Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2003, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2003, Side 2
2 MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 Tr»',vr Fréttir Chelsea úti á lífinu Gestir Hverfisbarsins í Reykjavík ráku upp stór augu á föstudagskvöld þegar þeir þóttust sjá að Chelsea Clinton, dóttir Bills Clintons, fyrrverandi Banda- rikjaforseta, væri meðal gest- anna. Chelsea var í för með bandarískum jafnöldrum sínum og lét lítið fyrir sér fara. Ekki er vitað til að lífverðir hafi verið í för með dóttur fyrrum forseta en hún dvaldi dágóða stund á Hverf- isbarnum áður en hún lét sig hverfa út í myrkrið með vinum sínum. -hlh Stóri vinningur- inn austur Einn var með fimm tölur réttar í Lottóinu á laugardag og fær hann rúmar 20 milljónir króna í sinn hlut. Vinningshafinn hafði ekki gefið sig fram við íslenska getspá í gærkvöld. Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri ís- lenskrar getspár, sagði í samtali við DV í gærkvöld að vinnings- hafans væri beðið en allur gang- ur væri á hvenær fólk gæfi sig fram. Miðinn góði var keyptur á Shellstöðinni á Eskifirði milli klukkan 21 og 22 á fostudags- kvöld. Um er að ræða tíu raða miða og valdi vinningshafinn töl- urnar sjálfur. Potturinn var fjórfaldur að þessu sinni og einn stærsti pottur sem dregið hefur verið um und- anfarnar vikur. Vinningstölurnar voru 3, 24, 26, 29 og 33 - bónustalan var 5. Auk þess voru sex með fjórar tölur réttar, auk bónustölunnar, og hlýtur hver þeirra rúmar 100 þús- und krónur. -aþ Flóttamenn koma í dag Flóttamenn frá fyrrverandi Júgóslavíu eru væntanlegir til Ak- ureyrar síðdegis í dag. Um er ræða 24 manna hóp - sex fjölskyldur - sem allar koma frá Belgrad. Fólkið hefur dvaliö í flóttamannabúðum um langt skeið. Tekið verður á móti hópnum í Keflavík af formanni og ritara Flóttamannaráðs íslands, aöstoðar- manni félagsmálaráðherra og fram- kvæmdastjóra Rauða kross íslands. Flóttamennirnir verða búsettir á Akureyri og hefur undirbúningur fyrir komu þeirra staðið yfir að undanfórnu og gengið mjög vel. -aþ Bdur í fjölbýlis- húsi í fimmta sinn - á skömmum tíma - lögreglan hefur upplýst máliö Eldur kom upp í geymslu í kjall- ara í fjölbýlishúsi viö Hjaltabakka í neðra Breiðholti um helgina. Þetta er í fimmta skipti sem eldur kemur upp í blokkinni á skömm- um tíma. Grunur leikur á aö um íkveikju hafi verið að ræða. Einn maður var handtekinn og færður til yfirheyrslu hjá lögreglu. Hon- um var sleppt að þvi loknu. Sam- kvæmt upplýsingum DV er hann búsettur í blokkinni. Þetta síðasta brunamál í blokkinni telst upplýst en hin fyrri eru enn til rannsókn- ar hjá lögreglunni. Eldurinn uppgötvaöist með þeim hætti að einn íbúa í blokk- inni er vanur að fara niður á kvöldin til að athuga hvort hurðir þar séu læstar. Hann var með seinna fallinu aðfaranótt laugar- dagsins. Þegar hann kom niður sá hann að eldur logaði í hurð á geymslu í kjallara. Hann kallaði í son sinn sem kom niður með vatn í fötu og skvetti á eldinn. Jafn- framt var þegar kallað á slökkvi- lið. Þegar það kom á staðinn rétt fyrir klukkan 2 um nóttina hafði íbúanum tekist að ráða niðurlög- um