Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Page 3
MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 19 DV Davíð Ólafsson átti góðan leik með Gróttu/KR gegn Sávehof á laugardaginn og skorar hér eitt af sex mörkum sínum í leiknum. Grótta/KR mætti sænska liðinu Sávehof í 8-liða úrslitum Borgakeppni Evrópu á laugardaginn: - gerði útslagið í átta marka tapi gegn öflugu sænsku liði, sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR Grótta/KR mætti sænska liðinu Savehof 1 fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Borgarkeppni Evrópu í handknattleik fyrir fram sex þús- und áhorfendur í íþróttahöllinni í Gautaborg á laugardaginn. Fyrir fram var vitað að leikmenn Gróttu/KR ættu erfítt verkefni fyrir höndum enda sænska liðið gifurlega sterkt. Það kom líka á daginn því þegar upp var staðið vann sænska liðið nokkuð öruggan átta marka sigur, 34-26, og tryggði sér ágætis veganesti fyrir seinni leikinn á Sel- tjarnamesi um næstu helgi. 21 mark í fyrri hálfleik Það var jafnræði með liðunum fyrstu tíu mínútur leiksins en síðan náðu leikmenri Savehof yfirhönd- inni. Þeir náðu góðri forystu og leiddu i hálfleik, 21-14. „Vamarleikurinn var skelfilegur í fyrri hálfleik og það segir sína sögu aö þeir skora 21 mark í hálf- leiknum. Slikt má ekki gerast í leik sem þessum en því miður var það raunin. Markvarslan var engin og þeir völsuðu um að vild þegar þeir sóttu,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, í samtali við DV-Sport eftir leikinn. í síðari hálfleik lagaðist leikur Gróttu/KR til mikilla muna og náði liðið að minnka muninn niður í Öögur mörk um miðjan síðari hálf- leik. Það reyndist hins vegar skammgóður vermir, Svíamir náðu góðum endaspretti og unnu að lok- um öruggan sigur, 34-26. Grótta/KR gat reyndar minnkað muninn i sjö mörk á síðustu minútunni þegar þeir voru einum leikmanni fleiri en það gekk ekki. Sárt aö tapa svona stórt „Við vissum það fyrir leikinn að hann yrði mjög erfiður. Sænska lið- ið er gífurlega öflugt og það var al- veg ljóst frá byrjun að við þurftum að eiga toppleik til að eiga einhverja möguleika gegn því. Vamarleikur- inn var í molum og markvarslan líka og það gengur ekki á móti svona sterku liði. Ég var hins vegar nokkuð sáttur við sóknarleikinn. Hann gekk vel og það er eitthvað sem er hægt að byggja á. Ég var að vonast til að við myndum ekki tapa með meiri mun en fjóram tO fimm mörkum. Ef það hefði gerst þá væri staðan allt önnur en nú er ljóst að það er á brattann að sækja. Við er- um hins vegar langt frá því að vera hættir og ég hef enn þá trú á því að með toppleik og fullu húsi á Nesinu sé hægt að vinna þetta sænska lið með átta mörkum eða meira. Þaö var mikiil munur fyrir strákana að spOa frammi fyrir sex þúsund áhorfendur í leiknum í dag, sérstak- lega þegar horft er á að það mættu fimmtíu manns á leikinn hjá okkur gegn Víkingi á miðvikudaginn." Páll og Davíö bestir Hamn sagði að PáO Þórólfsson og Davíð Ólafsson hefðu verið bestu menn liðsins en sagði jafnframt að mikið hefði munað um að Aleksandrs Petersons hefði ekki náð sér á strik. „Petersons náði sér því miður ekki á strik og skoraði sex mörk úr sextán skotum og það munar um minna. Hann er burðarás í sóknar- leik okkar og slæmt þegar hann nær sér ekki á strik.“ Mörk Sávehof: Kim Andersson 14/1, Anders Eliasson 6, Anders Henriksson 4, Jan Lennartsson 4, Tonuny Atterháll 3, Patrik Fahlgren 2, Erik Fritzson 1. Mörk Gróttu/KR: Páll Þórólf§son 6, Davíð Ólafsson 6, Aleksandrs Petersons 6, Magnús Agnar Magnússon 3/1, Gísli Kristjánsson 2, Sverrir Pálrnason 2, Kristján Þorsteinsson 1. -ösk Vlssu ekkl hver ég var - sagöi stórskytta Sávehof, Kim Andersson, sem skoraði 14 mörk Sænska stórskyttan Kim Anders- son fór hamföram í liði Sávehof gegn Gróttu/KR á laugardaginn. Hann skoraði fjórtán mörk í öllum regnbogans litum og sagði eftir leikinn að hann hefði verið auð- veldur. „Þetta var miklu auðveldara heldur en venjulegur deildarleikur hér í Svíþjóð. Það var eins og þeir vissu ekki hver ég var,“ sagði Ánd- ersson eftir leikinn í viðtali við sænska dagblaðið Dagens Nyheter. Blaðamaður Dagens Nyheter seg- ir í grein sinni að ef orð Anders- sons séu rétt þá sé það áfellisdóm- ur yfir undirbúningi Gróttu/KR- liðsins fyrir leikinn. Andersson er talinn vera arftaki Staffans Olsson hjá sænska lands- liðinu og hefur veriö eftirsóttur meðal sterkustu liða Þýskalands. Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburgar, vildi fá kappann sem eftirmann Ólafs Stefánssonar en Sávehof vildi ekki sleppa honum strax og þvi gekk hann ekki til liðs við Magdeburg. Rustan Lundbáck, þjálfari Sávehof, var nokkuð ánægður með átta mark sigurinn á Gróttu/KR og taldi lið sitt eiga góöa möguleika á því að komast áfram. „íslenska liðið er gott en við eig- um að geta spilað betur og því er ég ekki hræddur við seinni leikinn," sagði Rustu Lundbáck eftir leikinn á laugardaginn. -ósk Bnhvep hjálpaði sænska liðinu - sagöi Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR Ágúst Jóhannsson, þjálf- ari Gróttu/KR, sagði í sam- tali við DV-Sport eftir leik- inn á laugardaginn að sænska liðið hefði haft myndbandsupptökur af leikj- um Gróttu/KR og undirbúið sig eftir þeim. Ágúst sagði jafhframt að einhver af þjálf- urum í Essodeild karla hefði . látið Svíana fá spólurnar Agúst fyrir leikinn. hannsson. „Það er með ólíkindum að þjálfari í Essodeildinni skuli vinna svona á móti okkur og hjálpa Svíunum í undirbúningi sínum fyrir leikinn. Ég veit eiginlega ekki al- veg hvað ég á að kalla þetta en það lyktar af öfund,“ sagði Ágúst ómyrkur í máli við DV-Sport eftir leikinn á laugardaginn. -ósk Sport Evrópukeppnir í handknattleik: Taphja MagMurg Evrópumeistarar Magdeburg, með þá Ólaf Stefánsson og Sigfús Sigurðsson innanborðs, og Al- freð Gíslason við stjómvölinn biðu lægri hlut fyrir spænska liðinu Portland San Antonio, 22-26, í Bördeland-höllinni í Magdeburg í gær í fyrri leik lið- anna í 8-liða úrslitum meistara- deildar Evrópu í handknattleik. Magdeburg byrjaði leikinn betur og leiddi, 4-1, eftir átta mínútur. Portland San Antonio komst síðan inn í leikinn og leiddi í hálfleik, 12-9. Miklu munaði að Magdeburg missti stórskyttuna Nened Perunicic af velli meiddan í fyrri hálfleik og þurfti hann að fara á sjúkrahús til aðhlynningar vegna háls- meiðsla. Spænska liðiö var mun sterkara i siðari hálfleik og leiddi á timabili með sjö mörk- um. Magdeburg mátti teljast heppið að hafa náð að minnka muninn í fjögur mörk áður en yfir lauk og seinni leikurinn næstkomandi laugardag á Spáni verður mjög erfiður fyrir ríkj- andi Evrópumeistara. Ólafur Stefánsson var besti leikmaður Magdeburgar í leikn- um. Hann skoraði sjö mörk og var sá eini ásamt Bennet Wigert sem eitthvað kvað að í sóknar- leiknum. Sigfús Sigurðsson hafði hægt um sig í leiknum og skor- aði eitt mark. Mainer, Yakimovitsch og Perez voru markahæstir hjá Portiand San Antonio með fjögur mörk. Olsson skoraði átta Danska liðið Kolding gerði sér lítið fyrir og lagði hið gríðar- sterka ungverska lið Fotex Veszprem, 31-27, í Danmörku. Prule 67 Ljubljana frá Slóveníu og Kiel frá Þýskalandi gerðu jafntefli, 33-33, í Slóveníu. Svíamir þrír, Staffan Olsson, Johan Pettersson og Stefán Lövgren, voru markahæstir hjá Kiel. Olsson skoraði átta mörk, Pettersson skoraði sjö mörk og Lövgren bætti fimm mörkum við fyrir Kiel sem er með góða stöðu fyrir seinni leikinn. RKZagreb frá Króatíu og Montpellier frá Frakklandi gerðu einnig jafntefli, 28-28, í Za- greb. -ósk Sainz vann Tyrklandsrallið Spænski ökuþórinn Carlos Sainz kom fyrstur í mark í Tyrk- landsrallinu sem lauk í gær. Sainz, sem ekur fyrir franska bílaframleiðandann Citroen, var 47,9 sekúndum á undan Bretan- um Richard Bums hjá Peugeot. Francis Duval á Ford varði þriðji og Bretinn Colin McRae varð fjórði. „Ég er mjög sáttur. Ég lagði mig allan fram í rallinu og það er gaman að uppskera sigur eftir það,“ sagði Sainz að keppni lok- inni. Richard Bums hefur forystu í samanlagðri keppni raÚöku- manna en Colin McRae kem- ur næstur, einu stigi á eftir Bums. Richard Burns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.