Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2003, Blaðsíða 8
Væcari refsingar neytenda „Ég efa stórlega að lögleiðing kannabisefna leiði til einhvers góðs. Gallarnir vega þyngra en kostimir. Ef ég tek bara það sem ég hef séð með eigin augum þá veldur regluleg neysla kannabisefna stöðnun í þroska fólks og það einangrar sig frá umhverfinu. Eg veit ekki um neinn sem er hærtur kannabisneyslu og heldur því fram að hún sé skaðlaus. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík vilja sem mest einstaklings- frelsi en við teljum að við eigum að vinna gegn neyslu kannabisefna eins og annarra vímuefna," segir Andrés Jónsson. „Við þurfum hins vegar að gera eitthvað við þeim tvískinnungi sem birtist í þvf hvemig öll ffkniefni eru sett undir sama hatt. Hvernig eigum við að skilja þau mótsagnakenndu skilaboð að sjá áróður gegn fíkniefnum við upphaf kvikmyndar en sjá svo stjörnumar reykja hass í myndinni sjálfri f glæsilegu umhverfi? Sem betur fer hefur þessi hræðsluáróður verið á undanhaldi nema kannski á kontórum sumra stjórnmálamanna sem enn trúa á fíkniefnalaust ísland árið 2002.“ „Það er einnig full ástæða til að endurskoða refsirammann fyrir fíkni- efnabrot. Ég vil sjá vægari refsingar vegna vörslu og einkaneyslu og vægari dóma yfir burðardýr. Við eigum að hjálpa þessu fólki að losna úr aðstæðum sfnum frekar en að senda það í fangelsi. Skilorðsbinda ætti fleiri dóma og senda fólk í afeitrun og láta það heldur sinna samfélags- aðstoð,“ segir Andrés. „Ég vil í lokin minna á að Ungir jafnaðarmenn hafa ályktað um að lækka skuli áfengiskaupaaldurinn í 18 ár. Við teljum að fólki sem er orðið nógu gamaít til að giffa sig eigi einnig að vera treysrandi til að kaupa áfengi. Að minnsta kosti bjór og léttvfn og þá helst í matvör- verslunum. Sumir telja að unglingar hafi betri aðgang að fíkniefnum en áfengi og ef það er rétt þá er komin ein ástæða enn til að treysta fólki fyrr til að læra að umgangast vín,“ segir Andrés að lokum. Andrés Jónsson, formaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavik. Encin ástæða til að auka skaðann „Það sem er verst við umræðu um vímuefni á íslandi er hversu svart- hvft hún verður iðulega. Krakkar fá áróður beint í æð um að vímuefni séu frá djöflinum komin en sjá svo eldri krakka sem virðast flott og fín og taka eiturlyf. Þetta hefúr þó breyst, t.d. með tilkomu Jafhingja- ffæðslunnar, en mikilvægast er að umræðan sé upplýst. Segja frekar að fáir drepist af hassreykingum en þær geti haff varanleg áhrif á heila- búið í manni,“ segir Katrfn Jakobsdóttir. „Það er erfitt að fullyrða um hvaða árangri barátta gegn vímuefha- neyslu hefur skilað. Kannanir sem hafa verið gerðar á neyslu grunn- skólabama virðast benda til þess að hún gangi í sveiflum. Þeir sem berj- ast við fíkniefhin verða því að vera tilbúnir að breyta stöðugt um áhersl- ur. En lögleiðing ffkniefha er varasöm, einkum ef gripið er til þeirra raka að margt annað sé leyft sem líka sé skaðlegt. Er einhver ástæða til að auka skaðann enn ffekar? Hins vegar er mín reynsla af virkum kannabisnotendum þess eðlis að ég sé engin rök með því að lögleiða kannabis eða hvetja til neyslu þess á neinn hátt. Sama má segja um önnur ólögleg fíkniefni og örvandi efni á borð við amfetamín og kóka- ín finnst mér ekki koma til greina að leyfa,“ segir Katrín og bætir við: „Leiðin til að bregðast við vímuefnavandanum er að mínu mati