Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2003, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2003, Page 24
>40 MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 Rafpostur: dvsport@dv.is Eriksson velur hóp Larsson kjálkabrotinn Celtic varö fyrir miMu áfalli í gær þegar sænski markahrókurinn Henrik Larsson kjálkabrotnaði í leik liðsins gegn Livingston. Larsson lenti í samstuði við vamarmann Livingston og var fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann verð- ur að öllum líkindum frá í fjórar til sex vik- ur og missir af Evrópuleikjum gegn Stutt- gart og tveimur leikjum gegn Rangers. -ósk Stjörnuleikur NBA-deildarinnar fór fram í Atlanta í nótt: Garnett bestur - skoraði 37 stig Stjömuleikur NBA-deildarinnar, á milli stjömuliða austur- og vestur- deOdarinnar, fór fram í nótt í Atlanta. Athygli vakti að Michael Jordan, sem var að spOa sinn fjórtánda Stjörnuleik, byrjaði inni á þrátt fyrir að vera ekki valinn í byrjunarliðið af aðdáendum. Tracy McGrady og Allen Iverson buðust báðir tO að gefa eftir sæti sitt í byrjunarliðinu til Jordans en að lokum var það Vince Carter sem vék fyrir hinum aldna snillingi. Fymi hálfleikur var skelfOega slak- ur, mikið um mistök á báða bóga, lé- legar sendingar og misheppnaðar tO- raunir við að troða. VesturdeOdin, dregin áfram af stórleik hjá Kevin Gamett, leiddi í hálfleik, 55-52, en í þriðja leikhluta seig lið austursins fram úr og náði sjö stiga forystu, 93-86. I ^órða leikhluta náði lið vest- ursins sér aftur á strik og eftir að Michael Jordan klikkaði á síðasta skoti leiksins var ljóst að það þurfti að framlengja leikinn því staðan var jöfn, 120-120. í fyrri framlengingunni var drama- tíkin gífurleg og eiginlega eins og besti reyfari. Michael Jordan kom austurdeOdinni yfir, 138-136, með frá- bæru skoti þegar fjórar sekúndur voru eftir. Jermaine O’Neal braut síð- an á Kobe Bryant fyrir utan þriggja stiga línuna og Bryant skoraði úr tveimur af þremur vítaskotum sínum, jaihaði leikinn og því þurfti aðra framlengingu í fyrsta sinn í sögunni. Kevin Gamett, leikmaður Minnesota Timberwolves, byrjaði aðra framlengingu á því að skora sjö fyrstu stigin og lagði þar með grunn- inn að sigri vesturdeOdarinnar, 155-145. Kevin Gamett var stigahæstur hjá vesturdeOdinni með 37 stig og var val- inn besti leikmaður leiksins, Kobe Bryant skoraði 22 stig og Steve Franc- is, hjá Houston Rockets, skoraði 20 stig. AOen Iverson skoraði 35 stig fyrir austurdeOdina, Tracy McGrady skor- í sigri vesturdeildarinnar, 155-145, í tvíframlengdum leik aði 29 stig og Michael Jordan skoraði 25 stig í sínum síðasta Stjörnuleik á glæstum ferli. Jordan hitti ekki vel, úr 9 skotum af 27, Garnett, sem skoraði eins og áður sagði 37 stig, tók 9 fráköst, stal 5 boltum, gaf 3 stoðsendingar og hitti úr 17 af 24 skotum sínum í leiknum, var hógvær eftir leikinn og þakkaði þjálf- urum og félögum sínum fyrir hjálp- ina. „Það voru miklar tOfmningar í þessum leik því að þetta var síðasti leikur Jordans og það var stórkostlegt að fá að vera þátttakandi í því,“ sagði Garnett eftir leikinn. Þegar hann var spurður hvort það væri of mikil byrði áð taka við af Jordan svaraði Garnett að sú ábyrgð hvOdi ekki á herðum eins manns. „Við verðum aUir að axla þá ábyrgð sem fylgir því að taka við af slíkum snOlingi sem Jordan er og því sem hann skOur eftir sig,“ sagði Garnett eftir leikinn. -ósk Stigahæstur frá upphafi Michael Jordan varð stigahæsti leikmaður Stjörnuleiks NBA-deOd- arinnar frá upphafi í nótt og komst upp fyrir miðherjann Kar- rem Abdul Jaabar. Jordan skoraði tuttugu stig í sínum fjórtánda Stjörnuleik og sagði eftir leikinn að hann væri sáttur við að hætta eftir þetta keppnistimabO. „Ég mun muna eftir þessum leik vegna tveggja framlenginga og taps. Það var gaman að spila með ungu strákunum og ég er ekki í vafa um að NBA-deUdin er í góð- um höndum hjá þeim og öðrum frábærum leikmönnum sem ekki fengu tækifæri í dag. Ég er stoltur af því að vera einn