Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2003, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2003, Síða 11
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 27 x>v FH bar sigurorö af Víkingsstúlkum í Essodeild kvenna á laugardaginn: - sagði Einvarður Jóhannsson, þjálfari FH, eftir leikinn FH sigraði Víking, 20-24, á laug- ardaginn í Víkinni í Essodeild kvenna í handknattleik. FH-liöið var fljótt að hrista af sér tapið í undanúrslitum bikarsins á móti Haukum í síðustu viku. Víkingsliðið hefur hins vegar með þessu tapi misst Valsstelp- urnar tveimur stigum fram úr sér og vermir fimmta sætið. FH er nú aðeins með þremur stigum færri en Víkingur í sætinu fyrir neðan. Gestimir tóku leikinn föstum tök- um strax i byrjun og voru fljótlega komnir með fjögurra marka forskot. 3-2-1 vöm Víkingsstelpna virkaði ekki nægilega vel. Harpa Vífllsdóttir fór illa með Víkingsstelpur í fyrri hálfleik og skoraði sex mörk og hafði vörnina og Helgu Torfadóttur í rassvasan- um. Mest náðu gestirnir sex marka forskoti, 7-13, og það munaði fimm mörkum í leikhléi, 11-16. Andrés Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hefur væntanlega gefiö sínum stelpum góð ráð í leikhléinu því þær byrjuöu seinni hálfleikinn af miklum krafti og skoruðu þrjú fyrstu mörkin. Vörninni var breytt í 5-1 og virkni hennar varð allt önnur og betri. Þegar hálfleikurinn var hálfnað- ur munaði einungis einu marki, 17-18, og það var jákvæðnisbylgja í gangi hjá Víkingsstelpunum sem virtust einfaldlega ætla að taka leik- inn yfir. Pistillinn svínvirkaöi Einvarður Jóhannsson, þjálfari FH, skynjaði andrúmsloftið og stöð- una vel og tók leikhlé og hélt stutta en afar kraftmikla ræðu yflr hausa- mótunum á sínum stelpum. í stuttu máli sagt þá svínvirkaði pistillinn. FH-liðið endurheimti einfaldlega fyrri kraft sinn og áræði og hrifsaði stemninguna og undirtökin úr höndum Víkingsstelpnanna. Næstu fimm mörk voru Hafnar- fjarðarliðsins og þar með var sá bjöm unninn. Heimastelpurnar gáfust reyndar ekki upp fyrr en í fulla hnefana en höföu ekki erindi sem erfiði. Jolanta Slapikiene var best á vell- inum að þessu sinni og tók mörg erfið skot en reyndar var vömin fyrir framan hana mjög góð lung- ann úr leiknum. Harpa Vífilsdóttir var frábær í fyrri hálfleik en í þeim seinni fékk hún skiljanlega mun minna svig- rúm. Björk Ægisdóttir var öryggið uppmálað á vítalínunni og þær Sig- rún Gilsdóttir og Bjarný Þorvarðar- dóttir áttu fínan leik. Hjá Víkingum var Helga Torfa- dóttir góð en hefur samt oft átt betri daga. Gerður Beta Jóhanns- dóttir átti spretti en hefði gjarnan mátt taka meira af skarið. Guð- björg Guðmannsdóttir sýndi nokkram sinnum flotta takta en hefði, eins og Gerður, bara átt að gera meira. Best þeirra Vikingsstelpna var þó Helga Guðmundsdóttir sem