Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Qupperneq 10
26
MÁNUDAGUR 3. MARS 2003
Sport
flnnað sætifl trvant
- hjá Keflavík og efsta sætiö enn þá
möguleiki missi Grindavík flugið
Keflavík tryggöi sér annaö sætið í
Intersport-deildinni í gærkvöld með
því að leggja Breiðablik, 73-93, í
Smáranum. Á sama tima og Kefla-
vik sigraði Blika töpuðu KR-ingar
fyrir Njarðvík og því geta Keflvík-
ingar ekki oröið neðar en í öðru
sæti. Þeir eiga enn þá möguleika að
ná efsta sætinu af Grindavík en til
þess að það takist þarf Grindavik að
tapa fyrir Haukum í kvöld og síðan
fyrir Hamri á fimmtudaginn.
Sjálfskarfa hjá Ðlikum
Með ósigrinum misstu Blikar
endanlega af sæti í úrskitakeppn-
inni en með sigri hefði verið enn
von. Keflvíkingar höfðu tögl og
hagldir í þessum leik og komust
mest 16 stigum yfir í fyrri hálfleik,
20-36. Sami munur var í hálfleik,
31-47, en Blikar urðu fyrir því óláni
að gera sjálfskörfu á lokasekúndu
fyrri hálíleiks.
Keflvíkingar héldu áfram að bæta
við forskotið í seinni hálfleik með
pressuvöm og leiddu með 25 stigum
um tíma, 46-71. Þá bitu Blikar loks-
ins í skjaldarrendur og byrjuðu að
saxa á forskot Keflavíkur. Það kom
þó einfaldlega of seint og Keflvík-
ingar fóru með öruggan 15 stiga sig-
ur af hólmi.
Damon öflugur aö vanda
Damon Johnson var sem fyrr
bestur í liði Keflavíkur. Hann og
Edmund Saunders voru inni á nán-
ast allan leikinn, sama hver staðan
var og voru miðpunkturinn í leik
liðsins. Aðrir leikmenn skipta meö
sér þeim rúmum 120 mínútum sem
eftir eru.
Sverrir Sverrisson var sterkur og
sama má segja um flesta leikmenn
liðsins. Það er nánast sama hver er
inni á, liöið veikist ekkert.
Hjá Breiðabliki voru erlendu leik-
mennimir, þeir Mirko Virijevic og
Kenny Tate, atkvæðamestir. Blikar
áttu stundum í basli með svæðis-
vöm Keflavíkur til að byrja með en
í fjórða leikhluta fóru Blikar að
leita meira inn í teig í stað þess aö
skjóta mikið fyrir utan þar sem
hittnin fyrir utan var ekki góð.
Héldum liaus á
viðkvæmum timum
- sagöi Eggert Garöarsson, þjálfari ÍR,
eftir sigur á Snæfelli í framlengingu
ÍR-ingar gerðu góða ferð í
Stykkishólm í gær og unnu, 86-89,
eftir framlengdan leik en iR-ingar
léku án bandarísks leikmanns síns,
Eugene Christopher sem er
meiddur.
Leikurinn var jafn allan timann
og aldrei munaði meira en 8 stigum
á liöunum. Sigurbjöm Þórðarson og
Clifton Bush komu sterkir til leiks
hjá heimamönnum og Sigurður Á.
Þorvaldsson hjá ÍR. Þá byrjuðu
dómararnir bara vel og fln tilfinn
ing í öllum í húsinu eftir fyrsta leik
hluta.
Bæði lið söknuðu meiddra leik
manna. Jón Ólafur Jónsson lék ekki
með Snæfelli og Eugene Christoph
er var úr leik hjá ÍR.
Sama baráttan var uppi á ten
ingnum í öðrum hluta en heima-
menn skópu sér þá 8 stiga forskot
um miðbikið en ÍR náði að éta það
upp og komast tveimur yfir fyrir
hálfleik. Þar munaði mest um að
Helgi Reynir Guömundsson og
Hlynur Bæringsson sátu og hvíldu
sig á þeim tíma.
í þriðja hluta léku ÍR-ingar held-
ur betur og refsuðu heimamönnum
jafnóðum og þeir gerðu mistök.
Endasprettur leikhlutans var þó
Snæfells sem náði að minnka mun-
inn í 3 stig, mest fyrir atbeina
Cliftons Bush sem átti stórleik.
Helgi meiöist
Helgi Reynir Guömundsson, leik-
stjóri Snæfefls, hljóp á vamarmann
í blálokin og meiddist og kom ekki
meira við sögu, „svo heldur fór að
þynnast flandaflokkur” ÍR-inga og
þyngjast róður heimamanna.
