Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2003, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 Fréttir Málflutningur í máli dagföðurins fór fram í Hæstarétti í gær: Verjandi telur læknisfræði- legan vafa á dánarorsök Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagöi í máiflutningi sínum fyrir Hæstarétti í gær aö mikið álag á dagfóöur um- ræddan dag hefði leitt til þess að hann heföi hrist litla drenginn með þeim skelfilegu afleiðingum aö hann lést á spítala tveimur dögum síðar. Skoðun lækna og réttarmeinafræð- ings hefði leitt í ljós að um svokölluð „shaken baby“ heilkenni hefði verið að ræöa og að drengurinn hefði ver: ið hristur og höfði hans slegið til. Sérfræðingar hefðu útilokað aðrar dánarorsakir, eins og bamaskyrbjúg, ofnæmi, bólusetningu, flogaveiki móður eða meltingarfærasýkingu eins og verjandi mannsins hefði haldið fram. Sýndi eðlilega hegðun Samkvæmt áliti sérfræöinga leiddu áverkar drengsins hann til dauða á tveimur sólarhringum eða skemur og því taldi ríkissaksóknari að enginn annar en dagfaðir hefði getað valdið dauða hans. Útilokað væri að drengurinn hefði getað sýnt eðlilega hegðun eins og að borða, drekka og leika sér eftir að hann var hristur þar sem böm misstu meövitund nán- ast strax við slík- Hæstiréttur i Ríkissaksóknari taldi útilokaö aö einhver annar en dagfaöir heföi getaö valdiö dauöa drengsins. DV-MYNDIR GVA an hristing. Drengurinn hefði verið hress þegar hann kom í dagvistunina um morguninn og að allt hefði verið með eðlilegum hætti til klukkan tvö um daginn. Þá hefði dagfaðirinn far- ið með hann út í bílskúr og lagt hann í vagninn. Hefði hann verið u.þ.b. tvær til þrjár mínútur í bílskúmum með drengnum og því langlíklegast að atvikið hefði átt sér stað á þeim tíma. það missti stjóm á sér. Hann sagði að langvarandi grátur ungbama gæti skapað þetta hættuástand. Dagfaðir- inn og kona hans hefðu haft 21 bam á heimilinu þennan dag og hún hefði verið komin tæp- lega níu mánuði Erla Kristín Arnadóttir á ieið. Því hefði biaöamaöur maðurinn nán- ast annast börnin einn. Mikið áiag gæti myndast við slíkar aðstæður og að mati ákæruvaldsins væri ekki á mannlegu valdi að gæta svo margra bama þannig að vel færi. Hjónin hefðu sýnt dæmalaust ábyrgðarleysi og sinnuleysi gagnvart bömunum og heföu þau tekið verulega áhættu með því að taka að sér svo mörg böm í einu. Mikiö álag á heimilinu Ríkissaksóknari vék síðan að til- efni brotsins og sagði að mikið hefði verið ritað um ástæður þess að fólk hristi lítil böm með þessum hætti. Kvaö hann fólk yfirleitt undir miklu álagi sem geröi það að verkum að Fullkominn vafi á dánarorsök Lögmaður verjanda krafðist þess að maðurinn yrði sýknaður þar sem drengurinn hefði ekki verið hristur. Hann lagði mikla áherslu á að engin vitni hefðu verið að hinum meinta hristingi og að fullkominn læknis- fræðilegur vafi væri á dánarorsök. Verjandinn taldi að margt annað hefði getað valdið dauða drengsins og samkvæmt álitsgerð átta erlendra sérfræöinga, sem aflir hefðu kynnt sér málið, væri líklegast að dánaror- sökin hefði verið samsetning margra þátta. Drengurinn hefði verið mjög veikur eftir bólusetningu við 6 mán- aða aldur og benti margt til þess aö hann hefði hlotið öndunarfærasýk- ingu í kjölfarið. Sýklalyf hefðu m.a. valdið blæöingum og hefði hann síð- an fengið skyndilega lifrarbólgu af völdum eitrunar. Starfsfólki sjúkra- hússins hefði yfirsést það og því hefði hann ekki fengið viðeigandi meðferö til að stööva blæðingamar. Einnig hefði margt bent til þess að drengurinn hefði þjáðst af alvarleg- um bamaskyrbjúg. Verjandinn sagði að hinn hræðilegi atburður 2. maí 2001 hefði verið endalok veikinda hans og að dagforeldramir hefðu verið óheppnir að vera á staðnum þegar hann féll í yfirlið og dó skömmu síðar. Hæstiréttur kveður upp dóm í málinu innan nokkurra vikna. Verjandinn við upphaf málfiutnings Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, taldi ekki hægt aö úti- loka aörar dánarorsakir. Hinir heppnu Nokkrir styrkþega ásamt menntamálaráöherra og borgarstjóra. DV-MYND TEITUR 32 milljónum úthlutaö úr Menningarborgarsjóði: Höggmyndir og Humar eða frægð í gær var úthlutað úr Menningar- borgarsjóði samtals 32 milljónum króna til 57 verkefna. Hæstu styrkina, kr. 1.200.000, fengu Eiðar ehf. til að kosta vinnu tíu listamanna frá Japan, Norðurlöndum og íslandi við um- hverfislistagarð