var í því óöfundsverða hlutverki að leysa Guðmundu Ósk Kristjánsdóttur af en hún er meidd og verður líklega frá keppni fram að úrslitakeppn- inni. Helga setti sex mörk og stóð sig í heildina mjög vel og fyllti skarð Guðmundu ágætlega. Rosalega duglegar Einvarður Jóhannsson var þrælsáttur í leikslok og haföi þetta að segja í samtali við DV-Sport: „Stelpumar voru rosalega duglegar og komu virkilega sterkar til baka eftir að liðið virtist vera að missa taktinn. Fram að því spiluðum við mjög vel en það er oft erfitt að halda slíkum dampi allan tímann. Styrkur Víkinga er vörn og hraðaupphlaup og okkur tókst að stoppa stelpurnar þeg- ar þær voru alveg að komast á flug, og það kalla ég gott. Ég hafði ástæðu til að vera reiður þegar ég tók leik- hléið því að olnbogarnir voru farnir að síga og augun hætt að sjá markið. En þær sýndu mikinn karakter og spymtu við og kláruðu leikinn með sóma. Við ætlum að halda áfram á þessari braut og ég tel að liðið eigi að vera í hópi með Val og Víkingi. Þessi sigur rennir stoðum undir það,“ sagði Einvarður Jóhannsson ánægður í leikslok. -SMS Markvörðurinn Jolanta Siapikiene og Harpa Víf- ilsdóttir (nr. 8) áttu mjög góðan leik í iiði FH gegn Vikingi og hér reynir Jolanta að koma í veg fyr- ir að Víkingsstúlkan Guð- björg Guðmannsdóttír skori. DV-mynd Teitur Stórsigur Gróttu/KR á Fram Það má lýsa fyrri hálfleik leiks Fram og Gróttu/KR þannig að að- eins eitt lið hafí verið á vellinum, heimamenn. Grótta/KR leiddi í hálfleik 15-4 og útlit var fyrir al- gera niðulægingu Safamýrarliðsins. En með innákomu Elísu Viðars- dóttur hresstist leikur Fram til mikilla muna. Fram tókst að minnka muninn niður í fimm mörk en þá sögðu leikmenn Gróttu/KR hingaö og ekki lengra og unnu að lokum ör- uggan sigur. Bestar í liöi heimamanna voru þær Hildur og Þórdís ásamt fyrir- liðanum Evu Björk. Auk þess má nefna framgöngu tumanna tveggja í vöm Gróttu/KR, þeirra Önnu Úr- súlu og Evu Margrétar, sem vörðu skot Fram allt hvað af tók. Elísa bar af í leik Fram en að auki átti Þórey góðan kafla í seinni hálfleik. -SKK Sport Víkingur-FH 20-24 0-2, 2-0, 5-9, 7-13, 10-14 (11-16), 14-16, 17-18, 17-23, 19-23, 20-24. Vikinsur: Mörk/víti (skot/viti): Helga Guömundsdóttir 6 (11), Gerður Beta Jóhannsdóttir 5/3 (12/3), Guöbjörg Guðmannsdóttir 3 (3), Sara Guöjóns- dóttir 2 (3), Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir 2 (5), Ásta Björk Agnarsdóttir 1 (2), Helga Birna Brynjólfsdóttir 1 (6). Mörk úr hradaupphl.: 1 (Helga G.). Vitanýting: Skoraö úr 3 af 3. Fiskuó viti: Anna Kristín Árnadóttir, Guö- björg, Gerður. Varin skot/víti (skot á sig): Helga Torfadóttir 16 (40/7, hélt 9, 40%). Brottvisanir: 10 mínútur. Dómarar (1-10): Þórir Gíslason og Hörður Sigmars- son (8). Gœöi leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 