýttum við okkur það ekki. Við spiluð-
um betur en gegn Liverpool. Fyrsta
markið þeirra var eiginlega hálfgert
grin og það seinna var óheppni því að
Ryan (Giggs) skaut á markið og fékk
frákastið til baka,“ sagði Strachan eft-
ir leikinn.
„Það var mikilvægt að skora fyrsta
markið í leiknum. Eftir það fannst mér
við stjórna leiknum, við beittum
skyndisóknum og lentum sjaldan í
vandræðum með sterkt lið Sout-
hampton," sagði Alex Ferguson, knatt-
spyrnustjóri Manchester United, eftir
leikinn.
„Ég hef sagt það í allan vetur að ef
við bætum okkur á útivelli þá eigum
við möguleika á titlinum. Miðað við
frammistöðuna í dag ætti enginn að
veðja á móti okkur,“ sagði Ferguson.
Tvö sjálfsmörk
Michael Proctor, leikmaður Sunder-
land, vill sennilega gleyma laugardeg-
inum sem fyrst. Hann varð fyrir því
óláni að skora tvö sjálfsmörk gegn
Charlton með þriggja mínútna millibili
sem gerði það að verkum að Charlton
var komið í 3-0 eftir rúman hálftíma.
Sunderland átti á brattann að sækja
það sem eftir lifði leiks og situr nú á
botni deildarinnar.
Howard Wilkinson, knattspyrnu-
stjóri liðsins, er þó ekki búinn að gef-
ast upp.
„Ég samþykki ekki þá fullyrðingu
að við séum fallnir. Ég trúi því stað-
fastlega að við getum bjargað okkur frá
falli. Þessi úrslit voru vonbrigði en
mínir menn lögðu sig alla fram. Það
var óheppni sem kom í veg fyrir að við
fengjum stig út úr þessum leik,“ sagði
Wilkinson.
Alan Curbishley, knattspyrnustjóri
Charlton, var hógvær eftir sigurinn en
sagði að sjálfstraust leikmanna skilaði
góðum úrslitum.
„Við erum á ótrúlegu skriði. Það er
alveg magnað hvað sjálfstraust leik-
manna getur skilað góðum úrslitum
viku eftir viku,“ sagði Curbishley eftir
leikinn.
Breytt leikaðferö gaf sigur
Sam Allardyce, knattspyrnustjóri
Bolton, breytti um leikaðferð, spilaði 4-
4-2 í fyrsta sinn f vetur og það skilaði
fjórum mörkum og sigri gegn Birming-
ham.
„Ég breytti um leikaðferð og strák-
amir virtust kunna vel við það. Þeir
fengu meira pláss til athafna sig og
komu sigrinum mikilvæga í hús. Það
var nokkurt bil á milli okkar og
Birmingham fyrir leikinn en við höf-
um sett aukna pressu á þá með þessum
sigri,“ sagði Allardyce.
„Það er ekki hægt að verjast eins og
við gerðum í úrvalsdeildinni. Það end-
ar með ósköpum eins og sannaðist í
dag. Við gerum grundvallarmistök í
vörninni og töpum leik sem mér fannst
við vera mun betri aðilinn í,“ sagði
Steve Bruce, knattspyrnustjóri
Birmingham, eftir leikinn.
Zoia og Cudicini björguðu stigi
ítalinn síungi Gianfranco Zola bjarg-
aði stigi fyrir Chelsea gegn Tottenham
á laugardaginn með glæsilegu marki
beint úr aukaspymu og hélt liðinu á
beinni braut í átt að sæti í meistara-
deildinni að ári.
Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri
Chelsea, hrósaði Zola eftir leikinn og
sagði að fóturinn á honum væri eins
og honum væri stjórnað af vélmenni.
„Hann (Zola) hefur ótrúlegt vald yf-
ir fætinum á sér og þessi aukaspyma
var ótrúleg," sagði Ranieri sem þakk-
aði einnig Carlo Cudicini, markverði
Chelsea, fyrir stigið.
„Carlo varði tvívegis frábærlega og
það má eiginlega segja að við höfum
tapað tveimur stigum en Carlo hafi
fært okkur eitt,“ sagði Ranieri eftir
leikinn.
Lágt risið á Leeds
Raunir Leeds héldu áfram um helg-
ina þegar liðið mætti Everton. Eftir að
hafa selt Robbie Fowler og Jonathan
Woodgate fyrir helgi, til að stemma
stigu við skuldasöfnun liðsins, tapaði
liðið fyrir Everton, 2-0, og eftir að hafa
verið betri aðilinn i fyrri hálfleik datt
leikur liðsins niður í seinni hálfleik og
leikmenn Everton gengu á lagið og
tryggðu sér sigur.
Terry Venebles, knattspyrnustjóri
Leeds, sagði eftir leikinn að tímar eins
og þessir reyndu á alla sem hlut ættu
að máli en liðsandinn hjá Leeds væri
enn í fínu lagi og á meðan svo væri
hefði hann ekki stórar áhyggjur.
David Moyes, knattspyrnustjóri Ev-
erton, var sáttur við sína menn og
sagði að Leeds-liðið hefði ekki ráðið
við hraða Kanadamannsins Tomasz
Radzkinski í seinni hálfleik og það
hefði ráðið úrslitum.
Fowler byrjaði með tapi
Leikmenn West Brom komu
skemmtilega á óvart og eyðilögðu
fyrsta leik Robbie Fowlers með
Manchester City með því að vinna
óvæntan sigur á Maine Road á laugar-
daginn og komu sér úr botnsætinu I
bili.
Fowler náði sér ekki á strik í leikn-
um og ljóst að hann og Nicolas Anelka
þurfa meiri tíma til að ná saman.
Gary Megson, knattspymustjóri
West Brom, sagði eftir leikinn að hann
vonaði að þessi sigur gæti snúið tíma-
bilinu við hjá liðinu.
„Við erum ekki fallnir en við erum í
erfiðri aðstööu sem við þurfum að
berjast út úr,“ sagði Megson. -ósk
Rio Ferdinand, John O’Shea og Gary Neville fagna hér sigri Manchester
United á Southampton á laugardaginn. Reuters