á Eiðum, Listasafnið á Akureyri til að setja upp sýningu á höggmyndum eftir marga helstu meistara formsins á 20. öld, þar á meðal Henry Moore og Alberto Gi- acometti, og Smekkleysa til aö setja upp sýninguna Humar eða frægð um helstu stiklur í sögu útgáfunnar og hennar frægustu aðstandendur. Titillinn Humar eða frægð vísar í gamlan Sykurmolatexta, enda teng- ist upphaf Smekkleysu útgáfu á verk- um Sykurmolanna. Ásmundur Jóns- son hjá Smekkleysu sagði að sýning- in yrði fyrst opnuð 4. júní í Spitz-gall- eriinu í London. Opnunin tengist fyr- irhuguðu Smekkleysukvöldi þar í borg og útgáfu á safnplötu, tveggja diska setti með sögulegu og nýju efni. Útsendarar annarra evrópskra safha hafa boðað komu sína á sýn- inguna í London. Til dæmis er áhugi á því hjá Pompidou-safninu í París að setja hana upp. Sýningin verður svo sett upp í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi, 13. júní og stendur þar til hausts. „Við höfum verið að safna gögnum og gripum lengi,“ sagöi Ásmundur, „en styrkurinn gerir gæfumuninn í sambandi við uppsetninguna sjálfa sem Ólafur Engilbertsson, einn af stofnendum Smekkleysu, sér um.“ - Ætlið þið að sýna kjóla Bjarkar? „Það hefur nú ekki komið til tals,“ sagði Ásmundur, „en þama verða ýmsir merkilegir hlutir, til dæmis tillögur Smekkleysu um nýjan þjóð- búning sem settar voru fram 1994, bækur, plaköt og póstkort, og það verða sýndar heimildamyndir og myndbönd. Svo verða auðvitað lif- andi uppákomur tengdar sýningunni í sumar.“ Meðal annarra sem styrk hlutu úr sjóðnum má nefna Annað svið sem hyggst sviðsetja Ulfhamssögu, Arki- tektafélag íslands til að setja upp sýningu um vistvænar byggingar, Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju, tónlistarhátíðina Við djúpið og há- tíðasýningu íslenska dansflokksins i tilefni þrítugsafmælis hans á árinu. -SA DV Guörún Gísladóttir KE: Sanalitiö miðar við björgun Fjórir íslenskir kafarar hafa verið við flak Guðrúnar Gísla- dóttur KE sem sökk skammt und- an Leknes í Noregi á sl. ári. Með þeim eru fimm til sex norskir kafarar. Þeir hafa farið niður og komið festingum á skipið og hlíf- um undir kjölinn svo taugarnar skerist ekki á hvössum kilinum. Ekkert miðar við að snúa skipinu þar sem þaö liggur á stjórnborða, en það er nauðsynleg aögerð áður en skipinu verður lyft af hafs- botni. Framkvæmdir hafa tafist vegna þess að of mikill sjógangur hefur verið á strandstað, og segir Ásgeir Logi Ásgeirsson, sem stjórnar verkinu í Noregi fyrir ís- húsfélag Njarðvíkur, að stöðugar lægðir frá íslandi tefji verkið. Gert hafi verið ráð fyrir að 21 sólarhringur færi í verkið; átta séu frá svo enn sé nokkur tími til stefnu. Samkvæmt þessu heföi mátt gera ráð fyrir að Guðrún Gísla- dóttir KE kæmi upp á yfirborðið um miðjan marsmánuð en sá tími er liðinn og enn langt til Skipið var fulllestaö af frystum afurðum og velta menn nú vöng- um yfir þvfhvort nokkurt verð- mæti sé lengur í aflanum, jafnvel þótt hann hafi geymst I kulda á 40 metra dýpi. -GG Verðbólgan með því lægsta í Evrópu Samræmd vísitala neysluverðs í febrúar hækkaði um 0,4% milli mánaða en á sama tímabili lækk- aði samræmda vísitalan fyrir ís- land um 0,2% frá fyrra mánuði. Verðbólgan í EES-ríkjum var 2,4%, mæld með samræmdri vísi- tölu neysluverðs en var 1,1% á ís- landi. Þetta kom fram í tölum um samræmda vísitölu neysluverðs fyrir febrúar, sem Hagstofan birti í gær. Verðbólgan er aðeins lægri í Sviss af öllum EES-ríkjunum þar sem hún er 0,9%. Hins vegar er ljóst að verðbólgan á íslandi, samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs, á eftir að hækka verulega í mars í samræmi við mikla hækkun á íslensku vísitöl- unni nú í mars. Verðbólgan á ís- landi mun því á næstu mánuðum nálgast það að vera svipuö og í hinum ríkjum sambandsins. -VB MYND: VERKFRÆÐISTOFAN TEIKN Á LOFTI Bpú yfir Úlafs- fjapðapós boðin út Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í brú yfir Ólafsfjarðar- ós. Brúin á að vera um 40 metra steypt eftirspennt plötubrú í tveimur höfum. Verkinu skal að fullu lokið 15. október 2003 en til- boð verða opnuð 31. maí 2003. Nýlega voru opnuð tilboð í nið- urrekstrarstaura í brúna og kom lægsta tilboðið frá Loftorku í Borgarnesi. Um er að ræða fyrsta áfangann í gerð jarðganga milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. -HIÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.