Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2003, Qupperneq 17
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003
33
Sport
Markahæstu menn
í úrvalsdeildinni
Thierry Henry, Arsenal.........18
James Beattie, Southampton .... 16
Alan Shearer, Newcastle.........14
Ruud Van Nistelrooy, Man. Utd . . 12
Gianfranco Zola, Chelsea.......11
Nicolas Anelka, Manchester City . 11
Harry Kewell, Leeds ...........10
Robbie Keane, Tottenham........10
Dion Dublin, Aston Villa.........9
Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea . 9
Michael Owen, Liverpool .........9
Tomasz Radzinski, Everton........9
Jason Euell, Charlton............8
Paul Scholes, Manchester United . 8
Robert Pires, Arsenal............8
Sylvain Wiltord, Arsenal.........8
Teddy Sheringham, Tottenham ... 8
Jimmy Floyd Hasselbaink, Chelsea 8
Tölfræðin:
Hvaða liö
standa sig
best og verst í
ensku úrvals-
deildinni?
í emdálkmum hér til hægri
má sjá hvaða lið ensku úrvals-
deOdarinnar skara fram úr á
ákveðnum sviðum tölfræðinnar
en þessir listar eru uppfærðir
eftir leiki helgarinnar og verða
hér eftir fastur liður á ensku síð-
unum í mánudagskálfmum.
-ÓÓJ
„Eg er búinn aö fá mig fullsaddan
af Brad Friedel. Hann er búinn aö
kosta okkur fimm stig í vetur.
Hann varði hetjulega í síðasta leik
og hann var ekki lakari í dag.“
Gordon Strachan, knattspyrnustjóri Southampton, hugsar bandaríska
landsliðsmarkverðinum Brad Friedel hjá Blackburn þegjandi þörfina eft-
ir frábæra frammistöðu hans gegn lærisveinum Strachans um helgina.
Frieldel fór einnig á kostum í fyrri leik liðanna á heimavelli South-
ampton fyrr í vetur og bjargaði þá einu stigi fyrir Blackburn. Þá talaði
Strachan um Friedel sem ofurmenni og sagði við það tækifæri að það
hefði ekki komið honum á óvart þó að Friedel hefði klæðst blárri peysu
með stóru s-i á í þeim leik, slík voru tilþrifin sem þessi snjalli
markvörður sýndi. -ósk
Stórleikur helgarinnar í ensku knattspyrnunni var á Old Trafford:
Grikkur Goaters
- Shaun Goater tryggði Manchester City jafntefli gegn Manchester United í gær
Shaun Goater, framherji
Manchester City, væri sennilega til
í að spila gegn Manchester United
um hverja helgi. Hann skoraði tvö
mörk í fyrri leik liðanna á Maine
Road þegar Manchester City vann
frækinn sigur, 3-1, og í gær kom
hann af bekknum eins og draugur
úr grárri forneskju til að gera Alex
Ferguson og lærisveinum hans einn
grikkinn enn.
Hann jafnaði metin fyrir
Manchester City fjórum mínútum
fyrir leikslok og sá til þess að
Manchester United tapaði tveimur
dýrmætum stigum í baráttunni
gegn Arsenal um enska meistaratit-
ilinn.
Fátt virtist stefna i annað en sig-
ur Manchester United í fyrri hálf-
leik. Liðið spilaði frábæra knatt-
spyrnu og átti svo sannarlega skilið
að komast yfir á 18. mínútu þegar
Ruud Van Nistelrooy skoraði tólfta
mark sitt í deildinni. Leikmenn
Manchester United spiluðu eins og
englar, sköpuðu sér fullt af færum
en tókst ekki að bæta við mörkum.
I síðari hálfleik tóku leikmenn
Manchester City sig saman í andlit-
inu, sóttu meira og uppskáru síöan
laun erfiðisins fiórum mínútum fyr-
ir leikslok.
Manchester City fékk því fjögur
stig í innbyrðis viðureignunum
gegn stóra bróður og víst að stuðn-
ingsmenn liðsins harma ekki þá
staðreynd.
