Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2003, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2003, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003 37 I>V Sport Haukar-Valur 96-74 Breiöablik—Snæfell 77-74 0-3, 75-5, 11-13, 15-18, (21-18), 21-30, 25-34, 30-34, 30-42, (38-12), 38-17, 48-55, 56-55, (56-59), 58-61, 68-61, 74-69, 77-74. Stig Breiöabliks: ísak Einarsson 22, Pálmi Sigurgeirsson 16, Kenny Tate 14, Mirko Virijevic 11, Loftur Einarsson 10, Bragi Magnússon 2, Friðrik Hreinsson 2. Stig Snœfells: Hlynur Bæringsson 27, Clifton Bush 19, Sigurbjörn Þórðarson 8, Lýður Vignisson 8, Andrés Hreiðarsson 5, Helgi Reynir Guðmundsson 3, Jón Ólafur Jónsson 3. Dómarar (1-10): Einar Einarsson og Rögnvaldur Hreiðarsson (7). Gœöi leiks (1-10): 3. Áhorfendur: 150. Maður leiksins: ísak Einarsson, Breiðabliki Fráköst: Breiðablik 41 (12 í sókn, 29 í vörn, Tate 20), SnæfeU 40 (11 í sókn, 29 í vörn, Hlynur 14, Bush 13) Stoósendingar: Breiðablik 11 (Pálmi 5), Snæfell 12 (Hlynur 4). Stolnir boltar: Breiöablik 12 (Pálmi 2, Tate 2, Loftur 2, Mirko 2), Snæfell 5 (Helgi 2). Tapaöir boltar: Breiðablik 10, Snæfell 17. Varin skot: Breiöablik 2 (Mirko 2), Snæ- fell 0. 3ja stiga: Breiðablik 16/5, Snæfell 27/9. Víti: Breiðablik 24/14, Snæfell 19/13. Sveiflukennt - þegar Blikar lögðu Snæfell í mikilvægum leik fyrir bæði lið Það var algjört lífsspursmál fyrir Breiðablik að sigra Snæfell í Smáran- um í gærkvöld, ef vonin um sæti í úr- slitakeppninni átti að lifa áfram, því tap hefði þýtt að of langt hefði verið 1 áttunda sætið. Blikum tókst ætlunar- verkið og lögðu gestina 77-74 eftir mikla baráttu en það var ekki fyrr en í fjórða og síðasta leikhluta sem Blikar sigu fram úr eftir að hafa verið að elta gestina megnið af leiknum. Leikurinn verður seint talinn áferðarfallegur en svo vill oft verða þegar tímabilið er nánast undir og geta bæði lið leikið mun betur en þau gerði í gærkvöld. Blikar leiddu með þremur stigum eftir fyrsta leikhluta en þá kom skelfi- legur kafli hjá þeim og leikmenn Snæ- fells gengu á lagið og skoruðu 12 fyrstu stigin í öðrum leikhluta. Annar leik- hluti var vægast sagt mjög kaflaskipt- ur og liðin skiptust á um að skora í skorpum. Snæfell náði að komast mest 12 stigum yfir þegar skammt var til leikhlés en Blikar náðu að rétta sinn hlut með því að skora átta síðustu stig- in í fyrri hálfleik og því munaði aðeins fjórum stigum á liðunum, 38-42. ísak að koma sterkur inn Snæfell leiddi áfram með þetta 7-9 stigum í byrjun seinni hálfleiks en þá náðu Blikar að gera átta stig í röð og komast einu stigi yfir, 56-55, og voru ekki búnir að segja sitt síðasta. Sigurbjöm Þórðarson kom Snæfelli aftur yfir í byijun fjórða leikhluta en þá fór allt í baklás hjá gestunum og skoruðu þeir ekki stig í rúmar sex mínútur. Blikar gengu á lagið og náði sjö stiga forskoti og lönduðu mikilvæg- um sigri. ísak Einarsson er heldur betur að koma sterkur inn hjá Blikum þessa dagana og átti annan stórleik á þrem- ur dögum en ísak lék ekkert með Blik- um fyrir áramót. Kenny Tate hefur aldrei skorað eins lítið en hann reif niður 20 fráköst. Pálmi var sterkur