Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Blaðsíða 20
36 MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 Sport Rúnar Alexandersson viröist vera í fínu formi um þessar mundir. Hann stóö sig vel á öllum áhöldum á bikarmótinu um helgina fyrir utan æfingarnar á bogahestinum, en þær voru nokkuö mistækar. Rúnar sigraöi samt sem áöur á bogahestinum. DV-mynd Hari Bikarmót í fimleikum fór fram í Laugardalshöllinni um helgina: Hott l imleikaf ólk Það voru lið Gerplu í karlaflokki og Gróttu í kvennaflokki sem báru sigur úr býtum í fijálsum æfingum á bikar- mótinu í fimleikum sem fór fram í Laugardalshöllinni á laugardag. Lið Gerplu, með Rúnar Alexanders- son í fararbroddi, hlaut 169,75 stig sam- anlagt og varð á undan hinu bráðefni- lega liði Ármanns sem fékk ails 165,60 stig. Hjá konunum voru það Grótt- ustúlkur sem nutu góðs af nýjasta liðs- manni sínum, Sif Pálsdóttur, og lentu í fyrsta sæti með 92,621 stig. Næstar komu stúlkumar frá Gerplu og í þriðja sæti varð lið Bjarkar. Gó6 tilþrif Hjá körlunum var Gerpla fyrirfram talið sigurstranglegri en Ármann, en þar sem Gerpla hafði ekki nema fimm keppendur en Ármann sex var ljóst að það mætti lítið út af bregða hjá Gerplu ef ekki ætti illa að fara, þar sem fjórar bestu einkunnimar telja til heildar- einkunnar. Rúnar var skiljanlega í öðrum klassa en hinir keppendumir og sýndi hann oft á tíðum frábærar æf- ingar þó svo að hann hafi ekki náð sér á strik á sinu besta áhaldi, bogahestin- um. Aðrir sem vöktu verðskuldaða at- hygli vom meðal annars Anton H. Þórólfsson hjá Ármanni og bræðumir Róbert og Viktor Kristmannssynir hjá Gerplu. Hjá stúlkunum var búist við harðri keppni. íslandsmeistarinn Sif Pálsdótt- ir keppti með Gróttu í fyrsta skipti í bikarmóti og sýndi hún oft á tíðum mjög góð tilþrif. Æflngar hennar á tví- slá vora mjög vel heppnaðar og einnig var hún með gríðarlega erfitt stökk. Tanja B. Jónsdóttir, Björk, kom einnig sterk til leiks eftir að hafa átt í meiðsl- um að undanfómu og Hera Jóhanns- dóttir var ömgg í sínum æfingum. Meiri keppni en áöur „Sif Pálsdóttir er að keppa í fyrsta skipti með Gróttu á bikarmóti og hún er vissulega mikil styrkur. Grótta er með tvær landsliðskonur, Sif og Hörpu Hauksdóttur, og Sif er að fá um eða yf- ir átta í einkunn á langflestum áhöld- um og er eiginlega í sérflokki þó svo að fleri stúlkur séu ekki langt frá hennar getu. Svo það var eiginlega al- veg vitað fyrirfram að mesta keppnin yrði um annað sætið,“ segir Hlín Bjamadóttir, sem starfar í tækninefnd kvenna í áhaldafimleikum ásamt því að vera þjálfari hjá Gerplu og alþjóð- legur dómari í fimleikum. Hún segir að það sé greinileg framíor í íslensk- um kvennafimleikum. „Það eru fleiri efnilegar stúlkur að koma upp en áð- ur. Ungar stelpur sem em ennþá í 2. þrepi em sumar að gera jafn erfiðar æfingar og keppendur í frjálsum æf- ingum em að gera,“ segir Hlín. „Það er ekki lengur svoleiðis að eitt- hvert eitt lið hafi algjöra yfirburði. Efniviðurinn er þannig vissulega meiri en áður og það er alveg ljóst að það er meiri keppni nú en fyrr.“ -vig Unslitin á bikanmotinu Karlar Gólf 1. Rúnar Alexandersson, Gerplu .8,50 stig 2. Grétar Sigþórsson, Ármanni 8,20 stig 3. Gunnar Sigurðsson, Árm. . .7,90 stig Bogahestur 1. Rúnar Alexandersson, Gerplu .8,25 stig 2. Viktor Kristmanns., Gerplu .. .8,10 stig 3. Anton H. Þórólfss., Ármanni 7,50 stig Hringir 1. Rúnar Alexandersson, Gerplu .9,20 stig 2. Jónas Valgeirsson, Árm. . .7,10 stig 3. Axel Ó. Þórhanness., Gerplu6,90 stig Stökk 1. Rúnar Alexandersson, Gerplu .8,75 stig 2. Grétar Sigþórsson, Ármanni 8,40 stig 2. Viktor Kristmannss., Gerplu . .8;30 stig Tvlslá 1. Rúnar Alexandersson, Gerplu .9,20 stig 2. -3. Viktor Kristmanns., Gerplu 7,15 stig 2. -3. Jónas Valgeirss., Árm. .. .7,15 stig Svifrá 1. Rúnar Alexandersson, Gerplu .8,05 stig 3. Anton H. Þórólfss., Ármanni 7,10 stig 2. Viktor Kristmannss., Gerplu . .6,70 stig Samanlögö stig 1. Rúnar