ann- ars vegar sú að skapa þjóðfélag þar sem hlúð er að hverjum einstaklingi, hvort sem er í skólakerfinu, heilbrigðiskerfinu eða félagslega kerfinu. Þannig styrkjum við hvern og einn til að njóta sín á eigin forsendum og þörfin fyrir veruleikaflótta verður minni. Hins vegar á að halda upp- lýstri umræðu lifandi þannig að hver einstaklingur geri sér grein fyrir því að með því að taka eiturlyf tekur hann áhættu sem oft og tíðum get- ur valdið óafturkræfum sálarspjöllum.11 Katrín Jakobsdóttir, kosningastjóri Vinstri-grænna Lögleiðing fíkniefna hefur verið mikið til umræðu síðan vefurinn Cannab.is var opnaður í síðasta mánuði. Aðstandendur síðunnar vilja opna umræðuna um lögleiðingu kannabisefna við litla hrifningu for- eldra og fleiri sem vilja helst loka vefnum. Fyrir vikið er hafin undirskriftasöfnun á vef Vímulausrar æsku gegn lögleiðingu vímuefna. Hvað sem því líður hefur umræðan um lögleiðingu í það minnsta hlotið byr undir báða vængi og virðist ætla að verða mikið hitamál í samfélaginu. Við leituðum þvi til nokkurra ólíkra aðila og fengum að heyra þeirra skoðun á málinu. Er lögleiðing böl eða blessun? Hestir geta verið sammála um að fíkniefni eru komin hingað til lands til að vera. Þrátt fyrir miklar forvamir síðustu áratugi hefur lítið miðað í baráttunni gegn þeim og notkun þeirra hefur farið vaxandi ef eitthvað er. Því vilja margir leita nýrra leiða til þess að reyna að stemma stigu við vandann sem neysla slíkra efha getur haft í för með sér. Sumir benda á þann möguleika að lögleiða vímuefhi, þá sérstaklega þau sem vægari em líkt og kannabis, og líta í því sambandi til góðrar reynslu sem af því hafi hlotist í öðrum löndum. Með þessu segja sumir að glæpatíðni myndi minnka þar sem neðanjarðarmenningin, sem fylgir vímuefnunum, myndi deyja út, eftirlit með gæðum efhanna yrði komið á auk þess sem ríkisjóður myndi fá eitthvað fyrir sinn snúð, svo eitt- hvað sé nefnt. Aðrir sjá hins vegar svart þegar þeir heyra minnst á lögleiðingu og segja það einungis leiða til meiri neyslu og aukinni vandamála tengdra henni. Þess í stað vilja þeir jafnvel sjá herta löggjöf og þyngri refsingar yfir þeim sem verða uppvísir að innflutningi og sölu efnanna. Hvor hópur um sig hefur eflaust nokkuð til síns máls en flestum ber þó saman um það að breyta þurfi refsingum yfir neytend- um og „burðardýrum" efhanna sem eru oftast viðkvæm ung- menni sem hafa leiðst út á villigötur. f stað þess að refsa þess- um aðilum með fangelsisdómum og sektum væri nær að hjálpa þeim að losna undan fíkninni með einhvers konar meðferðarúrræðum og samfélagsþjónustu líkt og tíðkast víða annars staðar. Lögleiðing væri formleg uppgjöf „Þessi umræða sem farin er af stað skaðar að sjálfeögðu engan en sjálf er ég á móti lögleiðingu kannabis, sem og annarra fíkniefha. Fram- sóknarflokkurinn hefúr haft það á stefnuskrá sinni að vera algerlega andvígur lögleiðingu fíkniefna, enda teljum við að slíkt væri í andstöðu við þá baráttu sem verið hefur í gangi og myndi leiða til aukinnar vímuefnaneyslu almennt. Kannabisefni eru ávanabindandi og stuðla í mjög mörgum tilfellum að neyslu sterkari efna. Meðal aflciðinga er skert námsgeta, minnisgeta, athyglisgáfa og fleira. Það er ekkert gott sem hlýst af neyslu kannabis og það staðfesta ótal rannsóknir,“ segir Albertina Elíasdóttir. „A síðustu árum hafa orðið miklar breytingar og ffamfarir á úrræðum í fíkniefhavömum á