Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Blaðsíða 6
22 MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 Sport Fram-KA/Þór 25-25 0-1, 3-1,7-3,9-6,11-9,13-11, <13-13), 14-13, 16-14, 13-16, 21-19, 22-22, 24-25, 25-25. Frarn: Mörk/viti (skot/viti): Rósa Jónsdóttir 8/2 (14/3), Þórey Hannesdóttir 5 (6), Guð- rún Þóra Hálfdánardóttir 3/1 (5/2), Ásta Bima Gunnarsdóttir 3/1 (9/2), Anna Mar- ía Sighvatsdóttir 2 (3), Linda Björk Hilm- arsdóttir 2 (5), Siguríina Freysteinsdóttir 1 (1), Katrín Tómasdóttir 1/1 (3/2), Elísa Ósk Viðarsdóttir (1/1). Mörk úr hradaupphlaupum: 1 (Anna María). Vitanýting: Skorað úr 5 af 10. Fiskuú viti: Anna María 3, Guðrún Þóra 3, Ásta 2, Katrín, Sigurllna. Varin skot/viti (skot á sig): Guðrún Bjartmarz 14/1 (39/7, hélt 5, 36%). Brottvisanir: 6 mlnútur. Dómarar (1-10): Hilmar Guölaugsson og Svavar Pétursson (8). Gœói leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 25. Best á vellinum: Inga Dís Siguröardóttir, KA/Pór KA/Þór: Mörk/viti (skot/viti): Inga Dis Sigurðar- dóttir 9/6 (17/7), Ásdís Sigurðardóttir 7 (16), Guðrún Helga Tryggvadóttir 3 (3), Sandra Kristín Jóhannesdóttir 3 (5), Katrín Andrésdóttir 1 (1), Elsa Birgisdótt- ir 1 (1), Martha Hermannsdóttir 1 (2), Eyrún Gígja Káradóttir (1). Mörk úr hraúaupphlaupum: 1 (Katrin). Vitanýting: Skorað úr 6 af 7. Fiskuú viti: Guðrún Helga 4, Ásdís, Martha, Inga Dis. Varin skot/víti (skot á sig); Sigurbjörg Hjartardóttir 9/3 (28/8, hélt 4, 32%, víti í stöng), Elísabet Malmberg Amarsdóttir 1 (8, hélt 0,13%, víti i stöng). Brottvisanir: 6 minútur. Essodeild kvenna: Jafntefií botnslag - langþráð stig hjá Fram og KA/Þór Leikur Fram og KA/Þórs í efstu deild kvenna í handbolta endaöi með jafntefli, 25-25, á fostudagskvöld. Framstúlkur voru alltaf skref- inu á undan allan leikinn en gestirnir hleyptu þeim aldrei langt frá sér og uppskáru jafn- tefli og hefðu jafnvel getað stolið sigrinum í lokin. Þær fengu síð- ustu sókn leiksins en náðu ekki að skora úr henni og því varð jafntefli niðurstaöan. Heima- stúlkur byrjuðu leikinn betur og höfðu yfir allan fyrri hálfleik. Gestimir jöfnuðu rétt fyrir hlé og þannig stóö leikurinn i hálf- leik. Síðari hálfleikur var líkur þeim fyrri hvað það varðaöi að Fram leiddi leikinn. Heimastúlkur jöfnuöu KA/Þór komst yfir í annað sinn í leiknum i stöðunni 24-25 en heimastúlkur jöfnuðu og síð- asta sókn gestanna bar ekki ár- angur. Bæði lið voru greinilega búin að sætta sig við það hlutskipti að vera i neðstu sætum deiidarinn- ar. Leikurinn bar þess merki og var fátt um fína drætti hjá leik- mönnum liðanna. Það var einna helst Inga Dís Sigurðardóttir, KA/Þór, sem var sérlega atkvæðamikil í síðari hálfleik og skoraði átta mörk, þar á meöal fjögur síðustu mörk Akureyrarliðsins í leiknum. Hjá Fram var þaö Guðrún Bjartmarz markvörður sem stóð sig einna best. Langþráö stig Þetta var langþráð stig hjá báðum liöum, Fram hafði tapað 13 leikjum í röö og ekki fengið stig síðan í okóber og KA/Þórs- liðið haföi tapað átta leikjum í röð en liðið vann síðasta leik gegn Fram 18. desember. -MOS - sigraði Stjörnuna, 26-23, á föstudagskvöld í Essodeild kvenna Harpa Ðogg Vifiisdöttir skorar hér eitt sjö marka sínna gegn Stjörnunni á föstudagskvöldiö. DV-mynd Sigurður FH sigraði Stjömuna 26-23 í Esso- deild kvenna í Kaplakrika á föstu- dagskvöldið. Sigur FH-stúlkna var sanngjam og Stjömustúlkur áttu aldrei möguleika gegn baráttuglöð- um Hafnfirðingum. Stjaman byrjaði samt leikinn betur en í stöðunni 2-4 tóku FH-stúlkur við sér