Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2003, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2003, Page 2
18 MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 Sport DV Mánudagurinn 10. febrúar 2003 Efni DV- Sports í dag 0 0 0 © © Utan vallar, fréttir Viötal við Sören Hermansen hjá Þrótti Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum Essodeild karla Essodeild karla Essodeild karla Essodeild karla Essodeild kvenna Essodeild kvenna Bikarúrslit í körfuknattleik Bikarúrslit í körfuknattleik Bikarúrslit í körfuknattleik © © © © 0 © Enska knattspyrnan © Enska knattspyrnan Enska knattspyrnan © Evrópuknattspyrnan © Formannaspjall 0 Hestar © Fimleikar unglinga © Fimleikar unglinga h Fréttasíöa 57. ársþing KSI var haldið um helgina á Hótel Loftleiðum: Hugur í mönnum - segir Eggert Magnússon formaður Knattspyrnusamband íslands Ársþing Knattspymusambands íslands, það 57. í röðinni, fór fram í Reykjavík á laugardaginn. Engin breyting varð á aðalstjóm sam- bandsins en Kjartan Daníelsson var kjörinn í varastjóm í stað Einars Friðþjófssonar. Góð afkoma var af starfsemi KSÍ á síðasta ári og skilaöi sambandið rúmum 38 milljónum króna i hagnað. Þingið stóð yfir í einn dag í stað tveggja áður og sagði Eggert Magn- ússon, formaður KSÍ, að það spar- aði tima og fjármuni. Þingið hefði tekist í alla staði mjög vel og marg- Beinnsími: ............... 550 5880 Ljósmyndir: .............. 550 5845 Fax:........................... 550 5020 Netfang:............dvsport@dv.is Fastir starfsmenn: Henry Birgir Gunnarsson (hemy@dv.is) Jón Krisbán Sigurösson (jksxport@dv.is) Óskar O. Jónsson (ooj.sport@dv.is) Óskar Hrafii Þorvaldsson (oskar@dv.is) Pjetur Sigurösson (pjetur@dv.is) ir hefðu tekið þátt í umræðum og menn hefðu ýmsar skoðanir á mál- um. Eggert sagði að á þingiun ættu fulltrúar að koma sínum skoðunum á framfæri en það væri einmitt rétti vettvangurinn til þess. - Hvaó bar hœst á þinginu aó þessu sinni? „Það er af ýmsu að taka en ákveðið var þó að hafa bikarkeppn- ina í óbreyttri mynd en umræður hafa verið um hvort ætti að fara í sama formið og var áður og Síma- deildarliðin kæmu inn í 16-liða úr- slit. Það sýndi sig á þinginu að menn vilja hafa þetta óbreytt og er það besta mál og nú veit stjómin eftir hverju hún á að vinna. í ann- an stað er leyfiskerfið mjög stórt mál og hefur tekið mikinn tíma sl. ár og mun áfram gera það. I því til- viki er KSÍ að leggja 20 milljónir króna til hliðar sem notað verður til styrktar félögum í Símadeildinni varöandi mannvirkjagerðar. Við hugsum það þannig að það séu um 5 milljónir sem hvert félag i Símadeildinni getur fengið á næstu árum. Með þessu eru við með ákveðið fordæmi, aö við eigum ekki bar að gera kröfur til bæjar- og sveitarfélaga heldur leggjum við eitthvað af mörkum sjálfir í þeim efnum. Þó er þetta frumkvæði okk- ar skilyrt því að viðkomandi bæjar- yfirvöld komi með mun hærri upp- hæð á móti. Þetta er mikið fram- faraskref fyrir islenska knatt- spymu að fara inn í leyfiskerfið á allan hátt og það er líka kominn tími tU að við sinnum þeim sem skipta okkur verulegu máli. Þar á ég við þá sem hafa áhuga á ís- lenskri knattspymu og það séu boð- legar aðstæður fyrir þá á knatt- spymuvöllunum. Mannvirki fyrir áhorfendur hafa setið á hakanum í mörg ár,“ sagði Eggert. - Þió hljótió aö vera ánœgöir meö stöðu sambandins sem hefur aldrei hefur verió betri? „Hún er sterk eins og hún á að vera og hefur aldrei verið sterkari fjárhagslega. Við getum sagt að hún sé á því róli sem við höfum stefnt að og það er gott að vera með vara- sjóði sem nema aUt að háifri veltu sambandsins. Það er brýnt að vita af honum þegar Ula árar og eins þegar upp kemur að landsliðin eiga möguleika á að komast inn á stórmót sem kost- ar peninga. Annars er hugur í mönnum og litið er björtum augum tU framtíðarinnar,“ sagði Eggert Magnússon. -JKS Reykjavíkurmótið í knattspyrnu A-riðill Úrslit Þróttur-KR .... 1-1 ívar Sigurjónsson - Sigurvin Ólafs- son. Valur-Léttir .... 