Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Page 17
MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 33 DV Sport 1- 0 Sigurður R. Eyjólfsson..(25.) 2- 0 Sigurvin Ólafsson ......(27.) 3- 0 Veigar Páll Gunnarsson .... (45.) 4- 0 Steingrímur Eiðsson, sjálfsm. (53.) Viðureign KR og KA í deildabik- arnum á fostudaginn var aldrei eins spennandi og vonir stóðu til. KA- menn voru greinilega þreyttir eftir ferðalagið að norðan og náðu sér aldrei á strik. KR-ingar gengu á lag- ið og gerðu út um leikinn siðustu 20 mínútumar í fyrri hátleiknum og fóru að lokum með sigur, 4-0. Leikurinn fór mjög rólega af stað og var jafnræði með liðunum fyrstu 20 mínútur leiksins. Þorvaldur Makan, fyrirliði KA-manna, átti fyrsta færi leiksins á 21. mínútu en gott skot hans sveif rétt yfir KR- markið. Það var engu likara en KR-ingar hefðu vaknað af værum svefni við skot Þorvaldar þvi þeir smelltu í fjórhjóladrifið og byrjuðu að þjarma að norðanmönnum. Sú pressa bar árangur á 25. mínútu er Sigurður Ragnar Eyjólfsson kom KR-ingum yfir með góðu marki. Hann fékk góða sendingu inn í teiginn frá Jökli Elísabetarsyni og skaut knett- inum milli fóta Áma i KA-markinu. Aðeins tveim mínútum síðar áttu KR-ingar aftur góða sókn og endaði hún með því að Sigurvin Ólafsson fékk laglega sendingu inn í teiginn og hann var ekki í nokkrum vand- ræðum með að koma boltanum í netið af stuttu færi. Sigurvin hefði getað bætt við þriðja markinu fimm mínútum síð- ar er hann prjónaði sig laglega í gegnum vörn KA-manna en Ámi Skaptason varði skot hans vel. KR- ingar voru enn á ferðinni á 36. mín- útu er Sigurður Ragnar fékk dauða- færi en KA-menn björguðu á línu. Þeir gengu síðan endanlega frá leiknum skömmu áður en flautað var til leikhlés. Þá átti Jökull fína rispu upp hægri kantinn, gaf góða sendingu fyrir beint á kollinn á Veigari Páli sem skallaði örugglega í netið, 3-0. Síðasta mark leiksins kom á 53. minútu er Steingrímur Eiðsson varð fyrir því óláni að skalla I eigið mark. Þar með var leiknum óformlega lokið. Báðir þjálfarar skiptu varamönnum sin- um inn á völlinn og leikurinn rann út í rólegheitum án þess að það drægi verulega til tíðinda. KR-ingar léku síðustu 20 mínútur fyrri hálfleiks virkilega vel. Boltinn gekk vel manna í millum og þeir nýttu kantana vel þar sem þeir Jök- ull Elísabetarson og Scott Ramsey voru öflugir. Sigurvin Ólafsson var einnig ágætur á miðjunni og Veigar Páll sýndi ágæta takta á köflum. KA-menn náðu sér aldrei al- mennilega á strik í leiknum. Þeir virkuðu þreyttir, enda nýkomnir í bæinn, og náðu aldrei að sýna sitt rétta andlit. Árni markvörður var þeirra besti maður í leiknum og varði oft vel og bjargaði sínum mönnum frá stærra tapi. Jón Örv- ar og Þorvaldur áttu ágæta kafla á miðjunni og Jóhann Helgason átti góða spretti framan af en broddur- inn úr sóknarleik þeirra hvarf við fjarveru hans. Willum Þór Þórsson var nokkuð sáttur er DV-Sport hitti hann í leiks- lok. „Það voru ágætiskaflar í þessu svona miðað við árstíma. Það er reyndar staðreynd að þeir voru þreyttir. Þeir voru þreyttir eftir ferðalagið og það má kannski segja að viö höfum grætt svolítið á því,“ sagði Willum. Maður leiksins: Jökull Elisa- betarson, KR -HBG A-riðill Úrslit: KR-KA . . . . . 4-0 ÍA-Keflavík .2-3 Stjaman-Fram Staðan: . 0-4 KR 2 2 0 0 7-0 6 Fram 2 2 0 0 6-1 6 Þór Ak. 1 1 0 0 1-0 3 ÍA 2 1 0 1 1-1 3 Stjarnan 1 0 0 1 0-4 0 Keflavik 2 1 0 1 4-4 3 Afturelding 1 0 0 1 0-3 0 KA 2 0 0 2 0-5 0 Markahæstu menn: Kristján Brooks, Fram .............3 Andri Fannar Ottósson, Fram .... 