Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2003, Page 2
2
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003
M,
agasm
Jon Olafsson.
Þáttur hans. Af fingrum fram, nýtur gríöarlegra
vinsælda og vann til Edduverölauna: ..Tilgang-
urinn meö þáttunum hvaö mig varöar er aö
áhorfendur geri sér grein fyrir því hvað viömæl
endur mínir eru mikiö hæfileikafólk og hvaö
þeir hafa gert mikiö fyrir íslenska tónlist.
Þarna er maður aö tala viö mann og mér finnst
frábært ef svo einföld dagskrárgerö nær vin-
sældum. Nóg finnst mér bruöliö á köfium í fjöl-
miölum og ekkert koma út úr því."
Magasín-mynd GVA
Einn vinsælasti þátturinn á dagskrá RÚV um
þessar mundir er Af fingrum fram þar sem Jón
Olafsson ræbir vib tónlistarmenn um líf þeirra og
list. Jón er þekktur tónlistarmaður en starfabi um
tíma á fjölmiðlum og var um tvítugt þegar hann sá
um íþróttapoppþáttinn Léttir sprettir á Rás 2.
ég tregur til en svo hugsaði ég með mér að þetta væri nokkuð sem
ég kynni og þarna væri ég að tala við fólk sem ég þekkti. Við héld-
um í upphafí að það yrðu bara tónlistarmenn sem hefðu gaman af
þáttunum og gerðum okkur enga grein fyrir því að við myndum ná
breiðum áhorfendahópi. Þegar þessi vetur er liðinn verð ég búinn að
gera 35 þætti, þannig að þetta hefur aðeins undið upp á sig. Tilgang-
urinn með þáttunum hvað mig varðar er að áhorfendur geri sér
grein fyrir því hvað viðmælendur mínir eru mikið hæfdeikafólk og
hvað þeir hafa gert mikið fyrir íslenska tónlist. Þarna er maður að
tala við mann og mér frnnst frábært ef svo einfóld dagskrárgerð nær
vinsældum. Nóg finnst mér bruðlið á köflum í fjölmiðlum og ekkert
koma út úr því.“
Er einhver þáttur sem þér hefur þótt sérstaklega eftirminnilegur?
„Mér fannst gaman að fá Magnús Eiríksson á flug af því að hann
er annálaður rólyndismaður, jafnvel fremur feiminn. Eins fannst
mér mjög gaman að fá mann eins og Jóhann Helgason í sjónvarp, en
hann er annálaður fyrir að vera einsatkvæðismaður í tilsvörum. Það
er ögrun að tala við menn sem fólk segir að þýði ekkert að tala við.
Ég gerði þátt með Ómari Ragnarssyni og hef mjög mikið álit á hon-
um sem textagerðarmanni. Ómar er oft stimplaður sem ijölmiðla-
maður og það gleymist hvað hann er flinkur að yrkja. Mér fannst
gaman að rifia upp alla gömlu textana sem hann gerði fyrir Hljóma,
að ógleymdum öllum jóla- og barnalögunum sem flestir halda að hafi
bara alltaf verið til. Textagerð bítlaáranna finnst mér óskaplega
skemmtOeg, einlæg og unglingaleg. Mér finnst eins og fólk sé hætt
að þora að segja það sem það hugsar, eins og: Ég elska þig ástin mín
af því mér finnst þú svo falleg og góð. Það kemur bara einhver
steypa sem maður skilur ekki af því að menn eru svo tiifmningalega
bældir að þeir þora ekki að vera einlægir í textagerð.“
Þú fékkst Edduverölaunin fyrir þennan þátt. Skipti þaö þig ein-
hverju máli?
„í sjálfu sér ekki. Þegar maður eldist og þroskast finnst manni
svona nokkuð gaman rétt á meðan það er að gerast. Maður fer upp
á svið og tekur við styttunni og það er klappað fyrir manni. Auðvit-
að er það gaman. En daginn eftir er orðið hálf þreytandi að allir sem
hitta mann tala um verðlaunaveitinguna. Þegar ég fór að kynna mér
hvernig staðið er að valinu kom mér kannski minna á óvart að ég
skyldi hirða verðlaunin því ég kannaðist við Qölmargt fólk í þessari
svokölluðu kvikmyndaakademíu. Sjálfur kaus ég ekki en hafði víst
atkvæðisrétt. Það er gaman ef einhverjum finnst maður vera að gera
góða hluti. Hvort það er gert með skjali, símtali, tölvupósti eða verð-
launum finnst mér ekki skipta öllu máli. En mér fannst þetta mjög
kómískt allt saman og þetta undirstrikar það að Islendingar kunna
vel að meta íslenska tónlist. Ég held að það hafi alltaf verið þannig.
Þrátt fyrir að við heyrum mikið af ameriskri og breskri tónlist
stenda íslendingar alltaf með sínu fólki þegar á hólminn er komið.“
Erum að gera góða hluti
Hvernig flnnst þér staða íslenskrar dœgurtónlistar miöaö vió þaö
sem er að gerast erlendis?
„Mér hefur alltaf fundist við vera að gera góða hluti í tónlist. Þó
að það gangi nú betur erlendis en fyrir nokkrum árum þýðir það
Spakur maður
„Ég held að það hafi verið einn fyrsti vísirinn að galgopaútvarpi,“
segir Jón. „Ég var ungur og mér stóð frekar á sama um hvað fólki
fannst um mig og gerði alls konar gloríur. Mér fannst þetta fint i
ákveðinn tíma. Ég var á báðum áttum um hvort ég ætti að vinna við
fjölmiðla eða við tónlist. Mér fannst tónlistin ekki vera vænlegt lifi-
brauð en ég endaði samt þar. Ég hætti meövitað í fjölmiðlum til aö
einhver tæki mark á mér sem tónlistarmanni því það voru mjög
margir sem kynntust mér fyrst sem fjölmiðlamanni. Það tók mig
smátíma að gera fólki grein fyrir því að ég kunni líka að spila á pf-
anó.“
Vildi ekki verða konsertpíanisti
Margir tengja pianóleik fyrst og fremst vió klassíska tónlist.
