Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2003, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 DV 25 Tilvera ' lífiö E F T I R V I N N U Gay-Lord á Spotlight DJ Gay-Lord er með diskó allt kvöldið á Spotlight í kvöld. Opið kl. 21-1. Klúbbakvöld á Astró Ný klúbbakvöld hefja göngu sína á Astró í kvöld, tileinkuð drum’n’bass. Plötusnúðar kvöldins eru Tryggvi, Bjöggi og Gunni auk Junglizt og VDE-066 sem flytja lif- andi tónlist. Kvöldið hefst kl. 21 og stendur yfir til 1 eftir miðnætti. Miðaverð er aðeins 300 kr. og 500 kr. eftir kl. 11. Grænlensk list og listiðnaður í anddyri Norræna hússins verð- ur í dag opnuð sýning á verkum grænlenska listamannsins Thue Christiansen. Alþjóðlegur uppistandklúbbur Fyrsta alþjóðlega uppistand- klúbbnum á íslandi, Rosalegt uppi- stand, verður hleypt af stokkunum í Sportkaffi dagana 13., 14. og 15. febr- úar. Fyrstu gestimir verða írinn David O Doherty og Nýsjálendingur- inn Rhys Darby. Burt með Kidda Kiddi Kanína í Hljómalind verður kvaddur á Gauk á Stöng í kvöld. Meðal þeirra sem fram koma eru: KK, Eivör Pálsdóttir, Dr. Gunni, Bubbi og Stríð & Friður, Brain Police, OK-G (Guðlaugur Kristinn Óttarsson), Rúnar Júlíusson og Gálgar frá Keflavík, Maus og DJ Andrea Jónsdóttir. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Stallone í þriðju myndinni um njósnakrakkana HFyrir tiltölulega litla peninga á Hollywood-skalanum hefur mexíkóski leikstjórinn Robert Rodriguez gert tvær Spy Kids-myndir sem hafa náð vin- sældum og halað inn dollara fyrir Rodriguez og fleiri. Það er sjálfsagt að mjólka kúna með- an hún gefur eitthvað af sér og nú er ailt komið á fuilt í gerð Spy Kid 3: Game Over sem að sögn á að vera lokakaflinn. Sömu leikarar með Ant- onio Banderas í broddi fylkingar leika aðalhlutverkin. í fýrri myndun- um tveimur voru það Alan Cumming pg Steve Buscemi sem léku þijótana. í þriðju myndinni er það enginn ann- ar en Sylvester Stallone sem leikur þijótinn Toymaker sem fjölskyldan frækna þekkir frá fornu fari. Steve Coogan leikur Phileas Fogg Þá er búið að ákveða hver leikur Phileas Fogg í end- urgerð Around the World in 80 Days. Breski leikarinn Steve Coogan hefur orðið fyrir valinu. Nokkuð er síðan Jackie Chan var ráðinn í hlutverk samferðamanns hans, Passepartou. í fyrri útgáfu myndarinnar, sem hlaut óskarsverðlaunin sem besta kvik- myndin árið 1956, voru það David Niven og Cantinflas sem léku þessi hlutverk. Coogan var, þar til hann lék eftirminnilega aðalhlutverkiö í 24 Hour Party People, einn þekktasti grínisti Breta. Umhverfis jörðina á 80 dögum er gerð eftir skáldsögu Jules Vemes þar sem breskur aðalsmaður seint á nítjándu öld veðjar um að hann komist hringinn í kringum jörðina á 80 dögum. Áætlað er að myndin kosti 100 milljón dollara. Bíófrumsýningar: Einstæðingur, fasteignasali, njósnarar og skrýtinn karl Bíogagnrýní Njósnaleikur Smárabíó/Regnboginn - I Spy ★★i Sif Gunnarsdóttir skrifar gagnrýni um kvikmyn dir. Þá er búið að birta tilnefhingar til óskarsverðlauna og meðal þeirra kvikmynda sem fá tiinefningar er About Schmidt sem frumsýnd verður á morgun. Það eru gæðaleikaramir Jack Nicholson og Kathy Bates sem fá tilnefhingar fyrir leik sinn í mynd- inni. Aðrar kvikmyndir, sem sýning- ar hefjast á á morgun, em hver úr sinni áttinni, Kalli á þakinu er sænsk teiknimynd, byggð á sögu eftir Astrid Lindgren. Ballistic: Ecks vs. Sever er harðsnúin njósnamynd