Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2003, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 25 DV Tilvera Bíógagnrýni Smárabíó/Laugarásbíó - Gangs of New York ★★'i Allir íþróttaviáburáir í beinni á risaskjám. Pnol. Eóáur matsuáill. Tökum aá nkkur hápa, starfsmannafélng. Stórt ag gatt dansgólf. Fæðingarhríðir heimsborgar Gangs of New York hefst á því þeg- ar „Presturinn" (Neeson) gengur með keltneskan kross í hendi í gegnum ótrúlegt völundarhús af neðanjarðar- hellum með ungan son sér við hlið. Við gönguna bætist fólk úr holum og göngum, allt vopnað hnífum, sveðjum og alls kyns heimatilbúnum vopnum þar til það kemur á leiðarenda - að dyrum sem liggja út á snævi þakið Paradisartorg á krossgötunum Five Points í New York um miðja 19. öld. Hópurinn er skipaður írskum inn- flytjendum en klíkan sem hann mæt- ir eru „innfæddir“ Ameríkanar sem hafa óbeit á írum, negrum og öðrum aðskotahlutum. Við taka blóðug slagsmál við undirleik tónlistar þannig að höfuð og handleggir fjúka í takt við trommuslátt og blóðið litar snjóinn bleikan. Atriðið er gríðarlega vel sviðsett og tekið, blóðsúthellingin nánast eins og ballett og snertir mann einkennilega lítið. Presturinn fellur fyrir hendi slátrarans Bills (Day-Lewis) fyrir framan son prestsins sem Bill lætur senda á munaðarleysingjahæli. 15 árum síðar snýr sonurinn, Amsterdam (DiCaprio), aftur til Five Points til að hefna fóður síns en slær hefndinni á frest þegar Bill tekur honum sem týndum syni, óvitandi um ættir hans. Amsterdam hittir líka og fellur fyrir fyrrverandi kærustu BOls, Jenny Everdeane (Diaz), sem er frökk stúlka og sérdeilis fingrafimur þjófur. Five Points er hverfið þar sem þjófarnir, morðingjarnir, hórurnar og fátæklingarnir búa. Bill og Amsterdam Daniel Day-Lewis og Leonardo DiCaprio í hlutverkum sínum. Þegar Amsterdam snýr aftur ræð- ur Bill slátrari algjörlega yfir Five Points og hefur - eins og allir al- mennilegir glæpamenn eftir hans dag - einn spilltan stjórnmálamann í vas- anum. New York er suðupunktur um 1860, skip streyma að höfninni á hverjum degi full af vongóðu fólki að flýja heimahagana i von um betra líf í Ameríku. Á höfninni taka „innfædd- ir“ á móti þeim með skítkasti og of- beldi og útsendarar hersins veiða unga hraustlega karlmenn í Þræla- stríðið sem er í algleymingi. Scorsese vill segja sögu af fæðing- arhríðum heimsborgarinnar New York með klíkustríðum, svikum og blóðhefndum. Sagan á líka að vera nær Shakespírskt drama um fóður- hefnd og þar að auki ástarsaga. Úr verður einkennilega langdregin og samhengislaus kvikmynd. Leonardo DiCaprio hefur oft túlkað persónur sínar betur en hér og Cameron Diaz er ekki minnisstæð sem Jenny, enda er maður merkilega áhugalaus um afdrif þeirra. írski hreimurinn þeirra kemur og fer - með kalda vatninu kannski - og þótt áhorfandinn skynji ástríðu á milli þeirra í byrjun lognast hún fljótlega út af. Fjölmargar aukapersónurnar lifa sterkar á tjaldinu en þau, til dæmis Jim Broadbent í hlutverki spillts stjórnmálamanns, Brendan Gleeson sem málaliði og Neeson í of stuttu atriði „prestsins". En það er Daniel Day Lewis sem fyllir út í tjald- ið og stelur hverri einustu senu sem hann kemur nærri. Hann er magnað- ur leikari og sá eini hér sem nær að búa