Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2003, Blaðsíða 32
 *"l »1 > FRETTASKOTIÐ SIMIIVIIM SEM ALDREI Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 sefur 550 55 55 / / / / / / / / : Viðbúnaður hjá Rauða krossinum: Sofnun hafin a Islandi vegna stríðs í Irak Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra: Frelsuð úr ánauð Rauði kross Islands hefur sett i gang fjársöfnun vegna hjálpar- starfs í kjölfar átakanna í írak. Þórir Guðmundsson, upplýsinga- fulltrúi RKÍ, segir að fólk geti hringt i söfhunarsíma 907-2020 og gefa menn þá 1.000 krónur sem leggst á símareikning viðkomandi. „Við sendum í dag bréf til ríkis- stjómar íslands þar sem við förum fram á verulegan stuðning við hjálparstarfið. Þá biðjum viö líka um það í bréfinu að ríkisstjómin tali fyrir því á alþjóða vettvangi að stríðsaðilar fari eftir ákvæðum Genfarsamninganna.“ Þórir segir að sendifulltrúar á ís- landi séu í viðbragðstöðu til að fara út ef á þarf aö halda. Alþjóða Rauði krossinn er einu hjálpar- samtökin sem hafa virka starfsemi inni í írak og hafa þar á annað DVMYND ÞORKHLL Tjaldbúöir fyrir fióttamenn hundrað manns. „Viö emm með birgðir við spít- ala og viö vatnsveitur og eram að koma upp viðbúnaði tO að taka við flóttamönnum í löndunum í kring. Það er aðallega í Jórdaníu, Tyrk- landi og íran. Við getum núna tek- ið við allt að 250 þúsund flótta- mönnum frá írak. Rauði krossinn hefur veriö að koma sér upp birgðum í vöruhús- um í löndunum i kringum írak og eins inni i írak.“ - Er ekki hætta á að Rauði krossinn verði líka fyrir skakka- föllum vegna átakanna? „Undanfarna daga hafa farið fram formlegar viðræður viö stjómvöld í írak, Bandaríkjunum og Bretlandi. Hafa þessi stjórnvöld verið hvött mjög ákveðið til að fara algjörlega eftir ákvæðum Genfar- samninganna. Þeir samningar vernda bæði óbreytta borgara og hlutlausa hjálparstarfsmenn. Merki Rauða krossins og rauða hálfmánans era alþjóðleg vemdar- tákn og það er brot á Genfarsamn- ingum að skjóta á slík tákn.“ Þórir segir að allar búðir þess- ara samtaka séu mjög vel merktar og stríðsaðilar hafl nákvæmar upp- lýsingar um þær. HKr. „Það er venja í svona málum að vera ekki með óþarfa bjartsýni strax í upp- hafi. Ég held að það sé engin leið til að spá fyrir um hve lengi þessi átök munu vara. Ég hef það á tilfmningunni að stór hluti af þessu stríði komi til með að taka stuttan tíma. En það er ekki allt búiö með þvi. Síðan tekur við að halda írak saman og koma þar á lýðræðislegri stjómarháttum og styðja uppbyggingu. Við getum horft til Afganistans í því sambandi," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra við DV í morgun. - Hver verður viðbúnaður hér heima? „Við munum auka allt eftirlit, það verður meiri aðgæsla við komu fólks til landsins.“ - Nú er þetta öðrum þræði áróðurs- stríð og andstaöan við stríðið virðist mjög mikil? „Ég tel að Bandaríkjamenn hafi verið um margt klaufalegir í þessu máli. Þeim hefur ekki tekist vel að telja menn á sitt band. Þetta áróðursstríð mun áreiðan- lega fara mikið eftir því hvað gerist. Hvað segir íraska þjóðin? Þetta er þjóð sem ekki hefur talað i langan tíma því það er enginn sem þorir aö segja eitt aukatekið orð. Þaö skiptir miklu hvað iraska fólkið segir þegar það loks fær að tala. Það er enginn vafl á því aö það er verið að frelsa þessa þjóð úr mikill ánauð og undan mikilli harðstjórn. Hins vegar er alltaf umdeilanlegt hvenær á að gera það og hvenær ekki.“ -hlh 112 EINN EINN TVEIR NEYÐARLÍNAN LÓGREGLA SLÓKKVIUÐ SJÚKRAUÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.