eldsins. Skemmdir urðu ekki miklar en samkvæmt upplýsing- um DV hafði verið skvett eldfimu efni á hurðirnar og brotin rúða í þvottahúsglugga. íbúi í blokkinni, sem DV ræddi við í gærkvöld, taldi þaö hafa verið gert til aö eld- urinn magnaðist hraðar. „Það eru allir á taugum hér í blokkinni," sagði hann í gær- kvöld. „Fólk er farið að hugleiða að flytja í burtu ef brennuvargur- inn næst ekki. Það getur enginn búið við slíka óvissu til lengdar." Lögreglan handtók fljótlega mann á grundvelli upplýsinga vitna og er málið upplýst eins og áður sagði. -JSS Samtakamáttur Krakkarnir í 7. bekk í Foldaskóla í Grafarvogi slepptu svefninum aöfaranótt sunnudags og léku knattspyrnu frá klukkan 8 á laugardagskvöld til 8 á sunnudagsmorgun. Meö þessu móti söfnuöu þau áheitum fyrir skólasystur sína, Ernu Maríu Guömundsdóttur sem er í erfiöri krabbameinsmeöferö í Danmörku, en Erna greindist meö æxli viö heila í haust. Fjöldi einstaklinga og fyrírtækja studdi krakkana, þar á meöal Egill Skallagrímsson, Noröurljós, Vífilfell og Össur en í gær höföu safnast á sjöunda hundraö þúsund á söfnunareikninginn sem er nr. 324-03-800090. Krakkarnir veifa hér til Ijósmyndara í upphafi leiks í íþróttahúsinu í Dalhúsum. Kona á áttræðisaldri kærir nauðgun - húsvöröur í fjölbýlishúsi í austurbænum meintur gerandi Kona á áttræðisaldri hefur kært karlmann á sjötugsaldri til lögregl- unnar í Reykjavík fyrir meinta til- raun til nauðgunar. Atburðurinn átti sér stað í fjölbýlishúsi í austurbæn- um og var lögð fram kæra til lögregl- unnar í vikunni eftir að hann var sagður hafa átt sér stað. Kæran var lögð fram fyrir um það bil þremur vikum. Samkvæmt upplýsingum DV var hinn meinti gerandi húsvörður í fjöl- býlishúsinu. Hann gegndi margvís- legum störfum fyrir íbúana. Honum hefur verið vikið úr starfi meðan rannsókn málsins fer fram. Hann hef- ur verið búsettur í fjölbýlishúsinu sem um ræðir en kvaðst í samtali við DV flytja þaðan á allra næstu dögum. Hann vildi ekki tjá sig um máliö þar sem þaö væri á „afar viðkvæmu stigi“. Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, staöfesti þegar DV hafði samband við hann að kæra um meint kynferðis- brot hefði verið lögð fram. Hann kvaöst ekki vilja tjá sig um efhisat- riði málsins þar sem það væri enn til rannsóknar hjá lögreglunni. -JSS Stuttar fréttir Meirihluti andvígur Könnun Fréttablaðsins sýnir að 3 af hverjum 4 eru andvígir stuðn- ingi íslensku ríkisstjómarinnar við innrás Bandaríkjamanna og Breta í írak. Mikil lambakjötssala Sala á lambakjöti hefur verið mjög góð að undanförnu. Sala á síðustu þremur mánuðum er 16,3% meiri en á sama tímabili fyrir einu ári. Mbl. greindi frá. Fáninn brenndur íslenskur fáni var brenndur í mótmælaaögerðum gegn stríðinu í írak í Kaupmannahöfh í gær. Tel- ur danska lögreglan að fólk af ar- abískum uppruna hafi verið að verki. RÚV greindi frá. Mikiö skilað á Netinu Um 36 þúsund skattframtöl hafa nú borist á Netinu en frestur til að skila rafrænu skattframtali hefur verið framlengdur til miðviku- dags. Frestur tU að skila pappírs- framtali rennur út í dag. Frjálslyndir braggast Frjálslyndi flokkurinn fengi 7,8 prósenta fylgi og