Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2003, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 Fréttir DV Verðhjöðnun í febrúar Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,18% í febrúar og er niðurstaðan und- ir væntingum markaðsaðila sem spáðu að meöaltali 0,07% lækkun. Síð- astliðna 12 mánuði hefúr vísitala neysluverðs hækkað um 1,5%. Athygli vekur að vísitala neyslu- verðs án húsnæðis lækkaði um 0,36% í mánuðinum og síðastliðna 12 mán- uði hefur vísitala neysluverðs án hús- næðis aðeins hækkað um 0,3%. Það er því ljóst að mikil þensla á fasteigna- markaði heldur verðbólgu uppi. Útsöluáhrif voru óvenjumikil í mánuðinum en einnig getur verið um varanlegar verðlækkanir að ræða vegna styrkingar gengis en innfluttar vörur lækkuðu þó nokkuð í mánuðin- um. Sá liður sem haföi hvað mest áhrif á vísitöluna að þessu sinni var verð á fatnaði sem lækkaði um 5,7% og hafði það 0,3% áhrif á vísitöluna tO lækkunar. Bensínverð lækkaði litils háttar, eða um 0,45%, sem hefur 0,02% áhrif á vísitöluna til lækkunar. Mat- vælaverð stóð nokkum veginn i stað í mánuðinum en þó lækkaði verð á kjötvörum mikið en mikil verðlækkun hefur verið á kjúklingum að undan- fömu. -VB Skattsvik við hrossasölu: Endurálagning og væg refsi- meðferð Meðferð þeirra mála er upp komu vegna skattsvika í tengslum við út- flutning á íslenskum hrossum árið 1999 er nú lokið, að sögn Skúla Egg- erts'Þórðarsonar skattrannsóknar- stjóra. Umrædd mál komu fyrst upp í Þýskalandi 1999 og vörðuðu þá und- anskot á tollgreiðslum vegna hrossa- útflutnings héðan. Við samvinnu er- lendra tollayfirvalda og íslenskra skattrannsóknaryfirvalda kom í ljós að nokkrir útflytjendur höfðu svikið undan skatti upphæðir sem námu tugum milljóna króna. Að sögn skattrannsóknarstjóra lauk nokkrum málanna með endurá- kvörðun um álagningu skatta. Sum þeirra fóru síðan í væga refsimeð- ferð. Um hefði verið að ræða mál sem ekki hefði verið talin efni til að fara meö til lögreglu. „Þetta er ekkert öðru vísi heldur en allur annar atvinnurekstur," sagði skattrannsóknarstjóri. „Mál af þessu tagi koma upp aftur og aftur. Þessi pakki sem um ræðir og varðaði hrossaútflutninginn var frábrugðinn að því leytinu til að þama fengum við svo mikið af upplýsingum í einu að það vakti sérstaka athygli. Hins vegar má ekki rugla þessu saman við tollsvikamálin sem komu upp í Þýskalandi þótt sömu útflutn- ingsaðilar ættu þar hlut að máli í sumum tilvikum. Það var alfarið i verkahring erlendra tollyfirvalda að sjá um þann anga undanskotanna sem fram fór í Þýskalandi." -JSS Forsætisráðherra á Viðskiptaþingi: Hugað verður að skattalækkunum „Það er engin goðgá að huga að breytingum á sköttum í rétta átt, til lækkunar, en ekki hækkunar," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra á Viðskiptaþingi Verslunarráðs í gær. Engin ástæða væri að láta ríkissjóð fitna um of heldur ætti að skOja sem mest eftir hjá fólki og fyrirtækjum í landinu. Spurður um hvort i þessum orðum fælist loforð um væntanlegar skatta- lækkanir segist Davíð telja að góð skilyrði séu til þess á næsta kjörtíma- bili að huga að frekari skattalækkun- um en gerðar hafi verið á þessu kjör- tímabili. „Eigna- skattar voru að vísu lækkaðir, hátekju- skattur var lækkað- ur og fleiri slíkar breytingar gerðar en staða ríkissjóðs er slík að það er hægt að huga að þessu og það verður gert,“ segir Davíð. 