Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2003, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2003, Qupperneq 15
15 MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 DV_____________________________________________________________________________________________Menning Hjálpartæki hugleiðslunnar Aðdáendur Gunnars Amar listmálara, og þeir eru margir, hafa nú um langt skeið beðið endurkomu meistarans. En eins og margir vita tók Gunnar Öm sig upp úr soll- inum hér í Reykjavík fyrir margt löngu og gerðist bústólpi að Kambi í Holtum, með- fram sem hann hóf ýmislega menningar- sýslan, m.a. miðlun alþjóðlegrar myndlistar fyrir sveitunga sína og ferðamenn. Allir þeir sem lagt hafa leið sína til Gunnars Arn- ar að Kambi geta borið vitni stórhug hans og útsjónarsemi. Hins vegar hafa þessir sömu aðkomumenn stundum haft af því áhyggjur að Gunnar Örn væri að sólunda þeim miklu myndlistargáfum sem hann hlaut í vöggugjöf og notaði til að heiila ís- lenska sýningargesti á miðjum áttimda ára- tugnum. Það var engu líkara en hin upprunaiega og ástríðufulla tilvistarstefna í myndlist hans, málaðar hugleiðingar um veru og óveru, tengsl sálar og líkama og marghátt- aðan veikleika holdsins, útlistuð með svo kröftugum pensildráttum og ólgandi litum að áhorfandann rak í rogastans, færi hall- oka fyrir dálítið stirðbusalegum pælingum í anda Kjarvals og annarra dýrkenda nátt- úrulegs sköpunarkrafts. Sjálfsagt má rekja þessa áherslubreytingu tU umskiptanna í lífi Gunnars Arnar, hins nýfundna frelsis í faðmi sunnlenskrar náttúru. En lífsham- ingjan, ein og sér, er ekki endilega uppskrift að áhrifaríkri myndlist. Engin rökhugsun Nokkrum árum síðar varð annarrar breytingar vart í myndlist Gunnars Amar, nefnilega tilrauna til að gera myndlistina að nokkurs konar hjálpartæki hugleiðslunnar. Þessi breyting hélst í hendur við vaxandi áhuga listamannsins á andlegum málefh- um. Að því leyti er hann samkvæmur sjálf- um sér. En slíkur áhugi, einn og sér, er ekki heldur uppskrift að áhrifaríkri myndlist. Ef ég skil rétt ýmislegt það sem listamað- urinn hefur minnst á í viðtölum, þá hefur hann varpað fyrir róða hugmyndinni um rökræna og skipulega framþróun hlutanna í Gunnar Óm: Sállr. Olía á striga - 2002 Er þá nokkur vegur fyrir áhorfandann aö öölast skilning á þessari myndtist nema meö því aö gangast nýrri lífsfílósófíu á vald? Myndlíst myndlist sinni, þar sem hvert listaverkið er nýr hlekkur í langri keöju. Sem sagt, módemísku trúarjátningjunni. Þess í stað beitir hann myndlistinni eins og gömlu súr- realistarnir - gleymum ekki að það hefur alltaf verið súrrealísk æð í listamanninum - til að fanga skyndilega og óforvarendis hugsýnir eða handansýnir. Ég held að þetta sé það sem Gunnar Öm á við þegar hann segir á pappírsörk sem fylgir yfirstandandi sýningu hans í Ásmundarsal: „Hvert höf- undurinn er að fara er ekki gott að segja. Enda hefur hann ekki hugmynd um það sjálfur. Engin rökhugsun er að baki vinnu hans. Heldur reynir hann að fanga þær hug- myndir sem fljóta upp hveiju sinni.