Islandi. Þar má nefna að refsingar í fíkniefnadóm- um hafa þyngst og stjórnvöld hafa lagt fram aukið fjármagn til barátt- unnar. Nú á dögum starfar fjöldi félaga að málum sem bæði varða for- vamir og meðferðarúrræði. Má þar nefna Jafningjafræðsluna, Götu- smiðjuna, SÁÁ og fleiri. Ákveðinn árangur hefur náðst en betur má ef duga skal. Það að leyfa sölu fíkniefna á borð við kannabis er ekki lausn heldur uppgjöf og ákveðin viðurkenning á sigri vímuefnavandans. Það er ekki til nein ein lausn við þessum vanda en það er ýmislegt sem hægt er að gera til að reyna að minnka hann. Það er til dæmis hægt að auka fýæðslu og áróður, þar sem sýna þarf fram á afleiðingar neyslu. Nóg er af dæmum um sorglegar afleiðingar hennar, þar eru víti til vamaðar. Það mikilvægasta er að auka samstarf milli allra aðila sem tengjast þessum málum, eins og foreldra, skóla, lög- og tollgæslu og ýmissa forvarna- og meðferðaraðila. Sameiginlegt átak hefur mun meiri áhrif en ef hver aðili starfar í sínu horni," segir Albertína og bætir við: „Fíkniefhavandamál steðja að samfélögum úti um allan heim. Hér á ís- landi er vandamálið hvorki stærra né minna en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Hins vegar gerir smæð samfélagsins það að verkum að vandamálið er e.t.v. nær okkur persónulega. Allir þekkja eða kannast við einhvern sem neytt hefur vímuefna. Þetta er vanda- mál sem snertir ekki aðeins neytandann sjálfan heldur alla sem í kringum hann eru.“ Albertína Elíasdóttir, skiþar 6. sæti Framsóknarfloklcsins CNV'kjardæmi Vantar vitræna umræðu „Undanfarin misseri hefur umræða á Vesturlöndum um fíkniefni tekið töluverðum breytingum. Vaxandi efasemda hefur gætt urn hvort núverandi stefna í vímuefhamálum skili þeim árangri sem stefht er að í baráttunni gegn notkun og útbreiðslu efhanna. Hér á landi em flest geðhrifalyf, önnur en áfengi, tóbak og kaffi, litin homauga af þorra manna. Neysla vfmugjafa, er njóta ekki viðurkenningar löggjafans, getur haft í för með sér mannorðsmissi fyrir viðkomandi, fjársektir og jafnvel fangelsisdóm. Hins vegar sýnir hin útbreidda notkun geðhrifalyfja að þau uppfylía óskir er fyrirfinnast í samfélaginu. 1 augum mikils fjölda eru þau mikilvæg lausn á vandamálum daglegs lífs.“ „Lögleiðing fíkniefna myndi hnekkja veldi glæpamanna og skattar kæmu inn vegna löglegrar sölu efhanna og eftirlit yrði haft með gæðum. Vandamál sem fylgja misnotkun fíknieíha yrðu meðfærilegri, enda gerir núverandi stjómaraðferð illt verra, bæði fyrir neyt- andann og samfélagið f heild," segir Guðmundur Sigurfreyr Jónasson og bendir á Hol- land. „í Hollandi eru nú starfandi í kringum tvö þúsund útsölustaðir kannabisefna, svonefnd hass-kaffihús, með fullri vitund og leyfi yfirvalda sem eru rnjög ánægð með þann árangur sem náðst hefur í fíkniefhavörnum með tilkomu þeirra. Glæpum tengdum neyslu hefur fækkað og heróínneytendum hefur fækkað um þrjátíu prósent." „Á íslandi hefur vitræn umræða um fíkniefni aftur á móti átt erfitt uppdráttar. Um- fjöllun um fíkniefnamál hefur einkennst af upphrópunum og ttmabundnu óðagoti ein- stakra félagasamtaka er vilja nota ótta almennings við fíkniefni sér til framdráttar og í fjáröflunarskyni. Fjölmiðlar hafa alið á vandlætingu og hneykslan á fíkniefnum og neyt- endum þeirra. Enginn greinarmunur hefur verið gerður á ólíkum gerðum ólöglegra fíkni- efha. Oll eru þau flokkuð sem „eiturlyf ‘ og neytendur þeirra