fimm menn á þing samkvæmt skoðanakönnun Frétta- blaðsins sem birt er í blaðinu í dag. Tvöfalt dýrari Ábyrgðartryggingar ökutækja hafa nákvæmlega tvöfaldast í verði á undanfómum sex árum sam- kvæmt útreikningi vísitölu neyslu- verðs frá Hagstofa íslands. Mbl. greindi frá. Nýtt flensulyf Á markað er komið lyf sem getur dregið úr einkennum og flýtt bata þeirra sem veikjast af inflúensu. Mbl. greindi frá. Patreksfjörður: Teknir með hass Lögreglan á Patreksfirði hefur upp- lýst tvö fíkniefnamál á undanfórnum dögum. Við húsleit í bænum á laug- ardagskvöld lagði lögregla hald á átta grömm af kannabisefnum og áhöld til fikniefnaneyslu. Tveir voru hand- teknir og hafa þeir viðurkennt að hafa átt efiiin og áhöldin sem fund- ust. Málið telst upplýst og hefur tví- menningumnn verið sleppt. Fyrra málið átti sér stað á þriðju- dagsmorgun en þá var ungur maður handtekinn á Bíldudalsflugvelh. Hann var aö koma frá Reykjavík. Við leit á manninum fundust sjö grömm af kannabisefhum. Maðurinn sagði við yfirheyrslu að efnin hefðu verið til einkanota. Honum hefur verið sleppt en þetta mun ekki í fyrsta sinn sem hann kemur við sögu lög- reglu. Lögreglumenn á Patreksfirði nutu aðstoðar kollega sinna á ísafirði viö rannsókn málsins. -aþ Lágheiði: Þypla sótti vélsleðamann Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- SIF, flutti slasaðan vélsleðamann á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri síðdegis á laugardag. Slysið varð á Lágheiöi, skammt frá Ólafsfirði, þegar tæplega þrítugur vélsleða- maður ók vélsleða sínum fram af klettabelti - vestan megin Lágheið- ar. Slysið varð í um eins kílómetra hæð og telur lögregla að maöurinn hafi steypst fram af um 50 metra háu klettabelti, síðan runnið nokkum spöl í miklu harðfenni og stöðvast í slakka í fjallinu. Læknir sem fylgdi björgunar- mönnum á staöinn óskaði eftir að- stoð þyrlunnar sem kom á vettvang eins og fyrr greinir. Maðurinn mun hafa hlotið bakmeiðsl. -aþ Innbrot í efnalaug: Staðinn aö vepki Þjófur var staöinn að verki að- faranótt sunnudagsins þar sem hann lét greipar sópa í peninga- kassa efnalaugar við Lóuhóla í Breiðholti. Maðurinn braut sér leið í gegnum glugga og hafði ekki at- hafnað sig lengi þegar laganna verði bar að garði. Nágrannar heyrðu brothljóð og gerðu sam- stundis viðvart. Lögreglumenn voru komnir á staðinn innan tveggja mínútna frá því tilkynning barst. Maðurinn gisti í fangageymslum lögreglunnar og telst málið upplýst. Hann hefur margsinnis komið við sögu lögreglunnar. -aþ Löggan lokar Ákveðið hefúr verið að loka lög- reglustöð Kópavogsbæjar á nótt- unni alla virka daga. Stjórn Lög- reglufélags Kópavogs telur að verið sé að skerða þjónustu og draga úr öryggi. RÍFV greindi frá. Skiptar skoöanir Skiptar skoðanir eru meðal stjómmálaflokkanna um einkasölu- rekstur á áfengi samkvæmt svönun til SVÞ. Samfylkingin og Vinstri- grænir vilja halda áfram einkasölu- rekstri ríkis, Frjálslyndir vilja halda honum áfram hvað sterk vín varðar en skiptar skoöanir era inn- an Framsóknar. Sjálfstæðisflokkur vísar í landsfundarályktun um að leggja eigi ÁTVR niður. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.