Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Side 11
MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 27 Sport K A R L A R :zr INTERSPORíT.DEILr Staðan: Grindavík 20 16 4 1855-1691 32 Keflavík 21 16 5 2105-1760 32 KR 21 15 6 1874-1721 30 Haukar 20 14 6 1812-1712 28 Njarövík 21 12 9 1742-1755 24 TindastóU 21 11 10 1871-1868 22 ÍR 21 11 10 1831-1883 22 SnæfeU 21 8 13 1689-1706 16 Breiðablik 21 7 14 1890-1974 14 Hamar 21 7 14 1896-2046 14 SkaUagr. 21 4 17 1725-1923 8 Valur 21 4 17 1697-1948 8 Næstu leikir: Grindavík -Haukar . í kvöld kl. 19.15 Haukar-KR .. fim., 6. mars kl. 19.15 Keflavík-SnæfeU . . 6. mars kl. 19.15 Hamar-Grindavík . 6. mars kl. 19.15 Njarðvík-Breiðablik 6. mars kl. 19.15 Valur-Skallagrímur 6. mars kl. 19.15 ÍR-TindastóU.......6. mars kl. 19.15 Skallagrimur og Valur eru faUin í 1. deUd. Breióablik, Hamar og Snœfell eiga öU möguleika á áttunda sætinu f úrslitakeppninni. KR-Njarðvík 80-89 0-4, 2-21, (12-21), 14-21, 19-25, 24-30, 3040, (35-49), 38-49, 40-59, 45-63, 50-69, (56-71), 56-77, 66-81, 75-83, 80-89. Stig KR: DarreU Flake 28, Baldur Ólafsson 14, Herbert Amarson 12, Magni Hafsteinsson 7, Amar Kárason 6, Skarphéðinn Ingason 4, Jóel Sæmundsson 3, Jóhannes Ámason 3, Óðinn Ásgeirsson 3. Stig Njarðvikur: Gregory Harris 25, Teitur Örlygsson 21, PáU Kristinsson 16, Ólafur Ingvason 11, Friðrik Stefánsson 7, HaUdór Karlsson 5, Þorsteinn Húnfjörð 4. Dómarar (1-10): Leifur Garöarsson og Bjami G. Þ6r- mundsson (8). Gœii leiks (1-10): 8. Áhorfendur: 250. Maður leiksins: Teitur Örlygsson, Njarðvík Fráköst: KR 39 (11 i sókn, 28 í vöm, Flake 12), Njarðvík 30 (6 í sókn, 24 i vöm, Friðrik 10) Stoðsendingar: KR 17 (Baldur 5), Njarðvík 20 (Harris 7, Teitur 7). Stolnir boltar: KR 4 (Magni 2), Njarðvík 19 (Teitur 7, Páll 5). Tapaðir boltar: KR 23, Njarðvík 15. Varin skot: KR 3 (Magni, Baldur, Flake), Njarðvík 3 (Friðrik 2). 3ja stiga: KR 23/7, Njarðvík 18/5. Víti: KR 21/17, Njarðvík 36/26. Snæfell-ÍR 86-89 54, 12-6, 19-15, 24-19, 25-25 (27-28) 31-28, 40-32, 42-38, (4244) 4348, 49-53, (60-63) 68-63, 72-73, 72-77, (77-77), 78-79, 80-79, 82-83, 83-85 (86-89). Stig Snœfells: Clifton Bush 30, Hlynur Bæringsson 20, Sigurbjöm Þórðarson 11, Andrés M. Heiðarsson 9, Helgi R. Guðmundsson 6, Lýður Vignisson 5, Atli Sigurþórsson 5. Stig ÍR: Eiríkur Önundarson 34, Sigurður Á. Þorvaldsson 20, Hreggviður Magnússon 16, Ómar Sævarsson 12, Ólafur Sigurðsson 5, Fannar Helgason 2. Dómarar (1-10): Sigmundur Her- bertsson og Eggert Aðaisteinsson (7). Gœði leiks (1-10): 8. Áhorfendur: 150. Maður leiksins: Eiríkur Önundarson, ÍR Fráköst- Snæfell 39 (14 í sókn, 25 í vöm, Hlynur 12, Bush 10), ÍR 29 (6 í sókn, 23 1 vöm, Siguröur 11) Stoðsendingar: Snæfell 17 (Bush 5), ÍR 14 (Ólafúr Jónas 5). Stolnir boltar: Snæfell 9 (Hlynur 4), tR 11 (Hreggviður 4). Tapaðir boltar: Snæfell 12, tR 10. Varin skot: Snæfell 3 (Helgi, Bush, Hlynur), ÍR 1 (Hreggviður). 