Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2003, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2003, Page 14
Menning________________________________________ Tilfinningar eru alþjóðlegar - og það er tónlistin líka á tónleikum Bjarna Thors og Eteri Gvazava í Salnum annað kvöld Annaö kvöld gefst ís- lenskum tónleikagestum einstakt tœkifœri til aö heyra rússnesku dívuna Eteri Gvazava syngja Draumalandiö eftir Sig- fús Einarsson, hiö íslensk- asta aföllum lögum. Þessi unga og glœsilega sópran- söngkona heillaöi heim- inn í hlutverki Violettu í La Traviata eftir Verdi í beinni sjónvarpsútsend- ingu frá París til ríflega hundraö landa sumariö 2000 og upptökuna hafa íslenskir sjónvarpsáhorf- endur fengiö aö sjá tvisvar, jólin 2001 og 2002. Óperustjömumar Eteri Gvazava sópran og Bjarni Thor Kristinsson bassi og Jónas Ingimundarson pí- anóleikari bjóöa gestum í Salnum í söngferðalag frá Rússlandi til íslands ann- að kvöld, laugardags- kvöld, kl. 20. Bjarni Thor kom, sá og sigraði hugi og hjörtu áheyrenda í Salnum í september 2001. Um þá tónleika sagði Jónas Sen hér í blaðinu: „Bjami er einstak- ur söngvari með mjög dimma rödd, nánast svarta, afar kraftmikla og vel mótaða. Hin ólíkustu gervi birtust manni ljóslifandi á tónleikunum: þarna var Heinrich konungur í Lohengrin Wagners, presturinn Sarastro í Töfraflautu Mozarts, öryrkinn Porgy í „al- þýðuóperunni" Porgy og Bess eftir Gershwin og alis konar aðrar skrautlegar persónur." Pamína féll fyrir þulinum í tilefni af þeim tónleikum sagði Bjarni Thor í spjalli við menningarsíðu að af ein- hverjum óskiljanlegum ástæðum væri bass- inn sjaldnast í hlutverki elskhugans, þar væri það tenórinn sem oftast fengi að njóta sín. En þegar Bjarni birtist með sina undur- fógru eiginkonu sér við hlið og flmm mán- aða dóttur í burðarrúmi er augljóst að hann hefur fengið að leika hlutverk elskhugans, að minnsta kosti prívat. Þegar innt er eftir kemur í ljós að þau kynntust á óperusvið- inu, nánar tO tekið á sviði óperunnar í Pal- ermo á Sikiley við æfingar á Töfraflautu Mozarts. Þar söng Eteri Pamínu en Bjarni Thor var þulurinn. „Það var ekki bara röddin sem ég féll fyr- ir,“ segir Eteri og brosir sínu fallega brosi, „persónuleiki hans átti líka sinn stóra þátt í því að ég laðaðist að honum - ekki þó í hvelli heldur smám saman!“ Hún talar þýsku, það er tungumálið sem þau nota sam- an enda búa þau í Berlín og gera út þaðan. Bæði hafa þau haldið fjölmarga tónleika, ein eða með öðrum söngvurum, en tónleik- arnir í Salnum eru þeir fyrstu sem þau syngja saman svo að þetta er stór stund, bæði fyrir þau og okkur. Þau hafa verið lengi með þá í undirbúningi, til dæmis hafa þau bæði verið að læra ljóð á máli hins og fengið góða tilsögn í framburði hvort hjá öðru. Eteri tekur fram að Bjarni nái rúss- neskunni afar vel. En hvernig valdi hún ís- lensku lögin sem hún syngur? „Við hlustuðum á ótal diska með íslensk- um einsöngslögum," segir Bjarni, „og svo valdi hún það sem féll best að hennar smekk og passaði líka vel inn í heildarefnisskrána, það urðu Draumalandið og Kvöldsöngur eft- ir Markús Kristjánsson." „Ofsalega falleg lög,“ segir Eteri. Á fyrri hluta efnisskrárinnar eru ljóð og lög frá Úkraínu, Póllandi, Finnlandi, Noregi auk íslands og Rússlands. Ljóðin eiga sam- eiginlegt að vera öll á þjóðlegum nótum þannig að annaðhvort hljómurinn eða inni- haldið er bundið uppruna sínum. í síðari hlutanum eru dúettar frá Þýskalandi, Ítalíu, Bandaríkjunum og Rússlandi. Engar góðar óskir Eteri Gvazava er fædd og uppalin í borg- inni Omsk í Rússlandi og lærði til söngs í heimalandinu. 