Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2003, Síða 13
28
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003
29 ^
+
Sport
Sport
kqnub j..................i iyw*iwi
Þetta er fyrsti bikarmeistaratitill ÍS í
tólf ár, en IS varð bikarmeistari síöast
1991, einnig eftir sigur í framlengdum
leik, þá á ÍR, 52-51. IS varð einnig bik-
armeistari 1978,1980,1981 og 1985. Haf-
dis Helgadóttir hjá IS var einnig með
þegar ÍS vann fyrir 12 árum og setti
jafnframt met í leiknum því þá voru lið-
in 17 ár síðan hún lék sinn fyrsta bikar-
úrslitaleik, þá i 28-47 tapi gegn KR.
Þetta er annaó árió í röð sem bikarúr-
slitaleikur kvenna er framlengdur og
jafnframt sá ijórði til að fara í framleng-
ingu í sögu kvennakeppninnar. Frá ár-
inu 1997 hafa þrír úrslitaleikir af sjö
farið í framlengingu.
Stúdinur, sem unnu aðeins 3 af 13
leikjum sínum fyrir áramót, hafa unnið
6 af 8 leikjum eftir áramót og eru nú
það liö sem státar af besta vinnings-
hlutfallinu í kvennadeildinni á þessu
ári. Keflavík, sem vann alla 15 leiki
sína fyrir jól, hefur hins vegar tapað
þremur af átta leikjum á nýja árinu.
Tapiö á laugardaginn var það þriðja
í þremur útileikjum hjá Keflavíkurlið-
inu en í öllum þessu leikjum hefur liO-
ið haft gott forskot sem það hefur misst
niður í lokin. t 64-66 tapi í Njarðvík
voru þær með 17 stig yfir í hálfleik.
Keflavik haföi 12 stiga forskot þegar
fimm mínútur voru eftir í 66-67 tapi
fyrir KR i Vesturbænum og missti að
lokum niöur 18 stiga forskot i fjórða
leikhluta gegn ÍS í bikarúrslitunum um
helgina. -ÓÓJ
Stella Rún Kr istj ánsdóttir kom ÍS í framlengingu:
Hitti þegar það
skipti öllu máli
„Þaö er gaman að vera
komin á fullt eftir
meiðsli," sagði Stella Rún
Kristjánsdóttir sem jafnaði
leikinn í venjulegum leik-
tima með 3ja stiga körfu
þegar 24 sekúndur voru
eftir.
„Við höfðum engu að
tapa í fjórða leikhluta og
ætluðum að leggja allt í
sölumar. Við vorum ekki
líkar sjálfum okkur fram að þessu
og áttum miklu meira inni í bæði
sókn og vöm. Það sýndum við á
lokasprettinum.
Svo fórum við berjast meira og
fómm að hirða lausu boltana. Svo
kom sóknin í kjölfarið.
Skotin hjá mér vildu ekki rata
rétta leið fyrst þegar ég kom inn á
en ég hitti þegar ég þurfti að hitta í
lokin. Um leið og ég fékk boltann í
lok venjulegs leiktíma ákvað ég
bara að skjóta.“
Á hvaða timapunkti í
ijórða leikhluta fórað þið
að trúa því að þið gætuð
unnið leikinn eftir að hafa
verið með vonlausa stöðu
eftir þriðja leikhluta?
„Þegar munurinn var kom-
inn niður fyrir tíu stigin
þá held ég að við höfum
fengið trú á því að geta
unnið leikinn. Þá fengum
við aukaorku og börðumst þvílíkt
eftir það. Fram að því þjáði okkur
einhver hræðsla og taugaveiklun.
