Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2003, Qupperneq 18
18
M Skoðun
FÚSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003
DV
Ókeypis í strætó
„Það ætti að vera tiltölulega auðvelt reikningsdœmi
fyrir borgaryfirvöld að finna út hvað hægt væri að
spara mikið með því að hafa ókeypis í strœtó - að því
gefnu að vagnarnir myndu fyllast af fólki um leið og
ferðum og leiðum myndi fjölga töluvert. “
Fyrir nokkrum árum var
borgarbúum boðið að
fara ókeypis í strætó
einn dag. Vagnarnir fyllt-
ust. Af því getum við
lært að með því að stór-
lækka fargjald með
* strætisvögnum sé hægt
að fjölga farþegum veru-
lega. Og af hverju þá
ekki bara að hafa það al-
veg ókeypis?
Nýlega hækkaði fargjald
Strætó og í fréttum var vitnað í
útreikninga um að mikið tap
væri á rekstri vagnanna. Því yrði
að hækka fargjaldið. Þessi þanka-
gangur var tekinn gildur af öllum
fjölmiölamönnum.
Allir græða
Við sem myndum hinn breiða
hóp almennings hljótum þó að
spyrja hvort það sé markmiðið
með almenningssamgöngum að
þær beri sig. Er það ekki í þágu
borgarinnar að sem flestir noti al-
menningsvagna og minnki
þannig slit á götum, mengun, há-
vaða og alla umferð? Að ekki sé
talað um hvað borgararnir gætu
sparað mikið persónulega í tíma,
peningum og stressi ef almenn-
ingssamgöngur í borginni væru
ókeypis - og nothæfar. Við ætl-
umst til þess að borgin leggi línu-
net og greiðfærar götur fyrir það
fé sem við reiðum fram með
skattpeningum okkar. Það er því
aðeins stigsmunur á því og aö
borgin taki að sér að flytja fólk
eftir þeim sömu götum án þess að
rukka fyrir það sérstaklega.
Það ætti að vera tiltölulega
auðvelt reikningsdæmi fyrir
borgaryfirvöld að finna út hvað
hægt væri að spara mikið með
því að hafa ókeypis í strætó - að
því gefnu að vagnarnir fylltust af
fólki um leið og ferðum og leiðum
fjölgaði töluvert. í því dæmi væri
hægt að reikna með að allir vagn-
arnir gengju fyrir vetni og
ímynda sér þannig að þetta væri
tilraunaverkefni á heimsvísu sem
miðaði að því að leysa umferðar-
og mengunarvanda í borgum víð-
ar en á íslandi. Slíkt væri mjög
raunhæft því að eins og kunnugt
er hefur Bandaríkjaforseti nú tek-
ið undir með Hjálmari Árnasyni
um að veita mikið fé til vetnis-
rannsókna. Verkefnið ætti því að
geta notið alþjóðlegra styrkja.
Hagkvæmnisútreikningar af
þessu tagi eru að minnsta kosti
töluvert raunsærri en þær skýja-
borgir sem verið er að reisa utan
um háhraðalest til Keflavíkur til
að flytja flugfarþega til og frá höf-
uðborgarsvæðinu.
Eins og almenningssamgöng-
um í borginni er háttað er tómt
mál að tala um að ökufærum
manni detti í hug að notfæra sér
þær - eigi hann kost á því að aka
einkabíl eða nota hjólhest án þess
að leggja sig í lífshættu vegna
hálku og umferðar. Greiði menn
fullt fargjald er oft meira að segja
vafamál hvort það borgi sig í
bensinsparnaði að taka strætó.
Tvær leiðir eru færar tO að leysa
vaxandi umferðarvanda í borg-
inni: að breikka og fjölga götum
með miklum tilkostnaði eða að
nota sama fé til að stórefla ókeyp-
is almenningssamgöngur.