70. Best á vellinum: Jolanta Slapikiene, FH Mörk/víti (skot/viti): Björk Ægisdóttir 8/7 (12/7), Harpa Vífilsdóttir 7 (11), Sigrún Gils- dóttir 3 (4), Bjarný Þorvaröardóttir 2 (4), Dröfn Sæmundsdóttir 2 (12), Berglind Björgvinsdóttir 1 (1), Sigurlaug Jónsdóttir 1 (2). Mörk úr hraöaupphlaupum: Engin. Vítanýting: Skoraö úr 7 af 7. Fiskuö viti: Bjarný 3, Dröfn 2, Sigrún, Björk. Varin skot/viti (skot á sig): Jolanta Slapikiene 21 (40/2, hélt 10, 53%), Kristín María Guöjónsdóttir 0 (1/1, hélt 0,0%). Brottvisanir: 6 mínútur. Grótta/KR-Fram 31-18 3-0, 3-1, 11-1,11-3,15-3 (15-4), 13-5. 17-5, 17-7, 19-7,19-9, 20-9, 20-15, 22-15, 22-16, 23-16, 23-17, 24-17, 24-18, 31-18. Grótta/KR: Mörk/víti (skot/viti): Þórdís Brynjólfsdóttir 10/3 (14/3), Eva Björk Hlöðversdóttir 6 (9), Kristín Þórðardóttir 6 (7), Eva Margrét Krist- jánsdóttir 4/0 (8/2), Anna Úrsúla Guömunds- dóttir 2 (2), Hulda Sif Ásmundsdóttir 1 (2), Aiga Stefanie 1 (2), Kristín Brynja Gústafsdóttir 1/1 (2/1), Ragna Karen Siguröardóttir 0 (1), Geröur Rún Einarsdóttir 0 (1). Mörk úr hraöaupphl.: 10 (Þórdís 5, Kristín 3, Eva Björk 2). Vitanýting: Skorað úr 4 af 7, eitt ógilt. Fiskuö viti: Eva Björk 3, Kristín Brypja 2, Kristin, Aiga. Varin skot/viti (skot á sig): Hildur Gísladótt- ir 21 (52/1, hélt 16, 44%). Brottvisanir: 8 mínútur. Dómarar (1-10): Þorlákur Kjartans- son og Amar Krist- insson (6) Gœói leiks n (1-10): 4. 1 Jfl Áhorfendur: 70, m ■ ' B Best á vellinum: Hildur Gísladóttir, Gróttu/KR Fram: Mörk/viti (skot/viti): Þórey Hannesdóttir 5 (7), Elísa Viðarsdóttir 4 (9), Rósa Jónsdóttir 3/1 (9/1), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 3 (9), Ásta Gunnarsdóttir 2 (9), Sigurlína Freysteinsdóttir 1 (1), Ema Sigurðardóttir 0 (1), Linda Hilmars- dóttir 0 (5), Hildur KnUtsdóttir 0 (3). Mörk úr hraðaupphlaupum: 3 (Elísa 2, Þórey). Vitanýling: Skorað Ur 1 af 1. Fiskuó vitú GuörUn Þóra. Varin skot/víti (skot á sig): GuðrUn Bjart- marz 10/1 (37/4, hélt 5,26%), Helga Vala Jóns- dóttir 0/0 (7/1). Brottvisanir: 4 minUtur. ja, Staðan: ÍBV 20 17 2 1 563-3403 36 Stjaman 20 14 4 2 460-381 32 Haukar 20 15 1 4 544454 31 Valur 20 12 1 7 433-419 25 Víkingur 20 10 3 7 439-390 23 FH 19 9 2 8 463-431 20 Grótta/KR 20 9 1 10 425-435 19 KA/Þór 21 3 0 18 423-519 6 Fylkir/ÍR 20 3 0 17 373-521 6 Fram 20 1 0 19 380-550 2 Næstu leikir: ÍBV-FH .........11. febr., kl. 19.30 Grótta/KR-Fylkir/ÍR 11. febr., kl. 20 FH-ÍBV ............14. febr., kl. 18 Valur-Grótta/KR ... 14. febr., kl. 18 Fram-Víkingur......14. febr., kl. 20 Fylkir/ÍR-KA/Þór . 15. febr., kl. 16.30 Haukar-Stjaman ... 16. febr., kl. 18 KA/Þór-FH .........25. febr., kl. 20 Grótta/KR-Haukar .. 25. febr., kl. 20 ÍBV-Fram...........25. febr., kl. 20 Víkingur-Valur .... 25. febr., kl. 20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.