í lokin og barátta Lofts Einarssonar smitar ávallt út frá sér. Hjá Snæfelli var Hlynur Bærings- son bestur og Cliftin Bush var traust- ur. Annars náði Snæfeilingar sér aldrei almennilega á strik og kannski með hugann við bikarúrslitaleikinn um næstu helgi. Þessi leikur var þó ekki síður mikilvægur fyrir liðið því með sigri hefði það verið í góðri stöðu í deildinni og með sæti í úrslitakeppninni innan seilingar. -Ben Haukamaðurinn Stevie Johnson treður hér með tilþrifum gegn Val í gærkvöld en hann átti enn einn stórleikinn og var með þrefalda tvennu, 23 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar. DV-mynd Sigurður Jökull Fráköst: Haukar 47 (13 í sókn, 34 í vörn, Johnson 16), Valur 21 (7 í sókn, 14 í vörn, Pryor 7, Priudokas 7) Stoösendingar: Haukar 25 (Johnson 10), Valur 10 (Craddock 3, Gylfi 3). Stolnir boltar: Haukar 10 (Johnson 4), Valur 5 (Craddock 2, Gylfi 2). Tapaóir boltar: Haukar 13, Valur 15. Varin skot: Haukar 4 (Johnson, Bojovic, Davíö, Ingvar), Valur 1 (Hjörtur). 3ja stiga: Haukar 20/6 (30%), Valur 23/9 (39%). Víti: Haukar 14/12 (86%), Valur 21/13 (62%).' Átakalítið - hjá Haukum sem unnu léttan sigur á Val, 96-74 Haukar unnu öruggan og fremur auðveldan sigur á Valsmönnum þeg- ar liðin áttust við í gærkvöld að Ás- völlum í Intersport-deild karla í körfuknattleik. Valsmenn, sem hafa veriö á uppleið að undanförnu, fundu aldrei taktinn að þessu sinni og baráttuna, viljann og leikgleðina sem var í liðinu í vikunni, þegar Njarðvíkingar voru lagðir að velli, var hvergi að sjá. Reyndar sýndu Haukar strax í byrjun að þeir voru tilbúnir og með Halldór Kristmanns- son sjóðandi heitan var frumkvæðið og forystan þeirra. Valsmenn áttu einn góðan kafla í fyrsta leikhluta en hann dugði skammt. í öðrum leikhluta héldu Haukar sínu striki og náðu mest sautján stiga forskoti en Vals- mönnum tókst aðeins að laga stöð- una fyrir leikhlé. í þriðja leikhluta gerðu Haukar svo endanlega út um leikinn og þar fór fremstur í flokki Sævar I. Haraldsson. Hann skoraði tíu stig í leikhlutanum og Valsmenn voru óttalega ráðvilltir. í lokaleik- hlutanum var þetta svo bara spurn- ing um lokatölur, Haukar leyfðu öll- um að spreyta sig og fengu fin fram- lög á móti. Það sama má segja um gestina, minni spámenn spreyttu sig og það var jafnræði með liðunum í leik- hlutanum. Hjá Valsmönnum var Jason Pryor atkvæðamestur en fann samt sem áður ekki taktinn nægilega vel. Evaldas Priudokas var ekki í takti í sókninni en spilaði sæmilega vörn. Bjarki Gústafsson átti spretti sem og Barnaby Craddock. Stevie Johnson skoraði ekki „nema" tuttugu og þrjú stig fyrir Hauka, kappinn spilaði fina vörn, frákastaði vel og þessi drengur gerir einfaldlega það sem þarf fyrir lið sitt. Sævar I. Haraldsson var öflugur og það sama má í raun segja um liðs- heild Haukanna. Bestur þeirra var þó Halldór Kristmannsson sem var virkilega góður í fyrri hálfleik og þá sérstaklega í fyrsta leikhluta, en þá setti hann fjórtán stig og gaf tóninn fyrir sína menn. Hann sat síðan á bekknum lungann úr seinni hálfleik og lét fara vel um sig. -SMS 2-0, 2-2, 5-5, 8-9, 17-9, 17-18, 21-18, (26-20), 33-20, 