Bjargar heimsfriðnum
Að efla ókeypis almennings-
samgöngur með vetnisbílum hef-
ur þann ótvíræða kost að vera
umhverfísvæn leið sem gæti orð-
ið að fordæmi fyrir borgir annars
staðar í heiminum - þar sem
glímt er við óbærilegan umferð-
arvanda án þess að nokkur lausn
sé nokkurs staðar í sjónmáli. Og
það sem meira er: Þessi einfalda
hugmynd gæti bjargað heims-
friðnum ef hún næði eyrum
réttra ráðamanna áður en tunglið
endurnýjast í marsbyrjun með
tilheyrandi loftárásavænum og
dimmum nóttum yfir Bagdað og
Babýlon og stórfljótunum Efrat
og Tígris.
Ef fólk yrði flutt ókeypis á
vetnisknúnum almenningsfarar-
tækjum um borgir í Bandaríkjun-
um yrði ekki lengur neitt bit í
þeim olíufélögum sem eru nú að
láta kristna öfgamenn í þessu
yngsta ríki jarðarinnar fara með
eldi gegn vöggu siðmenningar-
innar í frjósama hálfmánanum,
þar sem mannkynið lærði að
veita fljótum og rækta korn og
þar sem kviðan um Gilgames var
letruð í árdaga. Ánægjuleg aukaf-
urð af þessari hugmynd væri að
við gætum kannski sparað nóg í
útblæstri til að eiga fyrir einu ál-
veri innan hins alþjóðlega út-
blásturskvóta. Slíkur sparnaður
hlyti að gleðja íslensk stjómvöld.
Spilling á
J.M.G.
skrifar:
Ekki færri en 25 þjónar og mat-
reiðslumenn voru atvinnulausir í
síðustu viku í síðustu könnun um
atvinnuleysi, auk fjölda ófag-
lærðra á veitingahúsum borgar-
innar. í umræðunni um nætur-
klúbbana hefur gleymst að þeir
sköffuðu fjölda fólks atvinnu.
Minnist aðeins tveggja sem skrif-
að hafa um að lokun klúbbanna
raskaði stöðu og högum vinnandi
fólks. Og það voru lögmenn. En
hvar voru verkalýðsforingjarnir?
Eitt af tónskáldum okkar, Jón
Ásgeirsson, hefur lýst móðursýk-
inni í garð nætuklúbbanna betur
en aðrir. Hann ætti að semja óp-
eru í minningu rjómatertunnar
góðu.
„Alþýðan þarf að hafna
hinni nýju stétt Samfylk-
ingarinnar en kjósa at-
hafnamenn - þá sem
skapa og efna til fram-
kvæmda fyrir vinnufús-
an almenning.“
Andúð á skemmtistöðum er
ekki ný bóla en hefur tekið á sig
skoplegar myndir og gengið
lengst og grimmast út í kaffihúsið
á Laugavegi 11. Aldrei var þó orð-
ið við kröfum um að loka því. Ég
fann aldrei spiilinguna á Lauga-
vegi 11 og heldur ekki á nætur-
klúbbunum. Þar eru dyraverðir í
skemmtistöðum?
Engin spilling
- dyraveröir í smóking, borðalagöir þjónar af báöum kynjum ásamt skraut-
klæddum dansmeyjum.
smóking og borðalagðir þjónar af
báðum kynjum á barnum ásamt
skrautklæddum dansmeyjum.
Þetta starfslið heldur uppi fáguðu
og dempuðu andrúmslofti. Enn
hefur ekki öllum klúbbunum ver-
ið lokað, þökk sé m.a. Gunnari J.
Birgissyni alþingismanni.
Nú líður að kosningum og al-
þýðan sem þarf að vinna fyrir sér
þarf að taka eftir hverjir það eru
sem berjast fyrir hana og hverjir
vinna á móti henni. Alþýðan þarf
að hafna hinni nýju stétt Samfylk-
ingarinnar en kjósa athafnamenn
- þá sem skapa og efna til fram-
kvæmda fyrir vinnufúsan al-
menning.