og Two Weeks Notice er rómantísk gaman- mynd þar sem Hugh Grant leikur draumaprinsinn, einu sinni enn. About Schmidt Það er jafnan viðburður þegar stór- leikarinn Jack Nicholson kemur fram í nýrri mynd en hann fer með titilhlutverkið í About Schmidt. Myndin er byggð á samnefndri skáld- sögu Louis Begley um Warren Schmidt, ósköp hversdagslegan mann sem lendir á skömmum tíma í ótrúlegu mótlæti. Til að byrja með er hann að ljúka starfsævinni sem tryggingafræðingur og veit ekki hvað hann á af sér að gera. Augasteinninn hans, einkadóttirin Jeannie (Hope Davis), er um það bil að giftast Randall, náunga sem Schmidt hefur óbeit á. Þar með er ekki öll sagan sögð því kona hans fellur skyndilega frá eftir 42 ára hjónaband. Orðinn einstæðingur, án eiginkonu, fjöl- skyldu og starfs, heldur Schmidt i ör- væntingarfuila leit að fyllingu í sitt sviplausa líf. Leikstjórinn Alexander Payne hlaut mikið lof fyrir Election. Hann skrifar einnig handritið í félagi við Jim Taylor. Kalli á þakinu Það er ekki auðvelt að vera litill strákur og eiga vin sem enginn trúir að sé tii í raun og veru. Það fær Brói litli að reyna þegar hann kynnist Kalla á þakinu, skrýtnum karli sem á About Schmidt Jack Nicolson leikur hinn 66 ára gamla Warren Schmidt. Hún er frábær lögfræðingur og er án efa einn besti hugsuður fyrirtækis- ins. Vandamálin eru að hún hefur magasár og sefur lítið. En þaö er ekki vinnan sem fer svona í hana heldur er það miiljónamæringurinn, yfir- maður hennar, George Wade, sem veldur þessum veikindum hennar. Hann er aðlaðandi og myndarlegur en einnig mjög upptekinn af sjáifum sér og hann fer með Lucy eins og hún sé bamfóstra, ekki lögfiræðingur, og getur hann varla látið á sig bindi án hennar hjálpar. Kalli á þakinu Kalli er skrýtinn kari sem á hús uppi á þaki og er meö þyrluspaöa á bakinu. þeirra sem ljá raddir sínar eru Jó- hann Páll Jóhannsson, Atli Rafh Sig- urðsson, Sigurður Sigurjónsson, Jó- hanna Jónas, Steinn Ármann Magn- ússon, Davíð Þór Jóns- son, Guðfinna Rúnars- dóttir og Jóhanna Vigdís Amar- dóttir. Ballistic: Ecks vs. Sever Antonio Banderas og Lucy Liu em í aðalhlutverkum í spennumyndinni, Ballistic: Ecks vs Sever. Þegar það kvisast út að nýtt fuUkomiö morð- vopn sé komið á markaðinn, morð- vopn sem er nánast ósýnilegt og drep- ur þegar morðingjanum hentar, er ljóst að það þarf að gera það óvirkt. Aðeins tveir njósnarar teljast hæfir til að leiða leiða þetta verkefni til lykta. Annar njósnarinn hefur dulnefnið Sever. Engin veit hver þessi njósnari er ann- að en hann er kona. Hinn njósnarinn er Ecks, fýrr- um FBI-maður sem hefur sest í helgan stein. Það er ljóst að það þarf að fá þau til að starfa saman en það getur reynst erfitt því að þau hata hvort annað. -HK Ballistic: Ecks vs. Sever Antonio Banderas og Lucy Liu leika ofurnjósnara. hús uppi á þaki og er með þyrluspaða á bakinu svo hann getur flogið um eins og fugl. En svo gerast ósköp- in. Einhver kemur auga á Kaila á flugi og stórfe er heitið þeim sem getur upplýst ráð- gátuna um þennan dularfulla, fljúg- andi furðuhlut. Þegar tveir skuggalegir ná- ungar, sem svífast einskis til að kom- ast yfir verðlauna- féð, bijótast inn til Bróa til að hand- sama Kalla eru góð ráð dýr. En Kalli á þakinu hefur reyndar ráð undir rifi hveiju. Kalli á þakinu er teiknimynd og byggð á bók eftir Astrid Lindgren. ís- lenskt tal er við myndina og meðal Two Weeks Notice Two