Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2003, Blaðsíða 4
Fyrir tveimur vikum gaf hijómsveitin Ókind út sína fyrstu piötu, Heimsendi 18, og í gær voru útgáfu- tónleikar hennar haidnir á Grandrokk. Ókind lenti í fyrra í 2. sæti í Músíktilraunum og nýtti stúdíótím- ana sem hún fékk í verðlaun greinilega vel. Það vekur reyndar athygli að hljómsveitin sér sjálf um út- gáfu plötunnar og dreifingu enda enginn hægðarleikur að koma sér á plötusamning á þessu litla landi. Þeim félögum leiddist biðin og ákváðu bara að drifa i þessu. Lagerinn er í kassa heima hja trommuleikaranum „Við leikum hart rokk,“ segir gítarleikarinn Ingi Einar Jóhannesson og segir tónlistina ekki vera eins harða eins og til dæmis hjá Mínus og Brain Police, sem eru þekktar íslenskar rokksveitir. „Ekkert vælurokk, samt sem áður. Bara skemmtilegt rokk,“ bætir hann við. Aðrir hljóm- sveitarmeðlimir eru þeir Birgir Om Ámason á bassa, Ólafur Freyr Frímannsson trommuleikari og söngvarinn Steingrímur Karl Teague sem leikur reyridar einnig á hljómborð. Þeir drengir eru allir á 20. aldursári. „Við komum fyrst saman í tilefni af skólaskemmtun í Valhúsaskóla á Seltjarnamesi. Sú hljómsveit sem mynd- aðist þar var reyndar ekki f sömu mynd og í dag, til dæm- is kom Birgir bassaleikari aðeins sfðar til liðs við okkur. V8 hétum fyrst B, gamla bolluessið úr þýskunni, en á undan- fömum þremur árum eða svo höfum við verið að vinna með okkar eigið efni og er platan í raun nokkurs konar uppgjör þess tímabils," segir Ingi og bætir við ao þeim hafi mikið legið á að koma því efhi trá sér svo þeir gætu ein- beitt sér að því nýja efni sem þeir eru nú að vinna í. „Þetta er mikið hark og maður fær ekkert upp í hendumar," seg- ir Ingi um tónlistarbransann. „Þetta er í raun ein stór hringavitleysa. Útgefendur segja manni að koma lagi í spilun í útvarpi áður en hægt sé að gera samning og það er erfitt að koma lagi að í útvarpi án þess að vera á samningi." Spark í rassinn Ingi segir þetta hafi virkað sem ákveðið spark í rassinn og þeir þvf ákveðið að fá sér yfirdráttarheimild í bankan- um og drffa f þessu sjálfir. Það hefði þó sennilega aldrei orðið af útgáfúnni ef ekki hefði komið til þátttöku þeirra í Músíktilraunum, þar sem þeir lentu í 2. sæti á eftir Búdrýgindúm. „Eftir að hafa fengið svona jákvæðan dóm á það sem við vorum að gera fylltist maður sjálfstrausti til að geta gert alvöruhluti. Það skiptir miklu máli fyrir ungar hljómsveitir að geta tekið þátt í Músíktilraunum og mæli ég með því við allar hljómsveitir taki þátt. Þetta var mjög lærdómsrík reynsla." Músíktilraunir mikilvæcar En var ekki eilítið súrt að lenda f 2. sæti? „Jú, það má segja að það hafi ríkt ákveðin gremja með það, fyrst við vorum svo nálægt því. En fyrir keppnina vorum við ekki með neinar væntingar og það var ekki fyrr en við fórum að sjá hversu vel dómnefndin og áhorfendur tóku við okkur að við fórum að gera okkur vonir um að vinna keppnina," segir gítarleikarinn. Auk þess að lenda í 2. sæti var Birgir Örn valinn besti bassaleikari keppnmn- ar. Fyrsta upplag plötunnar er 150 eintök og hún er seld í Japis og 12 Tónum auk þess sem hægt er að næla sér í ein- tak á tónleikum með sveitinni. „Ef upplagið selst upp þá prentum við auðvitað fleiri eintök en sem stendur er lager- inn bara í kassa heima hjá trommaranum,“ segir hann og hlær. Um upptökuferlið sjálft segir hann að sveitin hafi notið mikils stuðnings ffá upptökustjóranum, Frakkanum Nicolas Liebing. „Hann var í raun lærifaðir okkar í gegn- um þetta ferli. Auk þess að mixa plötuna hjálpaði hann okkur að útsetja hana og gaf okkur alveg nýja sýn á okk- ar tónlist. Hann á stóran þátt í þessari plötu.“ Auk þess er útlit hennar eins og best verður á kosið og greinilegt að þama er á ferð ekkert ódýrt heimabrugg. Það er greinilega gott að eiga góða að. „Við fengum hann Eyþór Pál Eyþórs- son til að hjálpa okkur með hönnun umslagsins og kunn- um honum bestu þakkir fyrir.“ Hljómsveitin Ókind var að senda frá sér fyrstu plötu sína sem heitir Heimsendi 18. Ókind teikur harf én skemmtilegt rokk og fagnar útgáfunni á Grandrokk á miðvikudagskvöldið. Frá vinstri eru þeir Ingi, Ólafur, Steingrfmur og Birgir. KOMirsífNl RSLANIR '/ M?Hvaí þaá byrjdi sem fiasa.. Aldrei að segja lélegan brandara tvisvar. Hann fer ekki að virka fyrr en í þriðja skiptið. 14. mars 2003

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.