í vörninni og eftir að Jolenta Slapieken, markvörður FH, skoraði og jafhaði leikinn í 4-4 náöu heimamenn yfírhöndinni í leiknum. Stjaman átti möguleika á að jafna í stöðunni 7-6 en Amela Hegic misnotaði vítakast og FH náði að auka forskot sitt í 9-6. Eftir það höfðu FH-stúlkur ávallt yfirhönd- ina og vora yfir 17-13 í hálfleik. FH hélt forskoti sinu í síðari hálf- leik en þegar um fimm mínútur vom eftir var staðan 26-23 og fengu gest- irnir hraðupphlaup sem Jolanta varði og við tóku fjöragar lokamínút- ar þar sem hvoragu liðinu tókst að skora; úrslitin vora ráðin og FH vann verðskuldaðan og öraggan sig- bær stig. Væntanlega er þetta liðið sem við fáum í átta liöa úrslitunum og þetta styrkir trú mína að við séum með samkeppnishæft lið við þau þrjú lið sem eru efst. Við þurfum að spila góða leiki, jafnt sókn sem vörn, og þær era að fá meiri reynslu fyrir leiknum. Þetta eru ungar stelpur og eiga skilið að fá þessi stig þegar þær era að leika svona,“ sagði Einvarður Jóhannsson, þjálfari FH, að leik loknum en FH- liðið hefur nú unnið fimm af síðustu sex deildarleikjum sínum. í liði FH átti Jolanta Slapieken góð- an leik í markinu og í sókninn voru þær Harpa Vífilsdóttir og Björk Æg- isdóttir atkvæðamestar. Vörn FH- inga var mjög sterk og ailir leikmenn liðsins börðust af krafti. Hjá Stjörnunni varði Jelena Jovanovic vel í markinu en það dugði ekki til. Elísabet Gunnarsdóttir átti fin tilþrif en annars áttu Stjörnu- stúlkur fá svör við góðum leik FH en þetta var aöeins annað tap liðsins eftir áramót. -ÞAÞ ur. „Þetta var mjög góður sigur og frá- FH—Stjarnan 26-23 0-1, 2-4, 6-4, 9-6,13-9, (17-13), 17-14, 20-15, 21-18, 25-19, 26-23. FH: Mörk/viti (skot/viti): Harpa Dögg Vífilsdóttir 7 (12), Björk Ægisdóttir 6/3 (13/3), Eva Albrecht- sen 5 (9), Berglind Björgvinsdóttir 4 (4), Dröfii Sæmundsd. 2 (10), Jolanta Slapikiene 1 (1), Sig- urlaug Jónsd. 1 (2), Sigrún Gilsd. (1). Mörk úr hraöaupphlaupum: 5 (Eva 3, Harpa Dögg 2). Vitanýting: Skoraö úr 3 af 3. Fiskud viti: Harpa, Berglind, Eva. Varin skot/víti (skot á sig): Jolanta Slapikiene 16/1 (38/7, hélt 6, 42%, eitt vítí í stöng, eitt vítí yfir), Kristín María Guöjónsdóttir 0 (1/1, 0%). Brottvisanir: 6 mínútur. Stjarnan: Mörk/víti (skot/víti): Elísabet Gunnarsdóttir 6/1 (10/1), Amela Hegic 4/3 (9/4), Margrét Vil- hjálmsdóttir 3 (6), Hind Hannesdóttír 3/1 (10/1), Svanhildur Þengilsdóttir 2 (3), Rakel Dögg Bragadóttir 2 (3/1), Sólveig Lára Kjærnested 1 (1), Kristin Jóhanna Clausen 1 (1), Jóna Margrét Ragnarsdóttir 1 (5/1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 3 (Rakel Dögg, Margrét, Svanhildur). Vitanýting: Skoraö úr 5 af 8. Fiskuö viti: Elísabet 2, Sólveig Lára 2, Margrét, Rakel Dögg, Hind, Kristín Jóhanna. Varin skot/viti (skot á sig): Jelena Jovanovic 14 (40/3, hélt 5, 35%). Brottvisanir: 2 mínútur. Dómarar (1-10): Ingi Már Gunnarsson og Þorsteinn Guönason (7). Gœói leiks (1-10): 8. Áhorfendur: 120. Best a vellinum: Jolanta Slapikiene, FH Hristu af sér bikartap ~ Eyjastúlkur unnu sjö marka útisigur á Valsstúlkum Eyjastelpur voru ekki lengi að hrista af sér bikartapið gegn Haukum. Á laugardaginn sigraði liðið Vals- stelpur, 16-23, á Hlíðarenda, í nokkuð kaflaskiptum leik. Nær deildarmeistaratitli Þar með færðist liðið enn nær því að hampa deildarmeistaratitlinum en það hefur ekki tekist áður. Það var hörkuslagur í fyrri háifleik og ekkert gefið eftir. Gestimir voru oftast á und- an en heimastelpur gáfu alltaf hressi- lega í með reglulegu millibili. I hálfleik