Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2003, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2003, Síða 17
16 41 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Órn Valdimarsson Aöalritstjórj: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setnlng og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins [ stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Samkvœmni r - Fyrir stjómmálamann er mikil- vægt að vera samkvæmur sjálfum sér - segja ekki eitt í dag og annað á morgun. Tækifærissinnar hafa aldrei haft miklar áhyggjur af sam- kvæmni ef það hentar þeim ekki. Stjómmálamaður sem leggur hins vegar áherslu á traust og trúnað við almenning veit að orð eru ekki ókeypis; við þau skal standa. Slíkur maður skiptir ekki um skoðun eftir því hvemig vindar blása í samfélaginu. Þetta þýðir ekki að sá sem skiptir um skoðun sé tækifæris- sinni. Þvert á móti er ekkert eðlilegra en að skoðanir þroskist og þróist í takt við örar breytingar samfélagsins. Þvergirðings- háttur og ofstæki rétttrúnaðarins hefur í mörgu verið miklu meiri bölvaldur en tækifærissinnuð skoðanaskipti stjórnmála- manna - til lengdar rista þeir aldrei djúpt. En það skiptir gríðarlega miklu, þegar stjórnmálamenn telja sig knúna til þess að snúa við blaðinu og breyta fyrri skoðun- um, að þeir geri það með opnum, skýrum og rökfóstum hætti. Aðeins þannig geta þeir forðast misskilning og ákúrur. Og að- eins þannig mun þeim takast að afla sér trausts og trúnaðar. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, á það á hættu að falla í gryfju tækifærissinnans. Árið 1999 lýsti hann því yfir í blaðaviðtali að það væri „eng- um vafa undirorpið að NATO gerði rétt í því að hefja loftárás- ir á Júgóslavíu“. Þá sá Össur enga aðra leið í baráttunni við „blóðhundinn" Milosevic. Fjórum ámm síðar segir formaður Samfylkingarinnar stríð- ið gegn írak vera ólöglegt og í andstöðu við stofnsamþykkt Sam- einuðu þjóðanna. „Án samþykkis Öryggisráðsins er þetta grímulaust árásarstríð,“ sagði Össur Skarphéðinsson í samtali við DV. En hvað hefur breyst á síöustu fjórum áram? Loftárásir NATO á Júgóslavíu voru ekki gerðar með samþykki Öryggis- ráðsins sem aðeins hefur heimilað hemaðaraðgerðir þrisvar sinnum: 1950 í Kóreu, 1991 þegar Kúveit var frelsað úr höndum íraka og 2001 þegar innrás var leyfð í Afganistan. Sérstaklega er eftirtektarvert að bera saman samþykktir Ör- yggisráðsins vegna Júgóslavíu og íraks. í ályktun 1199 frá 1998 segir að ef stjórnvöld í Júgóslavíu fari ekki að vilja Sameinuðu þjóðanna verði hugað að frekari aðgerðum til að tryggja frið og stöðugleika. Ályktun 1441 vegna íraks er hins vegar mun ein- dregnari. Þar segir einfaldlega að Öryggisráðið hafi magsinnis varað írak við alvarlegum afleiðingum (serious consequences) þess að uppfylla ekki skyldur sínar og er fyrst og fremst verið að vísa til afvopnunar. Augljóst er að afstaða Öryggisráðsins gagnvart írak er miklu harðari en gegn Júgóslavíu. Þó era margir sem studdu baráttu NATO gegn Milosevic andvígir stríðsrekstrinum gegn Saddam. Enginn þeirra hefur skýrt út af hverju stríðið í Júgóslavíu var réttlætanlegt en hernaðaraðgerðir gegn öðrum