1995 fór hún til Þýskalands í framhaldsnám og hefur búið þar að mestu síðan. Hún sigraði í alþjóðlegu söngkeppninni Neue Stimmen (Nýjar raddir) árið 1997 og hefur síðan öðlast mikinn frama á óperusviðum Evrópu. Hún segir að röddin hafi ekki breyst merkjanlega við að eignast dótturina, Katarínu Anastasiu, en hefur ekki líf ungrar önnum kafinnar söng- konu breyst við barn- eign? „Jú, líf mitt varð enn- þá fegurra,“ segir hún með sínu fallega brosi. Þau ætla að freista þess sem lengst að púsla vinnu sinni saman þannig að þau geti sem mest verið saman öll þrjú. Þau vita að barn er fljótt að stækka og sá tími kemur ekki aftur. Fram undan hjá henni eru ljóðatónleikar á Ítalíu, óperutónleikar í Peking í Kína ásamt fleiri söngvurum og tónleikar í Luzerne í Sviss með Claudio Abbado, einum fremsta hljómsveitarstjóra heims. Fyrsta óperuhlut- verkið eftir fæðingu Katarínu er greifynjan í Brúðkaupi Fígarós í Flórens undir stjórn Zu- bins Metha. Bjami Thor segist aöallega vera aö syngja múslíma um þessar mundir. Núna syngur hann hlutverk konungsins í Aidu og Osmins í Brottnáminu úr kvennabúrinu í Ríkisóper- unni í Berlín og fram undan er hlutverk Tyrkjans í Tyrki á Ítalíu eftir Rossini við Þjóðaróperuna í Vínarborg. „Þaö er ný uppsetning og ég er að læra hlutverkið núna fyrir frumsýninguna," seg- ir Bjami. „Það má segja að það séu austræn- ir tímar fram undan hjá mér. En eins og tón- listin er alþjóðleg þá eru mannlegar tilfinn- ingar hinar sömu hvar í heimi sem er.“ Með þeim Eteri og Bjarna leikur Jónas Ingimundarson píanóleikari, „ótrúlega næmur meðleikari," segir Eteri, „sem leiðir mann áfram af einstökum skilningi og sjarma.“ Þegar þau fara er reynt að óska þessum háttvísu og glæsilegu heimssöngvurum góðs gengis á þýsku en Bjarni grípur fram í í miðri tilraun og segir: „Aldrei óska góðs gengis - bara hrækja á eftir okkur!“ Það gerum við svikalaust. Tónlist Margt býr í þokunni Nútímatónlist var á efnisskrá tónleika Sinfóníuhljómsveitar íslands, sem Eistinn Tönu Kaljuste stjórnaði í Háskólabíói í gærkvöld. Hún var eftir þá Atla Heimi Sveinsson og Arvo Part, Doloroso eftir þann fyrmefnda en Orient & Occident og Cecilia, vergine romana eftir hinn síðar- nefnda. Allar tónsmíðarnar voru á ákaf- lega auðskiljanlegu tónmáli, tóntegundim- ar að mestu hefðbundnar og að heyra slíka tónlist svo skömmu eftir Myrka mús- íkdaga var eins og að vera á gömlu döns- unum. Að vísu var engin ballstemning í verki Atla, þvert á móti er Doloroso harmljóð, samið í minningu Guðrúnar Katrínar Þor- bergsdóttur. Tónlistin var lágstillt og dap- urleg en um leið sérkennilega ópersónuleg og fjarlæg, það gerðist ekkert í verkinu, þetta var fyrst og fremst andrúmsloft túlk- að í tónum og komst það fyllilega til skila. Næst á dagskrá var stílhrein tónsmíð eftir Part, Orient & Occident og gat maður ekki betur heyrt en það væri sterklega undir áhrifum af arabískri tónlist. Strengjaleikarar Sinfóníunnar náðu prýð- isvel sérkennilegum tónblænum sem verk- ið krafðist og var útkoman seiðandi og skemmtileg. Ekki síðri var Cecilia, vergine romana fyrir blandaðan kór og hljómsveit eftir Párt, þar sem sögð var helgisögnin um heilaga Sesselju, verndardýrling tónlistar- innar. Tónlistin var einfóld að gerð sem áður sagði og fremur látlaus ef frá er skil- inn einn örstuttur hápunktur. Mikið var um endurtekningar sem auðveldlega hefðu getað orðið leiðigjarnar ef túlkunin hefði ekki verið svona tilfinningaþrungin. Hamrahlíðarkórarnir sungu af innlifun við markvissan leik Sinfóníunnar og var það allt saman einstaklega fagurt, söngur- inn vandaður og nákvæmur og í full- komnu jafnvægi við hljómsveitina. Eftir hlé var leikin sinfónía nr. 2 eftir Ralph Vaughan Williams (1872-1958), svo- nefnd Lundúnasinfónía. Rétt eins og borg- in var verkið stórt og mikið og á köflum svo langdregið að manni fannst eins og verið væri aö túlka í tónum stærð breska heimsveldisins á árum áður. í heild var þetta þó glæsileg tónlist um London eins og borgin var um þarsíðustu aldamót og oft var stemningin ótrúlega mögnuð. T.d. var hægi þátturinn um hina frægu Lund- únaþoku sem nú er liðin tið með því besta í sinfóníunni, þar voru langir og drunga- legir tónarnir óvanalega myndrænir, mað- ur var nánast kominn inn í niðdimma þoku einhvern hráslagalegan haustdag - og voru þetta þokulúðrar sem ómuðu í fjarlægð? Allt það besta í tónlistinni naut sín í út- hugsaðri túlkun stjómandans, og leikur Sinfóníuhljómsveitarinnar var öruggur og alveg eins og