2 Garðar Jóhannsson, KR .............2 Magnús Þorsteinsson, Keflavík ... 2 Sigurður R. Eyjólfsson, KR.........2 Þórarinn Kristjánsson, Keflavík . . 2 Næstu leikir: Þór Ak.-KA..........5. mars, kl. 19 Fram-Afturelding .. 7. mars kl. 18.30 Keflavík-Stjaman ... 8. mars, kl. 14 KR-ÍA...............9. mars, kl. 20 Keflvíkingurinn Hólmar Rúnarsson reynir hér að stoppa Skagamanninn Andra Karvelsson í leik liöanna í A- riðli deildabikars KSÍ í Fífunni f Kópavogi á laugardaginn. DV-mynd Hari Ynpbiröip - Framara gegn slökum Stjörnumönnum 1- 0 Andri F. Ottósson ...(10.) 2- 0 Kristján Brooks......(15.) 3- 0 Viðar Guðjónsson.....(32.) 4- 0 Kristján Brooks......(43.) Framarar sýndu á köflum frá- bæra knattspyrnu er þeir mættu Stjömumönnum í Fífunni á laug- ardaginn. Þeir yfírspiluðu Garð- bæinga nánast frá fyrstu mfnútu, sköpuðu sér fjöldamörg færi og unnu að lokum glæstan sigur, 4-ð. Framarar byijuöu leikinn af miklum krafti. Náðu strax tökum á miðjunni og fyrsta færi leiksins leit dagsins ljós á 6. mínútu er Andri Fannar Ottósson slapp í gegnum vöm Stjörnumanna en hann lét verja frá sér. Á 10. mínútu urðu markverði Stjömunnar á slæm mistök. Út- spark hans misheppnaöist hrapal- lega og fór beint á kollinn á Krist- jáni Brooks sem skallaði boltann inn fyrir þar sem Andri Fannar var einn á auðum sjó og honum urðu á engin mistök í þetta skipt- ið. 1-0 fyrir Fram en þó verður að segjast að Andri Fannar var grun- samlega langt fyrir innan. Fyrsta og eina færi Stjömu- manna kom síðan 2 mínútum síð- ar er þeir áttu skalla sem fór ofan á slá Framara. Ágætistilraun en því miður fyrir Stjömumenn þá lauk dagskránni hjá þeim þama. Einungis fimm mínútum eftir fyrsta markið átti Daði Guð- mundsson góða rispu upp vinstri vænginn. Hann sendi svo laglega sendingu fyrir sem fór beint á Kristján Brooks sem átti ekki í miklum erfiðleikum með að skora af stuttu færi. Á 32. mínútu voru Framarar enn og aftur á ferðinni og að þessu sinni var komið að Viðari Guð- jónssyni. Hann stökk manna hæst í teignum eftir góða homspymu og skallaði örugglega í markið, 3-0. Ómar Hákonarson skeiðaði síð- an upp hægri vænginn þrem mín- útum síðar og gaf frábæra send- ingu fyrir á Kristján sem lét verja frá sér. Frábært færi og undirbún- ingurinn góður og Stjömumenn vom heppnir að lenda ekki fjórum mörkum undir þama. Þeir sluppu aftur með skrekk- inn á 37. mínútu er Andri Fannar komst enn og aftur í færi en gott skot hans small í stöng Stjörnu- manna. Ómar Hákonarson var aftur á ferðinni tveim mínútum fyrir leik- hlé er hann átti góðan sprett upp hægri vænginn. Enn og aftur fann hann Kristján í teignum sem ætl- aði ekki að klúðra aftur og skoraði örugglega af stuttu færi. 4-0 og þessum leik lokið strax í fyrri hálf- leik. Stjömumenn mættu grimmir til síðari hálfleiksins en gekk illa að skapa sér færi. Við það rann af þeim móðurinn, Framarar tóku völdin á ný og sköpuðu sér fjölda dauðafæra sem þeim tókst ekki að nýta á einhvem óskUjanlega hátt. Á 81. mínútu gerðist siðan um- deUt atvik þegar Stjörnumenn fengu dæmda aukaspyrnu. Viðar Guðjónsson hélt boltanum og var ekki á þeim buxunum að láta VU- hjálm Ragnar VUhjálmsson fá hann. Vilhjálmur gerði sér þá lítið fyrir og hrinti Viðari í grasið og hefði fyrir það átt að fá hiklaust rautt spjald. Einar Öm Daníelsson sá þó aumur á Vilhjálmi og veitti honum tUtal en hefði án vafa átt að reka hann af veUi en Einar dæmdi leikinn annars mjög vel. Framarar spUuðu