glæpamanni, Saddam Hussein, eru það ekki. Af hverju þurfti ekki samþykki Öryggisráðsins þegar NATO lagði til atlögu við valdaklíku Milosevics og af hverju þarf blessun ráðsins fyrir stríðinu gegn írak? Hvers konar stríðsrekstur er leyfilegur í huga formanns Samfylkingarinnar án stuðnings Öryggisráðsins og hvers kon- ar hemaðaraðgerðir era bannaðar án leyfis ráðsins? Þegar skammt er til alþingiskosninga er nauðsynlegt að Öss- ur Skarphéðinsson skýri út af hveiju hann virðist hafa skipt um skoðun. Fyrir lítið land er mikilvægt að reka heildstæða og stefnufasta utanríkisstefnu sem byggist á grunni samkvæmni. Þegar stjómmálamaður vill komast til valda og meðal annars marka stefnu lands og þjóðar í utanríkismálum er mikilvægt að hann tali hreint út og svari fyrrnefndum spumingum. Óli Björn Kárason MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 Skoðun Drög að landsfundarályktunum Sjálfstæöisflokksins: HeiiH verketni tH einkaaðila og tfawteBP jikattabBkhMiln Landsfundur Sjálfstæöisflokks- ins verður settur á fimmtudag og stendur fram á sunnudag. Sam- kvæmt skipulagsreglum flokksins markar landsfundur heildarstefnu flokksins í landsmálum. Málefnanefndir hafa nýverið lok- ið við að semja drög aö ályktunum landsfundarins i tuttugu og flmm málaflokkum. Segja má að megin- stefið í þeim sé annars vegar áhersla á að einkaframtakinu verði falið að annast fjölda verkefna sem ríkið sinnir nú og hins vegar áhersla á verulegar skattalækkan- ir, ekki síst á einstaklinga. Skattar lækki í drögum að ályktun um skattamál er hvatt til þess að nú verði horft til frekari lækkunar skatta á einstak- linga. Tekjuskattur verði lækkaður verulega og hátekjuskattur afnuminn; eignarskattur verði afnuminn, en hann liggi meðal annars þungt á eldri borgurum; erföafjárskattur verði af- numinn eða lækkaður verulega; virð- isaukaskattur verði lækkaður; stimp- ilgjald á verðbréf verði afnumið; og áfram unnið að lækkun vörugjalda og tolla. í drögum að ályktun um viðskipta- og neytendamál er tekið í sama streng og sérstök áhersla lögð á að aðflutn- ingsgjöld verði lækkuð. Þá segir þar að afnema beri skylduáskrift að fjöl- miðlum þegar í stað og endurskoða hlutverk ríkisins á þessum markaði. Þarna segir líka að það valdi sér- stökum áhyggjum að sum sveitarfé- lög, með Reykjavík í broddi fylkingar, hafi notaö góðærið til að hækka skuldir og skatta, öfugt við ríkið. Spjótinu er beint að Samfylkingunni í þessum efnum: „Undir forystu Sam- fylkingarinnar í Reykjavikurborg hef- ur útsvar verið hækkað á einstak- linga og fasteignagjöld verið hækkuð um 20%,“ segir í drögunum. Einkaframtakið taki við Leggja ber áherslu á að flytja verk- efni úr höndum ríkis og sveitarfélaga til einkaaöila, samkvæmt drögum að ályktun um efnahagsmál. Þar eru sér- staklega nefnd til sögunnar fjármála- starfsemi, fjarskipti, fjölmiölar, versl- unarrekstur og orkugeirinn. Heilbrigðisþjónustan er nefnd í þessu sambandi: Tímabært sé að ein- staklingsframtakið verði nýtt á sem flestum sviðum í rekstri heilbrigðis- þjónustu til að auka hagkvæmni sjúk- lingum til hagsbóta, en einnig er tek- ið fram að ríkisvaldið skuli bera ábyrgð á fjármögnun