hann átti að vera. Þetta voru athyglisverðir tónleikar með frábærri nú- tímatónlist og óneitanlega var gaman að skynja andrúmsloftið í heimsborginni eins og það var í gamla daga. Jónas Sen Slnfóníuhljómsvelt íslands í Háskólabíó 27.02.03: Doloroso eftir Atla Heimi Sveinsson. Orient & Occident og Cecilia, vergine romana eftir Arvo Párt. Hamrahlíðarkórarnir. Stjórnandi: Þorgeröur Ingólfs- dóttir. Sinfónía nr. 2 eftir Ralph Vaughan Williams. Hljómsveitarstjóri: Tönu Kaljuste. FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 ______________________________PV Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttír silja@dv.is Ævisögur íslendinga í fyrramálið, kl. 9.30, hefst málþing um ævisögur íslendinga á vegum Félags íslenskra fræða i Borgar- túni 6 (Rúgbrauðsgerð- irmi). Ekki þarf að tíunda hve vinsæl þessi bók- menntagrein er hér á landi og á þinginu tala ýmsir kunnustu ævisagnaritarar og ævisögufræðingar þjóð- arinnar. Gunnþórunn Guðmunds- dóttir, fyrsti íslenski dokt- orinn í ævisögum, kemur sérstaklega til landsins til að flytja aðalerindi þings- ins: „Ævisögur og sjálfsævisögur: Hugleiðing um samband og samskipti systurgreina." Meðal annarra þátttakenda sem flytja erindi eða taka þátt í pallborðsumræðum eru Ragnhildur Richter, Soflla Auður Birgisdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Ásdis Egilsdóttir, Helga Kress, Steinunn Jóhannesdóttir, Páll Vals- son, Kristján Jóhann Jónsson, Þórunn Valdimarsdóttir, Viðar Hreinsson og Guð- jón Friðriksson. Málþingið stendur til kl. 18. Gloria Á sunnudaginn, kl. 16, blása Háskólakór- inn og Vox Academica til stórtónleika í Langholtskirkju. Hátt í hundrað kórfélagar flytja hið þekkta og fallega verk Gloriu eftir Antoni Vivaldi ásamt hijómsveitinni Jón Leifs Camerta. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Sesselja Kristjánsdóttir syngja einsöng í verkinu en að auki syngur Diddú tvö lög: Ave Mariu eftir Caccini og Vocalise eftir Rachmaninov. Kórarnir flytja einnig verk eftir Tavener og Allegri. Auk þess frum- flytja stúlkumar nýtt verk eftir Simon Kur- an, Um nóttina. Kuran sjálfur leikur einleik í laginu. Stjómandi er Hákon Leifsson. Glæpur í Flatey. Á sunnudaginn, kl. 15, heldur Viktor Amar Ing- ólfsson fyrirlestur um spennusögur sínar, Engin spor og Flateyjargátu, í Borgarbókasafninu í Gróf- arhúsi á Vetrarhátíð. Hann mun lýsa baksviði bókanna og heimildavinnu við gerð þeirra og sýna yfir 80 tölvumyndir (PowerPoint) á tjaldi. Úlíhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur spjallar um verkin og glæpasögur almennt. Allir velkomnir, ókeypis aðgangur. Spuni á Nýja sviði Spunaleikritið „Hann“ veröur sýnt kl. 20 á sunnudagskvöldið á Nýja sviði Borgar- leikhússins. Höfundur og leikstjóri er Dal- víkingurinn Júlíus Júlíusson. Það sem er sérstakt við þetta verkefni er að leikararnir sjö hafa allir æft sér og vita ekki með hverj- um þeir eru að fara að leika fyrr en fimm mínútum fyrir sýningu! Verkið gerist árið 2003 á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Sex aðilar, þrjár konur og þrír karlmenn, hafa fengið boðskort þar sem þeim er boðið í mat. Undirskrift boðskortsins er aðeins „Hann“. Haraldur talar. í hádeginu á mánudag- inn, kl. 12.30, flytur Har- aldur Jónsson myndlist- armaður fyrirlestur í LHÍ Laugarnesi, stofu 024. Þar fjallar hann í mynd- um og máli um tilurð og uppsprettu verka sinna og hvernig þau tengjast þeim veruleika sem mörg okkar lifa og hrærast í frá vöggu til graf- ar. Haraldur vinnur í fjölbreytta miðla og hefur undanfama áratugi sýnt víða um heim. Einkasýning á verkum hans stend- ur nú yfir í Gallerí i8 í Reykjavík og lýk- ur 8. mars. A mánudaginn, bolludag, kl. 20, halda Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó- leikari tónleika í Salnum i Kópavogi. Efn- isskrá er fjölbreytt en m.a. veröur frum- flutt nýtt íslenskt verk fyrir kontrabassa og rafhljóð eftir Úlfar Inga Haraldsson. í tilefhi bolludagsins verða seldar gómsæt- ar bollur í hléinu. % JARGATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.