Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2003, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2003, Síða 13
+ 12 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 13 11 -jagasín I>V DV Uyíagasín Hjartaknúsarinn Egill Ólafsson fimmtugur um helgina: Löðrungar enda í faðmlögum „Tilfmningin að eldast er góð. í raun fmnst mér að leynt og Ijóst hafi ég beðið eftir að aldurinn færðist yfir. Annars er aldur helst spurning um hugarfar. Líkaminn eldist en okkar innri maður er hinn sami. Það er mikil- vægt að aldrinum fylgi viss sátt við sjálfið og að okkur líði þokkalega með öðru fólki,“ segir Egill Ólafsson söngvari, leikari og Stuðmaður. Á sunnudag um komandi helgi verður hann fimmtugur og ætlar af því tilefni að gera sér og sínum dagamun. Þó það nú væri! DV-Magasín settist niður með Agli í vikunni þar sem við ræddum um líf og list í margræðri merkingu þeirra orða. Erfitt en gefandi 1 reisulegu húsi við Grettisgötu búa Egill og Tinna Gunnlaugsdóttir, kona hans, ásamt dótt- urinni Ellen Erlu sem er fimmtán ára. Til dyra kemur Egill strokinn, reffilegur og jakkafata- klæddur - nýkominn frá jarðarfór þar sem hann var einsöngvari. „Söngur við jarðarfór er erfiður en gefandi," segir Egill. „Yfirleitt er hljómburður í kirkjum góður. Þeir sem sækja athöfnina koma með opnum og fallegum huga til að eiga sína síð- ustu stund með hinum látna. Kirkjugestir leggja vel við hlustir. Ég finn fyrir góðum anda í kirkju og jarðarfarir geta verið mínar bestu stundir í tónlist. Stundum gengmr mér þó ekki sem skyldi við þessi tilefni enda mennskur eins og allir aðrir. Þvi sýnir fólk lika skiln- ing.“ Að öllu leyti óþolandi í bollann skenkir Egill mér kaffi. Við sitjum i píanóherberginu. Ægifagrir stássmunir eru í hverju horni - og fjölskyldumyndir þekja heil- an vegg. Læsilegar bækur annan. Þetta er menningarheimili. En hér býr líka gamall íþróttamaður sem i æsku var býsna kappsamur. Ungur æfði Egill fótbolta með Fram og sló ekki af. Æviskeiðið segir hann að sumu leyti ekki ólíkt fótboltaleik - og þegar árin eru orðin fimmtíu sé síðari hálfleikur hafinn. „Keppinauturinn er maður sjáifur. í mínu starfi er mikilvægt að vera i góðu líkamlegu og andlegu formi og að jafnvægi sé þar á. Því hreyfi ég mig eins og kostur er og reyni að vera öllum vænn, án þess að leggjast lágt. Það jafnvægi vona ég að geri mér betur kleift að mæta árunum. Yfirleitt er ég jafnlyndur en get orðið reiður og að öllu leyti óþolandi. Tuðari með hlægilega fullkomnunaráráttu. En ég vona að mér takist með fjölgandi árum að vinna betur á þessu.“ Hégómi og gríntitlar Kunnara er en frá þurfi að segja að margir af karlpeningi þjóðarinnar mæta fjölgandi ár- um með örvæntingu - gripa til sérkennilegra ráða í vamarbaráttu. Stundum er í þessu sam- bandi talað um gráa fiðringinn sem raunar er nafnið á einni plötu Stuðmanna. Egill er sá maður sem hefur einna oftast verið valinn kynþokkafyllsti maður landsins. Sjarmatröll og hjartaknúsari. Okkar maður hlær þegar ég spyr hann hvort þessar nafnbæt- ur geti honum léttbærara að mæta árunum. „Þetta eru bara gríntitlar og ég hef aldrei tekið þetta alvarlega, þó það veki hégómatil- fimtingu um stund," segir Egill. „Fólk er í sviphendingu spurt svona spurninga og þá er nærtækast að nefna þá sem eru áberandi í fjöl- miðlum. Þetta hefur aldrei þvælst fyrir mér. Ég gæti allt eins hafa verið valinn leiðinleg- asti maður lýðveldisins. Það er eins með þann titil og kynþokkann, ég gæti ómögulega tekið slíkt inn á mig. En þetta fylgir því að vera þekktur og nauðsyn að viðhafa ákveðinn kulda gagnvart ýmsu þar að lútandi." Apaköttur í ísaksskóla Það var þann 9. febrúar á því herrans ári 1953 sem hjónunum Margréti Erlu Guðmunds- dóttur kaupkonu og Ólafi Egilssyni sjómanni fæddist sonur sem skírður var Egill. Þau bjuggu víða um borgina á írumbýlingsárum sínum og um hríð á Skipaskaga. „Fyrst man ég eftir mér þegar við bjuggum við Mánagötu í Norðurmýri. Var þá í Isaks- skóla. Þar var Isak Jónsson sjálfur skólastjóri; merkilegur