heilbrigðisþjón- ustu. Lagt er til að rekstur heilbrigð- isþjónustu verði tekinn út af fostum fjárlögum og í staðinn fjármagnaður með greiðslum fyrir unnin verk og þjónustu. Fjöldamargt annað má finna í drög- unum tuttugu og fimm um aukið hlut- verk einkaframtaksins: ríkinu beri að draga sig í áfóngum úr rekstri opin- berra rannsóknastofnana eins og framast sé unnt og fela verkefni þeirra einkaaðilum og háskólum; rík- inu beri að draga sig út af hinum al- menna lánamarkaði tO einstaklinga (íbúðalánasjóður) en tryggi fjármála- stofnunum fjármögnun íbúðalána á lægstu mögulegu vöxtum; þjónustu- hlutverk LÍN sé best komið í höndum útlánastofnana þar sem nýir mögu- leikar fyrir aukna þjónustu og hag- ræðingu séu fyrir hendi; stuðla beri að því að einkaaðilar komi að rekstri menntastofnana á öllum skólastigum; einkaaðilar taki við slysatryggingum sem nú séu í höndum Tryggingastofn- unar; enn frekar verði farið inn á þá braut að einkaaðilar taki að sér fjár- mögnun, framkvæmd og rekstur sam- göngumannvirkja líkt og við gerð Hvalfjarðarganga; ríkið þurfi að draga sig enn betur út úr rekstri eigin tölvu- kerfa og hugbúnaðargerð. Einkavæðing í drögum að ályktun um vinnu- markaðsmál segir að landsfundur telji „fráleitt að opinber fyrirtæki séu í samkeppni við einkaaðila." Annars staðar segir að selja beri Landssím- ann, ríkið eigi að draga sig út úr öU- um verslunarrekstri, til dæmis í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar, leggja beri ÁTVR niður þegar í stað og selja hlut ríkisins í íslenskum aðalverktökum sem fyrst. Lýst er ánægju með fyrirhugaða markaðsvæðingu í raforkumálum en áhersla lögð á að við framkvæmd hennar verði hagsmunir allra við- skiptavina hafðir að leiðarljósi. Evrópusambandiö Sjálfstæðisflokkurinn telur aðild að Evrópusambandinu ekki þjóna hags- munum íslensku þjóðarinnar eins og málum er nú háttað, segir í drögum að álytkun um utanríkismál. Ástæð- urnar eru sjávarútvesgstefna sam- bandsins, sem sé al- gerlega oa- sættanleg fyrir ís- land. Þá liggi fyrir að hreinn kostnað- ur við aðild gæti numið 3- 5% rík- isút- gjalda á ári. Sér- stak- lega er varað við því að þjóð- in freisti þess að gera út á styrkjakerfi ESB; vænlegra sé að byggja upp arðbærar atvinnugreinar í landinu. Loks segir að flest bendi til þess að aðild að evrunni myndi reynast þjóðinni óhag- kvæm. í drögum að ályktun um við- skipta- og neytendamál er vikið að meintum yfirgangi ESB gagn- vart íslendingum sem birtist í kröfum um stóraukin framlög til sambandsins: „Það siðferði sem birtist í þessari fram- komu er umhugsunarefni," segir i drögunum, og líka: „Himinháar kröf- ur af þessu tagi vekja upp áleitnar spurningar um framkomu og siðferði ESB gagnvart sínum næstu nágrönn- um.