Alexandersson, Gerplu 51,95 stig 2. Viktor Kristmannss., Gerplu .44,30 stig 3. Anton H. Þórólfss., Árm. . .42,50 stig Lokastaða liða 1. Gerpla .................169,75 stig 2. Ármann ..................165,60 stig Konur Stökk 1. Tanja B. Jónsdóttir, Björk 8,300 stig 2. Sif Pálsdóttir, Gróttu . . .8,250 stig 3. Inga Rós Guðmunds., Gerplu 8,150 stig Tvíslá 1. Sif Pálsdóttir, Gróttu .. .8,000 stig 2. Inga Rós Guðmunds., Gerplu 7,067 stig 3. Hera Jóhannsdóttir, Gróttu 6,867 stig Slá 1. Sif Pálsdóttir, Gróttu . . .8,175 stig 2. Harpa S. Hauksdóttir, Gróttu 8,100 stig 3. Tanja B. Jónsdóttir, Björk 7,950 stig Gólf 1. Sif Pálsdóttir, Gróttu . . .8,500 stig 2. Kristjana Ólafsdóttir, Gerplu 8,000 stig 3. Tanja B. Jónsdóttir, Björk 7,970 stig Samanlögö stig 1. Sif Pálsdóttir, Gróttu . .32,925 stig 2. Tapja B. Jónsdóttir, Björk 30,987 stig 3. Hera Jóhannsdóttir, Gróttu .29,967 stig Lokastaða liða 1. Grótta...................92,621 stig 2. Gerpla ..................84,218 stig 3. Björk ...................80,871 stig Rúnar Alexandersson keppti á íslandi í fyrsta skipti í langan tíma um helgina: Markmiðið er að komast á OL Rúnar Alexandersson var mættur í höllina um helgina þar sem hann sigraði ásamt félögum sínum í Gerplu. Eitt ár er liðið síðan Rúnar keppti síðast hér á landi og kveðst hann alltaf sakna Islands jafnmikið. „Það er mjög erfitt að vera svona mik- iö í burtu frá landinu. Hér eru mínir bestu vinir sem maður sér sjaldan og auðvitað saknar maður þeirra," segir Rúnar sem var bara nokkuð ánægður meö frammistöðu sína á bikarmótinu að undanskildum æfingunum á boga- hestinum. „Þessi bogahestur sem keppt var á er einfaldlega nyög lélegur og það er eiginlega voniaust aö ná jafnvægi á honum. Ég heföi þurft að minnsta kosti viku bara til að finna taktinn á honum. Það er ekki boölegt aö hafa svona lélega bogahesta á móturn," segir Rúnar. Hann hrósaði félögum sínum í Gerplu í hástert. „Þeir eru alltaf að bæta sig og em orðnir miklu betri en fyrir fáeinum árum. Gæði fimleikanna á Islandi eru alltaf að verða meiri og meiri.“ Rúnar stundar æfingar í Svíþjóð og æfir hann tvisvar á dag í alls 5-6 kiukkustundir samtals. „En ég er ekki alveg nægilega ánægður í Sví- þjóð. Ég er þar að æfa meö einstak- lingum sem eru ekki í sama styrk- leika og ég. Ég verð helst að fara eitt- hvað þar sem ég fæ meiri keppni á æf- ingum,“ segir Rúnar og bætir viö að hann hafi ekki verið ánægður með frammistöðu sína á síðasta ári. „Ég veit vel að ég get gert miklu betur. En það eru mörg mót fram undan þar sem ég get vonandi sýnt mitt rétta andlit,“ segir Rúnar. Hann mun á næstunni fara á mót í Kaupmanna- höfn, Stuttgart, Frakklandi og víðar. Allt er þetta hluti af undirbúningnum fýrir heimsmeistaramótið sem fer fram í ágúst en þar er eina tækifærið til að ná lágmarkinu á ólympíuleik- ana. Að þeim hefur Rúnar stefnt sið- ustu þijú ár. „Að komast á ólympíu- leikana er mitt takmark og þangað langar mig. Þar tel ég mig eiga mögu- leika á að vera á meðal 36 efstu í sam- anlagðri keppni ásamt því að ég stefni hátt á bogahestinum,“ segir Rúnar sem er greinilega fullur bjartsýni. En hann viðurkennir að fimleikar snúist að miklu leyti um dagsformið. „Og svo má ekki gleyma heppn- inni. Á síðasta Evróðumóti lenti ég í 9. sæti og það kom sjálfum mér mjög á óvart. En ég hef oft gert ein mistök á mótum og þá er allt erfiðið til einskis," segir Rúnar og kveöst vissu- lega geta bætt sig sem alhliða fim- leikamaður. „Ég get bætt mig vem- lega í stökki og á gólfæfingum en mig einfaldlega vantar styrkinn í fætuma. Á æfingum legg ég ekki mikía áherslu á stökkin og í gólfæfingunum reyni ég að bæta og fmpússa annað heldur en stökkin. Það skilar sér vonandi,“ seg- ir þessi frábæri íþróttamaður að lok- um. -vig íslandsmeistarinn Sif Pálsdóttir stóö sig best kvenna á bikarmótinu um helgina. Hér sést hún f æfingum sinum á tvfslá. DV-mynd Hari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.