Við erum búnar að spila marga
mikilvæga leiki að undanfomu þar
sem við erum að reyna berjast fyrir
áframhaldandi sæti í deildinni
þannig að maður er farinn að venj-
ast spennunni vel. Fram undan era
margir mikilvægir leikir þar sem
við erum enn þá neðstar í deild-
inni.“ -Ben
Stella Rún Krist-
jánsdóttir
Vonandi gat ég
hjálpað eitthvað
- sagði hin hógværa hetja ÍS, Hafdis Helgadóttir, eftir leikinn
„Vonandi hjálpaði ég
eitthvað til. Ég gerði alla-
vega mitt besta,“ sagði
Hafdís Helgadóttir hjá ÍS,
sem kom af bekknum
þrátt fyrir meiðsli og var
stigahæst í liði ÍS með 14
stig. Innkoma hennar af
bekknum gjörbreytti
varnarleik Stúdina og þá
skoraði hún fjögur af
fimm stigum liðsins í framlenging-
unni þar sem ÍS tryggöi sér sigur.
Þær fóru á taugum
„Öll pressan var á Keflavík fyrir
leikinn og við ætluðum að notfæra
okkur það. Þegar á hólminn
var komið þá vorum við
bara ekki klárar að nota
okkur það.
Það var ekki fyrir en í
íjórða og síðasta leikhluta
sem við gerðum okkur
grein fyrir því að það væri
annaðhvort núna eða ekki.
Þá kom stemningin hjá okk-
ur og við fórum að nálgast
Keflavíkurliðið og það bara fór á
taugum við það.
Höföum alltaf trúna
Ég held að við höfum alltaf haft
trú á að við gætum unnið. Það
hjálpaði okkur og við gáfumst
aldrei upp. Svo small þetta hjá okk-
ur í fjórða leikhluta."
Höldum okkur uppi
Spurð út í framhaldið í deildinni
sagði Hafdis að næsta verkefni væri
að koma sér úr fallsætinu.
„Það er bikarmeisturum ekki
sæmandi að vera í fallsæti og því
verðum við að fara koma okkur úr
því. Við eigum eftir að halda okkur
uppi. Næstu leikir eru allir mikil-
vægir og má segja að við séum að
fara spila marga bikarúrslitaleiki á
næstunni." -Ben
Hafdís Helgadóttir
ÍS-stúlkur fögnuöu bikarmeistaratitlinum vel og innilega eftir leikinn gegn Keflavík og hér á myndinni fara þær
fremstar í flokki Stella Rún Kristjánsdótttir, Jófrföur Halldórsdóttir, Alda Leif Jónsdóttir, Hafdís Helgadóttir og
Svandís Siguröardóttir. DV-mynd Teitur
■
Hafdís Helgadóttir (nr. 7) og Alda Leif
Jónsdóttir, fyrirliöar ÍS, hefja hér bikarn-
um góöa á loft aö leik loknum en Hafdis
var stigahæst í liöi ÍS meö 14 stig.
DV-mynd Teitur
Stúdínur unnu upp 18 stiga forskot og urðu bikarmeistarar í framlengingu:
Keflavík-ÍS 51-53
Úrslitaleikur Doritos-bikars kvenna 8. febr.
2-0, 8-2,16-5, (19-10), 23-13, 25-17, 29-17,
(33-20), 33-23, 37-23, 41-25, (43-27),
45-27, 45-41, 45A5, 48-45, (48-48), 4948,
49-53, 51-53.
Keflavík
Mín. Skot Vítí
Rannveig 35 7/1
Ortega 25 11/6 4/1
Bima 41 13/1 6/4
AnnaMaría 34 9/1 6/4
Erla 41 11/4 8/7
Marín Rós 26 7/0 4/4
Kristín 15 5/2
Svava 8 1/0
Andrea 0
Ingibjörg 0
Samtals 64/15 28/20 46 11 51
Sóknarfráköst: (19) Anna María 6,
Rannveig 4, Erla 3, Ortega 3, Bima,
Marín 1, Kristín 1.
Stolnir boltar: (13) Ortega 5, Rannveig 2,
Erla 2, Anna M. 2, Birna, Marín 1.
Varin skoá (4) Erla, Ortega, Bima, Anna
María
3ja stiga skot: (15/1, 7%) Bima 7/1,
Rannveig 1/0, Svava 1/0, Kristín 1/0,
Marin 5/0. Tapaóir boltar: 21.
Villur: 19.
