Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2003, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2003, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 M agasm Bíómolar hann komst strax að í annarri mynd, Baby Blue Marine sem á sér stað í síðari heimsstyrjöldinni og var ágætlega tekið. Sífellt stærri hlutverk komu í kjölfarið, til að mynda andspænis Diane Keaton í Looking For Mr. Goodbar, Americ- an Gigolo, An Officer and a Gentleman og fleiri. Strax í upphafi 9. áratugarins var hann búinn að festa sig í sessi sem eitt mesta kyn- tákn Hollywood, heiður sem hann er vissulega aðnjótandi enn í dag. Þrátt fyrir að allir vissu hver Ric- hard Gere væri var það ekki fyrr en 1990 sem fyrsti almennilegi risasmellurinn kom. Það var vitan- lega Pretty Woman þar sem hann lék á móti þá ungri og óreyndri leikkonu að nafni Julia Roberts. Eft- ir það hefur hann átt nokkrar góðar myndir, sumar síðri, en sú nýjasta, Chicago, verður að teljast stærsta skrautfjöðrin í hatti hans í fjölda- mörg ár. Eins og fyrr segir á hún von á ófáum óskarstilnefningum og gæti hann jafnvel gert tilkail til til- nefningar fyrir bestan leik í aðal- hlutverki. Ásamt því að sinna kvikmynda- leik er Richard búddatrúar og mjög virkur í því starfi. Hann hefur starf- rækt góðgerðarsamtök í fjöldamörg ár sem leggja höfuðáherslu á að vekja máls á því sem snýr að Tíbet og Dalaí Lama, trúarleiðtoga Tibeta sem hefur verið í útlegð frá því að Kínverjar hertóku landið. Hann var um tíma giftur Cindy Crawford en er nú giftur leikkonu að nafni Car- ey Lowell (sem sumir gætu kannast við úr sjónvarpsþáttunum Law & Order og sem bondgellan Pam Bou- vier úr Licence To Kill) og eiga þau saman einn son. -esá Dómar LOTR: The Two Towers +**i „The Two Towers stendur ekki aó baki fyrsta hlutanum hvað varöar mikilfengleik. “ -HK Catch Me If You Can „Pottþétt skemmtunfrá leikstjóra sem hefur fullkomið vald yfir miðli sínum og þekkir meðalveginn betur en flestir aðrir. “ -HK 8 Mile **i „Eminem og leikstjórinn Curtis Han- son sjá til þess aö allt er gert af mik- illi fagmennsku" -HK Spy Kids 2 **i „Söguþráðurinn er ekki alveg eins skemmtilegur og síðast en myndin er bœði þétt og hröð. “ -SG The Banger Sisters *★ „Algerlega fyrirsjáanlega mynd þar sem klisjunum er snyrtilega raðað upp hverri áfœtur annarri meö klistursœt- um endi. “ -SG Irreversable **★ „Mjög áhugaverð kvikmynd og enda- laust hœgt að kafa ofan í hana." -HK Half Past Dead „Segja má að Seagal sé í myndinni að gera það eina sem hann kann al- mennilega og það er aó slást. “ -HK Væntanlegt 7. febrúar Chicago ........Richard Gere o. fl. Femme Fatale . . . Antonio Banderas Star Trek: Nemesis . Patrick Stewart Thunderpants .............Ýmsir Enn ein skraut Sjö tilnefningar til Hringsins Kvikmynda- tímaritið Empire hefur nú birt til- nefningalista sinn. Tveggja tuma tal Hringadrótt- inssögimnar fékk flestar tilnefningar, sjö talsins, þeirra á meðal sem besta mynd og fyrir besta leik- stjórann. Minority Report fékk sex tilnefningar og Die Another Day, Spider-Man og Bend It Like Beckham voru einnig með- al þeirra efstu á listanum. Til- nefndir sem bestu karlleikarar voru Tom Cruise, Tom Hanks, Viggo Mortensen, Mike Myers og Colin Farrel. Jennifer Conn- elly, Kirsten Dunst, Halle Berry, Miranda Otto og Hilary Swank voru tilnefndar sem bestu leikkonurnar. Kevin Spacey á fjalirnar Leikarinn I Kevin Spacey mun senn taka að sér starf listræns um- sjónarmanns hins sögufræga Old Vic leik- húss í London, 1 sem er reyndar í slæmu ásigkomulagi. Talið er að nokkrar milljónir punda þurfí til að koma húsinu og starfsem- inni í gott lag og er koma Spacey talin hjálpa til þar. Hann hefur stofnað sjóð til að styðja viö bak- ið á leikhúsinu og mun sjálfsagt reyna að fá fræga leikaravini sina frá Bandaríkjunum til að koma og taka þátt I uppfærslum þess. Old Vic leikhúsið er 180 ára og hafa margir af þekktustu leik- urum Bretlands starfað þar. Þreytt ó Óskarnum Meryl Streep er orðin dauð- þreytt á Óskarsverðlaunahátíð- inni, að eigin sögn, en hún hefur þegar unnið þar tvær styttur til eignar. Hún þykir einnig vera likleg í ár, bæði fyrir hlutverk sitt í The Hours og Adaptation. En hún segist ekki ætla að gefa sinn dýrmæta tíma í hið mjög svo pólitíska kapphlaup um til- nefningar og verðlaun. „Mér fmnst það háalvarlegt að sú bar- átta sem þarf til að vinna sér inn Óskarsstyttu líkist mjög póli- tisku framboði. Sá hluti brans- ans er eins og