Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2003, Page 17
MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003
33
DV
Sport
Robert Pires
Fæddur: 29. október 1973
Heimaland: Frakkland
Hæö/þyngd: 188 cm/74 kg
Leikstaða: Kantmaður
Fyrri lið: Metz, Marseiile
Deildarleikir/mörk: 119/30
Landsleikir/mörk: 49/7
Hrós:
„Hann er hungraður 1 að skora og mér
sýnist að hann sé kominn aftur í sitt
besta form eftir meiðslin. Bæði mörkin
hans voru glæsileg og vitnisburður um
getu hans sem knattspymumanns."
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, um
Robert Pires.
Franski kantmaðurinn Robert Pires
er af flestum talinn einn af bestu leik-
mönnum ensku deildarinnar í dag.
Það vqru margir sem ráku upp stór
augu þegar Arsene Wenger borgaði
7,5 milljónir punda fyrir hann í júlí-
mánuði árið 2000. Þeir efast ekki í
dag en byrjun Pires hjá Arsenal var
langt frá því að vera sannfærandi.
Það tók hann dágóðan tíma að venj-
ast ensku knattspymunni en á síð-
asta tímabili fengu knattspymu-
áhugamenn að sjá hvers hann er
megnugur. Það er ekki á neinn hallað
þótt því sé haldið fram að hann hafi
verið yfirburðamaður í deildinni allt
þar til einn örlagaríkan dag í mars
þegar hann sleit krossbönd í hné.
Draumur Pires um að spila í heims-
meistarakeppninni með Frökkum
fauk út um gluggann og er ekki vafi að
Frakkar söknuðu mannsins, sem var
búinn að gera grin að öllum hægri
bakvörðum ensku úrvalsdeildarinnar,
sárlega á HM.
Við tók erfið endurhæfing en Pires
hefur sýnt síðan hann byrjaði að spila
á nýjan leik að hann hefur ekki verið
eyða tímanum utan vallar í viUeysu.
Hann æfði gífurlega vel og kom til
baka í frábæru formi, hefur verið að
spila eins og engill síðan og er aftur
kominn á stallinn þar sem hann á
heima, í hópi bestu leikmanna ensku
úrvalsdeildarinnar og sennilega í
gjörvallri Evrópu. -ósk
Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni i knattspyrnu í gær:
Tímabilið byrjar núna
- sagði Gerard HouUier, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir sigur á West Ham
Liverpool virðist vera vakna til
lífsins og ekki er hægt að segja að
liðið hafi átt í miklum erfiðleikum
með botnlið West Ham á Upton
Park í gær. Eftir tíu mínútna leik
höfðu Milan Baros og Steven Gerr-
ard komið Liverpool í 2-0 og það
sem eftir lifði leiks náðu leikmenn
West Ham aldrei að ógna marki
Liverpool að neinu ráði. Emile
Heskey bætti þriðja markinu við
um seinni hálfleikinn miðjan og úr-
slitin voru ráðin.
Liverpool hefur ekki sagt sitt síð-
asta orð í toppbaráttunni en West
Ham situr niðurnjörvað við botn-
inn, leikmenn þess enn í sigurvímu
eftir fyrsta heimasigurinn á tímabil-
inu í síöustu viku.
Gerard Houllier, knattspyrnu-
stjóri Liverpool, var himinlifandi
eftir leikinn og tilkynnti sigurreifur
að tímabOið hjá Liverpool byrjaði
núna.
Okkar eigin deild
„Ég myndi segja að tímabOið hjá
okkur byrjaði núna. Ég held að við
getum ekki unnið meistaratitOinn
eftir slæma tímabOið sem við geng-
um í gegnum en við ætlum okkur
sæti í meistaradeOdinni. Við erum
nú um stundir að spOa í okkar eig-
in deOd og ætlum að reyna að ná í
eins mörg stig og kostur er.
Okkur hefur gengið vel siðan við
spOuðum við Arsenal á útiveOi og
erum komnir á ágætt skrið núna.
