Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2003, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2003, Page 5
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 21 Sport Meistaramótið haldið á sama stað í fyrsta sinn: Breytir mjög miklu - segir móts- stjóri Meistaramótið um helgina var í fyrsta sinn í sögunni haldið á eina og sama staðnum. Magnús Jakobsson mótsstjóri segir það breyta gríðarlega miklu, bæði fyr- ir starfsmenn og sérstaklega keppendur. „Það hefur alltaf tíðkast að hafa þetta í tveimur húsum, Baldurshaga og einhverju öðru íþróttahúsi, oftast Laugar- dalshöUinni. Þá þurftu keppendur að hita upp tvisvar, einu sinni á hvorum stað. Núna erum við með aUt í gangi í einu: Keppni í stang- arstökki, kúluvarpi, langstökki og Magnús Jakobsson spretthlaupi var á sama tíma og greinarnar ganga meira en helm- ingi hraðar fyrir sig. AUir kepp- endur eru mjög ánægðir með þessa breytingu og þetta skUar sér klárlega í betri árangri í ein- stökum greinum," segir Magnús. -vig Jón Arnar Magnússon á fleygiferð í langstökkinu. Jón Arnar tók þátt í sex greinum á meistaramótinu og sigraði í fimm þeirra. DV-mynd Teitur Fjölmörg frjálsíþróttamót verða haldin á næstunni: Ég er mjög bjartsýnn - segir Guðmundur Karlsson landsliðsþjálfari, um framhaldið Guðmundur Karlsson landsliðs- þjáUari var að sjálfsögðu staddur i Fífunni um helgina að fylgjast með sínu fólki. Hann kvaðst mjög sáttur með árangurinn sem var að nást í fjölmörgum greinum. „Sunna Gestsdóttir er í griðar- legu formi og með þessu stökki sínu upp á 6,38 metra er hún hreinlega að stökkva sig upp í allt annan klassa. Hún er líka að bæta sig i 60 metra hlaupi svo að ég er mjög ánægður með þetta. Sigurbjörg (Ólafsdóttir) hefur lika stokkið yfir sex metra og ég held að ég geti full- yrt að það hefur aldrei gerst áður að tvær íslenskar stúlkur stökkvi yfir sex metra á sama móti,“ sagði Guðmundur í samtali við DV-Sport. Honum list einnig vel á Jón Am- ar Magnússon, jafnvel þótt hann hafi veriö nokkuð frá sínu besta í flestum greinum. Guðmundur segir að þar verði að taka tillit til stífra æfinga og mikil álags á meistara- mótinu sjálfu. „Þetta var mjög þétt dagskrá hjá Jóni Amari. Hann hljóp þrjú 60 metra hlaup með stuttu millibili og það var lítill tími til að anda á milli. Ég sé að hann er mjög frískur og hann er í keppnisþyngd, grannur og sterkur. Hann alveg heill og laus við meiðsli og fer létt með allt sem hann er að gera hérna,“ segir Guðmund- ur og bjartsýnin skín úr andlitinu. „Þórey Edda Elísdóttir er í mjög góðu formi og ég er mjög ánægður með stökkin hjá henni. Fram undan á árinu eru heimsmeistaramót bæði innan- og utanhúss. En þama á milli eru Smáþjóðaleikar, Evrópu- bikarkeppni landsliða, auk fjölda móta fyrir yngri kynslóðina, m.a. EM19 ára og yngri og EM 22 ára og yngri. Þetta eru allt mjög góð mót fyrir okkur. Við emm með sterkan hóp og ég er bjartsýnn á þetta allt saman. Eigum við raunhœfa möguleika á einhverjum verölaunum á HM inn- anhúss? Jón Arnar og Þórey eiga vafalaust möguleika á verðlauna- sæti. Með því að ná lágmarkinu eru þau meðal átta bestu svo að mögu- leikinn er ávallt til staðar. Hvaö með Völu Flosadóttur? Ég er alltaf bjartsýnn á Völu og hef alltaf trú á henni. Hún er ný- byrjuð að stökkva en ég tel að hún geti náð lágmarkinu ef hún ætlar sér það sjálf. -vig Þórey Edda Elísdóttir stökk yfir 4,30 metra um helgina. DV-mynd Teitur .. Jón Arnar Magnússon: Verð sífellt reyndari Jón Arnar Magnússon keppti í alls sex greinum á meistaramótinu um helgina. Hann hafði í nógu að snúast á laugardaginn, þegar fjórar af hans greinum voru í gangi allar á sama tíma, og var hann hlaupandi endanna á milli í Fifunni um tíma. „Jú, auðvitað eru þetta svolítið mikil hlaup á milli staða en þetta er samt sem áður mjög skemmtilegt. Það er miklu meira að gerast og þetta er allt annað fyrir áhorfend- uma,“ sagði Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappi í samtali við DV- Sport. Hann kvaðst bara nokkuð Keppnishöll væntanleg Egill Eiðsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands íslands, var mjög ánægður með framkvæmd mótsins. „Þetta er miklu skemmti- legra svona. Þegar keppt var á Baldurshaga var bara ein grein í gangi í einu og keppendur þurftu sifeUt að vera að skipta um hús- næði. Fífan er engin keppnishöU en þetta er engu að síður allt annað líf. KeppnishöUin er reyndar þegar komin á teikniborðið svo að það er bara tímaspursmál hvenær hún ris. Hún mun að öUum líkindum verða í Laugardalnum og þá mun hún tengjast LaugardalshöUinni. Við vonum að hún verði tUbúin tU notkunar árið 2005 og það verður gríðarlega mikUl munur.“ -vig sáttur með eigin árangur. „Ég æfi aUt upp í sex tíma á dag og oftast nær eru það æfmgar með mjög sterkum frjálsíþróttamönnum. Þeir eru m.a. Robert Chronberg, besti grindahlaupari Svia, Christian Olson, sem er þekktur lang- stökkvari, og Oscar Joakimsson, sem á best 5,70 m í stangarstökki, svo að það er aUtaf mikU keppni á æfmgum. Á hvaöa sviöum þarftu helst aó bœta þig fyrir tímabiliö? „Ég þarf að draga aðeins úr álag- inu áður en ég get svarað þessu. Ég slakaði ekkert á æfingum fyrir þetta mót en ég ætla að taka það aðeins rólegar fyrir næsta mót. Þá sér mað- ur i rauninni hvað það er sem má betur fara. Hefuröu sett þér einhver markmiö fyrir tímabiliö? „Nei, nema bara að hafa sem mest gaman af þessu. Núna er mað- ur farinn að gera þetta langmest fyr- ir sjálfan sig og enga aðra. Ég verð sífeUt reyndari með aldrinum og veit betur hvað ég er að gera,“ segir Jón og bætir við að hann hefði vUj- að vera 10 árum yngri tU að geta fengið að njóta þessara sífeUt bættu aðstæðna sem íslenskt frjálsíþrótta- fólk fær að njóta. „Það er ekki spuming að þetta húsnæði hér skilar sér í betri ár- angri hjá okkar fólki. En þá er mitt hlutverk bara að hjálpa næstu kyn- slóð í keppni og á æfmgum. Eigum við ekki að segja að það sé mitt næsta markmið," segir Jón Arnar að lokum. -vig OARPgN Ævintýraland árshátíðanna! WmJ33S333m& li SPORTFERÐIR Akureyri - Mývatn Netfang: sporttours#sporttours.is www.sporttours.is - sími 481 2968 norðan*.. upplifðu það!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.