Weeks Notice skartar tveimur af helstu kvikmynda- stjömum nútímans, Hugh Grant og Söndru Bullock. Builock leikur Lucy Kelson, ráðgjafa hjá einu stærsta fasteignaverk- takafyrirtæki New York. Two Weeks Notice Hugh Grant leikur milljaröamæring og kvennagull og Sandra Bullock leikur lög- fræöing sem er aö fara á taugum vegna vinnuálags fyrir hann. Owen Wilson leikur Alexander Scott, njósnara sem er enginn James Bond, svo ekki sé meira sagt, og lifir sínu njósnaralífi í stöðugri minnimáttarkennd gagnvart súpernjósnaranum Carlosi (Gary Cole). Sá skilur ekki bara við konur algjörlega fullnægöar heldur fær líka alltaf flottustu græjumar á sín- um njósnaferðum: minnstu mynda- vélarnar, öflugustu sprengjumar og hátæknihlerunarbúnað. En þegar fyrstu ósýnilegu orrustuflugvélinni er rænt aif alþjóðlega vopnasalanum Gundars (McDowell) er það Scott sem er sendur til Ungverjalands þar sem Gundars er að bjóða flugvélina til kaups - Carlos er orðinn svo heimsfrægur spæjari að það er ekki hægt að nota hann í neitt nema for- síðufréttir með forsetanum. Til að Gundars fatti ekki að Scott er njósn- ari fer hann sem aðstoðarmaður boxarans Kellys Robinsons (Murphy) sem ætlar að verja titil sinn í Búdapest. Kelly er nefnilega heimsmeistari í boxi - og monti ef Hnefalelkakapplnn og njósnarinn Eddie Murphy hefur ekki veriö skemmtilegri í mörg ár. það væri keppt í því. Þeim félögum kemur að sjálfsögðu illa saman og þrasa mikið og deila. Enda gengur allt á afturfótunum, ekki síst vegna þess að Scott er skotinn í öðrum am- erískum njósnara, Rachel (Famke Janssen) sem eitt sinn hét Onatopp og var andstæðingur Bond, þannig að allt stefnir í óefni. I Spy á að vera blanda af húmor og spennu og annar þessara þátta gengur algjörlega upp en hinn alls ekki. I Spy er óneitanlega fyndin mynd og Eddie Murphy hefur ekki verið svona skemmtilegur í mörg ár. Það er helst að aðfarir hans minni mann á eina bestu persónu hans, Alex Foley í Beverly Hills Cop. Hann er jafn pirrandi og hann er sjarmerandi sem hinn ofursjáifs- ánægði boxari Robinson sem hefur unnið 57 hnefaleikasigra í röð og þrisvar sinnum fleiri kvenmanns- hjörtu. Owen Wilson er líka sérdeil- is skemmtilegur í hlutverki Scott sem er síkvartandi yfir klunnaleg- um og gamaldags njósnagræjum sem honum er alltaf úthlutað og vælandi yfir því að ná ekki í skvís- una sem hann er skotinn í. Samleik- ur þeirra félaga er fínn, Wilson leyf- ir Murphy að njóta sín sem aðal- grínarinn en á samt nokkur nett at- riði sjálfur og Cyrano de Bergerac- atriðið, þar sem Robinson hjálpar Scott að reyna við stelpu með því að hvísla að honum textanum við gamla lagið hans Marvins Gaye, Sexual healing, er eitt og sjáift ferö- arinnar virði. Vandræðin byrja þegar myndinni er ætlað að færa sig úr fyndninni yfir í spennuna því þótt leikstjórinn Betty Thomas hafi greinilega eyru og augu fyrir húmor þá eru spennu- atriðin algjörlega laus við - ja, spennu. Enda er plottið ómögulegt og maður bíður óþreyjufullur eftir því að bílaeltingarleikjunum og byssubardögunum ljúki svo maður geti farið að flissa áftur. Því maður flissar svo sannarlega. Leikstjóri: Betty Thomas. Handrit: M. Wibberley, C. Wibberley, D. Ronn og J. Scherick. Kvikmyndataka: Oliver Wood. Tónlist: Richard Gibbs. Aöalleikarar: Eddie Murphy, Owen Wilson, Famke Janssen, Malcolm McDowell og Gary Cole. At

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.