Sú tilfinning undirritaðs að dóm-
aramir væm að missa tökin á
leiknum í þriðja leikhluta dofnaði
þegar lokahlutinn hófst því þeir
tóku á sig rögg, þó ekki væru leik-
menn alltaf sáttir við niðurstöður
þeirra úr því. Snæfell skoraði 8
fyrstu stigin og komust yfir en ÍR
svaraði með tveimur körfum og jafn-
aði, 68-68. Svo tóku þeir sprett og
höfðu yfir, 72-77, þegar rétt tæpar 2
mínútur voru eftir.
Clifton skoraði úr einu víti og
Andrés Heiðarsson gerði tvær síð-
ustu körfumar og tryggði heima-
mönnum framlengingu.
Gestirnir höföu frumkvæði í upp-
hafi hennar, en Hlynur kom Snæfelli
yfir, 80-79, þegar Sigurður Þorvalds-
son braut á honum og fékk sína
fimmtu villu. Strax á eftir var dæmd
ásetningsvilla á Hlyn, sem stöðvaði
Eirík Önundarson í sniðskoti. Eirik-
ur nýtti bæði vítin og skoraði tvö sig
strax þar á eftir og staðan þá 80-83.
Þennan mun náðu heimamenn aldrei
að brúa, mest vegna mistaka sinna á
vítalínunni, því Snæfell misnotaöi
fimm vítaskot í framlengingunni en
iR tvö.
Eiríkur landaöi sigrinum
Eiríkur Önundarson tók leikinn í
sínar hendur í framlengingunni og
landaði sigrinum fyrir ÍR. Sigurður
Þorvaldsson átti mjög góðan leik og
Hreggviður Magnússon og Ómar
Sævarsson léku lika vel, sem og aðr-
ir ÍR-ingar, liðsheildin var þétt og lið-
ið bætti sér missi Eugene Christoph-
er upp með aukinni baráttu hinna.
Clifton Bush lék feiknalega vel fyr-
ir heimamenn og Hlynur Bæringsson
átti líka góðan dag. Sigurbjörn Þórð-
arson og Andrés Heiðarsson stóðu
sig með ágætum og Helgi Reynir
Guðmundsson var í góðum gír, með-
an hans naut við.
Gæöasigur
„Ég var ánægður með að mínir
menn héldu haus á viðkvæmum
augnablikum, en brotnuðu ekki.
Þetta er gæðasigur hérna á erfiðum
útivelli, án Eugene Christophers."
sagði Eggert Garðarsson, þjálfari ÍR,
að leik loknum. -HÞ
Breiöablik-Keflavík 78-93
2-0, 6-2, 6-11, 11-19, 13-24, (18-24), 18-27,
20-36, 27-38, 2943, (31-47), 33-47, 39-60,
46-60. 47-71, (50-73), 53-76, 61-76, 61-83,
67-83, 71-85, 77-88, 78-93
Stig Breióabliks: Kenny Tate 27,
Mirko Virijevic 22, Loftur Einarsson
9, Pálmi Sigurgeirsson 9, ísak Einars-
son 6, Ágúst Angantýsson 3, Friðrik
Hreinsson 2.
Stig Keflavikur: Damon Johnson 35,
Edmund Saunders 17, Gunnar Ein-
arsson 11, Magnús Gunnarsson 8, Fal-
ur Harðarson 7, Sverrir Sverrisson 6,
Guðjón Skúlason 3, Gunnar Stefáns-
son 3, Jón Hafsteinsson 1.
Dómarar (1-10):
Rögnvaldur Hreið-
arsson og Karl
Friðriksson, (7).
Gϗi leiks (1-10):
6.
Áhorfendur: 150.
Ma&ur leiksins:
Damon Johnson, Keflavfk
Fráköst: Breiðablik 38 (15 í sókn, 23 í
vöm, Tate 11, Mirko 11), Keflavik 29 (5 í
sókn, 24 1 vöm, Saunders 14).
Stoðsendingar: Breiðablik 21 (Tate 6),
Keflavík 15 (Damon 5).
Stolnir boltar: Breiðablik 15 (Tate 3,
Mirko 3, Pálmi 3, Friörik 3), Keflavík 10 (Jón
3).
Tapaóir boltar: Breiðablik 24, Keflavík
20.
Varin skot: Breiöablik 3 (Tate, ísak,
Ágúst), Keflavlk 13 (Sverrir 6).