“ Samkeppnisstofnun Eins og fram hefur komið er í drög- unum víða lögð áhersla á mikilvægi þess að innleiða samkeppni, ekki síst með því að draga úr umsvifum ríkis- ins. Hins vegar eru einnig gerðar al- varlegar athugasemdir við starfs- hætti Samkeppnisstofnunar. „Endurskoða þarf samkeppnislög með það fyrir augum að draga úr af- skiptum Samkeppnisstofnunar af starfsemi einkaaðila," segir í drögum um viðskipta- og neytendamál. Mark- mið samkeppnislaga eru góð, segir í drögunum, en Samkeppnisstofnun fær það óþvegið; „[...] augljóst er að afskipti stofnunarinnar eru orðin of mikil og eru ekki í anda laganna." Hæstiréttur og tóbak Tryggja þarf með lögum að Hæstiréttur sé skipaður sjö dómur- um í sér- lega mik- ilsverð- um mál- sem reyna á túlkun stjómarskrár- innar, segir í drögunum. Þá þurfi að breyta deildaskiptingu réttarins þannig að skipan í einstökum mál- um fari eftir hlutkesti en ekki eftir starfsaldri dómara. Lagt er til að opinber birting álagninga- og skattskráa verði lögð af. Þá er lagt til að tóbaksvamarlög- um verði breytt svo að réttur fólks tO að ráða yfir fasteignum sínum verði virtur, sem og tjáningarfrels- ið. Ótekjutengdar barnabætur Sjálfstæðisflokkurinn vill að tekjutenging bamabóta verði með öllu afnumin segir í drögum að ályktun um fjölskyldumál. Mikilvægt er að í nánustu framtíö verði öUum landsmönnum gert kleift að velja sér lífeyrissjóð, segir annars staðar í drögunum. Einnig er hvatt tU þess að lýðræði verði aukið í stjórnun lífeyrissjóð- anna. Breyta ber lögum og reglum sem gera sambúðar- slit fjárhagslega hagkvæm og jafnframt skUgreina lífeyrisréttindi hjóna sem hjúskapareign þannig að þau skipt- ist tU helminga við skilnað án sam- þykkis beggja aðUa. ÆskUegt er að sameina fagráðu- neyti atvinnulífsins í eitt atvinnu- málaráðuneyti segir á einum stað og annars staðar að ferðaþjónusta eigi að verða meginsvið eins ráðuneytis eftir endurskoðun á verkaskiptingu innan Stjórnarráðsms. Lagt er tU að Sjálfstæðisflokkur- inn hafni stefnu sem gangi út á það, að örfoka land skuli vera óhreyft og beiti sér þess í stað fyrir átaki í upp- græðslu hálendisins samhliða skyn- samlegri nýtingu náttúruauðlinda þar. Stöðvun gróður- og jarðvegseyð- ingar eigi að vera helsta baráttumál íslenskra umhverfismála; hagstætt tíðarfar verði nýtt tU öflugrar sókn- ar í landgræðslu og skógrækt og í því sambandi verði hugað að því hvort íslendingar geti flutt út kolefnisbindikvóta. Nauðsynlegt er að ýta frek- ar undir notkun díselbifreiða með réttlátari álögum, segir í drögunum, enda séu þær hagkvæmari og umhverfis- vænni en bensínbifreiðar. Þá sé mikUvægt að hlutverk ReykjavíkiuflugvaUar sem miðstöðvar innanlands- flugs á íslandi verði tryggt. -ÓTG Sandkom sandkorn@dv.is „Þannig er hinn vopnaði vestræni heimur ekki í raun og veru að spyrja að því hvort gjöreyðingarvopn sé að finna í írak. Spurning dagsins er: Telur þú að írak- ar búi yfir gjöreyðingarvopnum?“ Breytíð kemslubókunum —~r^— Valgerður Sverris- dóttir iðnaðarráð- jg| herra sagðist í út- [ varpsviðtali á dögun- ^ jr um ekki alveg sátt við þá skilgreiningu Dav- jyfll íðs Oddssonar að aflar stjómir sem Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekki aðild að væru vinstrist- jómir. Valgerður sagði að þetta væri aUs ekki rétt því að ríkis- stjórnir sem Framsóknarflokkur- inn ætti aðild að væru miðjustjórn- ir. En samkvæmt þessari skflgrein- ingu Valgeröar hefur líklega aldrei verið vinstristjórn á íslandi... Ummæli Enhúngalin? „Eru þeir galnir, eða er það ég sem er galin? Era þeir radd- ar, eða er það bara ég sem er búin að vera of lengi í Amer- íku? [...] Það er hugs- anlegt að það sé eitt- hvað í fari mínu sem ekki feUur heimamönnum í geð. Kannski af því að ég er kvenmaður. [...] En hvað þá með kvenfólkið? Það er jafnvel ennþá kaldara. [...] Finnst þeim ég vera glyðruleg? Hugsanlega. Hér tíðkast ekki að nota varaíit eða aðrar snyrtivörar. Hvað þá að halda sér tU.