3ja stiga: Snæfell 24/6, ÍR 19/9. Víti: Snæfell 28/16, ÍR 21/16. - gerði gæfu- muninn hjá Njarðvíking- um gegn KR Njarðvík sigraði KR, 89-80, í DHL-höllinni í Intersportdeildinni í körfubolta í gærkvöld. Eftir að hafa komist í 21-2 á fyrstu mínútum leiksins höfðu þeir sanngjaman sigur í skemmtilegum en frekar hörðum leik. Þetta tap þýðir það að leikur KR við Hauka úti á Ásvöll- um á fimmtudag er úrslitaleikur um þriðja sætið í deildinni. Það voru gestimir sem byrjuðu miklu betur í gærkvöld og komust í 21-2 með sterkum vamarleik og auðveldum körfum úr hraðaupp- hlaupum. Heimamenn töpuðu bolt- anum oft og virtust þar að auki eiga í verulegum erfiðleikum með að koma boltanum í körfuna þótt þeir fengju upplögð tækifæri til að koma honum þangað. Aðeins lagaðist það undir lok fyrsta fjórðungs og enn náðu þeir að minnka muninn í upphafi ann- ars fjórðungs. En þegar Baldur Ólafsson var tekinn út af, kominn með þrjár villur, dró aftur í sundur meö liðunum. Gríðarleg barátta var og oft sáust glæsileg tilþrif í fyrri hálfleik. í siðari hálfleik hélt sama barátt- an áfram. Njarðvíkingar vora alltaf að auka muninn og virtist forskot þeirra vera fremur þægilégt. Leik- menn KR gerðu síðan harða atlögu að þeim í síðasta fjórðungi leiksins en komust aldrei í þá stöðu að ógna gestunum verulega. Sigurinn féll því í skaut íslands- meisturum Njarvíkur sem era í þægilegri stöðu til að tryggja sér fimmta sætið í deildinni fyrir síð- ustu umferðina. En þar eiga þeir heimaleik gegn Breiðabliki sem ekki kemst í úrslitakeppnina. ÍR og Tindastóll era síðan tveimur stig- um á eftir Njarðvík en eiga inn- byrðis viðureign í síðustu umferð- inni. Hjá KR skoraði Darrell Flake 28 stig en var samt í gríðarlega strangri gæslu allan tímann. Bald- ur Ólafsson átti einnig góða spretti en aðrir leikmenn liðsins vora að spila undir getu. Hjá Njarðvík átti Teitur örlygs- son góðan leik en var greinilega orðinn lúinn í lokin eftir að hafa spilað allar 40 mínútur leiksins. Aðrir leikmenn liðsins skiiuðu mjög góðum leik. Vamarleikur liðsins var sterkur og unnu allir hver fyrir annan eins og góðu liði Njarðvíkingurinn síungi Teitur Örlygsson keyrir hér fram hjá KR- ingnum Herbert Arnarsyni í leik liöanna í Intersportdeildinni í KR- heimilinu í gærkvöld. DV-mynd Hari sæmir. í sóknarleiknum var áber- andi hversu mikið sjálfstraust menn höfðu. Voru óhræddir við að reyna að sækja á körfuna með góðum ár- angri. „Ég er mjög óánægður með áræðni leikmanna í byrjun leiks. Einstak- lingsframtak vantaði en að sama skapi verður liðið að vera nógu and- lega sterkt til að vinna sig aftur inn í leikinn. Lið hafa lent í verri aðstöðu en þetta en það vantaði bara einhverja trú hjá okkur,” sagði Ingi Þór Stein- þórsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Við spiluðum góðan körfubolta- leik í kvöld. Við komum gríðarlega vel stemmdir til leiks og komumst i 21-2 í byrjun sem eru ótrúlegar tölur og kom okkur á óvart. Það fór auðvitað mikill kraftur hjá þeim í að reyna að minnka muninn en eftir- leikurinn var eiginlega auðveldur og þetta var aldrei í hættu hjá