Mér fannst mínir menn leggja
meira á sig heldur en leikmenn
West Ham i leiknum og eftir að við
skoruðum tvö fyrstu mörkin þá var
þetta auðvelt. Þegar menn vinna vel
og hafa hæfdeika eins og flestir
minna manna hafa þá næst árang-
ur,“ sagði HouOier.
HouOier notaði einnig tækifærið
og hrósaði EmOe Heskey í hástert
fyrir góða frammistöðu að undan-
förnu.
„Þegar hann er í formi þá erum
við hættulegir. Hann hefur verið að
spOa mjög vel upp á síðkastið og
það hjálpar okkur mikið. Með
Heskey í gímum og Baros og Owen
i formi þá geta fáir stöðvað okkur,“
sagöi HouOier.
Hef samúð með Roeder
Frakkinn sagðist hafa mikla sam-
úð með Glenn Roeder, knattspymu-
stjóra West Ham, og sagðist ætla að
ræða við hann eftir leikinn og hug-
hreysta hann.
„Roeder er með gott lið í höndun-
um en þvi miður fyrir hann og hans
menn þá mættu þeir gífurlega
sterku Liverpool-liði í dag,“ sagði
HouOier.
Af litlum neista
Jóhannes Karl Guðjónsson hefur
svo sannarlega hleypt nýju lífl í
Aston VOla eftir að hann byrjaði að
spOa með liðinu.
I gær spOaði hann sinn annan
leik með liðinu, gegn Blackbum á
heimaveOi, og fóru Jóhannes Karl
og félagar hans með sigur af hólmi,
3-0.
Jóhannes Karl lagði upp fyrsta
markið fyrir Dion Dublin með fal-
legri sendingu og var mjög sterkur
sem afturliggjandi miðjumaður hjá
Aston VOla.
Framherjinn Dion Dublin var
samt maður leiksins. Hann skoraði
tvö mörk og hélt vamarmönnum
Blackbum við efnið aOan tímann.
Með sigrinum komst Aston VOla
upp fyrir Blackbum á töflunni og er
útlitiö bjart þessa dagana hjá Gra-
ham Taylor og lærisveinum hans í
Aston VOla. -ósk
Glenn Roeder, knatt-
spymustjóri West
Ham, fer ótroðnar
sloöir, bæði i vali á
liðinu og klæöaburði
miðað við aðra knatt-
spyrnustjora úrvals-
deildarinnar. Hann
klæddist forláta
leðurjakka i leiknum
gegn Liverpool i gær
en það dugði þó ekki
til sigurs. Reuters
i
OKKAR MENN
Guóni Bergsson lék allan leikinn þegar
Bolton vann mikilvægan botnbaráttu-
sigur, 4-2, á Birmingham í
ensku úrvaisdeildinni á
laugardaginn.
Lárus Orri Sigurósson
kom inn á sem varamaður á
85. mínútu þegar West Brom
vann óvæntan útisigur á
Manchester City, 2-1, i
ensku úrvalsdeildinni á
laugardaginn. Hermann
Eióur Smári Guöjohnsen arsson'
lék allan leikinn hjá Chelsea sem gerði
jafntefli, 1-1, gegn Tottenham á heima-
velli í ensku úrvalsdeildinni á laugar-
daginn.
Jóhannes Karl Guójónsson lék með
Aston Villa í sigri á Blackbum í gær og
lagði upp fyrsta mark liðsins.
Hermann Hreióarsson lék sinn 100.
leik fyrir Ipswich þegar liðið beið lægri
hlut fyrir Bradford,
2-0, í ensku 1. deild-
inni á laugardaginn.
Hermann var rekinn
af velli á 50. minútu
fyrir að gefa and-
stæðingi sínum oln-
bogaskot en þá var
staðan jöfn, 0-0, og
hrundi leikur
Hreið- IPswich ‘ kjölfarið. Brynjar
Markvöróurinn
Stefán Logi Magnússon sat á vara-
mannabekk Bradford allan timann en
hann gekk til liðs við félagið á fóstudag.