9-2 Hálfdán Gíslason 5, Jóhann MöUer 2, Sigurbjöm Hreiðarsson, Geir Brynj- ólfsson - Óskar Þór Ingólfsson 2. Staðan Valur 4 3 10 14-4 10 Þróttur 4 2 11 15-4 7 KR 4 13 0 13-5 6 Leiknir 4 112 9-14 4 Léttir 3 0 0 3 2-19 0 B-riðill Úrslit Fylkir-Fram Ólafur Páll Snorrason, víti. Vikingur-Fjölnir Daníel Hjaltason 3, Einar Guðnason. Staðan Fram 4 3 0 1 10-4 9 Fylkir 4 2 2 0 11-3 8 Vikingur 4 2 11 11-5 7 IR 4 112 7-13 4 Fjölnir 4 0 0 4 4-18 0 í undanúrslitum mætast annars veg- ar Valur og Fylkir og hins vegar Þróttur og Fram. -ósk HM í alpagreinum: Dagný Linda í 32. sæti Dagný Linda Kristjánsdóttir, skíðakona frá Akureyri, hafn- aði í 32. sæti í bruni á heims- meistaramótinu í alpagreinum sem fram fór í St. Moritz í Sviss í gær. Dagný Linda fór brautina á 1:37,74 mínút- um en alls luku 36 keppendur keppni af þeim 38 sem skráðir voru til leiks. Sigurvegari brunsins var Melaine Turgeon frá Kanada en hún fór brautina á 1:34,30 mínútum. Jafnar í 2.-3. sæti urðu þær Alexandra Meissitz- er frá Austurríki og Corinne Rey-Bellet frá Sviss. Þær stöllur fóru brautina á 1:34,41 mínútum. -JKS Utan vallar Eiður Smári Guðjohnsen er gædd- ur mikilli náðargáfu. Þegar mest á mæðir utan vallar spilar hann eins og engill innan vallar. Hann hefúr skorað fimm mörk í síðustu sex leikj- um með Chelsea í ensku úrvalsdeild- inni og þegar mið er tekið af því sem gengið hefur á lífi hans á þessu tíma- bili er ekki hægt annað en að taka hattinn ofan fyrir honum. Margur maðurinn hefði lagt árar í bát eftir að hafa lent í viðjum spiiafíknar og síðan þeirra alvarlegu ásakana sem á hann dundu fyrir skömmu, ásakana sem síðan hafa blessunarlega verið dregnar til baka. Eiöur Smári lét þetta þó ekki trufla sig, skoraði stór- kostlegt mark gegn Leeds með bak- fallsspyrnu og um helgina skoraði hann eitt mark og lagöi upp annað. Það er erfitt að vera að frægur og rík- ur og þótt Eiður Smári virðist kannski vera í örlitlum vandræöum með að fóta sig utan vailar verður honum sjaldnast fótaskortur innan vallar. Ætla að nota tækifæriö og óska bikarmeisturum í körfuknattleik, karlaliöi Keflavíkur og kvennaliði ÍS, til hamingju með sína titla. Úrshtaleikurinn í kvennaflokki var eins og besti reyfari, htla liðið ÍS vann upp mikið forskot Keflavíkur og stóð síðan. uppi sem sigurvegari. Úrslitaleikurinn í karlaflokki var hins vegar bara grín, leikur kattar- ins að músinni og það lá við að mað- ur vorkenndi blessuðum leikmönn- uunm í Snæfelh því að þeir voru ein- faldlega komnir í verkefni sem þeir réðu ekkert við. Sem er kannski ekki skrýtið því lið Keflavíkur er með ólíkindum sterkt og sýndi að ef leik- menn halda hausnum í lagi og telja sig ekki vera yfir það hafna að taka á í leikjum þá á ekkert lið að geta stöðvað þá. Verð að lýsa yfir furðu minni með hléið á milii úrslitaleikjanna. Það má vel vera að það hafi verið rífandi stemning í Fjölskyldugarðinum en RÚV hefði átt að sjá sóma sinn í því að sleppa þýsku knattspymunni í eitt skipti og leyfa leikjunum að haldast í hendur. Þetta fyrirkomulag var ekki til að bæta stemninguna í Höllinni og mér fannst hún nú reyndar frekar slök á karlaleiknum. Sem dæmi um það þá heyrðist eitt veiiii og eitt júhú þegar Guðjón Skúlason, fyrirliöi Óskar Hrafn Þorvaldsson íþróttafréttamaöur é DV-Sporti Keflvíkinga, tók við bikamum, í stað- inn fyrir að rífandi fagnaðarlæti myndu tæta þakið af Laugardalshöll eins og venjan er á viðburðum sem þessum. Forystumenn körfuknatt- leiksmála hljóta að geta barið í borð- ið því að þetta fyrirkomulag er körfu- boltanum ekki til framdráttar. Egilshöllin og Fífan em bylting fyrir knattspymu- og frjálsíþróttafólk á höfuðborgarsvæðinu. Verð þó að lýsa yfir vonbrigðum mínum með að- stöðu fyrir áhorfendur í Egilshöll. Þaö er búið að setja net frá þaki til gólfs fyrir framan áhorfendastæðin sem kemur í veg fyrir að boltar fara ekki upp á svalir. Gallinn er hins vegar sá að áhorfendur þurfa að rýna í gegnum netið og sjá htið sem ekki neitt. Þetta net þjónar sínum tilgangi á meðan félögin era á æfingum en sniðugt væri og til mikiila bóta ef for- svarsmenn Egilshahar myndu búa svo um hnútana að hægt væri að draga upp netið þegar leikir í mótum fara fram í húsinu, leikir sem fólk borgar sig ixm á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.