Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2003, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2003, Blaðsíða 7
VHf vöru skíðabær, fullur af augafullum Bretum og villtum sænskum börum. 13. FEBRÚAR Smáþynnka sveif yfir vötnunum þennan morguninn. Ákváðum að taka lífinu með ró og spekt, fengum okkur að snæða og yfirgáfum svo Val d’lsére. Við þræddum sömu leið og við komum til baka, stoppuðum í Chamonix og átum fleiri rottuborgara. Stuttu síðar komumst við að þvf svissneskir tollverðir tala ekki ensku, hlæja að íslensku og neita öllum inngöngu t land sitt sem ekki geta otað að þeim vegabréfi. Þetta voru töluverð vonbrigði fyrir okkur alla en líklega tók Elli þessu verst, hann var nefnilega sá eini sem mundi eftir vegabréfinu. Hann var á þessum forsendum dæmdur til að keyra einn að ná í vegabréfin okkar sem lágu örugg í bústaðnum okkar, hinum megin við hæsta fjallaskarð í ffönsku Olpunum, 120 kílómetra inni í fjallalandinu Sviss. Við hinir komum okkur þægi- lega fyrir á knæpu heimamanna og supum öl meðan við biðum hetjulegrar endurkomu Ella. 14. FEBRÚAR Heima í Nendaz fórum við yfir fjármál líðandi stundar og komumst að sorglegri niðurstöðu. Þess vegna ákváðum við að smella okkur í backcountrykicker. Við fundum engan góðan stað fyrir einn slíkan en fundum í staðinn helsjúkt rail. Handriðið var á ver- önd á sumarbústað í smíðum, 5-6 metra langt með 3 metra droppi niður á skuggalega flatt svæði. Engu að síður þótti okkur þetta prýði- leg hugmynd og hrundum henni í framkvæmd. Eftir þetta voru all- ir orðnir fremur æstir og heitir og vildum ekki láta kjurrt liggja ... Þannig að strákamir ákváðu að reyna að olla upp á gamalt fjárhús þama í grenndinni, renna sér yfir þakið og stökkva svo ofan af því niður nokkra metra í púðrið. Ágætis plan sem gekk án skakkafalla. Fómm svo heim, sprengdum kínverja, kveiktum bál og grilluðum pullur í eldtungunum eins og Ripp, Rapp, Rupp og Svanur í Ylfingunum. 15. TIL 20. FEBRÚAR Það gerðist að sjálfsögðu hellingur af eftirminnilegum atburðum á þessu tímabili ferðalags okkar milli fjalla Evrópu en ég hætti að skrifa í bókina mína. Kannski var það vegna þess að við renndum okkur svo mikið að ég hafði ekki orku til að lyfta penna. Kannski var það vegna þess að við drukkum svo mikið. Kannski reif sturlaður órangútanapi þessar síður úr bókinni minni eða kannski var það bara Svanur. Kannski er ég búinn að gleyma þessum dögum og þá er það í besta lagi vegna þess að þeir voru þá eftir allt saman ekki eftirminnilegir. Kannski voru þeir svo magnaðir að ég er enn þá að komast yfir hamingjuna og get ekki komið því frá mér. Kannski skiptir það ekki máli yfirhöfuð af því að það eru allir hættir að lesa. Orðabók Brettamannsins Pulsu þjóðverji: Þjóðverji sem borðar pulsu. 16 þúsund kalt: Mjög hæpin teið til að sjá til þess að enginn skemmi bílaleigubílinn þinn. Freeride: Að renna sér þar sem púðrið er. Múna: Að sýna fólki sem hefur takmarkaðan áhuga á rassgatinu á þér. Berum himni: Á jörðinni í 10 stiga frosti. Púður: Ferskur snjór sem enginn hefur rennt sér f. Burger King: Hamborgarabúlla sem er ekki búið að finna upp á ís- landi. Ýlir: Tæki sem hjálpar félögum þfnum að finna þig þegar snjóflóð er búið að éta þig. Droppa: Að stökkva fram af einhverju. Að næla sér ílfnu: Að renna sér niður eitthvað sem enginn hefur rennt sér niður síðan snjóaði sfðast. Dauðaspaði: Spilað upp á einhvern leiðinlegan verknað, eins og t.d. uppvask. Sá sem dregur dauðaspaðann verður að vaska upp. Bluebird: Ekki ský á himni. Að jibba: Að renna sér á snjóbretti á einhverju sem venjulega er ekki ætlað til þeirra hluta, t.d. handriði. Púðurbretti: Eitthvað sem þú notar ekki til að jibba á. Backcountrykicker: Pallur sem maður smfðar sjálfur utan skfðaleiða. Session: Að renna sér með félögum sínum. Að slæda: Tekið úr ensku (to slide). Yfirleitt það sem þú gerir þegar þú ferð að jibba. Rockjibb: Að renna sér á snjóbretti niður veg úr steinum. Park: Fjallshlíð sem þakin er ýmsum snjómannvirkjum, sérgerð fyrir brettafólk. Staight jump: Beinn stökkpallur. Cornerpallur: Paltur sem þú lentir í hliðinni á. Rail: Það sem þú slædar á eða jibbar á. Yfirleitt þar til gerð handrið. Pullur: Pylsur framleiddar í útlöndum. Sðlarbrynjusafi: Sólarvörn. Sheipað: Þegar búið er að fínpússa stökkpalla og önnur snjómann- virki í brettapark. Tabletoprail: Rail sem er f laginu eins og trapisa. Rottuborgari: Mjög ódýr hamborgari með fullt af sósu og gríðar- miklu af kjöti. Svoleiðis þekkist ekki á íslandi. Það eru sjaldnast rottur í svona borgara. Giskdriving: Þegar kortamaður giskar á réttu áttina án þess að hafa neitt fyrir sér í þeim efnum. Sorgleg niðurstaða: Fáir peningar eftir. Olla: Að stökkva yfir eða upp á eitthvað af sjálfsdáðum, án aðstoðar frá stökkpalli eða öðru slíku. Ripp, Rapp og Rupp: Einhvers konar talandi endur sem voru f skátun- um eins og Svanur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.