Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2003, Blaðsíða 14
Stundum er sagt að hægt sé að meta gæði spennumyndar út frá því hversu magnaður vondi gæinn er. Bestu bófarnir eru gráðugir, snjallir og grimmir og einhvern veginn ná þeir því besta út úr hetjunum okkar. Hetjan þarf að fara fram úr sjálfri sér til að komast á það stig sem vondi gæinn er á. Það eru svona einvígi sem gera kvikmyndir eftirminnileg- ar. Fókus skellti sér á Netið og tínir til tíu eftirminnilegustu skúrkana. Mestuskúrkar kvikmyndasögunnar Archibald Cunningham - Rob Roy Tim Roth er magnaður í hlutverki Archibalds Cunningham og hlaut tilnefhingar bæði til óskarsverðlauna og Golden Globe fyrir leik sinn. Dags daglega er hann rólyndismaður en þeg- ar honum er falið að elta uppi uppreisnarsegginn verður hann miskunnarlaus morðingi sem nauðgar og stelur til að ná fram takmarki sfnu. Sverðfimi hans spillir heldur ekki. JOHN DOE - SEVEN Þama kynnumst við vonda kallinum með því að fylgjast með því sem hann gerir. Brad Pitt og Morgan Freeman eru löggur á hælum fjöldamorðingja sem myrðir eftir dauðasynd- unum sjö. Augljóst verður að þarna er alvarlega truflaður einstaklingur á ferð. Þegar Kevin Spacey er loks afhjúpaður sem hinn eldklári glæpamaður fáum við frábært atriði - réttlæt- ing Does á gjörðum sínum er svo brengluð að það er ekki annað hægt en hafa gaman af. Auric Coldfinger - Goldfinger Andstæðingar James Bond eru jafhan svipaðar týpur. Þeir eru ríkir menn með mikil- mennskubrjálæði sem vilja jafnan ná undir sig heiminum. Einn þeirra var auðkýfingurinn Auric Goldfinger sem kom sér upp miklum forða af gulli og ætlaði að eyða gullforða heims- ins svo hans gull yrði verðmætara. Jack Torrance - The Shining í þessari klassísku kvikmynd Stanleys Kubrick kynnumst við vondum gaur sem við elsk- um að hata. Jack Torrance, sem dreymir um að verða rithöfundur, fellst á að gerast umsjón- armaður lokaðs hótels þar sem hann sér færi á að geta skrifað bókina sína. Hann tekur konu sína og son með en fljótlega fara einangrunin og almenn leiðindi að ná tökum á þeim. Sonurinn sér sýnir, fjölskyldu sem var í þeirra sporum árið áður og var myrt, og Jack á í samræðum við draug. Hann er viðkunnanlegur náungi en fljótlega kemur hið vonda fram í honum og hann reynir að drepa fjölskyldu sína. Keyser Soze - The Usual Suspects Hiti og þungi þessarar myndar hvílir algerlega á vonda kallinum. Sagan er bókstaflega ein löng yfirheyrsla yfir eina eftirlifandi manninum úr bardaga milli nokkurra glæpamanna. Hinn fatlaði Verbal Kint, leikinn af Kevin Spacey, útskýrir fyrir lögreglunni að Keyser Soze eigi menn þegar þeir vinni fyrir hann. Keyser er sýndur drepa fjölskyldu sína til að sanna að hann sé ekki hræddur við neitt. Kvikmyndin verður jafnvel enn áhrifameiri þegar í ljós kemur hver Keyser Soze er í raun og veru. Annie Wilkes - Misery Stephen King hefur alltaf verið góður í að færa okkur ógnvekjandi persónur og hann veldur engum vonbrigðum með Annie Wilkes. Frægur rithöfúndur lendir í bílslysi en er svo heppinn að indæl kona (að því er virðist) tekur hann að sér og hjúkrar honum þar til hann hefur náð sér. Það fer fyrst að fara um hann þegar hún lýsir því yfir að hún sé aðdá- andi hans númer eitt. Ofbeldið brýst út hjá konunni þegar hún les handrit nýjustu bókar hans og er ekki sátt við söguna. Hún neyðir hann til að endurskrifa söguna og brýtur meira að segja á honum ökklana svo hann geti ekki flúið. Hans Cruber - Die Hard Die Hard var eins og ný tegund hasarmyndar þegar hún var gerð árið 1988, öfúgt við marg- ar kjánalegar sem höfðu komið áður. Styrkur myndarinnar felst aðallega í vonda gæjanum sem leikinn er af Alan Rickman. Hans Gruber virðist í fyrstu vera pólitískur hryðjuverka- maður en seinna kemur í ljós að hann er bara „venjulegur" þjófur sem girnist peninga. Að sjálfsögðu er Bruce Willis, eini maðurinn sem getur stoppað hann... Max Cady - Cape Fear Báðar gerðir myndarinnar hefðu allt eins getað horfið í hafið, alla vega er sagan nógu ein- föld til þess. Fyrrum fangi kvelur fjölskyldu lögfræðingsins sem hann telur ábyrgan fyrir því að hann var settur í fangelsi. Túlkun Roberts Mitchum sýnir Max Cady sem ógnvekj- andi skrýmsli sem felur mikla reiði undir yfirborðinu. Robert De Niro lék Cady aftur á móti í endurgerð Martins Scorseses og þar kemur í ljós að hann er raðnauðgari. Aðgerðir hans gegn fjölskyldunni eru eftirminnilegar og tattúin hans og ákveðin sena í restina eru nóg til að fá blóðið til að renna hægar í fólki. Dr. Hannibal Lecter Mannætan Hannibal kom fyrst fram á sjónarsviðið í bók Thomasar Harris, Red Dragon, sem var kvikmynduð og hét þá Manhunter. Persónan var svo flókin að hún varð mikilvæg í sögunum sem fylgdu á eftir - Lömbin þagna og Hannibal. Frammistaða Anthonys Hopkins er auðvítað mögnuð en það eitt að dr. Lecter er fágaður snillingur, sem lifir fyrir það að gæða sér á veislumáltíðum úr mannakjöti, gerir hann einstakan. SVARTHÖFÐI - STJÖRNUSTRÍÐSÞRÍLEIKURINN Svarthöfði fær efsta sætið fyrir það að vera alveg ótrúlega „kúl“. Þama erum við með mann sem var góður, fallinn Jedi-riddara sem í fyrra lífi hafði svarið að eyða öllu því sem hann stendur nú fyrir. Lífið reyndist honum erfitt og hann sogaðist yfir til hins ílla. Ör hans þýða að hann getur aðeins lifað með sérstaka grímu á sér. Með því að hann heyrir ein- ungis undir Keisarann er hann í aðstöðu sem gerir honum kleift að koma vilja sínum fram bæði gegn óvinunum og undirmönnum sínum. Hann gengur meira að segja svo langt að höggva höndina af eigin syni sem er í Jedi-þjálfun. David Prowse var maðurinn á bak við grímuna en það var rödd James Earls Jones sem gerði þessa persónu bæði ógnvekjandi en um leið ógleymanlega. f ó k u s 14 14. mars 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.