okkur í kvöld. Við héldum haus allan tímann og ég er ánægður með það,” sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarð- víkur. -MOS 85-85(90-86) Tindastóll mætti Valsmönnum á Sauðárkróki í gærkvöld: Naumup sigup - heimamanna sem kláruðu leikinn á síðustu mínútunni Tindastólsmenn lentu í kröppum dansi á Króknum í gærkvöld þegar Valsmenn komu í heimsókn. Þó svo að Hlíðarendapiltar væra nánast fallnir börðust þeir hetjulega í leiknum og vora hársbreidd frá því að leggja Stólana á sínum sterka heimavelli í Sikinu. Þó fór svo að lokum að Tindastóll bar sigur úr býtum, 90-86 eftir æsispennandi lokamínútur. Tindastólsmenn byrjuðu betur í leiknum og vora komnir með mjög góða stööu strax eftir fyrsta leik- hluta, fimmtán stiga mun, en til að byrja með skoraðu aðeins tveir menn stigin hjá Val, Pryor 11 og Ægir 5, í fyrsta leikhluta. Kristinn Friðriks og Cook vora mjög atkvæðamiklir fyrir Stólana á þessum kafla, Kristinn með 13 og Cook 12. Valsmenn náöu sér heldur á strik í öðrum leikhluta, minnkuðu miminn og í hálfleik var staðan 50-40 fyrir Tindastól. Heimamenn byrjuöu seinni hálf- leikinn svo afleitlega og Valsmenn gengu á lagiö með mikiili baráttu og náðu smám saman að vinna upp muninn. Ólafur Ægisson jafnaði svo fyrir Valsmenn með tveimur þriggja stiga körfum á síðustu and- artökunum I þriðja leikhluta. Síðasti leikhluti var æsispenn- andi og þótt Tindastólsmenn næðu aö halda frumkvæðinu var það ekki fyrr en á síðustu 40 sekúndum leiks- ins sem þeir náðu að knýja fram sig- urinn. Kristinn og Cook bragðust ekki á vítalínunni undir lokin og Tindastólsmenn fógnuðu sigri, 90-86. Hjá Tindastóli var Kristinn þjálf- ari Friöriksson besti maður, en þeir Adropov og Cook voru mjög góðir. Þá börðust þeir Helgi Rafn Viggósson og Óli Barðdal vel. Hjá Val var Pryor besti maður og Evaldas fimasterkur. Ægir sýndi mjög góðan leik og Bjarki stóð fyrir sínu. Þá áttu þeir Ólafúr Ægisson, Bamaby og Ragnar Steinsson góða spretti. -ÞÁ Stig Tindastóls: Kristinn Friðriksson 27, Cliílon Cook 20, Mikhail Andropov 16, Helgi Rafn Viggósson 14, Einar Om Aðalsteinsson 4, Sigurður G. Sigurðsson 4, Óli Barðdal 2, Axel Kárason 2, Gunnar Andrésson 1. Stig Vals: Jason Pryor 31, Ægir Hrafn Jónsson 17, Ólafur Ægisson 10, Bjarki Gústavsson 9, Evaldas Priudokas 8, Ragnar Steinsson 6, Gylfi Geirsson 3, Barnaby Craddock 2. Dómarar (1-10): Einar Einarsson og Georg Andersen (7). Gœði leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 305. Maður ieiksins: Kristinn FriBriksson, Tindast. FrákösL Tindastóll 34 (6 í sókn, 28 í vöm, Antropov 9), Valur 41 (13 í sókn, 28 í vöm, Pryor 11) Stoðsendingar: Tindastóll 14 (Cook 3, Kristinn 3, Antropov 3), Valur 17 (Bamaby 5). Stolnir boltar: Tindastóll 12 (Kristinn 4), Valur 10 (Priudokas 4). Tapaðir boltar: Tindastóll 12, Valur 16. Varin skoL Tindastóll 4 (Antropov 4), Valur 3 (Hjörtur 2). 3ja stiga: Tindastóll 19/5, Valur 29/8. Víti: TindastóU 26/17, Valur 34/24.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.