Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2003, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003
Samfélagið
DV
Gettu betur í kvöld - undanúrslit:
Það er dokað eftir dömunni í
herbúðum Menntaskólans við
Sund þar sem ein af fjölmörgum
æfingum fyrir Gettu betur er að
hefjast. „Hún er örugglega fyrir
framan spegilinn heima,“ heyrist
úr einu horninu. „Já, við skulum
loka snyrtingunum hér svo hún
komist ekki þar inn,“ heyrist úr
öðru. Rétt í því hendist ungfrúin
inn og biðst afsökunar á að vera
tveimur mínútum of sein. „En ég
verð að fá mér vatn,“ segir hún og
er sloppin inn á snyrtingu áður
en við er litið!
Fyrsta stelpan
Ungfrúin góða heitir Hjördís
Alda og er Hreiðarsdóttir. Hún er
nýliðinn í hópnum og fyrsta stúlk-
an sem keppir í liði MS frá upp-
hafi, eftir því sem næst verður
komist. Hún segir tíma kominn til
að kvenþjóðin í skólanum láti að
sér kveða á þessum vettvangi.
Kveðst hafa tekið inntökupróf í
liðið í haust, ásamt fleiri, og kom-
ist þar í úrtak. „Svo völdu þeir
mig af þvi ég er svo sæt,“ segir
hún hlæjandi og lítur stríðnislega
á strákana, þá Ásbjörn Jónasson
og Úlf Einarsson. „Þetta verður
vonandi strikað út,“ tautar Úlfur.
Ásbjörn og hann eru þekktir bar-
áttujaxlar úr Gettu betur. Ásbjörn
búinn að vera með frá því hann
kom í skólann fyrir fjórum árum
og Úlfur tók líka þátt í fyrra. Nú
eru þeir á síðasta vetri í skólan-
um, það er að segja ef þeir stand-
ast stúdentsprófin sem varla
nokkur maður efast um, nema þá
þeir sjálfir. Hjördís Alda kveðst
vona að annar þeirra falli til að
fylgja henni í Gettu betur næsta
ár - en sú von er veik. Þeir félag-
ar fá þátttöku í keppninni metna
til eininga en hjá fyrsta árs nem-
endur, eins og Hjördísi Öldu bæt-
ist vinnan við keppnina ofan á
hið hefðbundna nám. En þau
segja flesta kennarana taka tillit
til þeirra í sambandi við verk-
efnaskil og tímasókn meðan úr-
slitabaráttan stendur yfir.
Efniviður framtíðar
Æfingar hafa farið fram viku-
lega frá því í október, tvo til þrjá
tíma í senn. Það er því drjúgur
tími sem fer í að undirbúa þáttinn
og ómæld viska sem safnast fyrir
í heilabúum keppenda. Þeir njóta
líka aðstoðar fróðra manna við
ítroðsluna. Þar má kenna fyrri
þátttakendur sem standa eins og
klettar með sinum skóla þótt
komnir séu í deildir æðri mennta-
stofnana, sem og atvinnulíf. Þetta
eru þeir Sigurlaugur Ingólfsson,
Uð MS
Alltafgóö stemning á æfmgum hjá þeim Ásbirni, Úlfi og Hjördísi Öldu.
DV-MYND E.ÓL.
Jón Trausti Reynisson og Hannes
Óli Ágústsson. Einn þjálfarann
vantar á þessa æfingu - sá heitir
Einar Magnús Einarsson. Það er
því æði fjölmennt i „Reykholti",
stofunni sem liðið hefur aðstöðu í,
því auk framantalinna eru þar
arftakar Ásbjörns og Úlfars sem
komnir eru í læri hjá meisturun-
um og eru titlaðir liðsstjórar.
„Þetta er efniviður framtíðarinn-
ar,“ segir Ásbjörn og lítur föður-
lega til þeirra Gunnars Arnar Ind-
riðasonar og Þorkels Gunnars
Sigurbjörnssonar.
Skíthræddur
Liðið verst allra frétta af gangi
æfinganna. Þó kveðst það skipta
með sér verkum eftir sviðum að
nokkru leyti. Þegar spurt er um
skemmtilegt atvik er hik á svari
en Hjördís Alda bregst við með
því að upplýsa að alltaf sé gaman
og góð stemning. Orðrómur er á
kreiki um aö Ásbjörn muni mæta
í netbol í keppnina í kvöld, sam-
kvæmt úrslitum veðmáls, en
hann ber það einarðlega af sér.