1 ræðu sinni á Viðskiptaþingi tók hann að nokkru leyti undir gagnrýni Verslunarráðs á vaxtastefnu Seðla- bankans. Vegna gagnrýni á þróun gengis krónunnar og kröfur um að- gerðir af hálfu stjómvalda sagði hann hins vegar að forráðamenn fyrirtækja hefðu samanlagt meira um gengið að segja með sínum aðgerðum en ríkið. Davíð sagðist telja að þjóðin væri nú að komast í efnahagslega óska- stöðu og lauk ræðu sinni með tilvísun til komandi kosninga og sagði: „Dæm- in úr sögunni sýna að jafnvel slíkri stöðu má klúðra á örstuttum tíma ef þeir sem tO slíks eru hæfastir fá tæki- færi tO.“ -ÓTG Sjá bls. 16-17 og viðbrögð á baksíðu Davíö Oddsson. DV-MYND SIG. JOKULL Stækkun hótels fagnaö Jóhannes Viöarsson, veitingamaöur í Fjörukránni, hefur stækkaö og endurbætt Hótel Viking sem rekiö er í húsnæöi gömlu smiöjunnar viö hliö Fjörukrárinnar. Hefur 10 nýjum herbergjum veriö bætt við svo heiidarfjöldi herbergja er nú 29. Jóhannes bauö viöskiptavinum og velunnurum aö skoöa stækkaö hótei í gærkvöld. Bótalaus eignaupptaka ríkisins á þinglýstum bújörðum bænda: Dæmi um gagns- lausa valdsetningu - segir Sigurður Líndal lagaprófessor Ríklö vill sitt Hér er ein stóru jaröanna, Svínafell í Öræfum, sem ríkiö vill eignast hlutdeild í. „Hvað mundu Reykvdtingar segja ef stjómvöld ákvæðu að þeir mættu bara eiga svo og svo marga metra upp eftir húsunum sínum - rfldð ætti restina?" spyr Bjöm Sigurðsson, bóndi í Úthlíð í Biskupstungum. Jörðin hans er í hópi þeirra stærri á landinu og er hann afar óhress með þá ákvörðun fjármálaráðherra að reyna að „krækja í eigur ann- arra“ með þvi að setja málið fyr- ir dómstóla. Mikfll hiti er land- eigendum sem telja sig verða fyr- ir barðinu á ríkisvaldinu í þjóðlendu- málinu. Borgarafundur í Öræfum Bændur og aðrir jarðeigendur í SkaflafeUssýslum hafa nú boðað tO al- menns fundar í Öræfum á laugardag. Þar verður tekin fyrir kröfugerð ráð- herra í þjóðlendumálum. 1 fréttatOkynningu fundarboðenda segir að fuOtrúar fjármálaráðherra fari mUtlu offari í kröfugerð sinni i þjóö- lendumálum. Ýmsir alþingismenn hafi lýst því yfir að þessar kröfugerðir nái langt út yfir tOgang þjóðlendulaga og það hafi aldrei verið vflji Alþingis að rfldð ásælist þinglýstan einkaeignarrétt að jörðum bænda bótalaust. Slík eigna- upptaka sé beinlínis brot á stjómarskrá og mannréttindum. Meðal frummælenda á fundinum verða lögmennimir Ragnar Aðalsteinsson og Sigurður Líndal prófessor. Sá síðamefndi hefur uppi alvarlegar athugasemdir við ráðagerð ríkisvaldsins í þessum efnum: „Ég er ekki sáttur við þjóðlendulög- in,“ segir Sigurður. Hann ætlar að ræða um eignarrétt að landi og hvers eðlis þessi eignarréttur er. Hvað merkir þaö tfl að mynda að eiga Ódáðahraun? „Þetta er takmarkaður eignar- réttur að ýmsu leyti, réttur tíl beitar, réttur tO veiði og fleira. Það er ekki endflega að menn eigi landið með öflum gögnum og gæðum,“ sagði Sigurður og bætti við að menn væm ekkert ánægð- ir með þessi mál og að sínum dómi sé það algjör óþarfi að hafa sett þessi lög. „Þetta er dæmi um gagnslausa valdsetningu. Ég hef ekki skflið nauðsyn þessa og mér finnst bara eðlflegt að taka svæðin fyrir ef þess þarf á hveijum stað fyrir sig.