Bara heppni
„Ég vil nú yfirleitt gefa vara-
mönnum mínum í það minnsta tíu
mínútur til að komast inn í leikinn
þegar þeir koma inn á en því var
ekki aö heilsa í dag. Goater fékk
fimm minútur og hann var ekki
lengi að stimpla sig inn. Þetta var
frábær afgreiðsla hjá frábærum
leikmanni sem gerir aOt sem hann
er beðinn um. Þessi skipting gekk
upp hjá mér og það segja örugglega
flestir að þetta hafi verið heppni. Ef
Alex Ferguson og Arsene Wenger
hefðu gert þetta væru þeir snilling-
ar en hjá mér er þetta bara heppni,"
sagði Keegan um innáskiptingu
sína en Goater hafði aðeins verið
inná í eina mínútu og skoraði með
fyrstu snertingu sinni.
Áttu stigiö skilið
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri
Manchester United, var vonsvikinn
eftir leikinn en viðurkenndi að leik-
menn Manchester City hefðu átt
stigiö skilið þar sem þeir hættu
aldrei.
„Við hefðum átt að vera komnir
tveimur til þremur mörkum yfir í
fyrri hálfleik en við vorum ekki
nógu einbeittir inni í vítateignum
hjá þeim.“
Ferguson sagði þaö vera mikil
vonbrigði að hafa tapað tveimur
stigum á heimavelli en það þýddi
lítið að gráta það.
„Við verðum að halda áfram og
spila betur næst,“ sagði Ferguson.
Óhræddir
Eyal Berkovic, miðjumaður
Manchester City, sagði eftir leikinn
að það sem hefði gert það að verk-
um að liöið náði 1 eitt stig á Old
Trafford hefði verið hugarfarið.
„Við mættum óhræddir og spiluð-
um sóknarbolta.“ -ósk
Leikmenn Manchester City fagna hér jöfnunarmarki Shaun Goater gegn Manchester United en Wes Brown, varnarmaöur Manchester United, er ekki
alveg jafn hamingjusamur. Reuters
Hvaða lið
standa sig
best og verst í
ensku Éwi
úrvalsdeildinni?
Besta gengið
Man. Utd, 19 stig af
síöustu 24 möguleg-
um. Markatalan er
14-7 í leikjunum.
Með besta genginu er átt við
besta árangur liðs í síðustu
átta deildarleikjum.
Flestir sigur-
leikir í réð
Charlton fjórir.
Besta sóknin
Arsenal hefur skor-
aö flest mörk, eöa
57, í 27 leikjum, eða
2,11 aö meðaltali.
Besta vörnin
Man. Utd hefur feng-
iö á sig fæst mörk,
25 í 27 leikjum, eöa
0,92 mörk í leik.
Bestir heima
Arsenal hefur náö í
37 stig af 42 mögu-
legum, hefur unniö
12 af 14 leikjum.
Markatalan er 33-13.
Bestir úti
Charlton hefur náö í
21 stig af 42 mögu-
legum. Markatalan
er 16-16.
Bestir fvrir te
Arsenal hefur náö f
55 stig af 81 mögu-
legu og er meö
markatöluna 30-11 í
fyrri hálfleik.
Bestir eftir te
Man. Utd hefur náö í
52 stig af 81 mögu-
legu og er meö
markatöluna 25-11 í
seinni hálfleik.
Versta gentfift
Sunderland er meö
1 stig af síöustu 24
mögulegum.
Markatalan er 6-16.
Versta séknin
Sunderland hefur
skoraö fæst mörk,
eöa 18, í 27 leikjum,
eöa 0,66 aö meöal-
tali.
Versta vörnin
West Ham hefur
fengið á sig flest
mörk, 59 í 27
leikjum, eða 1,92 í
leik.
Verstir heima
West Ham hefur náö
í 9 stig af 42 mögu-
legum, hefur tapaö 7
af 14 leikjum, marka-
talan er 13-22.
Verstir úti
Middlesbrough hefur
náö í 5 stig af 39 (ei
mögul., hefur tapaö
10 af 13 leikjum.
Markatalan er 4-14.
Oftast haldift
hreinu
Liverpool hefur
haldiö ellefu sinnum
hreinu í 27 leikjum.
Oftast mistekist
að skora
Aston Villa, Birming-
ham og Sunderland
hefur ekki tekist aö
skora í 12 leikjum af 27.