úthrópaðir sem „dópistar“. Sölumenn og innflutningsaðilar kannabisefna eru ósjaldan kallaðir „sölumenn dauðans", þó öllum sem kynna sér þessi mál ætti að vera kunnugt að kannabis, ólíkt t.d. tóbaki og áfengi, veldur ekki banvænum eitrunum. Fræðsluefni í forvamarstarfi inniheldur nær undantckningarlaust rangfærslur enda virðist tilgangurinn vera fyrst og fremst sá að reka áróður fyrir ákveðnum sjónarmiðum fremur en að upplýsa fólk um verkun og afleiðingar fíkniefnanotkunar. í umræðu um grundvallaratriði í ávana- og fíkniefnamálum verður að taka mið af traustum vfsindalegum heimildum er byggja á óhlutdrægni og uppfylla kröf- ur um gagnrýnin vinnubrögð. Þeir sem leita sér upplýsinga um langtímaáhrif fíkniefha verða að geta treyst því að fræðimenn felli dóma sem byggjast á vísindalegum niðurstöð- um en ekki persónulegri eða siðferðislegri viðmiðun.11 Guðmundur Sigurfreyr Jónasson, kerfisfræðingur og starfandi forritari í Kaupmannahöfn Verður að breyta um refsistefnu „Fíkniefnalaust ísland árið 2002 ... ég man að þegar ég heyrði þetta slagorð stjómvalda í fyrsta sinn var mér hlátur efst í huga. Hvernig í ósköpunum datt þeim í hug að þeir gætu stoppað útbreiðslu fíkniefna hér á landi, og það fyrir árið 2002? Refsistefna stjómvalda hefur, eins og í mörgum okkar nágrannalöndum, aðeins gert illt verra. Lengri fíkniefnadómar gera það að verkum að verð á efnunum hækkar út af aukinni áhættu sala og smyglara. Harka verður meiri og menn leggja meira á sig við að forðast handtöku. Gróði salanna eykst, glæpatfðni eykst og vopnum fjölgar. Þetta er raunveruleiki sem margar Vestur- landaþjóðir búa við og eru yfirvöld þeirra landa stöðugt að leita leiða út úr þeim vftahring sem refsistefnan er,“ segir Móri sem hefúr þegar vakið mikla athygli með tónlist sinni þar sem afetaða hans til um- ræddra mála kemur bersýnilega í ljós. „Lítið nú í eigin barm, íslend- ingar, er ástandið að skána ... eða er það að versna? Það er kominn tfmi til að taka aðra stefnu þegar kemur að því að leysa þennan vanda, það er augljóst. Af hverju reynið þið alltaf að notast við lausnir sem [tegar hafa brugðLst tjðnim? Til að nálgast kannabisefni eins og ástandið er f dag þarf neytandinn að leita til svokallaðra dópsala, sem hafa rnargir hverjir upp á ýmislegt fleira að bjóða en bara kannabisefhi og finnst mér það ekki skrýtið að reykingafólk leiðist út í harðari neyslu undir slíkum kringumstæðum. Ef sala kannabis færi hins yegar fram, t.d. í apókekum, myndi það í mesta lagi hvetja grashausa Islands til þess að kaupa sér vítamín og hreinlætisvörur og hefðu þeir sjúklingar sem gagn hafa af lækningaeiginleikum jurtarinnar þannig greiðan aðgang að henni. Svo ekki sé minnst á það að ef kannabis væri tekið af svört- um markaði og selt fyrir opnum dyrum væri hægt að nota peningana sem nú renna í vasa dópsalanna til þess að efla forvamir gegn notkun harðari efna.“ Móri, tónlistarmaður Afnám banns væri óskynsamlegt „Miðað við suma mælikvarða hefur baráttan gegn fíkniefhavandán- um gengið ágætlega, t.d. gera tollgæsla og lögregla sífellt meira magn ólögíegra fíkniefna upptækt. Á sama tfma virðist hins vegar ljóst að meira magn er í umferð og sífellt fleiri einstaklingar verða háðir notk- un efhanna. Af því gerum við dregið þá ályktun að hert löggjöf, þyngri dómar og aukin löggæsla séu ekki eina svarið heldur verður jafnframt stöðugt að huga að forvömum og fræðslu um skaðsemi efnanna. Menn mega ekki gleyina því að þetta er ekki bara löggæslumál, heldur um leið félagslegt vandamál og heilbrigðisvandamál," segir Birgir Ár- mannsson. „Ég tel að afnám banns við innflutningi, sölu og meðferð þessara efha feli ekki í sér lausn vandans. Ég geri ekki athugasemdir við að menn ræði á akademískum forsendum lög og reglur á þessu sviði og hvemig reglumar virka. