Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2003, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 Sport DV * > - í Intersport- deildinni meðal erlendra leik- manna í fram- lagsformúlu NBA Að þessu sinni eru teknir fyrir þeir erlendu atvinnumenn sem hafa spilað i Intersport-deildinni en þeir hafa ver- ið þónokkrir þar sem félögin hafa ver- ið að bæta við sig leikmönnum á tíma- bilinu sjálfu. Bandaríkjamennirnir hafa oft verið fleiri en það er mál manna að Kanarnir í vetur hafi verið með besta móti og fáir sem sendir hafa verið heim. Framherjar eru áber- andi á topp tíu listanum enda eru þeir fjölhæfari en t.d. bakverðir. Stevie Johnson hefur skilað mestu til síns liðs og oft á tíðum borið leik Hauka uppi. Johnson er að leika sitt annað tímabil hér á landi en oftar en ekki spila erlendu leikmennimir bet- ur annað timabilið sitt hér á landi enda búnir að aðlagast deildinni vel. Það er ekki hægt að segja annað en Johnson sé með allan pakkann og get- ur leikið inni í teig og skorað fyrir ut- an. KR-ingurinn Darrell Flake er nán- ast jafn Johnson en þessir tveir eru með langflest stig. Flake hefur verið nánast óstöðvandi undir körfunni í vetur og verið erfiður viðureignar. Hann leiðir deildina í fráköstum og hefur gert það allt timabilið. Þá er hann einnig með bestu skotnýtinguna í deildinni en hann nýtir skot sín ótrúlega vel. Það þarf ekki eyða mörgum orðum um það hversu mikilvægur Damon Johnson er liði Keflavíkur. Keflavík hirti alla titla sem í boði voru þegar hann kom fyrst hingað til lands. Hlé varð síðan á bikarastraumi til Kefla- víkur þegar hann brá sér upp á Akra- nes og síðan til Spánar. Hann er hins vegar mættur í bítlabæinn aftur og bikarar byrjaöir að koma í kippum og sér ekki fyrir endann á því enn þá. Donte Mathis lék með Skallagrími í janúar og stóð sig vel þann stutta tíma sem hann lék með liðinu. Hann fær flest stig af þeim bakvörðum sem leika í deildinni. Hann hins vegar óskaði eftir að vera leystur undan samningi til að fara til Slóveníu og er horfmn af landi brott, því miöur fyrir Borgnesinga. Kenny Tate úr Breiðabliki er á meðal fimm efstu en Tate hefur skor- að og frákastað mikið fyrir Blika í vet- ur. Hann á það tfl að vera misjafn en hefur oft á tíðum sýnt mikinn styrk og átt frábæra leiki. Darrell Lewis, sem leikur með Grindvíkingum, er góður leikmaður sem fallið hefur vel inn í leik þeirra gulklæddu. Er oft á tíðum ekki áber- andi en alltaf að gera góða hluti fyrir liðið hvort sem hann er að skora mflí- ið eða ekki. Er oft úr takti við aðra leikmenn sem gerir hann enn erfiðari viðureignar. ClOton Bush hefur unnið á í vetur, er sá leikmaður sem mest hefur bætt við sig frá síðasta lista. Mjög traustur sem leikmaður sem gerir fá mistök. Edmund Saunders hefur stimplað sig inn í deOdina með KeflavOc og styrkir hann liðið mikið. Aflt hans framlag tO þessa hefur verið viðbót við gríöarlega sterkt Keflavíkurlið og hefur hann ekki tekið neitt frá nein- um ehis og stundum vOl verða þegar þungavigtarmanni er bætt í hópinn þegar langt er liðiö á tímabOið. Jason Pryor kom til liðs við Val skömmu eftir áramót og kemur hann best út í framlagsformúlunni af þeim bakvörðum sem leika í deOdinni í dag. Hann virðist vera mikfll skorari og hjálpar einnig tfl við fráköstin þrátt fyrir að vera ekki hár í loftinu. Keith VasseU nær 10. sætinu en hans framlag hefur ekki dugað tfl sig- ur enn hjá Hamri sem hefur tapað öO- um leikjunum í defldinni eftir að hann kom tfl landsins. Hann ætti að vera kominn betur inn í hlutina hjá liðinu og verður fróðlegt að fylgjast með VasseO það sem eftir er leiktíðar. Það er ljóst að mikOl munur er á at- vinnumönnum frá Bandaríkjunum og þeim sem koma annars staðar frá sem vekur spumingar um hvort félögin ættu ekki að leita eftir starfskröftum tO Bandaríkjanna frekar en að ráða erlenda atvinnumenn sem koma héð- an og þaðan og eru varla hálfdrætting- ar á við Bandaríkjamennina. -Ben DV-Spori fylg- ir jöfnu NBA- deildarinnar DV-Sport byggir framlagsfor- múlu sína á „Efflciency“-for- múlu NBA-deOdarinnar sem var kynnt tfl leiks í vetur. Stig leik- manna eru reiknuð út frá töl- fræði þeirra 1 leikjunum. Jafnan er þannig: (Stig + fráköst + stoðsending- ar + stolnir boltar + varin skot) + (skot reynd - hitt úr skotum) + (víti tekin - hitt úr vítum) + tap- aðir boltar) / leikir. -ÓÓJ Bush bætti sig mest Clifton Bush hjá SnæfeOi er sá erlendi leikmaöur sem bætti sig mest frá úttekt DV-Sports í nóvember en Bush hefur fundið sig vel með SnæfeOi að undanfómu. Þeir bættu sig mest: 1. Clifton Bush, Snæfelli....