„Ég tók sjöunda stig í klassískum píanóleik en var staðráðinn í
því að verða aldrei konsertpíanisti. í skólanum fannst mér álagið
alltof mikið. Sífelld próf og tónleikar og það var
alltaf verið að bíða eftir að manni mistækist. Þetta
er óskaplega skrýtinn heimur og ekki fyrir nema
/
Mnnncín
Maua&íti
** Simi 550-5000
Útgefandi: Útgáfufélagið DV ehf., Skaftahlíð 24.
Ábyrg&armenn: Óli Björn Kárason og Jónas
Haraldsson.
Umsjónarmaður: Stefán Kristjánsson.
sk@magasin.is
einhver ofurmenni að taka hann með stæl. Ég hafði heldur engan
áhuga á að verða píanókennari. Ég held að ég hafi litla þolinmæði í
það. Ég var fyrst og fremst í þessu námi fyrir sjálfan mig, bara til að
kynnast þessum píanóverkum öllum. Mér fmnst margt af þeirri tón-
list vera mjög skemmtilegt.
Hvaö finnst þér um skiptinguna í klassíska tónlist og popptónlist?
1 þeirri skiptingu er venjulega litið á popptónlist sem óœóri tónlist.
„Ég er að reyna að telja mér trú um að þetta viðhorf sé á undan-
haldi og að það séu bara eldri kynslóðir sem hugsi þannig. Ég held
að landamærin séu æ meir að hverfa. Popparar hafa verið að draga
klassíkina inn í sín verk í mörg ár. Björk hefur verið með strengja-
sveitir á sínum plötum og Bítlamir notfæröu sér klassíska tónlist
grimmt. Mest sóttu tónleikar hjá Sinfóníunni eru þegar hún fær
popphljómsveit til að spila með sér. Ég gef lítið fyrir aðgreiningu á
klassískri tónlist og popptónlist og því hvað sé gott og slæmt. Hvað
er skemmtilegt og hvað er leiðinlegt finnst mér miklu auðveldari
skilgreining."
Komu vinsœldir þáttanna Af fingrum fram þér á óvart?
Blaðamaður: Siguröur Bogi Sævarsson.
sigbogi@magasin.is
Auglýsingar: Katrín Theódórsdóttir - kata@dv.ls
og Inga Gísla - inga@dv.is
Prentun: Árvakur hf.
Upplag: 80.000 eintök.
Dreiftng: Póstdreifing ehf.
Dreift ókeypis á höfuöborgarsvæöinu, á Akureyri
og til áskrifenda DV úti á landi.
„Þær
komu mjög
á óvart. Jón
Egill Berg-
þórsson
fékk hug-
myndina að
þáttunum
sem áttu í
upphafi að
verða sex. í
fyrstu var
ekki endilega að það sé eitthvað meira að gerast hér heldur en þá.
Það má ekki gleyma því að það sem er að gerast núna hjá Sigur Rós
og fleirum er nokkuð sem kemur í kjölfarið á áralangri vinnu
margra annarra tónlistarmanna sem hafa rutt brautina.“
Popparar og tónlistarmenn hafa á sér þá ímynd aö lifa villtu líft.
Það á ekki vió um þig.
„Nei, ég er mjög spakur. Ég hef hvorki löngun né tíma til að
djamma. Ég er með fjölskyldu og er búinn að búa meö sömu konunni
í tuttugu ár. Einkalíf mitt er rólegt og huggulegt."
Hefurðu séó marga popparafara illa á villtu líferni?
„Ég á enga vini sem hafa verið í eiturlyflum eða öörum alvarleg-
um vandræðum. Ég hef hins vegar séð marga fara illa að ráði sínu.
Svo er fólk hins vegar misjafnt. Það eru ekki allir sem vilja eiga hús
og bíl. Sumum finnst gaman að vera mikið úti á lífinu en það er mis-
jafht hvemig menn höndla það.“
Hverjir eru þínir uppáhaldstónlistarmenn?
„Ég er ófrumlegur í þeim efnum. Ég er mikill Bítlamaður og af ís-
lenskum hljómsveitum er Spilverk þjóðanna sennilega mín uppá-
haldshljómsveit. Ég er mjög hrifinn af þeim hópi sem skipaði Þursa-
flokkinn, Spilverkið og Stuðmenn. Þetta var sú tónlist sem mér
fannst best þegar ég var unglingur og hún situr enn í mér. Svo nefni
ég Stevie Wonder."
Hyaó ertu svo að gera þessa dagana?
„Ég var að ljúka við að hjálpa Verslunarskólanum með nemenda-
mótið sitt og er í Sól og Mána í Borgarleikhúsinu, aðstoðaði reynd-
ar við uppsetningu á því verki. Svo er ég að fara að taka upp fleiri
þætti Af fingrum fram og er búinn að tala við Diddú, Þóri Baldurs-
son og Rúnar Júlíusson um að koma til min á næstunni og ég von-
ast til að fá Megas í þátt en hann hefur ekki enn gefið svar. Það er
nóg af verkefnum fram undan svo ég kvarta ekki.“ -KB