af þeim sem ungu strákarnir taka við af og hef sætt mig fuUkomlega við þá ákvörðun mína að hætta," sagði Jordan en hann var nálægt því að tryggja austurdeUdinni sigurinn í fyrri framlengingunni þegar hann kom þeim yfír þegar fjórar sek- úndur voru eftir. Það gerðist þó ekki og því fór Jordan af veUi í síð- asta Stjörnuleiknum sínum í tapliðinu. -ósk Kevin Garnett, framherji Minnesota Timberwolves, með bikarinn glæsilega sem hann fékk fyrir aö vera valinn besti leikmaöur Stjörnuleiksins i NBA- deildinni 2003 sem fram fór í Atlanta í nótt. AP Stjörnuhelgin í NBA-deildinni var um helgina: Richardson troðslukóngur Peja Stojakovic vann þriggja stiga keppnina annað árið í röð Jason Richardson, bakvörður Golden State Warriors, vann troðslu- keppnina á Stjömuhelgi NBA-deOd- arinnar annað árið í röð og varð þar með annar leikmaðurinn í sögu deOdarinnar tU að gera slíkt. Hinn leikmaðurinn sem hefur náð því er að sjálfsögðu Michael Jordan. Ric- hardson vann öruggan sigur, 96-93, eftir hafa mætt Desmond Mason hjá Seattle Supersonics í úrslitum. Richardson fékk fullt hús stiga fyrir seinni troðslu sína en hún þótti sérlega glæsUeg. Þetta var þó ekki það eina sem Richardson hafði fyrir stafni um helgina því að hann átti einnig frá- bæran leik þegar leikmenn á öðru ári í deUdinni báru sigurorð af nýlið- um deUdarinnar, 132-112, á laugar- daginn. Richardson skoraði 31 stig en það var þó félagi hans á öðru ári hjá Golden State, GObert Arenas, sem var valinn verðmætasti leik- maðurinn. Arenas skoraði 30 stig í leiknum en þetta var í fyrsta sinn sem leikmenr, á öðru ári fara með sigur af hólmi síöan byrjað var að spOa þessa leiki árið 2000. Caron Butler, framherji Miami Heat, var stigahæstur hjá nýliðunum með 23 stig en þeir söknuðu Kínverjans Yaos Mings sárlega en hann fékk ekki að spUa þar sem hann var val- inn í byrjunarlið vesturdeUdarinnar í hinum eina og sanna stjörnuleik í gærkvöldi. Júgóslavinn Peja Stojakovic, sem leikur með Sacramento Kings, sýndi enn og aftur hversu hittinn hann er með því að vinna þriggja stiga keppninaannaö árið í röð. Hann bar sigurorð af Wesley Person, bakveröi Memphis Grizzlies, í úrslitum, 22-16. Jason Kidd, leikstjórnandi New Jersey Nets, var hlutskarpastur í nýrri keppni á Stjörnuhelginni, sem reyndi á knattmeðferð leikmanna og hittni eftir harða baráttu við Gary Payton, leikstjórnanda Seattle Supersonics. -ósk Sven Göran Eriksson. landsliðs- þjálfari Englendinga, hefur valið 27 manna landsliðshóp fyrir lands- leikinn gegn Áströlum á Upton Park, heimaveUi West Ham, á mið- vikudaginn. Eriksson valdi hinn 17 ára gamla framherja Everton, Wayne Rooney, í hópinn og sagði þegar hann tUkynnti hverjir væru í hópnum að hann væri ekki í vafa um að Rooney væri tUbúinn í slag- inn. Hópurinn er skipaður eftirtöld- um leikmönnum: Markverðir: David James (West Ham), Paul Robinson v (Leeds) og Richard Wright (Ev- erton). Varnarmenn: Gary NevOle (Manchester United), Ashley Cole (Arsenal), Danny MOls (Leeds), Paul Koncheskey (Charlton), Rio Ferdinand (Manchester United), Sol CampbeU (Arsenal), Ledley King (Tottenham), Wes Brown (Manchester United) og Matthew Upson (Birmingham). Miðjumenn: David Beckham (Manchester United), Paul Scholes (Manchester United), Frank Lampard (Chelsea), Owen Hargr- eaves (Bayern Múnchen), Kieron Dyer (Newcastle), Jermaine Jenas (Newcastle), Sean Davis (Fulham), Scott Parker (Charlton), Danny Murphy (Liverpool) og Joe Cole (West Ham). Sóknarmenn: Michael Owen (Liverpool), Wayne Rooney (Ev- erton), James Beattie (Sout- hampton), Darius VasseU (Aston VUla) og Francis Jeffers (Arsenal). -ósk Jason Richardson, hjá Golden State Warriors, vann troöslukeppnina meö frábærum tilþrifum eins og sést á þessari mynd. Richardson vann þar með troöslukeppnina ann- aö árið í röö en aðeins einum leik- manni, sjálfum Michael Jordan, hef- ur tekist þaö síöan byrjaö var aö keppa í þessari keppni. Reuters

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.