“ Aðdáunarverð einlægni, en tæplega góð til afspumar. Sálir og Skuggi Er þá nokkur vegur fyrir áhorfandann að öðlast skilning á þessari mynd- list nema með því að gangast nýrri lífsfílósóf- íu á vald? Þessi áhorfandi, að upplagi frekar ónæmur á yfir- náttúrulega strauma, á að minnsta kosti í mesta basli með að fá botn í það sérkennilega úr- val mynda sem Gunnar Öm hefur dregið saman að þessu sinni undir yfir- skriftinni „Sálir og Skuggi" Mest ber á þeim dökku andlitum - sálum? - sem birst hafa í myndum listamannsins um nokkurra ára skeið, en þær eru ýmist aðskildar eða tengd- ar saman með kröftugum litastrokum í „gömlum“ stíl. Jafnvel bregður fyrir gróteskum andlitum (nr. 3), sérgrein Gunn- ars Arnar á árum áður. Og þá tekur hjarta gamals aðdáanda kipp. En svo birtast allt í einu tandurhreinar reglustikumyndir, mál- aðar í sterkum popplitum, sem eru ein- hvem veginn á skjön við þær hugmyndir sem maður gerir sér um óvæntar hugljóm- anir, frumleikann og skaphöfn þessa ágæta listamanns. Aðalsteinn Ingólfsson Sýning Gunnars Arnar stendur til 30. mars. Listasafn ASÍ viö Freyjugötu er opiö alla daga nema mán. kl. 13-17. Fór að langa til að mála konur - af því hvaö Malaja-konurnar voru meö einstaklega fallega skapaöar varir Dagmar Agnarsdóttir myndlist- armaður opnar sýningu á olíumál- verkum miðvikudaginn 2. apríl í Rotunda Gallery í Neilson Hays Library við Suriwongseveg í Bang- kok í Taílandi. Ekki er algengt áð íslensk myndlist fari svona langt að heiman en þetta er meira að segja í annað sinn sem Dagmar sýnir á þessum stað. „Þetta gerðist þannig að ég tók þátt í saipsýningu í fyrra i Neilson Hays Library hér í Bangkok með fólki sem ég sæki myndlistartíma með. Þessir tímar eru haldnir hjá Alliance Frangaise og við höfum kallað okkur The Alliance Group,“ svarar Dagmar í tölvupósti frá Bangkok. „Forstöðumaður safnsins bauð mér þá að halda einkasýn- ingu síðar á því ári, en ýmissa hluta vegna gat það ekki orðið - en við sammæltust á endanum um að gera þetta núna fyrir páskana sem i ár ber upp á taílenska nýárið. Ég fékk svo ástralska vinkonu mina, Margaret Ingles, til að sýna með mér - bæði til að gefa sýningunni fjölbreyttara yfirbragð og svo til að vera ekki alveg ein og óvarin í þessu!“ Neilson Hays Library er breska bókasafnið í Bangkok, til húsa í gömlu og glæsilegu húsi frá því snemma á síðustu öld. Það er vin- sælt til sýningarhalds, einnig eru haldnir þar litlir tónleikar og margháttuð önnur menningarstarf- semi fer þar fram flesta daga árs- ins. Sýningarsalurinn, rótúndan, er inn af bókasafninu, hringlaga eins og nafnið gefur til kynna, með mikilli lofthæð og fallegum þak- gluggum sem veita hlýrri og fal- legri hitabeltisbirtunni niður. Dagmar Agnarsdóttir: „Elskar mlg - elskar mlg ekki“ Þessi hálslanga dama veröur sýnd í Bangkok í Taílandi í apríl. Dagmar fór ekki að fást við mynd- list fyrr en hún fluttist til Malasíu fyrir fjórum árum, og hélt því svo áfram eftir að hún flutti sig til Bang- kok ári síðar. „Ég mála mest með olíu á striga eða hör en hef líka sótt tíma í teikn- ingu og kínverskri kalligrafíu," segir hún. „Myndimar koma út úr höfö- inu á mér og eru oft af konum og konuandlitum. Þegar ég kom fyrst til Asíu þá varð mér starsýnt á allar þessar fallegu konur. Sérstaklega varð ég hrifin af Malaja-konunum, sem eru með einstaklega fallega skapaðar varir - þykkar og ástríðu- fullar - og dökk og dularfull augu. Mig fór að langa til að mála þær og setja í samhengi sem ég ýmist þekkti eða sá innra með mér. Stundum eru „konumar mínar“ ansi hálslangar og stundum eru þær naktar, þótt það eigi ekki alltaf upp á pallborðið hér eystra. Mig grunar að þessir löngu hálsar eigi sér rót í því að þegar ég kom hér fyrst með mann- inum mínum 1998 þá hittum við gamlan búrmúskan stjörnuspeking á bryggju við Chao Praya ána sem ligg- ur í gegnum Bangkok. Hann las í stjömumar fyrir okkur og sá þá meðal annars að