veðreiöar en hinn hlutinn er leiklist og þar liggur áhugi minn,“ segir Streep. Fraser í vísindatrylli Leikarinn Brendan Fraser er í viðræðum um að taka að sér hlutverk í vis- indatrylli að nafni lOth Victim, eða Tíunda fórn- arlambið. Myndin mun vera endur- gerð ítalskrar myndar frá árin 1965 að nafni La Decima Vittima, sem var leikstýrt af Dominic Sena. Hún gerist i framtíðinni þar sem leigumorð eru orðin að íþrótt en í upphaflegu myndinni léku þau Marcello Mastroianni og Ursula Andress. Áætlað er að tökur hefjist í júní næstkom- andi. Richard Gere er án efa einn af allra þekktustu leikurum Banda- ríkjanna. Hann hefur verið að í kvikmyndunum í tæp 30 ár og þó svo að myndunum hans gangi stundum ef til vill ekkert cdlt of vel, stendur hann ávallt teinréttur eftir og þiggur hrós fyrir frammistöðu sína í annars slappri mynd. Hann þykir einn af mestu kynþokkaver- um Hollywood og spUlir það sjálf- sagt ekki. Myndin sem er frumsýnd um helgina heitir Chicago og er dans- og söngleikjamynd, byggð á sam- nefndu leikriti og söngleik sem hef- ur gert það gott á leikhúsfjölum heimsins undanfarna áratugi. Með- leikarar Gere eru ekki af verri tog- anum, meðal annarra Catherine Zeta-Jones og Renée Zellweger, en myndin þykir ein af „Óskarsmynd- um“ ársins og á sjálfsagt eftir að sópa að sér tilnefningum. Hún stóð uppi sem sigurvegari á nýafstaðinni Golden Globe-hátíð og hirti 3 verð- laun. Richard Tiffany Gere Það kann ef til vill að koma mönnum í opna skjöldu að milli- nafn þessa annars mikla karlmanns er Tiffany, en það var ættamafn móður hans áður en hún gifti sig. Hann er næstelstur af 5 systkinum en hann á 3 systur og 1 bróður. Fjöl- skyldulífið var nokkuö gott, hann ólst upp á búgarði rétt utan við Syracuse i New York-fylki þar sem foreldrar hans ráku búið ásamt því að faðir hans seldi tryggingar. Fjöl- skyldan var tónelsk og lærði Ric- hard ungur að árum að spila á pí- anó, trompet og gítar, auk þess að vera skáti og æfa flmleika. Gere hef- ur síöar lýst því að margt sé sameig- inlegt með leiklist og fimleikum, Renée Zellweger og Rlchard Gere í hlutverkum sínum í Chicago. hvort tveggja krefjist mikils aga og æfmga og því hafi það ekki veriö slæmur undirbúningur að æfa þessa íþrótt. Hann tók það að sér á sínum miðskólaárum að semja lög fyrir söngleiki sem leikfélag skólans setti upp, auk þess að spila á trompet I brúðkaups- og fermingar- veislum. Eftir útskrift árið 1967 hélt Ric- hard í háskólanám i University of Massachusetts þar sem hann nam heimspeki sem aðalfag. Það entist þó ekki mjög lengi og eftir tveggja ára veru þar ákvað hann að gefa námið upp á bátinn til að gera það sem hann hafði lengi dreymt um - að reyna fyrir sér i leiklist. Skammlíf hljómsveit Sem betur fer fyrir hann tókst það nokkuð vel og var hann ekki lengi að finna sér vinnu i leikhúsi. Hans fyrsta starf var í eitt sumar i leikhúsi í Province á Cape Cod á austurströndinni og um haustið hélt hann þvert yfir landið, til San Francisco þar sem hann kom fram og samdi tónlist fyrir leikhús þar í borg. Árið 1970 var hann orðinn leiður á leikhúslífínu og reyndi að koma saman hljómsveit i Vermont- fylki þar sem hann lék á hljómborð og gítar. Það féll þó um sjálft sig innan skamms tíma þar sem „það var erfiðara að láta sér lynda við tónlistarmenn en leikara". Þá var flutt til New York, og eins og hendi væri veifað var hann kom- inn með aðalhlutverkið í söngleik á Broadway. Það gekk þó ekkert frá- bærlega vel og var reyndar sýning- um hætt eftir frumsýninguna. Árið 1971 hélt hann til London þar sem hann dvaldist næstu tvö árin við hin ýmsu leikhússtörf við góðan orðstír. Meðal þeirra hlutverka sem hann tókst á við var sem töffarinn Danny Zuko í Grease og átti hann eftir að endurtaka þann leik er hann sneri aftur til New York. Hellti sér í kvikmyndirnar Árið 1975 var hann svo búinn að fá nóg af leikhúslífmu og ákvað að snúa sér að kvikmyndum. Hann sagði síðar að honum hefði þótt kvikmyndir taka við af leikhúsinu sem besti miðill leikverka og því eðlileg þróun að snúa sér sjálfur að honum. Eins og fyrri daginn tók það ekki sérstaklega langan tíma að koma sér að í hinni stóru Hollywod. Hann fékk hlutverk í mynd að nafni Report to the Commissioner og þó að hún hlyti ekki neitt sérstakar viðtökur gagnrýnenda þótti hann svo sannfærandi í hlutverki sínu að Richard Gere leikur eitt aðalhlutverkið í söngleiknum Chicago: í hattinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.