Skattalækkun
fyrir þinglok
Ólafur Magnússon skrifar:
í framhaldi af loforðum um
skattalækkanir til almennings
(ekki fyrirtækja í þetta sinn)
vil ég gagnrýna boð formanns
Framsóknarflokksins um ein-
hverja 3% lækkun á tekju-
skatti. Það boð er fyrir neðan
virðingu formannsins, svo lágt
er það. - Guð hjálpi okkur - og
það á kjörtímabilinu!! Nú bíð-
um við eftir hvað sjálfstæðis-
menn boða; það verður að vera
eitthvað bitastæðara en þessi
ósköp framsóknarmanna. Og
hvað leggur Samfylkingin til í
skattalækkunarmálum? Engar
tölur, ekkert borðleggjandi? Ég
skora á formann Sjálfstæðis-
flokksins að leggja til umtals-
verða lækkun tekjuskattsins,
segjum niður í 18%, til jafns
við fyrirtækin. Og á þessu
þingi. Ekki einhvern tíma - á
kjörtímabilinu. Tekjuskattur-
inn skiptir mestu máli fyrir
flesta. Eða til vara: afnám
tekjuskatts að 150 þús. kr.
markinu. Ekkert minna en
annað tveggja þessa er þolandi.
Veruleg tekjuskattslækkun
- og nú fyrir þinglok.
Stephen Fry leikari.
íslendingan í snjóhúsum!
Pétur Sigur&sson skrifar:
í kynningu með BAFTA-verð-
laununum, sem sýnt var frá í sjón-
varpi og margir fylgdust með hér
á landi eins og ávallt - því hér er
um fyrirtaks afþreyingarefni að
ræða - sagði aðalkynnir hátíðar-
innar, Stephen Fry, að nú væri
áhorf í hámarki og tók sem dæmi
að nú hefðu allir íslendingar safn-
ast saman í einu stóru snjóhúsi
(Iglow) tfl að horfa. Skellihlátur
áhorfenda kvað við. En við hverju
getum við íslendingar búist af (fá-
fróðum?) almenningi í öðrum lönd-
um sem hefur aðeins heyrt nafnið
„Iceland" en ekki lesið sér til eða
komið hingað? Auðvitað er nafnið
„Iceland" ekkert annað en van-
virðing við okkar góða land. Hér
drýpur smjör af hveiju strái og
veðurblíðan eykst með ári hverju.
Hvað er athugavert við að skipta
um nafn á landinu okkar góða?
Mér blöskrar flialdssemin.
Byggðastofnun dýn
Jðn Árnason skrifar:
Enn er Byggðastofnun, þessi
dýri baggi á framfæri okkar, í
sviðsljósinu. Nú er það starfsloka-
samningur fyrrv. forstjóra stofn-
unarinnar. Forstjórinn heldur full-
um launum sem eru 650 þúsund
krónur á mánuði fram á mitt ár
2004, samkvæmt starfslokasamn-
ingi við hann, auk einnnar millj-
ónar vegna búferlaflutninga! Og
eru nú ekki færri en tveir for-
stjórar Byggðastofnunar á
stafslokasamningi, því sá fyrri
hætti líka á sömu kjörum! Er
þetta að verða lenska hér á landi
að forstjórar hins opinbera jafnt
og í einkageiranum verði að at-
hlægi fyrir handvömm stjórnenda
stofnananna eða fyrirtækjanna?
Sannferðug ummæli
Jðhann Jðhannsson skrifar:
Mér finnst um-
mæli forsætisráð-
herra, svo og fyrr-
verandi borgar-
stjóra, mjög í
anda þess sem al-
menningur hefur
haft uppi, að ofur-
„ _______ laun, kaupaukar
Daviö Oddsson. ega starfsloka-
samningar upp á tugi og jafnvel
hundrum mflljóna króna séu al-
menningsálitinu hér ofviða og veki
andúð á viðkomandi fyrirtækjum.
Ég heyrði svo ummæli í morgunút-
varpi í morgun (miðvikudag) höfð
eftir Davíð Oddssyni sem hljóðuðu
eitthvað á þá leið að velgengni
stórfyrirtækja, eins og þeirra sem
hafa verið í sviðsljósinu, ætti fyrst
og fremst að koma viðskiptavinum
þeirra til góða, en ekki bara for-
stjórunum og hluthöfunum. Þetta
eru sannferðug ummæli og í anda
meirihluta þjóðarsálarinnar. -
Fróðlegt væri að fá viðbrögð Ingi-
bjargar Sólrúnar við þessu en hún
virðist í einhverju pólitísku þagn-
arbindindi þessa stundina.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangið:
gra@dv.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV,
Skaftahlíð 24,105 Reykjavik
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.