Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2003, Síða 20
36
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003
J'
>
Sport
DV
Skautasamband íslands var stofnaö
áriö 1994. Þaö skiptist í tvær deildir og
er hlaupadeildin önnur þeirra. Undir
-* hlaupadeild falla nokkrar ólíkar grein-
ar en þar er listhlaup á skautum, sam-
hæfður skautadans, ísdans og skauta-
hlaup. Hér á landi er aðeins stundað
listhlaup á skautum og samhæfður
skautadans.
Frá því að sambandið var stofnað
hefur átt sér stað gífurleg þróun í
íþróttinni. Fyrst má nefna að gífurleg
breyting átti sér stað með yfirbyggingu
skautahallanna í landinu. Það gerði
íþróttamönnum kleift að sækja æfmg-
ar í hverri viku, óháð því hvemig viðr-
aði. Framfarimar urðu miklar og
hraðar. Síðan má nefna inngöngu okk-
ar í Alþjóða skautasambandið (ISU)
því að það' var gífurlegt skref fram á
við. Með því að vera aðili í ISU fáum
i við tækifæri til þess að taka þátt í ýms-
um námskeiðum, æfingabúðum, auk
þess sem aðgengi að upplýsingum er
mjög gott. Við fáum einnig tækifæri til
þess að senda skautara á mót erlendis,
reyndar að uppfylltum lágmarkskröf-
um til skautara, sem er ákveðin hvatn-
ing til þess að ná þessum lágmarks-
kröfum. Það er óhætt að segja að inn-
ganga okkar í ISU hafi opnað þann
þrönga sjóndeildarhring sem við
bjuggum við.
Það sem helst háir okkur í dag er
takmarkaður ístími og of stuttur tími
* sem ísinn er opinn yflr árið. Hér á
landi eru tvær skautahallir, ein í
Reykjavík og önnur
á Akureyri, og eru
þær opnaðar í þyrj-
un september og
lokað í byrjun maí.
Þetta eru átta mán-
uðir á ári, sem er
því miður allt of
stutt. Æfingar
þyrftu að standa yfir 11 mánuði á ári
tU þess að vel megi vera. Einnig er
þessi tími ekki í samræmi við það sem
gerist erlendis. SkautatimabUið hefst
1. júlí og hefjast fyrstu keppnir i lok
ágúst, en þá hafa íslenskir skautarar
ekki enn komist á ís. Þetta hefur heft
það að við getum tekið þátt í keppnum
sem hefjast svo snemma og verður að
breytast tU þess að við getum stefnt aö
því að taka þátt i stórum keppnum í
framtíðinni. Það stendur tU að opna
aðra skautahöU í Reykjavík næsta
haust og vonumst við sem stöndum að
íþróttinni tU að hún muni laga aðstöðu
okkar tU íþróttaiðkunar.
Vegna sumarlokunar skautahall-
anna hafa skautarar farið utan tU æf-
inga yfir sumarið. Þetta er mjög kostn-
aðarsamt því greiða þarf ílug, uppi-
hald, ístíma og þjálfun. Þrátt fyrir
þennan kostnað fara 10-20 skautarar
utan á hverju sumri, eingöngu í þeim
tUgangi að stunda íþrótt sína, og fer
þeim fjölgandi á hverju ári. Ég trúi
ekki öðru en það sé þjóðhagslega hag-
kvæmara að reyna að hafa eina
skautahöU i landinu opna yfir sumar-
ið, og reyna frekar að fá skautara og
þjálfara erlendis frá tU þess að nota
hana, ásamt okkur sem stundum
íþróttina hér heima.
Við eigum landslið í samhæfðum
skautadansi og fór það á síðasta ári tU
keppni á heimsmeistaramótið í íþrótta-
greininni. Liðið æfir stift fyrir heims-
meistaramótið sem haldiö verður í
Kanada í aprfl nk. Það er mikUl áfangi
að eiga lið á stærsta mótinu sem hald-
ið er í heiminum, en það er sama
vandamál hjá þeim og í listhlaupinu,
skortur á ístímum. Liðið er með 4 fasta
æfingatíma í viku og eru flestir þeirra
á mjög erfiðum timum, rétt fyrir mið-
Elísabet Eyjólfsdótt-
ir, formaður
Hlaupadeildar
Skautasambands
íslands, skrifar:
nætti eða kl. 6 á morgnana. Þau lið
sem það keppir við æfa á is um 12 klst.
á viku. Það gefur auga leið að við þess-
ar aðstæður blöndum við okkur ekki í
neina toppbaráttu, en það er mest um
vert að ná lágmarkskröfunum tU þess
að geta tekið þátt.