Þau fíflast líka með að erfitt geti
verið að halda einbeitingunni í
Gettu betur með hið kynþokka
fulla starfsfólk keppninnar í
kringum sig. En hvernig líst þeim
þá á mótherjana í kvöld? Ásbjörn
og Hjördís bera sig vel en Úlfur
dæsir og segir: „Það má alveg
koma fram að ég er skíthræddur
við þá.“ -Gun
KynpoMdnn getur verið ta
vandræða^^^^^H
Ánægjan ofar öllu:
ertak-
„Við breytum hraðaspurning-
unum í huganum í boxpúða sem
við kýlum niður," segja krakkarn-
ir í Gettu betur liði Menntaskól-
ans við Hamrahlíð. Æfing er ný-
hafin heima hjá Bergi Ebba Bene-
diktssyni þjálfara í Blönduhlíð-
inni þegar DV ber að garði og eins
og í keppninni sjálfri er byrjað á
hraöaspurningum. Fyrir svörum
sitja Anna Pála Sverrisdóttir, sem
er þrautreyndur liðsmaður MH,
og tveir öflugir nýliðar, eins og
hún orðar það, Jónas Örn Helga-
son og Andri Egilsson.
Fleiri þjálfarar koma að uppeldi
liðsins fyrir keppnina en Bergur.
„Það eru hinir og þessir að hjálpa
okkur,“ segja krakkamir og upp-
lýsa að stundum sé liðinu skipt
upp og hver og einn fái einkaþjálf-
un, „maöur á mann“. Hvemig
skyldi svo keppni kvöldsins leggj-
ast í liðið? „Við erum í góðu
stuði,“ segja þau og telja sig hafa
lagt hæfilega mikið á sig við und-
irbúninginn. „Upp að mannlega
markinu," segir Anna Pála og
heldur áfram: „Þessi keppni á
fyrst og fremst og ofar öllu að vera
skemmtileg. Þegar hún er farin að
verða kvöð er takmarkið tapaö. Þá
er hún orðin álíka heimskuleg og
þetta stríð sem við erum að fara
í.“
Meðvitaðri um umheiminn
Ungmennin segjast hafa byrjað
rólega. „Við hittumst auðvitað í
haust en hófum ekki æfingar af al-
vöru fyrr en eftir áramót. Síöan
höfum við haldið okkur við efnið.“
Þótt sum af þeim atriðum sem
þau hafa reynt að leggja á minnið
komi þeim kannski aldrei að not-
um segja þau æfingarferilinn
gagnlegan. „Þetta er auðvitað ekki
allt hagnýtur fróðleikur en maður
er meðvitaðri um umheiminn en
ella,“ segir Jónas Öm. „Já, maður
fer að fylgjast betur með og verð-
ur næmari fyrir umhverfinu. Það
skilar sér alltaf, „ bætir Andri við.
„Svo þjálfast maður í skipulagi og
ögun og það ætti að koma manni
til góða í námi og bara lífinu
sjálfu," botnar Anna Pála.
Talið berst að þeirri athygli sem
keppnin fær, bæði innan skólans og
utan. Anna Pála kveðst oft hafa lent
í því að fólk horfi á hana og spyrji:
„Hvaðan þekki ég þig?“ „í hvaða
bakaríi vinnur þú?“ eða „Ertu í fim-
leikum?" Ég sá biskupinn um dag-
inn á fömum vegi og við horföum
hvort á annað með svipnum: „Ég
þekki þig!“ og brostum."
í krakkalandi
Þau segja engan vanda að finna
tíma til æfinganna. Oftast eru þær
eftir skólatíma en stundum hittist
þannig á að allir eru í „götum“ á
sama tíma, enda raðar hver og
einn upp sinni stundatöflu sjálfur
í MH. Það sem helst angrar þau er
að pitsupeningarnir kláruðust
ótrúlega fljótt og lítið hefur verið
til að maula síðustu vikur. Þau
segja Berg þó stundum hafa séð
aumur á þeim og borið í þau nær-
andi brauð með hnetusmjöri og
sinnepi þegar æft hefur verið
heima hjá honum. Kaffið telja þau
Anna Pála og Andri líka hafa góö
og skerpandi áhrif en Jónas Örn
fellir sig ekki við bragðið.
Þau eru sammála um mikilvægi
þess að gleðin sé höfð í fyrirrúmi
og rifla með ánægju upp hvemig
þau höguðu sér síðasta keppnis-
dag. „Við fórum í Laugardalslaug-
ina og renndum okkur í litlu
rennibrautinni. Síðan hoppuðum
við dálítið í krakkalandinu í
Smáralind og fengum okkur svo
gott að borða. Það er nauðsynlegt
að peppa sig upp með einhverjum
hætti." -Gun.
Llð MH
Jónas Örn, Andri og Anna Pála segja
keppnina fyrst og fremst eiga aö
vera skemmtilega.
DV-MYND E.ÓL
kvöð
Verði keppnin
markið tapað