+7,1 2. Eugene Christopher, ÍR.....+5,7 3. Stevie Johnson, Haukum ... +3,8 4. Laveme Smith, Val..........+2,4 5. Damon Johnson, Keflavlk ... +2,2 6. Darrell Flake, KR..........+1,5 7. Kenneth Tate, Breiðabliki ... +1,4 8. Isaac Hawkins, Skallagrími.. +1,3 9. Clifton Cook, Tindastóli .... +1,1 10. Robert O’Kelley, Hamri .... +0,8 -ÓÓJ Stevie ,.Wonder“ Johnson treöur boltanum i körfuna í eínum leikja vetrarins. DV-mynd Siguröur Jökull « Topplistar erlendra leikmanna í Intersport- deildinni: 1. Stevie Johnson, Haukum .... 42,0 2. Darrell Flake, KR ........41,9 3. Damon Johnson, Keflavík .. . 30,4 4. Donte Mathis, Skallagrími . .. 30,3 5. Kenneth Tate, Breiðabliki . . . 29,7 6. Darrel Lewis, Grindavik .... 29,4 7. Clifton Bush, Snæfelli....27,1 8. Edmund Saunders, Keflavík . 25,8 9. Jason Pryor, Val..........24,6 10. Keith VasseU, KR.........23,0 11. G.J. Hunter, Njarðvík...22,91 12. Clifton Cook, Tindastóli .. . 22,88 13. Isaac Hawkins, SkaUagrími . 22,3 14. Michail Antropov, Tindast. . 21,7 15. Robert O’KeUey, Hamri .... 21,2 16. Eugene Christopher, ÍR .... 20,9 17. Evaldas Priudokas, Val .... 20,0 18. Laveme Smith, Val .......17,6 19. Mirko Virijevic, Breiðabliki. 17,3 20. Kevin Grandberg, Keflavík . 15,3 21. Peter PhUo, Njarðvík.....14,5 22. Predrag Bojovic, Haukum . . 13,9 23. Darko Ristic, SkaUagrimi.. . 13,8 24. Maurice Carter, Tindastóli .. 11,5 25. MUosh Ristic, SkaUagrími ... 9,0 26. Bamaby Craddock, Val......8,6 Allir erlendir leikmenn gjaldgengir, líka þeir sem hafa yfirgefíð landið. Bestir af bakvöröum 1. Donte Mathis, SkaUagrími . . . 30,3 2. Jason Pryor, Val..........24,6 3. G.J. Hunter, Njarðvík ...22,91 4. Clifton Cook, Tindastóli .... 22,88 5. Robert O’KeUey, Hamri.....21,2 6. Eugene Christopher, ÍR....20,9 7. Laveme Smith, Val.........17,6 8. Peter Philo, Njarðvík.....14,5 9. Maurice Carter, Tindastóli .. 11,5 10. Barnaby Craddock, Val....8,6 Bestir af framherjum og miðherjum 1. Stevie Johnson, Haukum .... 42,0 2. DarreU Flake, KR .........41,9 3. Damon Johnson, Keflavík . . . 30,4 4. Kenneth Tate, Breiöabliki . . . 29,7 5. Darrel Lewis, Grindavík .... 29,4 6. Clifton Bush, SnæfeUi.....27,1 7. Edmund Saunders, Keflavík . 25,8 8. Keith VasseU, KR .........23,0 9. Isaac Hawkins, SkaUagrími . . 22,3 10. MichaU Antropov, Tindast. . 21,7 11. Evaldas Priudokas, Val .... 20,0 12. Mirko Virijevic, Breiðabliki. 17,3 13. Kevin Grandberg, Keflavík . 15,3 14. Predrag Bojovic, Haukum . . 13,9 15. Darko Ristic, SkaUagrími... 13,8 -ÓÓJ Stevie „Wonder“ óstöðvandi í vetur Stevie Johnson hefur fengið millinafniö „Wonder” meðal íslenskra körfuboltaáhugamanna og ekki að ástæðulausu þvi kappnin hefur farið hamforum með Haukaliöinu í IntersportdeOdinni í vetur. Johnson er með 35,2 stig að meöaltali í leik auk þess að taka 13,2 fráköst og gefa 4,7 stoðsendingar á félaga sína. Ofan á aUt er Stevie með 58,6% skotnýtingu og rétt tæpa 40% þriggja stiga nýtingu. Stevie hefur brotið 40 stiga múrinn alls sex sinnum I vetur en mest skoraði hann 47 stig i útisigri á Hamri en Johnson skoraði alls 90 stig í leikjum Hauka og Hamars í vetur. Þá hefur Stevie skoraöi yfir 30 stig í 11 af 16 leikjum sínum í defldinni en hann á 15 hæstu stigaskor Haukaliðsins í vetur og hefur verið stigahæsti leikmaður liðsins í öllum 16 leikjunum. Johnson hefur auk þess verið með tvennu i 15 af 16 leikjunum vetrarins og í tveimur leikjum getur hann státað af því að vera með þrefalda tvennu en hann var með 39 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar í tapi gegn GrindavOc og skoraði 23 stig, náði í 16 fráköst og sendi 10 stoðsendingar í sigurleik á Val. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.