Norðurlandamótið í listhlaupi á
skautum var haldið í SkautahöUinni í
Reykjavík dagana 6.-9. febrúar sl. Á
þetta mót koma bestu skautarar frá
Norðurlöndunum og eru nokkur þar á
meðal sem eru með bestu skauturum í
heiminum. Þetta er mikU lyftistöng
fyrir skautaíþróttina aö fá tækifæri tU
þess að horfa á frábæra skautara
keppa, auk þess sem það er auglýsing
fyrir ísland að mótið skyldi haldið hér.
Aldrei hafa eins margir foreldrar og
aðrir aðstandendur skautara fylgt
þeim í keppni og raunin var nú því að
það þótti mjög spennandi tækifæri að
geta komið hingað tU lands.
Þrátt fyrir að okkur finnist að að-
staðan tU að stunda íþróttina mætti
vera betri hefur orðið gjörbylting frá
því að yfirbyggðar skautahaUir komu.
Við lítum því með bjartsýni tU framtíð-
arinnar og ætlum okkur stóra hluti
þegar fram líður. Þetta tekur að sjálf-
sögðu sinn tíma, en Róm var heldur
ekki byggð á einum degi.
Glímusamband íslands
Oflugt kynningarstarf
íslenska gliman
er sú íþrótt sem
stunduð hefur verið
á íslandi frá þvi
;r land byggðist og er
því nefnd þjóðar-
íþrótt íslendinga.
Þrátt fyrir skráðar
heimUdir i margar
aldir er ekki ljóst hvernig glíman og
reglumar hafa verið i upphafi.
Áhersla stjórnar GLÍ um þessar
mundir er aukið unglingastarf og kem-
ur það tU af ýmsu, kynslóðaskipti eru
fram undan í glímunni og nýliðun hef-
ur aUs ekki verið næg á undanfómum
ámm þó að nægur efniviður hafi verið
fyrir hendi. I september sl. samþykkti
stjóm GLÍ afreksstefnu sambandsins
tU ágúst 2004. Meginmarkmið með af-
reksstefnunni er að starfið verði mark-
vissara og skUi betri árangi, stór hluti
af afreksstefnunni er stofnun úrvals-
'r* hóps glímumanna á aldrinum 15-20
ára. í hópinn hafa verið valdir 30 efni-
legir unglingar sem hafa skarað fram
úr í sínum aldursflokki og sýnt
glímunni mikinn áhuga og góöa
ástundun. Markmiðið með stofnun úr-
valshópsins er að unglingamir skUi
sér betur upp í fullorðinsflokkana,
þannig að brottfaUið verði minna á
þessu aldursskeiði. Einnig bindur GLÍ
vonir við að áhugi bama og unglinga á
glímu aukist með stofnum úrvalshóps-
ins. Hópurinn mun koma saman reglu-
lega tU æfinga og þá fá fjölbreytta
glímuþjálfun með hæfustu glímumönn-
-*• um landsins. Einnig verður mikið lagt
upp úr fyrirlestrum er tengjast glímu
og íþróttum almennt.
Úrvalshópurinn er verkefni sem
mun standa yfir tU ágúst 2004 og gert
er ráð fyrir að endahnúturinn á þessu
verkefni verði ferð með úrvalshópinn
tU Montreal í Kanada dagana 30. júlí tU
8. ágúst 2004 en þar fer fram mikU há-
tíð um þjóðlegar iþróttir og leiki. Á
þessari hátíð er gert ráð fyrir að 70
þjóðir mæti tU leiks og þátttakendur
verði um 1000 talsins. GLt ætlar að
sýna glímu og þjóðlega leUd á þessari
hátíð.
Stjóm GLÍ vonast tU þess að með
stofnun úrvalshópsins styrkist glíman
á meðal bama og unglinga. Þama sjái
börn og unglingar ýmsa möguleUca
sem ekki hafa verið fyrir hendi áður.
Ef vel tekst tekst tU, og jarðvegur
verður fyrir hendi, væri verðugt verk-
efni að upp úr þessum hóp komi at-
vinnusýningarhópur sem sýndi glímu
við öU helstu tækifæri í þjóðlífi íslend-
inga og hefði sýningar fyrir erlenda
þjóðhöíðingja og ferðamenn, ferðaðist
um landið kenndi og sýndi þessa fom-
frægu íþrótt. Eins og staðan er i dag er
vart hægt að mynda svona hóp þar
sem bestu glímumenn landsins eru bú-
settir mjög dreift um landið og hafa
ekki möguleika á að æfa saman og
mynda heildstæðan sýningarflokk.
Á árinu 2002 stóð Glímusamband ís-
lands fyrir öflugu kynningarstarfi á
glímunni, þjóðariþrótt íslendinga.