frábærlega í þessum leik. Sóknarleikur þeirra var verulega beittur og þeir Ómar Hákonarson og Daði Guðmunds- son voru virkUega öflugir á könt- unum. Inn á miðjunni réðu Viðar og Freyr Karlsson ríkjum og í fremstu víglínu voru þeir Kristján og Andri Fannar mjög sprækir en klúðruðu þó helst tU of mörgum dauðafærum en Framarar hefðu hæglega getað unnið þennan leik mun stærra. SpUamennska þeirra upp á síðkastið hefur verið mjög sannfærandi og þeir era líklegir tU afreka í þessari keppni. Stjömumenn áttu afleitan dag að þessu sinni. SpUamennska þeirra var ómarkviss og leikur þeirra í heUd Ula skipulagður. Vilhjálmur Ragnar var sá eini sem sýndi lit á köflum og gamla brýnið Valdimar Kristófersson bjargaði oft ágætlega i vöminni en það dró verulega af honum í síðari hálf- leik. Maður leiksins: Ómar Hákon- arsons, Fram. -HBG Rnn fótbolti - þegar Keflvíkingar lögöu Skagamenn, 3-2, í hörkuleik í Fífunni 0-1 Hjálmur Dór Hjálmsson (19.) 1- 1 Þórarinn Kristjáns.,víti . .(25.) 2- 1 Magnús Þorsteinsson . . .(34.) 2- 2 Garðar Gunnlaugsson . . .(40.) 3- 2 Þórarinn Kristjánsson . . .(52.) Keflvíkingar og Skagamenn buðu upp á fina skemmtun i Fífunni á laugardaginn er þeir mættust í deUdabikamum. Bæði lið voru að leika góðan fótbolta en það voru Keflvíkingar sem reyndust sterkari og sigmðu þeir sanngjamt, 3-2. Nokkurt jafnræði var með liðun- um tU að byrja með. Skagamenn réðu þó ferðinni en Keflvíkingar beittu öflugum skyndisóknum. Það vom Skagamenn sem tóku foryst- una á 19. mínútu er Guðjón Sveins- son tók góða hornspymu á nær- stöng þar sem Hjáhnur Dór var mættur og hann skallaði laglega í markið. Fimm minútum síðar var brotið á Þórami Kristjánssyni inn- an teigs og Gylfi Orrason dæmdi réttUega vitaspymu. Þórarinn skor- aði sjálfur örugglega úr spymunni. Keflvíkingar tóku síðan forystuna á 34. mínútu er Kristján Jóhanns- son sendi frábæra 40 metra send- ingu inn fyrir vöm Skagamanna beint á Magnús Þorsteinsson sem vippaði laglega yfir Þórð í marki Skagamanna. Strákamir hans Óla Þórðar létu þó ekki bugast heldur spýttu í lóf- ana og þeir jöfnuðu leikinn á 40. mínútu. Pálmi Haraldsson stakk laglega inn í teiginn á Garðar Gunn- laugsson sem lagði boltann snyrti- lega fram hjá Ómari Jóhannssyni. Þetta reyndist slðasta markið í fyrri hálfleik sem var þrælskemmtUegur og vel spUaður af beggja hálfu. Bæði lið fóru sér hægar í seinni hálfleiknum ásamt þvf að meiri harka færðist í leikinn. Hjörtur Hjartarson fékk fyrsta færið í síðari hálfleik en skot hans fór rétt fram hjá marki Keflvíkinga. Tveim mín- útum siðar komst Guðjón Antoníus- son upp að endamörkum. Hann gaf laglega sendingu inn í teiginn þar sem Þórarinn Kristjánsson var svellkaldur og skoraði laglegt mark. Keflvíkingar náöu ágætum tökum á leiknum eftir markið og sköpuðu sér ágæt færi sem þeim tókst ekki að nýta. Dampurinn datt aftur á móti úr leik Skagamanna að sama skapi og þeir voru aldrei nálægt því að jafna metin. Þórarinn Kristjánsson átti stór- leik hjá Keflvikingum - skoraði góð mörk og var sífeUt ógnandi. Magnús var einnig sprækur og Jónas Sæv- arsson var öflugur á miðjunni. Hjálmur Dór var bestur Skaga- manna að þessu sinni en hann lék vel inn á miðjunni. Helgi Pétur Magnússon var sterkur í miðverðin- um og gaman var að sjá hinn 16 ára gamla Ágúst Örlaug Magnússon sem stóð sig vel í hægri bakvarðar- stöðunni en þar er á ferð framtíðar- maður. Maður leiksins: Þórarinn Kristjánsson, Keflavik -HBG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.