3ja stiga: Breiðablik 18/4, Keflavik 17/8.
Víti: Breiðablik 13/12, Keflavík 28/23.
Skallagrímur-Hamar 77-81
0-6, 3-11, 7-19, 11-22, (14-24), 17-24,
23-24, 27-32, 34-34, (35-38), 37-45, 4949,
50-52, 54-57, (57-57), 61-59, 64-59, 69-63,
71-69, 77-81.
Stig Skallagrims: JoVann Johnson 30,
Darko Ristic 15, Egill Ö. Egilsson 14,
Pétur M Sigurösson 6, Milosh Ristic 5,
Finnur Jónsson 5, Hafþór Gunnarsson 2.
Stig Hamars: Keith Vassel 32, Marvin
Valdimarsson 24, Lárus Jónsson 16,
Hallgrimur Brynjólfsson 4, Pétur
Ingvarsson 3, Svavar Tálsson 2.
Dómarar (1-10):
Kristinn Óskars-
son og Björgvin
Rúnarsson (8.).
Gϗi leiks
(1-10): 4
Áhorfendur: 350.
Maöur leiksins:
Marvin Valdimarsson, Hamri
Fráköst: Skallagrimur 36 (4 í sókn, 32 i
vöm, Johnson 12), Hamar 42 (13 i sókn, 29 í
vöm, Marvin 13).
Stoósendingar: Skallagrímur 17 (Valur
4), Hamar 14 (Lárus 10).
Stolnir boltar: Skallagrímur 9 (Johnson
3), Hamar 14 (Pétur 4).
Tapaóir boltar: Skallagrímur 15, Hamar
15.
Varin skot: Skallagrímur 2 (D. Ristic,
Johnson), Hamar 4 (Vassell 2).
3ja stiga: Skallagrímur 27/6, Hamar
Viti: Skallagrímur 31/18, Hamar 30/19.
Svaitup dagup i
sögu Skallagríms
- féll úr úrvalsdeildinni annaö áriö í röö í Borgarnesi í gær
Skallagrímur tók á móti Hamars-
mönnum í Intersportdeildinni í
körfuknattleik í gærkvöld í sann-
kölluðum botnbaráttuslag. Tap
þýddi að Skallagrimur félli í 1.
deild og því miður fyrir áhugasama
Borgnesinga varð það niðurstaðan.
Hamarsmenn fóru með sigur af
hólmi, 81-77, í jöfnum og spennandi
leik.
Svartur dagur fyrir körfuboltann
í Borgarnesi og sá vafasami heiður
aö falla úr úrvalsdeild í 2 ár.
Mikil taugaspenna ríkti i íþrótta-
húsinu í Borgarnesi enda geysilega
mikflvægur leikur fyrir bæði lið og
það voru gestimir sem náðu fyrst
að hrista af sér skrekkinn og ná
strax 10 stiga forskoti sem þeir
héldu út fyrsta fjórðung.
Ekki voru liðnar nema tæpar
tvær mínútur af öðrum leikhluta
þegar Skaflagrímsmenn voru búnir
að jafna leikinn en það voru gest-
imir sem leiddu með þremur stig-
um í hálfleik og munaði þar mest
um Marvin og Vassel sem voru
búnir að gera 33 af 38 stigum gest-
anna.
í þriðja hluta var jafnræði meö
liðunum, þau skiptust á að hafa for-
ystu og í lokin vora liðin jöfn,
57-57. í fjórða leikhluta komu
heimamenn mun ákveðnari til
leiks og allt leit út fyrir að Skafla-
gríms-menn ætluðu að halda lífi
sínu í deildinni en á lokamínútun-
um snerist leikurinn gestunum i
vil sem unnu ótrúlega naumam
baráttusigur í lokin.
„Þetta var ótrúlegur baráttuleik-
ur sem kom líkast til niður á gæð-
um körfuboltans enda geysimikið í
húfi fyrir bæði lið og nú horfum
viö óvænt fram á það að eiga mögu-
leika á sæti í úrslitakeppninni
þrátt fyrir hörmulega lélegan vet-
ur,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálf-
ari Hamars, glaðbeittur í lok leiks.
Bestu menn Skallgríms voru Egill
Öm Egilsson og Finnur Jónsson
sem áttu góðan dag en þrátt fyrir
að JoVanni Johnson gerði 30 stig
gekk leikur Skallagríms best er
hann var hvíldur. Bestu menn
Hamars voru Marvin, Vassel og
Lárus sem vora allt í öflu. -Rag