Glíman var kynnt 6285 nemendum í 38
skólum, víðs vegar um landið. Mesta
áherslan var lögð á kynningar í grunn-
skólum, einnig var farið í framhalds-
skóla og í íþróttaskóla íþróttafélag-
anna. Sérstök áhersla var lögð á kynn-
ingar á þeim svæðum þar sem glima er
stunduð. Er það gert tU að styrkja fé-
lögin á viðkomandi svæði og hefur sú
stefna gefið góða raun en þetta er sú
stefna sem stjóm GLÍ hefur markað
sér á síðustu áram. Frá árinu 1987,
þegar GLÍ byrjaði á því að kynna
glímu í skólum, tU ársins 2002 hefur
Glímusamband íslands kynnt 105.320
nemendum glímu sem verður að teljast
mjög góður árangur.
TUgangurinn með glímukynningun-
um er tvíþættur, í fyrsta lagi að reyna
að fá fleiri iðkendur í glímuna og í
öðru lagi að kynna nemendum hana
svo þeir viti hvað glíma er og út á hvað
þjóðaríþróttin gengur. íþróttakenn-
aramir hafa verið mjög jákvæöir gagn-
vart kynningunum og vUja eindregið
að glíman sé kennd í þeirra skóla.
Nemendumir hafa einnig verið mjög
jákvæðir og áhugasamir. En það mikla
framboð af íþróttum og afþreyingu alls
konar er helsta ástæða þess að börn og
unglingar skUa sér Ula á glímuæfingar
hjá félögunum. En eitt helsta vanda-
mál glímunnar er skortur á glimuþjálf-
uram og þó GLÍ hafi í mörg ár verið
með glímukennara á sínum vegum er
það fjarri lagi að vera nóg tU að auka
tjölda iðkenda í glímu.
Margir íþróttakennarar veigra sér
við að kenna glímu í skólum e.t.v
vegna lítUlar kunnáttu á glímu og
skorts á kennsluefni. TU að bregðast
við þessari þróun gaf Námsgagna-
stofnun, í samvinnu við Glímusam-
band íslands, út kennslubók í glímu
sem heitir „Glíma - Þjóðaríþrótt ís-
lendinga", bókin er sú fyrsta sem er
gefin út sem kennsluefni í glímu fyrir
grunnskóla. Henni er ætlað að styðja
íþróttakennara og aðra er vUja kenna
og kynna glímuíþróttina fyrir byrjend-
um. TU að fylgja enn frekar eftir
fræðslumálum glímunnar er stjórn
GLÍ byrjuð að leggja drög að því að
Kristján Yngvason,
formaóur Glímu-
sambands íslands,
skrifar:
samið verði kennsluefni um glímu á
margmiðlunarformi. Efninu veröi
dreift sem víðast t.d. í skóla, stefnt er á
áð hafa margmiðlunardiskinn bæði á
íslensku og ensku svo hægt sé að nota
hann sem kynningarefni erlendis. Það
er von stjómar GLÍ að slíkt kennslu-
efni geti orðið okkur og öUum sem
vUjum veg glímunnar sem mestan
mikið hjálpartæki við útbreiðslu henn-
ar og tU að auka möguleika á kennslu
og jafnframt betri skilningi á eðli
íþróttarinnar.
Glímusamband íslands er stofnað
árið 1965 og æ síðan hefur verið mark-
mið stjómar GLÍ að skýra, skerpa og
bæta þær reglur sem keppt er eftir, svo
hefur og verið i tíð núverandi stjómar
og við höfum farið þá leið að beita
Glímudómarafélagi íslands í þeirri
vinnu, sú vrnna hefur skUað okkur tU-
lögum að breyttum glímulögum sem
lagðar verða fyrir ársþing GLÍ í mars.
Það er von stjómar GLÍ að niðurstað-
an verði þetri og skýrari glímulög.
Sunnudaginn, 16. febrúar fer fram
þriðja og síðasta umferðin í íslands-
mótinu í glímu, mótið fer fram í
íþróttahúsi Hagaskóla og hefst keppni
kl. 13. Búast má við spennandi keppni
í öUum flokkum en fremsta glímufólk
landsins er skráð tU leiks. Keppt verð-
ur í sjö flokkum og eftir mótið verða
krýndir sjö íslandsmeistarar í glímu.
Stjóm GLÍ hvetur áhugafólk um glímu
tU að líta inn í íþróttahús Hagaskóla
næsta sunnudag.
Stjóm GLÍ hefur metnað og sér
mörg sóknarfæri á næstu misserum tU
að efla og styrkja glímuna tU að hún
geti lifað og dafnað með þjóðinni um
ókomin ár.