Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2003, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2003, Page 22
22 I>V FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 M agasm wmm Veiðiþáttur í DV-Magasíni: Um sjónrennsli og veiða og sleppa í síðasta pistli mínum leitaði ég svara viö ýmsum spumingum varð- andi silungsveiöi. t silungsveiðinni er líklega fleiri spurningum ósvarað en í laxveiðinni. Likast tii er þar komin skýringin á því hvers vegna mörgum frnnst meira gaman og erf- iðara að veiða silung en lax. í laxveiði hefur fjöldi veiðimanna stundað þá veiöiaðferð að sjónrenna fýrir lax. Þá sjá menn laxinn og renna maðki sínum að lokum upp í fiskinn. Pirra hann fyrst með því að dingla maðkinum fyrir framan nef- ið á honum þar til hann lætur til leiðast. Þá annaðhvort ræðst hann á maðkinn eða veiðimaðurinn lætur maðkinn síga upp i fiskinn þegar hann opnar munninn. Síðan er kippt í og fiskurinn er fastur á. Og bestum árangri ná þeir veiðimenn sem era með lengstu stangimar. Hér gildir það frekar að sjá vel en að vera flinkur veiðimaður. Menn sem beita þessari aðferð geta veitt mjög marga fiska og er oftar en ekki hampaö í kjölfarið sem miklum hetjum. Mörgum kann að finnast þetta í lagi en ekki mér. Ég er ekki frá því aö nú síðustu árin hafi sjónrennslið minnkað meðal veiðimanna. Menn eru líkast til farnir aö sjá að þetta er ekki merkileg aðferð og víst er að hún er ekki lengur í tísku hafi hún ein- hvern tímann verið það. Mest var sjónrennslið líklega stundað á átt- unda og níunda áratugnum þegar ákveðinn hópur veiðimanna keppt- ist við að veiða sem flesta fiska og komast með aflatölur sínar í blöðin í kjölfarið. Og ef þeir sáu fram á að þeir ættu ekki möguleika á því að verða aflakóngar í veiðitúrum létu þeir sig gjaman hverfa í bæinn fyr- ir lok veiðitímans. Ég held að þessi hópur veiðimanna hafi þynnst veru- lega siðustu árin og er það vel að mínu mati. í silungsveiðinni þekkist ekki sjónrennsli. Koma þar til margar ástæður. Kappið er minna en í lax- veiðinni og bleikjan er að mínu mati töluvert erfiðari fiskur að veiða en laxinn. Oftar en ekki stygg- ari fiskur og mun erfiðara að kom- ast í návígi við bleikjuna en laxinn í ánum sem er grundvallaratriði fyrir sjónrennslisveiðum. Þá held ég að mun fleiri bleikjuveiðimenn noti flugu en maðk. Þeir vita af hverju Veiöimaður þrífur laxlnn - væntanlega eftir skemmtilega baráttu. sem reynt hafa. Ég hef talað um að erfitt geti reynst að fá bleikju til að taka flugu. Stundum gengur dæmið upp en stundum alls ekki. Það er hins veg- ar með auðveldari hlutum í veið- inni að fá bleikju til að taka maðk. Vitað er að bleikjan er í leit að æti í ánum en laxinn ekki. Því tekur bleikjan maðkinn eins og þorskur. Sem betur fer fyrir okkur flugu- veiðimenn eru þeir í miklum minni- hluta sem veiða bleikju á maðk. Það gera einkum þeir veiðimenn sem em í veiði til að afla sér og sínum matar. Vissulega ber að virða þau sjónarmið. Þeir sem nota fluguna em oftar en ekki þeir veiðimenn sem eru að þessu ánægjunnár vegna fyrst og fremst. Hafa gaman af að gera tilraunir og hirða síðan eina og eina bleikju á pönnuna eða grillið. Eitt af því sem gerir veiði- mennskuna skemmtilega er hve menn hafa margar og misjafnar skoðanir á flestum hlutum. Það sem einum finnst eðlilegt og sjálfsagt finnst næsta manni ófært. Mér kem- ur ekki tU hugar eina stund að menn séu alfarið sammála þeim skoðunum mínum sem fram koma í þessum pistlum. Einhverjir kunna að vera sama sinnis en margir ósammála flestu og ég virði þeirra skoðanir. Mikið hefur verið rætt um það að veiða og sleppa. Skiptast veiðimenn nú fyrst í fylkingar þegar þetta mál ber á góma. I mörgum ám hefur maðkaveiði verið aflögð. Því fagna ég en margir em ósáttir við þá ákvörðun. Vissulega getur það átt rétt á sér að skipa veiðimönnum að sleppa öUum veiddum fiski. Þá er grundvaUaratriði að banna maðka- veiði og leyfa aðeins fluguveiði á einkrækjur þar sem búið er að klippa af agnhaldið. Sé þessa ekki gætt getur það verið í meira lagi vafasamt að sleppa fiski og slíkt er aldrei hægt að gera ef maðkur er leyfilegt agn. í mínum huga er eitt tUtekið at- riði sem mælir einna helst gegn því að veiöimönnum sé skipað að sleppa öUum fiski. Það er mín skoð- un að þá fari fyrst úr böndum aUt eftirlit meö veiddum fiski og ekkert verði að marka veiðibækur. Því miður þekki ég dæmi um óheiðar- lega veiðimenn. Þeim mun reynast auðvelt að slá fram faUegum aflatöl- um þegar ekki þarf lengur að sýna fiskana tU staðfestingar veiðinni. Það má vera að hægt sé að koma á einhverju eftirlitskerfi sem dugar í þessum efnum en ég kem ekki auga á það 1 fljótu bragði. Gaman væri að heyra í veiðimönnum varð- andi þetta atriði. sk@magasin.is tfxnner^ Frá miðjum jan. fram til 22. febrúar. á föstudags- og laugardagskvöldum Kvöldstund í Perlunni er öðruvísi. Þar snýst þjónustan um þig meðan þú snýst um borgina. Dinner and Dancing í Perlunni ertilvalið fyrir árshátíðir smærri fyrirtækja þar sem maturinn og þjónustan er aðalatriðið. Til að fullkomna kvöldið er svo tilvalið að fá sér snúning á dansgólfinu við Ijúfan söng og undirleik. 4ra rétta matseðill á P E R L A N Gott úrvol of hnýtingorefni Hnýtingarkrólcar Þríkrækjur Gull 530 kr. 10 stk. Silfur 470 kr. 10 stk. Svart 470 kr. 10 stk. Tvíkrækjur Gull 390 kr. 10 stk. Silfur 370 kr. 10 stk. Svart 370 kr. 10 stk. ALLT FYRIR VEIÐIMANNINN Mörkin 6-108 Reykjavík • Sími (354) 568 7090 • Fax (354) 588 8122 Simi: 562 0200 • perlan.is HANDBÓKIN sjávarfréttir 2002/2003 Hafsjór af fróðleik Skrá yfir öll fiskiskip ásamt heimilisföngum og símanúmerum útgerðanna Kvótaskrá Þjónustuskrá Afli og aflaverðmæti fíétbr Tilboð 25% afsláttur aðeins 2980 kr. Framtíðarsýn • Skaftahlíð 24 • Sími: 511-6622 • Fax: 511-6692 6U\9*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.