“ Bryndís Schram um vistina sem sendi- herrafrú í Rnnlandi í grein í vikuritinu Birtu. Stefnubreyting? „Það er alveg ljóst af okkar hálfu að við teljum algjörlega nauðsynlegt Skílaboð á melónu Menn beita ýmsum ráðum tU að koma skilaboðum til stjórnvalda. Sumir vilja vera áberandi og sletta málnmgu á Stjórnarráðið en aðrir fara minna áberandi leiðir. Fyrir- tækið Bananar sér mötuneyti Al- þingis fyrir grænmeti og ávöxtum. Á dögunum fékk fyrirtækið símtal neðan úr þingi og voru menn þar á bæ heldur ósáttir við síðustu send- ingu: Þeim hafði borist melóna sem á var ritað: „Davíð er dóni“. Samkvæmt heimildum Sand- kornsritara mun áletrunin hafa borist ráðherranum sjálfum til eyma en sendfll Banana fékk orð í eyra ... að þetta mál komi tU umfjöflunar öryggisráðsins á nýjan leik, það höf- um við margsagt." Halldór Ásgrimsson um íraksmáliö á Alþingi 27. janúar síðastliðinn. Draumirinn dafnar „Þó að Samfylkingin fari niður fyr- ir 30% fylgi á næstu mánuðum þarf það ekki að draga úr líkum á vinstri- stjóm. Þvert á móti. Líkumar á vinstristjórn aukast ef Vinstrihreyf- ingin - grænt framboð eykur við sig fylgi jafnt og þétt fram að kosningum og ef Frjálslyndir komast á þing. Minna fylgi Samfylkingar gæti svo aukið líkumar á að Framsóknarflokk- urinn yrði áfram um í að taka þátt í slíkri ríkisstjóm. Draumurinn um að hægt sé að breyta hér um stefnu er því ekki úti. Þvert á móti eykst hon- um nú ásmegin dag frá degi.“ Ármann Jakobsson á Múrnum.is. Hann er orðinn frekar gamall og þreyttur, hélt maður, brandarinn um fé- lagsfræðinginn sem var á götu spurður af öðrum manni hvað klukkan væri. Hann leit íhugull á spyril- inn og spurði svo til baka: Hvað finnst þér sjálfum? Fáránleikinn í þessum ganfla og lúna brandara er nú orðinn svo samofinn daglegu lifi okkar að ekki einasta hefur brandarinn misst öU ítök í hláturtaugum held- ur erum við löngu hætt að sjá að nokkuð sé að tilsvari félagsfræð- ingsins. Hann reyndist eftir á að hyggja bara vera svona á undan sínum tíma. Nýja línan var ólík Einhverjum árum eftir að mað- ur heyrði þennan nú ófyndna brandara fyrst þá lýsti fróður maður fyrir vinum sínum breyt- ingum í áherslum í gæðaeftirliti bíla. Munurinn var sá, sagði hann, að áður hafði gæðaþróun snúist um bUinn sjálfan og frammistöðu einstakra hluta hans. Upplýsing- um um góða endingu, mikinn kraft og endalaust þol var svo komið tfl hugsanlegra neytenda. Nýja línan var hins vegar nokk- uð ólík.1 BUlinn sjálfur var ekki lengur aðalatriðið heldur ímynd hans í nákvæmlega útreiknuðum mark- hópunum. Þannig snerist nú gæðaeftirlit um það að kanna hug- myndir hugsanlegra neytenda um t.d. öryggi ákveðinnar tegundar. TU þess voru ráðnir félagsfræðing- ar í kippum. Ef úrtakið reyndist hafa óljósar eða neikvæðar hug- myndir um öryggi bílategundar- innar þá var sett af stað vel skipu- lögð