Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2003, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2003, Síða 11
FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 DV Fréttir 11 Auöur Jónsdóttir garöyrkju- fræðingur við blómstrandi töfratré í Grasagaröinum í Reykjavík. Töfratréö byrjaöi aö blómstra í desember en tók sér hlé eftir áramót, þaö byrjaðí aö springa út aftur fyrir skómmu. I' Haustliljur Litjurnar eru andstæða vorlaukanna og blómstra seint að hausti, í lok október eða byrjun nóvember, og geta jafnvel staðiö í blóma fram í janúar. Á sumrin eru liljurnar fremur óásjálegar grænar þústir sem vaxa allt sumariö. verstu umhleypingunum. „Grein- arnar virka eins og snjólag og hlífa plöntunum." Björkin vel aðlöguð „Grasakonurnar" í Laugardaln- um segja að norrænar tegundir þoli svona veðurfar miklu betur en þær suðrænu. „Birki fer ekki af stað fyrr en daglengd hefur náð ákveðnu lágmarki og er ekkert að láta hitastigið rugla sig í ríminu. Björkin er aðlöguð svona veðri þannig að hún sefur bara í róleg- heitunum.“ Auður segist reyndar ekki vera frá því að loðvíðir sé eitthvað far- inn að sperra sig. „Brumin eru að þrútna og spurning hvort hann fer ekki að opna sig.“ Dóra segist telja núverandi hlýindaskeið óvenju- langt. „Það hafa oft komið stutt skeið en þetta er óvenjulangt og við vitum hreinlega ekki hvaða áhrif það hefur. Hlýindi af þessu tagi eru hættu- legri eftir því sem nær dregur DVMYNDIR GVA Gljámispillinn er farinn að laufgast Dóra Jakobsdóttir grasafræðingur segist vona að veður fari hægt kólnandi til að hægja á gróðri og draga úr hættu á kalskemmdum. sumri því þá er meiri hætta á að gróðurinn ruglist. Plöntumar eru komnar lengra af stað og skemmd- ir meiri." Frostlyfting og rótarslit „Allra best væri ef það kólnaði svolítið, kæmi vægt frost og smá- fól til að hlífa gróðrinum." Auður og Dóra segja að það sé í raun ósköp lítið sem fólk geti gert til að verja gróður fyrir veðri. „Það má leggja greinar og lauf að rótunum til að koma í veg fyrir frostlyft- ingu og rótarslit. Klippingatíminn er að hefjast en þar sem sumum tegundum, eins og gljávíði, reyni- við, gullregni og kergi, er hættara við sveppasýkingu ætti að geyma að snyrta þær fram á vorið.“ -Kip Trjágróður getur ruglast í rimlnu Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaö- ur segir að það sé ekki enn komið hættuástand fyrir gróðurinn en lík- legt aö runnargeti látið á sjá ef gróður springur meira út og svo kólnar skyndilega. „Það er samt viðbúið að einhverj- ir runnar láti á sjá ef þetta endur- tekur sig. Á íslandi er allra veðra von á hvaða árstíma sem er.“ Gljámispill aö laufgast „Víða í Reykjavík er farið að bera á því að gljámispill sé farinn að laufgast og hætt við að hann láti á sjá eins og aðrir runnar á svipuðu róli, til dæmis fjallarifs og sírenur, sem ég hef séð að eru farnir að bruma. Ég hef ekki trú á að þeir guggni alveg, þótt þá geti kalið eru þeir tiltölulega fljótir að vaxa frá svona áföllum." Hafsteinn segir það staðreynd að meðalhiti á jörðinni fari hækk- andi og að það gæti auðveldlega haft áhrif á íslenska náttúru ekki síður en garðyrkjuna eða land- búnaðinn. „Hugsanlega er vetrar- veðrátta hér að breytast af þessum völdum en það hefur samt lítil sem engin áhrif á sumarhitann þannig að ég á ekki von á því að hér vaxi upp aldingarðar og vín- ekrur. Rófurnar spretta kannski lengur fram eftir haustinu og kýrnar verða ef til vill lengur úti á beit en það er allt og sumt.“ -Kip IJEILSIIUÁIM Þjálfunar og æfingarpunktar Sumir halda því fram að komi þeir ekki til með að æfa 6 sinnum í viku og stunda erfiðar æfingar sé þjálfunin hálfgerð tímasóun, Eina leiðin til að ná árangri sé að æfa eins og keppnisíþróttamanneskja. Þessi hugsunarháttur fælir í raun fjölmarga frá því að stunda þjálfun. Rannsóknir sýna að öll þjálfun, hversu Irtil sem hún er, er betri en engin. Til dæmis geta reglulegir göngutúrar eða jafnvel vinna í garðinum bætt líkamástandið. Byrjaðu rólega. Eftir nokkurn tíma þegar líkamsástandið hefur batnað og getan er orðin meiri ferðu að gefa þér meiri tíma í þjálfunina. Hreyfing er fyrir alla. Matseðill dagsins Dagur 17 Morgunverður: Fitness morgunkorn Dreitill Gulrætur 3 dl 1 glas 2 stk. Hádegi: Kjúklingasamloka 1 stk. Miðdegisverður: Lagkaka 80 g = 1 með Kvöldverður: Lúða, steikt Kartöflur, soðnar Grænmeti, blandað Létt viðbit 150 g 3 „eggstórar' 100 g + 1 msk. Kvöldhressing: Rjómaís, 10% f ita 2 dl = 1 skál Þeir eru margir sem hræðast tilhugsunina um að breyta matarvenjum sínum og segjast vart getað hugsað sér að hætta að borða allt sem þeim þykir „gott" og borða aðallega það sem þeim finnst „vont". Sem betur fer er ekki verið að fara fram á slíkt. Reyndar heyrast því miður oft öfgakenndar yfirlýsingar þar sem því er slegið fram að hinar ýmsu fæðutegundir séu bráðóhollar og jafnvel hættulegar. I því sambandi eru kjöt- og mjólkurmatur gjarnan nefnd til sögunnar ásamt auðvitað öllu sem heitir sælgæti. Einnig hefur verið í tísku að telja ger og þar með allar gerafurðir stórvarhugaverðar. Reyndar hefur allur matur eitthvað að bjóða sem likaminn getur nýtt sér. Allflestir finna sem betur fer einhverjar fæðutegundir í hverjum fæðuflokki sem þeim finnst bragðast vel. Þetta er ekki spurning um að hætta að borða „góðan" mat og fara að troða í sig „vondum" mat heldur spurning um að setja hinar ýmsu fæðutegundir rétt saman. Mikið yrði nú Irfið líka leiðigjarnt ef við myndum hætta að borða mat sem okkur finnst svo einstaklega bragðgóður. Kveðja, Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur HReynnG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.