maðurinn minn myndi sennilega fá sér aöra konu - það er að segja eina konu til viðbót- ar! - á aldamótaárinu. Hún átti að vera stutt og digur og með sveran háls. Þetta gekk sem betur fer ekki eftir, en kannski er þessi spádómur hans á sveimi einhvers staöar í und- irmeðvitundinni!" Ferðamenn á leiö til Bangkok ættu að skrá hjá sér að sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 9.30-16, og hún stendur til 27. apríl. T^úðar til Vínar Leikhópnum Draumasmiðjunni hef- ur verið boðið að sýna leikritið Trúða eftir Margréti Pétursdóttur á alþjóð- legri leiklistarhátíð leikhúss heyrnar- lausra í Vínarborg dagana 4.-12. apríl. Þetta er í annað sinn sem Drauma- smiðjunni er boðið að taka þátt í þess- ari hátíð, en í fyrra sýndi leikhúsið Ég sé ... sem einnig er eftir Margréti. Leikritið fjallar um tvo trúða sem eru að fara að setja upp leikrit, en þeim gengur brösuglega að eiga samskipti sín á milli þar sem annar trúðurinn talar bara táknmál. Ekki þarf að koma á óvart þó að ís- lenskum leikhópi sé boðið að sýna bamaleikrit erlendis, svo algengt er það orðið. Þrátt fyrir heldur máttleys- islegan stuðning hins opinbera við barnaleikhús helgar um tugur leik- hópa hér á landi bömum starfsemi sína, eins og fram kom í tilkynningu Samtaka um barna- og unglingaleik- hús á íslandi á alþjóðlega bamaleik- húsdaginn 20. mars. Auk þess sinna aðrir leikhópar og stóru leikhúsin börnum oft ágætlega og öll atvinnu- leikhúsin halda uppi sérstöku barna- starfi. Þetta er líka skynsamleg ráðstöfun. Alveg eins og Þórarinn Eldjám segist í grein hér á opnunni ráðast á garð- inn þar sem hann er lægstur með því að yrkja ljóð handa bömum til að afla fullorðinsbókum sínum lesenda seinna meir, þá þýðir ekki annað fyrir leik- húsin, ef þau eiga að lifa þessa öld af, en að venja börn á að fara í leikhús. Leikhús eru best Af öllum þeim hópum sem sinna bömum að jafnaði er freistandi að nefna Möguleikhúsið sérstaklega. Einkum vegna þess að það á sína ákveðnu bækistöð í leikhúsinu sínu á Hlemmi. Það er virðingarvert að fara með leiklistina til bamanna í leikskól- um og skólum, en það er alveg sér- stakt að klæða sig í sparifótin og fara í leikhús með fullorðinni manneskju sem hægt er að ræða við á eftir um upplifunina. Geta svo bent á húsið þegar maður ekur fram hjá i stætó og sagt: Þarna var ég, þangað fór ég með ömmu/afa/pabba/mömmu/frænku/br óa um daginn og sá Völuspá eða Snuðru og Tuöru eða einhverja enn aðra af sýningunum sem þar ganga fyrir orku Péturs Eggerz og liðs hans. Núna er verið að sýna þar verkið Tónleik sem mest minnir á gömlu þöglu myndirnar. Þar er fátt sagt en þeim mun meira gefið í skyn með látæði og hljóðum og sýnir Stefán Örn Arnarson snilldartakta með og án sell- ós. Aðstandendur töldu að sýningin væri einkum fyrir stálpuð börn og fullorðna en það kemur í ljós að yngri börn hafa af henni fullt gagn og mikið gaman, enda sameiginlegt mál mann- kynsins alls sem þar er notað. Ólæknandi? Leikhúsárátta virðist vera einkenni- lega sterk í íslenskum genum og ætti Kári að athuga það. Hvar sem landinn bröltir og ber sig um fer hann að huga að leiklistarstarfsemi, og til eru frásagnir af því að fólk hafi sett upp leiksýningar, til dæmis upp til sveita hér á landi og í Vesturheimi, sem aldrei hafði í leikhús komið. Kannski er þetta arfur frá upplestri úr fornsög- unum í baðstofunni gömlu eöa flutn- ingi Eddukvæða alveg aftan úr grárri forneskju, hver veit?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.