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að afhám banns hér á landi geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og aukið bæði magnið sem hingað berst og fjölgað neytendum. Það væri Ifka afar óskynsamlegt og gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar að hafa reglur á þessu sviði vægari en f næstu nágrannalöndum okkar.“ Birgir Ármannsson, 5. sæd fyrir Sjálfstæðisflokkinn íRvk.kjördæmi suð- ur og aðstoðarframkvæmdastjóri Verslunarráðs fslands. SVIPAÐUR SKAÐI OG VIÐ NEYSLU ÁFENGIS „Svar rnitt við spumingunni lýsir aðeins minni afstöðu en ekki Politicu en gnindvöllur skoðana minna er virðing fyrir frelsi einstak- lingsins. Frelsi hvets einstaklings afmarkast af frelsi hins næsta. Ekki er hægt að setja öll efhi undir sama hatt. Annars vegar þarf að ræða um kannabis og hinsvegar sterkari eimrlyf. Sterk eiturlyf ætti aldrei að lög- leiða því öll rök hníga að því að sá sem notar þau er líklegur til að skerða frelsi eða réttindi annars. Almcrau er viðurkennt að kannabisefni séu hættuleg, enda vanabindandi, en hættan á að neytandinn geri öðram skaða er svipuð og við neyslu áfengts. Borgaramir hafa sameinast um að treysta hver öðrum til að nota áfengi á skynsamlegan máta og líklegt er að hér geti skapast jafnvægi f neyslu á kannabisefnum. Rfkið myndi fá tekjur af sölu efhanna, og sumir telja að glæpum tengdum fíkniefhum myndi fækka enda yrði vald fíkniefnasalanna minna," segir Einar. „Hins vegar er þetta spuming um það í hvemig samfélagi við viljurn búa. ísland er sérstakt land. Islendingar hafa alltaf unnið langan vinnudag og vinnufiramlag hvers og eins er heildinni gífurlega mikil- vægt til að skapa þau lífegæði sem við búum við í dag. Sá sem neytir kannabisefna reglulega deyfist og missir kraftinn og atorkuna sem ís- land þarf til að geti haldið uppi lífegæðunum sem við þekkjum. Þannig samrýmist það ekki grundvallargildum í fslensku samfélagi að gefo þau skilaboð út í þjóðfélagið að í lagi sé að neyta kannabisefha. 14 ár em lið- in síðan bjórinn var leyfður. Flestir eru sammála um að það hafi haff já- kvæð áhrif á neysluvenjur íslendinga. En samt er enn langt í það að við komumst á það stig að geta stært okkur af góðri drykkjumenningu.11 „Ef Island tæki forystu í því að lögleiða kannabisefni er líklegt að sama ástand skapist og í Hollandi þar sem sveimhugar allra landa sanv einast og reykja hass. Þar er tíðni smáglæpa orðin ein sú mesta í Evr- ópu og neysian orðin almenn. Ef nágrannaþjóðum okkar tekst að lög- leiða kannabisefhi og breyta með því viðmiðum gagnvart eiturlyfjum á jákvæðan máta ætti islandi að endurskoða aferöðu sína. Eiturlyfjavand- inn verður eflaust seint leystur, umræðan er hins vegar af hinu góða. En vil ég benda þeim sem ákaft vilja nota kannabisefni á löglegan hátt á að flugfargjöld til Amsterdam hafa hríðlækkað." Einar Porsteinsson, form. Politícu, félags stjómmálfræðinema við HÍ. 8 14. mars 2003 14. mars 2003 f ó k u s 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.