auglýsingaherferð þar sem hið sérstaka öryggi bílsins var haft í fyrirrúmi. Þessi áhersla var valin alveg óháð áherslum í fram- leiðsluferli bílsins og eingöngu byggð á fyrmefndum könnunum. Grænt Ijós? Staðreyndir hafa á síðustu árum vikið í ríkum mæli fyrir ímyndum eða tflbúnum, niðursoðnum hug- myndum sem eru útbúnar í nán- ast pflluformi fyrir fjöldann tU að gleypa. Þeir eru örugglega margir sem myndu jafnvel halda því fram að staðreyndir væru hreinlega ekki tU. Þannig er hinn vopnaði vest- ræni heimur ekki í raun og veru að spyrja að því hvort gjöreyðing- arvopn sé að finna i írak. Spum- ing dagsins er: Telur þú að írakar búi yfir gjöreyðingarvopnum? Ef nógu margir segja að svo sé er óhætt að leggja í stríö sem fjöl- margir munu hagnast á - í öUu falli mun litlum fréttum fara af þeim sem raunverulega munu þjást í þeirri aðgerð. Við erum heldur ekki raunvera- lega að spyrja okkur hvort á há- lendi íslands muni á næstu mánuð- um glatast mikflvægar og óbætan- legar náttúrugersemar. Spurt er hvort við höldum að svo muni fara ef af virkjun verður? Ef nógu marg- ir segjast ekki halda að svo sé þá er litið á það sem grænt ljós á aðgerð- irnar - alveg óháð því hversu nátt- úran verður fyrir miklum skakka- föUum í raun og veru. í fjölrása bíóhúsi Þannig munu undangengin „spursmál" að lokum flokkast með spurningunni sem nú hrjáir nýjan símarisa á íslandi - hvað á fyrir- tækið að heita? Hvaða nafn gefur möguleika á því að skapa ímynd sem felur í sér framsækni, kraft og einfaldleika? Þegar tekst að skapa slíka ímynd fær nefnilega hvaða mál sem er öruggan framgang - með eða án þjóðaratkvæða- greiðslu. Kvikmyndin um framkvæmd- irnar á hálendinu verður gerð þannig að hún sýnir hetjulega bar- áttu manna við grýtta og gráa náttúru landsins, gleði þeirra og sigra. Mannvirkjagerð lituð hríf- andi sameiningarkrafti. Þegar stríðið í írak hefur staðið um hríð munu okkur birtast ótelj- andi „heimildarmyndir" og frétta- skot um það hversu ömurlegt líf manna, kvenna og barna var orðið í írak og hvemig átökin hafa frels- að lýðinn. Það verður ekkert minnst á viðskiptabann! Þetta er eins og að lifa í íjölrása bíóhúsi en myndirnar eiga það aU- ar sameiginlegt að þær voru bún- ar tU af einhverjum öðrum. Þær voru ekki gerðar í þeim tUgangi að upplýsa heldur til að hafa áhrif á hugsun og hugmyndir. Þannig er hægt að stjóma þeim ályktunum sem við drögum - forsendumar hafa verið mótaðar - við byggjum skoðanir okkar á ímynd málsins en ekki staðreyndum. Staðreyndin í varðhald Að lokum má taka eitt lítið dæmi sem er ofarlega í umræð- unni núna. Teljum við vexti háa á íslandi og er munur stýrivaxta og útlánsvaxta of mikUl? Já eða nei! Hve mörg okkar munu í raun leggja á sig að afla þeirra upplýs- inga til samanburðar sem nauð- synlegar eru í þessu sambandi? Hve mörg okkar munu láta úrtöl- ur og málalengingar næstu vikna blekkja okkur aftur inn í óminnið? Meö því að stjóma ímynd mál- efnis hafa menn hneppt staðreynd- ina í varðhald. Henni verður að- eins sleppt að því tUskUdu að hún sé saklaus og skaði ekki æskilega ímynd fyrirtækis, aðgerðar eða ákvörðunar. % * * +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.