ís
Mín. Skot
AldaLeif 43 15/2
Overstreet 37 18/4
Jófriður 19 6/0
Larsson 22 3/1
Svandís 45 5/4
Hafdís 28 14/5
Steiia 27 12/4
Steinunn 4 1/0
Kristín 0
Lára 0
Samtals 74/20 14/7 54 14 53
Sóknarfráköst: (23) Svandís 10,
Jófríður 4, Overstreet 4, Steila 3,
Alda 1, Hafdís 1.
Stolnir boltar: (7) Alda 4, Overstreet
2, Svandís 1.
Varin skot: (6) Alda 3, Jófríður,
Hafdís, Svandís.
3ja stiga skot: (27/6, 22%) Overstreet
10/3, Hafdís 5/2, Stella 5/1, Steinunn
1/0, Alda 6/0.
Tapaöir boltar: 21. Villur: 19.
Dómarar (1-10): Leifur Garðarsson
og Björgvin Rúnarsson (8).
GϚi leiks (1-10): 7.
Áhorfendur: Um 200.
Best á vellinum:
Svandís
Siguröar-
dóttir, ÍS
Tók 19 fráköst,
þar af 10 sóknar-
fráköst, skoraöi 8
stig og hitti úr 4
af 5 skotum sín-
um á 45 mfnút-
um. Aukreitis stal
hún 1 bolta og
varöi 1 skot I
leiknum. -Ben
Viti
6/4
2/1
Í5 "O M
IS 2 '43
b « in
8
8
6
2
2/0 19
2/2
2/0
6
5
2
14
15
2
2
Svandís Siguröardóttir, sem var besti leikmaöur vallarins í úrslitleiknum, og
Meadow Overstreet, fagna hér aö neöan hinum glæsilega sigri á Keflvíking-
um á laugardaginn. DV-mynd Teitur
Frákastamet
Svandís Siguröardottir hjá IS setti
tvö glæsileg frákastamet I bikarúr-
slitaleiknum um helgina. Engin
kona hefur tekið fleiri fráköst (19)
eða soknarfráköst (10) I bikarúr-
slitaleik I Höllinni.
Vonbrigöi Keflavíkurstúlkna eftir leikinn gegn ÍS voru gífurleg eins og sést á
þessari mynd hér fyrir neöan þar sem þær Marín Rós Karlsdóttir, Kristín
Blöndal og Birna Valgarösdóttir sitja niöurlútar. DV-mynd Teitur
Stúdínur urðu á laugardag bikar-
meistarar í mögnuðum lokakafla eftir
að hafa verið 18 stigum undir í fjórða
og síðasta leikhluta. Frábær enda-
sprettur tryggði þeim framlengingu
þar sem stúdínur reyndust sterkari og
sigruðu, 53-51, en staðan eftir venjuleg-
an leiktíma var 48-48.
Stefndi í stórsigur
Það var ekkert sem benti til þess að
ÍS ætti minnsta möguleika á að vinna.
Keflavík hafði góð tök á leiknum og
virtist stefna í stórsigur í upphafi
fjórða leikhluta en þá upphófst skelfi-
legur kafli hjá Keflavík sem reyndist
ómögulegt að skora og tapaðir boltar
urðu áberandi gegn svæðisvöm ÍS.
Keflavík skoraði ekki stig utan af
velli það sem eftir lifði leiks og komu
öll sex stig liðsins næstu 15 mínútum-
ar af vítalínunni.
Vörnin small á lokakaflanum
Það voru fáir sem þorðu að spá stúd-
ínum sigri fyrir leikinn en þær sýndu
þann fáséða karakter að snúa taflinu
sér í vil þegar staðan var orðin virki-
lega svört. Það ótrúlega við sigurinn
var að Alda Leif Jónsdóttir og Meadow
Overstreet, sem hafa borið sóknarleik
liðsins uppi, náðu sér ekki á strik í
sókninni. Hafdís Helgadóttir kom sterk
inn af bekknum og sömu sögu má segja
um Stellu Rún Kristjánsdóttur. Svan-
dís Sigurðardóttir fór enn og aftur
hamforam í fráköstunum og tók alls 19
stykki, þar af tíu í sókn. Eftir að hafa
reynt nokkur vamarafbrigði í leiknum
þá var það svæðisvömin í lokin sem
virkaði svo um munaði og fékk Kefla-
vík engin góð skot nálægt körfunni.