35-25, 42-25, 46-30, (48-35), 48-38, 50-41, 56-41, 62-46, 70-50, (72-52), 75-52, 81-57, 85-63, 92-67, 92-74, 96-74. Stig Hauka: Stevie Johnson 23, Halldór Kristmannsson 22, Sævar Haraldsson 12, Ingvar Guðjónsson 11, Davíð Ásgrimsson 8, Predrag Bojovic 8, Ottó Þórsson 5, Þórður Gunnþórsson 5, Marel Guðlaugsson 2. Stig Vals: Jason Pryor 23, Barnaby Craddock 12, Evaldas Priudokas 11, Bjarki Gústafsson 10, Ægir Jónsson 8, Álexander Dungal 4, Gylfi Geirsson 2, Hjörtur Hjartarson 2, Ragnar Steinsson Dómarar (1-10): Sigmundur Her- bertsson og Eggert Aöalsteinsson (8). Gœöi leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 101. Maöur leiksins: Stevie Johnson, Haukum KARLAR ~7 jÆm □tM3aa?(3I?öEXlflg^ Staðan Grindavík 15 13 2 1383-1223 26 KR 15 12 3 1330-1200 24 Keflavík 15 11 4 1494-1250 22 Haukar 16 10 6 1445-1374 20 Njarðvík 15 9 6 1221-1242 18 Tindastóll 15 8 7 1340-1320 16 ÍR 15 8 7 1299-1318 16 Snæfell 16 7 9 1297-1293 14 Breiðablik 16 6 10 1447-1499 12 Hamar 15 4 11 1405-1535 8 Skallagr. 15 2 13 1216-1370 4 Valur 16 2 14 1238-1486 4 Næstu leikir: Grindavík-Skallagr. . 3. feb., kl. 19.15 Keflavík-Hamar .... 3. feb., kl. 19.15 Njarðvík-lR.........3. feb., kl. 19.15 Tindastóll-Breiðabl. 13. feb., kl. 19.15 Snæfeil-Njarðvík . . 13. feb., kl. 19.15 Valur-Hamar........13. feb., kl. 19.15 Skailagrímur-KR . . 14. feb., kl. 19.15 Grindavík-Keflavík 14. feb., kl. 19.15 ÍR-Haukar..........14. feb., kl. 19.15 Hamar-ÍR ..........16. feb., kl. 19.15 KR-Grindavík .... 16. feb., kl. 19.15 Breiðabl.-Skallagr. . 16. feb., kl. 19.15 Haukar-Snæfell ... 17. feb., kl. 19.15 Keflavik-Valur .... 17. feb., kl. 19.15 Njarðvík-Tindastóil 17. feb., kl. 19.15 KR-Keflavík........20. feb., kl. 19.15 Tindastóll-Haukar . 20. feb., kl. 19.15 Snæfeil-Hamar ... 20. feb., kl. 19.15 Skallagr.-Njarðvík . 21. feb., kl. 19.15 Grindavík-Breiðabl. 21. feb., kl. 19.15 ÍR-Valur ..........21. feb., kl. 19.15 Stefnum á fjórða sætið „Valsaramir hafa verið að sækja í sig veðrið og við þurftum því að vera tilbúnir allt frá byrjun og það er óhætt að segja að sú hafi verið raunin. Allir leikmenn lögðu sig fullkomlega fram og það skilaði sér í mjög góðum sigri. Við stefnum á fjórða sæti deildarinnar og til þess að það takist verða menn að leggja sig jafn vel fram og hér í kvöld," sagði skyttan Halldór Krist- mannsson sem lék mjög vel i liði Hauka í gærkvöld. -SMS Mathis farinn Donte Mathis, sém leikið hefur með Skallagrími í janúar, hefur leikið sinn síðasta leik með félag- inu. Mathis bað um að vera leyst- ur undan samningi þar sem hann fékk tilboð frá liði í Slóveníu fyr- ir helgi sem hljóðar upp á mun hærri tölur en hann fær hér á landi. Mathis hélt af landi brott á laugardag og verða Skallagríms- menn því Kanalausir þegar þeir heimsækja Grindavík í kvöld. Mathis hafði leikið vel með Sköll- um þann stutta tíma sem hann dvaldi hér á landi og kemur sér þetta illa fyrir liðið sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Samkvæmt heimildum DV- Sports eru forráðamenn að skoða bróðir Damons Johnsons sem leikur með Keflavík. -Ben

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.