til margbrotinn mann úr persónu sinni. Scorsese hefur gengið með þessa mynd í maganum í hartnær 30 ár og sennilega hefur meðgangan verið of löng því þaö er eins og þessi oft á tíð- um meistaralegi leikstjóri nái ekki utan um efnið, persónusköpun er grynnri en vanalega hjá honum og það vantar ákveðið flæði í myndina. Þótt inn á milli séu atriði, glæsúega tekin af Ballhaus, sem festa sig við sjónhimnuna, þá eru heildaráhrifin ekki eins sterk og við mætti búast af þessum leikstjóra og metnaðarfullri vinnu hans við þessa mynd. Það eru aðrar sögur Scorsese af New York sem eiga eftir að halda nafni hans á lofti sem merkilegs leikstjóra. Leikstjóri: Martin Scorsese. Handrit: Jay Cocks, Steven Zallian og Kenneth Lonergan Kvikmyndataka: Michael Ballhaus. Tónlist: Howard Shore. Aöalleikarar: Leonardo DiCaprio, Daniel Day-Lewis, Cameron Diaz, Jim Broadbent, Brendan Gleeson og Liam Neeson. ^SAL^ Sími 562-1717 '__________________________ Miklatorgi - á besta stað Ford Escort, árg. 1996, ek. 91 þ. km, beinsk. V.440 þ. TILBOÐ 290 þ. stgr. "Ágætis bíll og hörkudíll" VW Polo 1,4, árg. 8/99, ek. 40 þ. km, beinsk. V. 820 þ. TILBOÐ 590 þ. Ahv. 350 þ. “Allt er vænt sem vel er grænt." Subaru Legacy 2,0, árg. 1995, ek. 138 þ. km, sjálfsk. dráttarkúla, CD o.fl. V. 770 þ. TILBOÐ 590 þ. stgr. ’Fjölnota fjölskyldubíir Suzuki Swift, árg. 1995, ekinn aðeins 81 þ. km. Beinsk., rafdr. rúður, nýskoðaður '04. V. 380þ. TILBOÐ 290 þ. stgr. Suzuki Grand Vitara V6, árg. 1999, ek. 97 þ. km, sjálfsk., álf., 6 cyl. V. 1.780 þ. TILBOÐ 1.580 þ. (áhv.1.180) = útborgun eða bfll, kr.400 þ. "Bíll sem tekið er eftir." Toyota Yaris Terra WTI, árg. 5/2000, ek. 54 þ. km, beinsk., 5 dyra. V. 820 þ. TILBOÐ 680 þ. "Griptu hvítu gæsina á meðan hún gefst!" MMC Pajero V6, árg. 1995, 32’, ek. 139 þ. km, sjálfsk., fjarstart, CD, 7 manna, sumar- og vetrardekk á felgum. V. 1.240 þ. TILBOÐ 980 þ. "Mikið fyrir lítið". ’ j Sjá fleiri myndir á www.bilalif.is Ford Explorer Eddie Bauer 5,0, árg., 1997, V8. Leður, allt rafdr., topplúga. Ekinn aðeins 73 þ. km, '04 skoðun. V. 2.350 þ. TILBOÐ 1.980 þ. ilóar "Glóandi gullmoli". Nissan Patrol túrbó dfsil, árg. 1995, ek. 200 þ. km, sumar- og vetrardekk, mælir, '04 skoðun beinsk. V. 1.540 þ. TILBOÐ 1.380þ. “Bísna fagur’’ Mazda 323, árg. 1995, ek. 126 þ. km. Beinsk., sumar- og vetrardekk, nýskoðaður ‘04. V. 370 þ. “Léttur á fóðrum þessi!" Toyota Corolla XLI, árg. 1995, Ek. 126 þ. km, 5 dyra. V. 490 þ. "Lekkert eintak", nýskoðaður. Suzuki Vitara 1,6 JXLI (stuttur), árg. 1996, ek. 95 þ. km, beinsk., dráttarkúla, rafdr. rúður. V.630 þ. "Þrumugóður bfll" Toyota Corolla L/B, árg. 1994, ek. 139 þ. km. Nýskoðaður '04, góð smurbók. V. 490 þ. "Ekki nýr en sem nýr" Toyota Rav 4, árg. 11/99. Ekinn aðeins 21 þ. km, sjálfsk., sumar- og vetrardekk, dráttarkúla. V. 1.720 þ„ áhv. 1.340 þ. Útb. aðeins 380 þ. "Fullvaxinn smájeppi" “Góður bíll Toyota Corolia XLI H/B, árg. 1994, Suzuki Sidekick Lim'ited, árg. 1992, ek. 146 þ. km, beinsk., 5 d., ek. 153 þ., beinsk., leðurinnrétting. góð smurbók, CD, álf. V. 490 þ. V. 390 þ. "Vel þess virði" ... en er þetta besti bíllinn? Það er erfitt að segja." SJÁ FLEIRI MYNDIR Á WWW.BILALIF.IS ASAMT FJÖLDA ANNARRA GLÆSIVAGNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.