karl með ýmsar nýjungar í skóla- starfi. Þama voru eftirminnilegir kennarar, eins og Herdís Egilsdóttir og Sigríður Soffia Sandholt, kennari minn. Hún lék með Leikfé- lagi Kópavogs. Var einhverju sinni að æfa Linu langsokk og kom þá með apakött í skól- ann. Það var eftirminnilegur skóladagur." þeirrar dularfullu sveitar haustið 1970. Siðan liðu nokkur ár uns Valgeir Guðjónsson sagði að einboðið væri að fá Egil og Sigurð Bjólu í sveitina. Það var þegar úti í London var tekin upp fyrsta plata Stuðmanna, Sumar á Sýr- landi. „í gegnum árin hefur verið skemmtilegt í Stuðmönnum; skapandi og gefandi. Það er ekki algengt að vinahópur haldist saman í nánu samstarfi svo áratugum skiptir. Fyrir það er ég þakklátur. Þótt við félagamir séum ekki alltaf sammála þá er þetta vinátta sem er okk- ur mikils virði og dýrrnæt," segir Egill. Hami segir vinabönd flestra í sveitinni ná aftur til menntaskólaára - í tilviki sínu og Þórðar Árnasonar aftur til þess tíma er þeir voru þriggja ára. Örsögur af fólki Egill hefur verið jafnvígur sem söngvari og leikari. Hlutverkin sem hann hefur túlkað í leiklist eru 52 talsins. Eru kvikmyndimar þá meðtaldar en fáir hafa leikið í jafnmörgum ís- mmmmtmmmmmmammmmamammmmmmaamma „í mínu starfi er mikilvægt að vera í góðu líkam- legu og andlegu formi og að jafnvægi sé þar á. Því hreyfi ég mig eins og kostur er og reyni að vera öllum vœnn, án þess að leggjast lágt. Það jafnvægi vona ég að geri mér betur kleift að mæta árunum. Yfirleitt er ég jafnlyndur en get orðið reiður og að öllu leyti óþolandi. Tuðari með hlægilega fullkomnunaráráttu." Egill segist annars telja að kennsluhættim- ir í ísaksskóla hafi að mörgu leyti orðið til að vekja með sér vitund um hvert stefna skyldi í lífinu. í skólanum hafi tónlist verið gert hátt undir höfði; sömuleiðis leiklist, framsögn og lestri. „Þetta átti vel við mig,“ segir Egill. Hann bætir við að á sínu æskuheimili hafi líka verið mikið sungið. Afi hans og móðir hafi verið miklir óperuunnendur og gjaman sett perlur þeirrar tónlistar á fóninn. Stillt á hæsta styrk. Állt þetta hafði áhrif á ungan svein. Glampar, Dótar og Spilverk Þegar kom á gagnfræðaskólaárin fór lista- maðurinn Egill að blómstra. Þá var hann í hljómsveitinni Glömpum sem gerðu lukku, meðal annars á dansæfingum í skólum. Einn af toppunum var að spila sem pásu- hljómsveit hjá Dátum. Ekki spillti fyrir að hitta átrúnaðargoðið, Rúnar Gunnarsson. Þetta var 1965, einmitt þegar Bítlarnir voru að sigra heiminn og breyta honum. Á áttunda áratugnum var Menntaskólinn við Hamrahlíð gróðrarstía mikilla þjóðfélags- breytinga. Ein birtingarmynd þess vom krakk- ar í skólanum sem saman léku sér með söng og hljóðfæraleik. Söngflokkur þeirra gekk undir ýmsum nöfnum. Hljómsveit Áma Vilhjálms- sonar var eitt nafnið en liðsmenn sveitarinnar voru Egill, Valgeir Guðjónsson, Sigurður Bjóla og Diddú. Seinna nefndu þau sig Spilverk þjóð- anna og náðu þjóðarhylli. Og ekki er hægt að gleyma Kór Hamrahlíðarskólans, undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur. Þar söng Egill og var hvattur þar til söngnáms. Vináttan mikils viröi Síðan komu Stuðmenn. Fyrst sá Egill til lenskum bíómyndum og Egill. Ekki er þó með- talið hér að Stuðmenn eru, auk þess að vera hljómsveit, kannski líka leikflokkur. Textar og lög sveitarinnar eru gjaman myndir úr mann- lífinu. Leikþættir. Örsögur af hvunndagsfólki. „Ég er forvitinn um náungann. Mér finnst til dæmis gaman að fara á kaffihús og stend mig oft að þvi að horfa á fólk. Velta fyrir mér ímynduðu lífi þess,“ segir Egill. Bætir við að syngjandi uppi á sviðum á böllum hafi hann oft gaman af því að horfa á fólkið úti i sal. „Stundum er ferlið langt og dramað mikið. Maður horfir á líkamstjáningu og þarf að geta í eyðurnar.