Geta sjálfum sér um kennt
Keflavík getur sjálfum sér um kennt
hvemig fór að þessu sinni. Liðið var
með unninn leik í höndunum en
kastaði honum frá sér á ótrúlegan hátt.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt
gerist þar sem hið sama hefur verið
upp á teningnum í báðum tapleikjum
liðsins í deildinni í vetur, fyrst á móti
Njarðvfk og síðan KR. í báðum þessum
leikjum tapar Keflavík í lokin, eftir að
hafa verið miklu betri aðilinn megnið
af leiknum. Þá er ótalinn leikurinn
gegn KR í undanúrslitum íslandsmóts-
ins ífyrra.
Erla Þorsteinsdóttir og Anna María
Sveinsdóttir vora sterkar framan af en
vora mistækar í lokin eins og allir
leikmenn liðsins. Sonja Ortega var
dugleg að vanda og spilaði vel fyrir lið-
ið en þegar leikurinn er undir og lítið
gengur í sókninni þá er hún ekki leik-
maöur sem skapar körfur annaðhvort
fyrir sig eða aðra leikmenn liðsins eins
og Damon Johnson hefur gert fyrir
karlaliðið. Bima Valgarðsdóttir spilaði
flna vöm en fann ekki taktinn í sókn
og þá átti Marín Karlsdóttir mikið
inni.
Þær gjörsamlega brotnuöu
Ivar Ásgrímsson, þjálfari ÍS, var að
vonum ánægður með sínar stúlkur í
leikslok:
„Fyrir fjórða leikhluta ákváðum við
að reyna að tapa ekki stórt og bjarga
andlitinu. Engan grunaði að við mynd-
um vinna, ekki einu sinni við sjálf. Svo
fengum við tækifæri til að vinna og
Keflavíkurstúlkumar gjörsamlega
brotnuðu á meðan okkur óx ásmegin.
Svæðisvöm okkar virkaði mjög fint.
Við leyfðum hinum að skjóta fyrir ut-
an og reyndum að loka á Erlu og Önnu
Maríu inni í teig. Ég var reyndar bú-
inn að reyna svæðisvörn fyrr í leikn-
um, bæði 2-3 og 3-2 svæðisvöm, ásamt
því að spila vörnina maður á mann.
Það skiptir engu máli hvernig vöm við
spilum ef stemningin er ekki f lagi. I
fjórða leikhluta var stemningin í lagi
og við sýndum ótrúlegan styrk.“
Karakterinn stendur upp úr
„Ég hef sjálfur aldrei séð annaö eins.
18 stiga munur í kvennakörfubolta er
ótrúlega mikill munur. Þá vorum við
18 stigum undir á móti liði sem hefur
haft mikla yfirburði í vetur.
Það sem stendur upp úr hjá okkur er
karakterinn. Þegar lið lendir svona
undir og kemur til baka og vinnur leik-
inn þá sýnir það þar með ótrúlegan
karakter. Þá stendur samheldnin í lið-
inu líka upp úr.
Framan af gerðum við ekki það sem
við ætluðum að gera. Við náðum að
stoppa hraðaupphlaupin hjá þeim í
vöminni en í sókninni var liðið ömur-
legt fyrstu þrjá leikhlutana. Stelpurnar
vora smeykar við að skjóta og virtust
vera hræddar um að skotin yrðu varin.
Ég var alltaf að tala um að þaö væri
betra að láta verja skot frá sér en að
vera hræddur. Svo kom þetta í lokin og i
stelpumar vora óhræddar.
Hafdis er algjör lykilmaður í okkar
liði og sú varð líka raunin í dag. Mað-
ur veit aldrei fyrir víst en ég stórefa
það að þetta hefði tekist án hennar,1
sagði ívar eftir leikinn. -Ben
+