Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2003, Blaðsíða 12
Annan veturinn í röð stendur hún á nærfötunum einum fata og syngur með sinni saklausu
röddu um ríðingar og holdlega ást. Fókus kynnir hina aldeilis ófeimnu Elísu Arnardóttur.
fl korseletti fyrir framan
mömmu og pabba
„Það er helst afi sem er ósáttur
við þetta, öðrum ættingjum finnst
bara gaman að þessu og styðja mig í
þessu,“ segir hin 17 ára gamla Elísa
Amardóttir sem sprangar um á
nærfötum og korseletti í uppfærslu
Fjölbrautaskólans í Garðabæ á
Rocky Horror. Elísa er orðin nokk-
uð sjóuð í því að standa klæðlítil
uppi á sviði því í fyrra tók hún þátt
í uppfærslu Fjölbrautaskóla Suður-
lands á sama leikriti. Að þessu
sinni fer hún með hlutverk Janet
en í fyrra lék hún Kolubíu.
„Það er mikill munur á þessum
tveimur sýningum. Það er miklu
meiri fagmennska í sýningunni hjá
FG en FSU og mun meira lagt í
sýninguna í heild sinni.“
Meiri klíka í FC
Elísa, sem er fædd og uppalin á
Hellu, hefúr verið aktív í Leikfélagi
Rangæinga og m.a. tekið þátt í
þeirra úrfærslum á Hárinu og
Greese. Það var í haust sem hún
flutti í bæinn, tilbreytingarinnar
vegna, en hún býr um þessar
mundir hjá afa sínum og ömmu í
Garðabæ.
„Mesti munurinn á FG og FSU
er kennslan og klíkuskapurinn. Það
er allt miklu frjálslegra í FSU, mun
meiri klíkuskapur í FG en kennsl-
an þar er skipuíagðri. Báðir skólarn-
ir hafa sína kosti og galla,“ segir El-
ísa sem sér þó ekki eftir að hafa
skipt um skóla. Helgunum segist
hún helst eyða í foreldrahúsum á
Hellu enda viðurkennir hún að
hún sé svo mikil sveitastelpa að
hún kunni best við sig í rólegheit-
um fyrir utan borgina.
SVÆSIÐ FRUMSÝNINGARPARTÍ
- En er ekkert mál að standa uppi
á sviði og syngja á nærfötunum ein-
um fata?
„Eg er nú komin með reynslu í
þvf frá því í fyrra en auðvitað verð-
ur maður að hafa gott sjálfsállit til
þess að þora því. Ég segi ekki að það
hafi verið auðvelt að standa á kor-
seletti fyrir framan mömmu og
pabba í fyrra.“
- Hvemig hafa eiginlega æ/ingam-
ar gengið fyrir sig þegar allir eru hálf-
naktir?
„Flestir í Leikfélagi FG eru á
föstu þannig að fólk er ekki mikið
að spá í hitt kynið,“ segir Elísa og
bætir við að það gildi einnig um sig.
1 fyrra hafi það hins vegar verið
öðruvísi í uppfærslu FSU, þar virð-
ist fólk ekki hafa þolað nektina
eins vel og máli sínu til stuðnings
nefnir hún afdrifaríkt og nokkuð
svæsið frumsýningarpartí.
„Stelpumar eru alltaf að kvarta
yfir búningunum en ég veit að
„beauty is pain“,“ segir Elísa og
brosir.
Ákveðin en saklaus rödd
Það er þó ekki bara á sviðinu sem
Elfsa hefur þurft að telja í sig kjark.
I fyrrasumar var hún t.d. að vinna
hjá Holtakjúklingi á Hellu. „Ég
var f pökkuninni en ég held að það
þurfi frekar sterkar taugar til þess
að vera að vinna þarna,“ segir Elísa
sem segist þó hafa kunnað vel við
sig t starfinu enda kjúklingur eitt-
hvað sem hún borðar gjaman.
Hvað framtíðina varðar er hún að
mestu óráðin. Hana langar til þess
að taka einkaþjálfann að loknu
stúdentsprófi, Leiklistarskólinn
kitlar einnig sem og kennarinn og
jafnvel söngnám. „Ég myndi segja
að rödd mín hljómi frekar saklaus
en ég get samt verið mjög ákveðin,"
segir Elísa að lokum.
f ó k u s
Fókusmynd: Teitur
Fördun: Katla Hreiðarsdóttir
12
14. mars 2003