stóðu leikar jafnir, 9-9, og allt útlit fyrir spennandi síðari hálf- leik. Sú varð og raunin fyrstu ellefu mínútur hálfleiksins en þá fór leikur- inn að snúast Eyjastelpum í hag. 6-0 vöm þeirra varð smám saman þéttari og þeim tókst að loka vel á línuspil Valsstelpna og í kjölfarið kom hrina af hraðaupphlaupum. Þar fór fremst í flokki Anna Yakova og staðan breyttist úr 13-14 í 13-19. Þá voru aðeins sjö mínútur til leiksloka og úrslitin því nánast ráðin. Á þess- um kafla sýndi lið ÍBV hvers vegna toppsætið er þeirra. Frábær vöm og markvarsla og örugg og vel útfærð hraðaupphlaup era jú lykillinn að góðu gengi í þessari íþróttagrein. Hjá Eyjastelpum lék Ingibjörg Jóns- dóttir geysivel. Greip það sem að henni var kastað og fiskaði þrjú víti. Þá lék hún virkilega vel í vöminni og gaman var aö sjá nokkrar glæsOegar sendingar sem hún átti við mjög erfið- ar og lokaðar aðstæður. Anna Yakova var mjög sterk, bæði í vöm og sókn, og hún verður ekki auðveldlega stoppuð þegar hún brun- ar í hraðaupphlaupin. Vigdís Sigurð- ardóttir var traustið uppmálaö í markinu og hún varði meðal annars ein þrjú víti. Sylvia Strass átti marga góða spretti og hún er mjög lunkin í gegnumbrotum og í heildina séð mjög skynsamur leikmaður. Alla Gokorian stóð fyrir sínu og opnaði vel fyrir aðra leikmenn auk þess sem hún er alltaf vakandi fyrir línuspili. Vals- stelpur léku vel í um það bil fjörutíu mínútur en héldu ekki dampi eftir þær. Berglind íris Hansdóttir átti mjög góðan leik í markinu og Hafran Kristjánsdóttir lék mjög vel í fyrri hálfleik en var nánast lokuð úti í þeim seinni. Drífa Skúladóttir átti frekar erfitt uppdráttar en skoraði engu að siður nokkur glæsileg mörk. Besti leikmaður vallarins að þessu sinni, harðjaxlinn Ingibjörg Jónsdótt- ir, hafði þetta að segja í samtali við DV-Sport eftir leik: Allt annaö í seinni • „Það var eitthvert stress í gangi hjá okkur í fyrri hálfleik og vamarleikur- inn var ekki að spilast vel. í seinni hálfleik var allt annað uppi á teningn- um, einbeitingin var miklu betri sem og vamarleikurinn og þá komu hraða- upphlaupin í kjölfarið og góður sig- ur,“ sagði Ingibjörg. -SMS UaluHBU 16-23 0-1, 3-2, 3-6, 6-6, 6-8, 3-8, 9-6, (9-9), 9-10, 12-12, 13-14, 13-19, 14-21, 16-22, 16-23. Valur: Mörk/viti (skot/viti): Drífa Skúladóttir 6/2 (20/3), Hafrtin Kristjánsdóttir 3 (4), Ama Grímsdóttir 2 (3), Sigurlaug Rúnarsdóttir 2 (8), Kolbrún Franklín 2 (10/1), Elfa Björk Hreggviösdóttir 1 (1), Díana Guöjónsdóttir (1/1), Anna María Guömundsdóttir (2). Mörk úr hraöaupphlaupum: 4 (Ama 2, Elfa Björk, Kolbrún). Vitanýting: Skoraö úr 2 af 5. Fiskuó víti: Hafrún 2, Díana 2, Sigurlaug. Varin skot/viti (skot á sig): Berglind Iris Hansdóttir 18/2 (41/7, hélt 7, 44%). Brottvisanir: 0 mínútur. Dómarar (1-10): Júlíus Sigurjónsson og Magnús Bjömsson (8). Gœói leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 55. Ðest á vellinum: Ingibjörg Jónsdóttir, ÍBV iBV: Mörk/viti (skot/viti): Alla Gokorian 6/4 (11/5), Anna Yakova 6 (14), Sylvia Strass 4 (6), Ingibjörg Jónsdóttir 2 (3), Birgit Engl 2/1 (3/2), Elísa Siguröardóttir 1 (1), Aníta Yr Eyþórsdóttir 1 (1), Anna Rós Hallgrimsdótt- ir 1 (1), Helle Hansen (1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 8 (Yakova 4, Ingibjörg 2, Srass 2). Vitanýting: Skoraö úr 5 af 7. Fiskuó viti: Ingibjörg 3, Strass 2, Gokorian, Yakova. Varin skot/viti (skot á sig): Vigdís Siguröardóttir 17/3 (33/5, hélt 8, 52%). Brottvisanir: 4 mínútur. I I f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.