“ Þegjandi samþykki þingmanna „Það er von þeirra sem tfl fundarins boða að sem flestir mæti því tilgangur- inn er að efla samstöðu bænda og ann- arra gegn þessari makalausu aðfór að þinglýstum eignarrétti - aðför embætt- ismanna fjármálaráðherra með þegj- andi samþykki alþingismanna," segir í fundarboði. -JI Hófsamir drykkjumenn íslendingar drekka eOma minnst áfengi Evrópuþjóða ef marka má frétt í norska blaðinu Dagsavisen. Norö- menn eru á botni listans en Svíar og íslendingar rétt fyrir ofan. írar drekka manna mest í Evrópu. Borgarstjóri ósáttur Borgarstjóri, Þórólfur Ámason, lýsti því yfir við RÚV í gær að hann væri ósáttur við hve hlutur höfuðborgar- innar væri rýr þegar horft væri tfl þess at- vinnuátaksfjár sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja tfl framkvæmda. Aðeins um 16% fiár- ins fara tfl framkvæmda á höfúðborg- arsvæðinu en þar er hópur atvinnu- lausra langijölmennastur. Mikill munur á fiskverði Munur á hæsta og lægsta fiskverði getur verið meira en 90% á mflli verslana. Þetta kemur fram i könnun sem Verðlagseftirlit ASÍ gerði á nýver- ið. Af 25 vöruflokkum sem voru tfl í meira en helmingi verslana var munur á hæsta og lægsta verði í 19 tilvikum yflr 90%. mbl.is greindi frá. Mest hækkun í Hafnarfirði Hver Hafiifirðingm- greiðir 40% hærri fasteignagjöld í ár en árið 2000. Hækkunin var 33% á hvem Kópavogs- búa, 27% á hvem Garðbæing, 25% á hvem Seltiming. Minnst er hækkunin í Reykjavík eða 19%. mbl.is greindi frá. Óvissa um vígslubiskup Kjósa þarf á mflli séra Jóns Aðal- steins Baldvinssonar, sendiráðsprests I í London, og Vals Ingólfssonar lektors, i annarri umferð kosningar um nýjan vigslubiskup í Hólabiskupsdæmi. Úr- slit ættu að liggja fyrfr í mars. i fyrri umferð kosninganna féflu út þau sr. Dafla Þórðardóttir og sr. Guðni Þór Ólafsson. Hass með flugi Lögreglan á Siglufirði lagði í gær halda á sjö grömm af hassi sem voru send með flugi frá Reykjavík. -aþ I afmælisgrein um Ásrúnu Heið- arsdóttur í DV 8. febrúar sl. er ranghermt að Einar Einarsson sé fyrrverandi eiginmaður Guðbjargar Elinar Heiðarsdóttur, hann er nú- verandi sambýlismaður hennar. Prentvillupúkinn komst líka í nafn Sigfúsar Benediktssonar, eigin- manns Hugrúnar Kristjánsdóttur, móður Ásrúnar. DV biðst velvirð- ingar á mistökunum. f ókus rma Á MORGUN í fótspor feðranna í Fókus á morg- un er rætt við Ragnar Kjartans- son sem oftast er kallaður Rassi prrunp. Ragnar er listamaður og með- limur í hljómsveit- inni The Funerals og er einn af aðstandendum V- dagsins sem er á morgun. Við fiöU- um líka um Valentínusardaginn sem er einnig á morgun og ræðum við mótorhjólakappann Valda kalda. Þá er umfiöUun um fólk sem fetar í fótspor foreldra sinna og starfar á sama vettvangi og þeir og hljómsveitin Brain Police ræðir um gott gengi sitt undanfarið. Við segjum frá uppistandi á Sportkaffi um helgina og spjöUum við Tómas Inga Ragnarsson sem var að koma úr mánaðar ævintýrafór í TaUandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.