Brynjar Gunnarsson skoraði fyrra
mark Stoke með fostum skalla á 63. mín-
útu þegar liðið gerði jafntefli, 2-2, gegn
Norwich á útivelli í ensku 1. deildinni á
laugardaginn.
Bjarni Guöjónsson sat allan timann á
varamannabekknum hjá Stoke.
Pétur Marteinsson
kom inn á sem vara-
maður á síðustu mín-
útu hjá Stoke.
Heiöar Helguson
spilaði allan leikinn
fyrir Watford i
mikilvægum sigri,
Gunnars- a Coventry í póröur
ensku 1. deifdinni á SQn
laugardaginn.
ívar Ingimarsson var ekki í leik-
mannahópi Wolves sem vann öruggan
sigur, 4-0, á Sheffield Wednesday í
ensku 1. deildinni á laugardaginn enda
á leið í eins mánaðar lán til 1. deildar
liðsins Brighton í byrjun næstu viku.
Helgi Valur Danielsson spilaöi allan
leikinn á miðju Peterborough sem gerði
jafntefli, 1-1, gegn Luton í ensku 2. deild-
inni á laugardaginn.
Þóröur Guðjónsson kom inn
á sem varamaður á 74. mfn-
útu hjá Bochum sem tapaði
fyrir Energie Cottbus, 2-1, í
þýsku 1. deildinni á laugar-
daginn. Þórður skoraði mark
Bochum með fóstu skoti frá
vítateig á síðustu mínútu
Guöjóns- leihsins-
Eyjólfur Sverrisson var ekki
í leikmannahópi Herthu Berlin sem tap-
aði fyrir Stuttgart, 3-1, í þýsku 1. deild-
inni á laugardaginn. -ósk
f Dion Dublin
Dion Dublin hefur sýnt og sann-
að mikilvægi sitt fyrir Aston Villa
á undanfömum vikum. Hann hef-
ur skorað sjö mörk í síðustu sjö
leikjum liðsins, þar af tvö um helg-
ina í sigri á Blackburn.
Dublin nýtur góðs af auka-
spyrnum Jóhannesar Karls Guð-
jónssonar en fyrsta mark hans í
gær kom eftir aukaspyrnu frá hon-
um.
Dublin hefur þó ekki alltaf ver-
ið í náðinni hjá Taylor því að
hann var lánaður tii 1. deildar
liðsins Millwall í fyrra þar sem
hann raðaði inn mörkum. í dag er
hann hins vegar ómissandi fyrir
Graham Taylor. -ósk
Michael Proctor
Michael Proctor, leikmaður
Sunderland, átti martraðarleik á
laugardaginn þegar Sunderland
mætti Charlton á heimavelli.
Proctor byrjaði á því að skalla
boltann fyrir fætur Mark Fish,
varnarmanns Charlton, sem þakk-
aði gott boð og skoraöi fyrsta
mark leiksins. Proctor varð síðan
fyrir því óláni aö skora tvö sjálfs-
mörk með aðeins þriggja mínútna
millibili og gerði þar með út um
leikinn og sendi Sunderland í
botnsæti deildarinnar. Bæði
mörkin sem Proctor skoraði báru
keim óheppni með sér. Hann fékk
frákast frá Tomasi Sorensen,
markverði Sunderland, í sig og í
markið í fyrra skiptið en i það
síðara fór homspyrna Claus Jen-
sens, leikmanns Charlton, í bakið
á honum og inn.-ósk
Þriðjudagur 4. febrúar
Birmingham-Man. Utd
Laugardagur 8. febrúar
Liverpool-Middlesbrough
Birmingham-Chelsea
Blackbum-Southampton
Charlton-Everton
Fulham-Aston ViRa
Leeds-West Ham
Tottenham-Sunderland
West Brom-Bolton
Sunnudagur 9. febrúar
Man. Utd-Man. City
Newcastle-Arsenal
Laugardagur 22. febrúar
Bolton-Man. Utd
Everton-Southampton
Charlton-Aston Villa
Chelsea-Blackbum
Leeds-Newcastle
Man. City-Arsenal
Sunderland-Middlesbrough
Sunnudagur 23. febrúar
Birmingham-Liverpool