“ lilgresiö vex hratt „Stundum sér maður löðrungana dynja en oftar en ekki eru þeir helst til þess fallnir að skerpa á kærleika. Gjaman endar þetta síðan í faðmlögum," segir Egill og getur ekki varist brosi þegar tal okkar berst á þessar brautir. „Gangvirkið i sambandi milli karls og konu er alveg eins og í dýraríkinu og hollt að fólk viti aö það tilheyrir því. Hins vegar er maðurinn grimmari en fjórfætlingamir eru nokkru sinni. Merkilegt að maðurinn ráðist á eigiö kyn. Það gerir engin skepna önnur." Sjálfur segist Egill hafa fengið hvolpavitið seint. „Afi minn sagði hins vegar að ég skyldi engar áhyggjur hafa því það væri illgresið sem yxi hratt. En þetta varð komplex og ekki laust við að minnimáttarkennd brytist út. Af þess- um sökum varð mér nauðsyn að vera uppi á sviði og hreykja mér hátt.“ Hallærislegir brandarar Hlutverk leikarans og popparans segir Egill ólíkt - þótt því svipi saman líka. „Það er oft ansi töff að standa vaktina á dansleikjum fram undir morgun fyrir framan fullan sal af fólki. En maður þarf að halda fólki við efnið - rétt eins og í leiklistinni. Nema hvað þar stendur maður uppi á sviði í myrkvuðum sal þar sem allir þegja, einbeita sér og hlusta." í gegnum árin hafa Stuðmenn stundum kall- að sig hljómsveit allra landsmanna - enda not- ið vinsælda allra aldurshópa. „Ef hlutunum er haldið að nógu lengi fara þeir að síast inn í vitund fólks,“ segir Egill. „Stuðmenn hafa nú starfað uppstyttulítið frá 1982, þegar við gerðum Með allt á hreinu. Vin- átta milli manna hefur mikið að segja í sam- starfinu; þessi góða kemía. Síðan höfum við verið með frábæra lagahöfunda, eins og Val- geir, Jakob, Þórð og Ragnhildi. Við getum ver- ið stolt af ýmsu því sem við höfum gert. Ann- ars held ég að Með allt á hreinu hafi fleytt okk- ur langt. Lögin urðu vinsæl og myndin - og þessir hallærislegu brandarar urðu fleygir." Harmóníkan hápunktur Hinn fimmtugi Egill Ólafsson er með mörg járn í eldinum. 1 janúar sl. tók hann ásamt Oli- vier Manoury bandoneonleikara og Le Grand Tango þátt í tangótónleikum í Salnum í Kópa- vogi, auk þess sem hann gerði texta við lögin. Hópurinn hljóðritaði efnið á tveimur dögum. Afurðin er væntanleg með haustinu. Af öðr- um verkefnum má meðal annars nefna grunn- skólaheimsóknir Egils og finnska harmoníku- leikarns Tatu Kantomaa sem heflast í næstu viku. Þær eru undir merkjum verkefnisins Tónlist fyrir aOa. íslenska dægurlagið heitir dagskráin. Þar er snöggsoðið farið yfir ís- lenska tónlistarsögu fram til okkar daga - al- veg írá því tónlistarfræðsla hófst á íslandi ár- ið 1110 á Hólum í Hjaltadal, fyrir tilstilli Jóns biskups Ögmundarsonar. „Hápunkturinn í þessari sögu er þegar harmoníkan kom hingað tfl lands 1850. Svona rekjum við söguna fram tfl dagsins í dag og nemendur varða leiðina með innskotum úr mannkynssögunni víðri og breiðri," segir Eg- 01. Þá er hann á leið tO Noregs að vinna þar fyrir Rigskonserterne, að þessu sinni tónleika- hald fyrir skólabörn á Óslóarsvæðinu. Horn til a& ná sér í so&ið Sköpunargleðin er aðafl EgOs Óiafssonar. „Það er náttúra í mér að hafa gaman af því að skapa. Sjá verða tfl hluti sem síðan Iffa sjáff- stæðu lffi. Segja má að ég fáist viö margt í þeim efnum en fyrst og siðast get ég verið lunkinn við litla melódíu en er fráleitt besti malestripper in town,“ segir Egfll sem utan listarinnar braflar sitthvað skemmtflegt ann- að. í gluggakistunni í herberginu, þar sem við sitjum, er prófskírteini sem hann fékk nýlega, en það gefur honum þrjátíu tonna skipstjórn- arréttindi. Þetta er pungaprófið svonefnda sem hann fékk eftir námskeið í Stýrimannaskólan- um í haust. „Ætlunin er að fara utan tO Sví- þjóðar næsta sumar og sigla þar um sænsku vötnin, Það var megintOgangurinn með því að ná mér í þessi réttindi," segir EgOl. „Annars væri gaman að eignast trOlu þegar maður fer að hafa meiri tíma fyrir sig sjálfan. Eiga hom tfl leika sér á og fara út á Faxaflóabugt tfl að ná sér í soðið. Það er rómantískur draumur. Mér líður vel úti á sjó og þar færist ró yfir mig. Rétt eins og ég finn að gerist í mínu eigin lifi með árunum fimmtíu." -sbs Gáfulegur meö hönd undir kinn Egill árift iqto - ■““sssrisKspœ. geir meö lyklakippu í hendi. £ sem kom ut fyrir fáum árum. J +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.